Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 10
f 10 -rnari wíisp-n’snrwi r MORGUISBLAÐiÐ ^ Föstudagur 4. janúar 1952 Framhaldssagan 35 Herbergið á annari hæð Skáldsaga eftir MILDRID DAVIS iiiMMiiiiiniiiiQií reyna að sjá betur niður í hálf dimmt anddyrið, en var þá næst- um búin að missa jafnvægið. — Andardráttur hennar var orðinn órólegur og hendin sem hélt um handriðið, var hvít á hnúunum. Hún leit aftur niður, en sá eng an. Svo leit hún snöggvast inn dimman ganginn uppi á loftinu, en fór síðan niður stigann. Hún gekk yfir anddyrið, í gegnum um borðstofuna og fram í eldhúsið. ,,Weymuíler“. Rödd hennar var rólegri nú. Augnablik leið. Ekk- ert svar. Enginn var i eldhúsinu. Ógur- legur ótti greip hana. Hún sner- ist á hæl og hljóp fram í and- dyrið aftur og að stiganum. — „Patricia“. Hún lagði af stað upp stigann en nam skyndilega staðar og hrökklaðist aftur á bak. — Hún gekk varlega yfir anddyrið aft- ur eins og hún væri hrædd um að ónáða einhvern og að gluggan- um. Hún leit út, en sá engan á göt- unni upp að húsinu. Hilda sneri við. Augu gamall- ar konu störðu á hana frá mál- verkinu á veggnum á móti. Hilda gekk nær myndinsi svo að sterk- ir andlitsdrættirnir runnu út í eitt. Svo gekk hún aftur fjær, og þá fylgdu augun henni eftir. Það lét hátt í stóru veggklukk- unni. Hún horfði á mínútuvísir- inn hreyfast við hverja sveiflu pendúlsins. Fimmtíu sekúndur liðu og þá rak hún fótinn í pendúl inn. Hvellt hljóð kvað við og djúp skora kom í vegginn. Hún sneri sér skyndilega við til að vita hvort gamla konan hefði horft á hana. Kixldaleg augun störðu á hana. Hilda gekk að stól og settist. Hún gætti þess að snúa bakinu / myndina. Hún beit á jaxlinn og neyddi sig til að sitja kyrr. Hver taug var spennt til hins ýtrasta. Eitthvað mundi ske ef hún hreyfði sig. Hún mátti ekki hreyfa sig. Hún varð að sitja alveg kyrr. Hún hrökk upp: Hún heyrði hljóð að baki sér. Það brakaði undan fótataki. „Ó, guð minn góður, nei“. Hún þaut upp af stólnum. Snöggvast studdi hún sig við vegginn og reyndi að greina í myrkrinu. En það vgr svo dimmt að hún sá varla útidyrnár. Aftur heyrðist brak. Stiginn var á milli hennar og dyranna. Hún tók ioks ákvörðun, skaust með ofsahraða framhjá stiganum og reif í hurðina. Hún opnaðist ekki fyrst í stað, en þegar hún loks gaf eftir, var Hilda næstum dottin inn á gólfið. Kápu laus og húfulaus þaut hún út í myrkr- ið. Hilda greip um steínhandriðið. Snöggvast horfði hún sem steini lostin niður götuna. Svo rak hún upp fagnaðaróp. Frú Corwith kom gangandi á móti henni. Hún horfði rannsak- andi á dóttur sína. „Hvað er að?“ „Ég .. ekkert“. „Hvert ertu að fara svona alls Iaus?“ „Ekkert .... ég var að leita að Wevmuller“. „Úti?“ „Ég kallaði. Það svaraði eng- inn“. Frú Corwith gekk framhjá henni og inn. Hilda fylgdi á eftir henni. Hún leit upp tröppurnar um leið og móðir hennar kveikti Ijósið í anddyrinu. „Hvar er pabbi þinn?“ „Ég veit það ekki. Kannske hef ur hann farið til að fá sér frískt loft“. Frú Corwith kveikti á lampa í setustofunni og leit á dóttur sína. Hilda forðaðist að líta í augu hennar og settist niður. „Hilda, hvenær fórst þú síðast út?“ „Ég .. Hvers vegna spyrðu að því?“ „Horfðu á mig“. Hilda leit hik- andi á hana. „Þú verður að fara meira út og skemmta þér og hitta kunningjana. Þú verður taugaveiklaður aumingi með þessu áframhaldi. Nú eru ekki meira en tvær vikur þangað til ..“. „Það e.r einmitt það sem ég ætlaði að tala við þig um.“ Hilda hallaði sér nær móður sinni. „Við verðum að fara fyrr“. Móðir henn ar ætlaði að grípa framí fyrir henni, en Hilda hélt áfram: „Nei, bíddu við. Þú skilur ekki. Það er Swendsen. Bílstjórinn. Við verð- um að koma okkur burt héðan strax ....“. „Hilda, hvað í ósköpunum ..“. „Þú mátt ekki grípa fsamí fyrir mér. Það er ekki allt me.ð felldu. Hann er enginn venjulegur bíl- stjóri. Ég fór upp í herbergið hans í dag. Ég vai» tortryggin og ég vildi vita vissu mína. Hann hafði blaðaúrklippur um okkur. Sérstaklega....“. „Blaðaúrklippur?" endurtók frú Corwith undrandi. „Já, hann hlýtur að hafa feng- ið þær á einhverri blaðaskrif- stofu. Hann hefur ekki klipps þær út úr venjulegu dagblaði. Þær voru dagsettar og blöðin leyfa ekki fólki að taka úrklipp- ur. Ekki hverjum sem er að minnsta kosti. Við verðum að komast burt strax“. Hilda þagnaði og horfði á móð- ur sína eins og lítið barn. Frú Corwith starði hugandi fram fyr- ir sig. „Mér þætti gaman að vita hvar Led náði í hann“, sagði hún eins og við sjálfa sig. „Hvaða máli skiptir það. Hann sótti bara um stöðuna, þegar hinn sagði upp“. „Já, einmitt“. Ó, já, nú skil ég“ Hilda beit í vörina. „Já auðvitað, hann hefur séð um að staðan yrði laus“. Hún lokaði augunum snöggvast eins og hana verkjaði í þau. „Þorp- arinn sá arni“ hvíslaði hún á milli samanbitinna varanna. Móðir hennar leit undrandi á hana, þegar hún heyrði ákafann í rödd hennar. „Hvað eigum við að gera?“ spurði Hilda. „Við skulum tala um það í kvöld. Þú skalt fara upp og þvo þér fyrir kvöldverðinn“. Hilda greip um þönd hennar. „Við verðum að ákveða það strax. Þú skilur ekki ....“. „Hilda, við þurfum ekkert að óttast“. Hilda gapti. „Þurfum ekkert að óttast?“ endurtók hún. „Nei, ekki í bráð“. „En hann .. hann....“. „Hann, hvað ..?“ Rödd hennar var þreytuleg. „Ef við leggjum allt í einu á flótta, þá komumst við í hættu. Við getum ekki laum ast bur-t án þess að láta nokkurn vita. I fyrsta lagi verður þjón- ustufólkið að fá að vita það og <( „En þá fær hann meiri tíma. Við getum ekki setið og beðið“. „Ef til vill getur Led lokið við að ganga frá málum sínum í þess ari viku og það getur verið að við getum farið á sunnudaginn en við verðum að segja það öll- um. Það getur verið að Swendsen sé að þreifa fyrir sér um eitthvað en hann getur ekki haft neinar sannanir annars mundi hann ekki takast á hendur þetta hlutverk. Ef ekkert grunsamlegt skeður, þá verður hann auðvitað að gefast upp....“. Dyrabjallan hringdi. Hvorug þeirra hreyfði sig. Lykli var stungið í dyrnar og dyrnar opn- uðust. Frú Corwith og Hilda horfðust í augu og báðum létti auðsjáanlega. Dora kom inn og lokaði dyr- unum á eftir sér. Hún fleygði kápu sinni yfir stól og leit á þær til skiptis. „Hvað nú?“. „Hilda er hrædd um að það sé eitthvað athugavert við bílstjór- ann okkar. Hann hefur meðferð- is úrklippur um okkur“, sagði frú Corwith. „Nú, já“, Dora lét fallast niður í hægindastól. „Okkur datt í hug að við gæt- um farið fyrr en áætlað var“, sagði frú Corwith. „Núna á sunnu daginn kannske“. „Ég vil helzt fara strax“, sagði Hilda. „í dag eða á morgun“. Ævintýri Mikka III. Veikgeðja risinn Eftir Andrew Gladwin 10. — Auðvitað. Hann er risi, svaraði gamli maðurinn og kímdi. Þeir voru lengi að ganga eftir endilöngum salnum. Þegar Þeirri ferð var lþks lokið, komu þeir inn í gang, sem var minnsta kosti 100 metra langur. Mikki sá nú að til þess að búa í slíkum kastala yrði maður að vera hraustur og þol- inn. Þeir gengu ganginn á enda. Þá komu þeir að snotrum steinþrepum, sem lágu upp á loft. Þeir gengu upp þessi þrep og Mikki gerði það að gamni sínu að telja þrepin. Þau voru sjötíu og sjö. ,. j Mikki var lafmóður og þreyttur þegar þeir komu upp. Fylgdarmaður hans lét hinsvegar ekki á sjá, þó hann væri all aldurhniginn. Hann var líklega vanur að ferðast um í þessum gífurlegu salarkynnum. Hann hélt enn áfram ferð- inni af fullum hraða. Allt í einu birtist undarleg vera fyrir rangalahorn. Þetta var hávaxinn grannur maður, klæddur í þröngan éulan bún- jing. Hann virtist vera í öngum sínum og muldraðl' við sjálf- an sig. — Ó, mlg auman, ó mig auman. Landamæravörður- inn stöðvaði hann. — Hvar er hans risatign? spurði hann. — Ó mig auman, sagði maðurinn í gulu fötunum. — Hann er í bókaherberginu sínu að negla fyrir músaholu. En það er beðið eftir honum. Hann á að koma og dæma fang- ana, ó mig auman. _ ____________ ■'■■■■ ■ ■ ■ ■■ ■■ ■ ■ ■■ Félag íslenzkra EiEjóðfæraleikara I J0LATRE8SKEMMTUN I ■ ■ ■ jj fyrir börn félagsmanna og gesti, verður í Breiðfirðinga- | • búð í dag kl. 4 e. h. — Aðgöngumiðar á kr. 20,00, j: Z afhentir í Breiðfirðingabúð, í dag, frá kl. 1 e. h. jjj ■ ■ i NEFNDIN 3 linoiioopwociooi (griujnnmra ■■■■ ■■wwoíOBiwrenoiwffiy Félag íslenzkra hljóðfæraleikara Fundur í B-deild, mánudaginn 7. janúar kl. 1 e. h. að Hverfisgötu 21. EFNI; Atvinnuhorfur og önnur mál. STJÓRNIN : W' Jólafrésskemmtun IkH verður Iialdin þriðjudaginn 8. þ. mán. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN Vélstjórafélag íslands Mótorvélstjórafélag íslands ■ «»»«< a Jólatrésskemmtun 13. janúar í Tjarnarcafé. ■UÚMWI >Mfl» Skemmtinefndin. ;j ■ W ■ ■ ■ ■ ■JtPJUUUUUUUl" ■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■_■ « ■ Þingeyingamót 'm Árshátíð félags Þingeyinga í Reykjavík, verður haldið : í Breiðfirðingabúð sunnud. 6. jan. n. k. (Þrettándanum), j og hefst kl. 18,30 með sameiginlegu borðhaldi. Til skemmtunar: «< ■ B Ræða: Karl Kristjánsson alþingismaður. Kvartettsöngur — Gamanvísnasöngur. • DANS. ■ Aðgöngumiðar seldir í Últíma h.f., Bergstaðastræti. Fjelagar fjölmcnnið og takið með ykkur gesti. í Samkvæmisklæðnaður *r., *i, STJÓRNIN ; GERMANIA SKEMMTIKVÖLD ■ I heldur félagið ,,Germania“ næstkomandi sunnudag 6. Þ. m. ; í Tjarnarcafé kl. 8,30. ! Til skemmtunar verður: ;■ 1. Prófessor Guðbrandur Jónsson flytur erindi: „Die Heiligen Drei Könige in Köln“. 2. Adolf Ferber og Robert A. Ottosson leika þriðja Hornkonzert í Es-dúr eftir W. A. Mozart. 3. Ernst Norman, Paul Pudelski og Robert A. Ottos- } ; í son leika Trio fyrir flautu, óbó og pianó eftir } J. J. Quantz. 4. Dans. ■; } 5. Ernst Ruhmling skemmtir. Félögum er heimilt að taka með sér gesti og nýjum : félögum verður veitt viðtaka. Aðgangseyrir er kr. 20,00 og verða aðgöngumiðar seldir } í Tjarnarcafé á sunnudaginn kl. 4—6 og við innganginn. Félagsstjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.