Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. janúar 1952 MORCVNBLAÐÍÐ T Alit sérlræHiiigaiiefndar um ábtirðahærksmiðjniiá EftKI SPÍEN6IHÆTTA AF FRAMLEI9SUJNK1EH ÞÖDF QRYG6ISRADSUFÁHA VIÐ GEYMSLU ÁBUBÐASINS NEFND sú er atvinnumálaráðuneytið skipaði hinn 22. desember síðastliðinn, til að rannsaka öryggisráðstafanir varðandi staðsetn- ingu áburðarverksmiðjunnar hefur nú skilað áliti, en þar sem nefndinni var ætlaður stuttur tími var athugunum hennar hraðað meira en nefndarmenn hefðu kosið. í nefndinni áttu sæti þeir Jó- hannes Bjarnason, Gunnar Böðvarsson og Ásgeir Þorsteinsson. Nefndarmenn telja ekki stafa sprengihætíu af framleiðslu ammoníumnitrat-áburðar með þeirri aðferð, sem hér verður notuð og heldur ekki af geymslu hans, ef fullt íillit er tekið tií eðlis , þessarar efnisblöndunar einkum gagnvart hita og loftþrýstingi, j íblöndun hættulegra efna og' þær ráðstafanir gerðar, sem, að dómi | erlendra framleiðenda, eiga að girða fyrir þær áhættur, er kunna að vera fyrir hendi undir eðlilegum kringumstæðum. — Aðferðin, sem hér verður notuð, er í stuttu máli, að framleiðsla ammoníum- | nitrat-krystalla við loftþynningu og þurrkun þeirra síðan við væg- ' an lofthita. Páll Jónsson: Styrhur ohkor er ei okkur tuhu hinum nustrænu En segir öldusigadeiidðr- IsiiMpnaðuriníi Humphrey iG~i 11 fi rir, ,^1 nVfifr^rTn^i nWiYirrfVrtWi'frfri rifi n -~-Yt rYm1 Hubert H. Humprey og kona hans. Kaupmannahöfn, í desember 1951. MERKUR bandariskur stjórn- málamaður Hubert H. Hump- hrey kom snemma i þessum mánuði í kynnisferð til Dan- merkur. Hann er þingmaður í öldungadeild bantlaríska þings ins, er yngsti maðurinn í deild inn, ekki nema 45> ára gamall, en er þrátt fyrir það í miklum metum sem stjórnmálamaður. BORGARSTJÓRI í MINNEAPOLIS í Bandaríkjunum hefir það vak íð mikla eftirtekt, hve fljótt hann hefir komist áfram, og vænta mer.n sér mikils af honum í fram tíðinni. Humphrey er svo að segja uppalinn við stjórnmál. Hann var kornungur, þegar hann byrjaði að fara með föður sínum á stjórnmálafundi. Hann er mjög vel máli farinn og hefir frábæra hæfileika til að skýra flókin mál fyrir fólki á auðskilínn hátt Hann var ekki nema 35 ára gamall, þegar hann var kosinn borgarstjóri í Minneapolis, höfuð borg Minnesota-ríkis, með langt- um fleiri atkvæðum en nokkur annar á undan honum. Og hann fékk líka yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, þegar hann var kosinn á þing við kosningarnar til öldungadeildarinnar fyrir þrem- ur árum. Skömmu seínna sagði hann af sér borgarstjórastörfun- um vegna annríkis á þinginu. Hann er eindreginn fylgismaður Trumans. Humphrey var einn af banda- rísku þingmönnunum, sem Evrópuráðið bauð fyrir skömmu til Strasbourg. Hann kom til Kaupmannahafnar sumpart til að tala við Ole Björn Kraft utan- xíkisráðherra og affra stjórnmála- menn og sumpart til að halda fyr- írlestur í „Udenrigspolitisk sel- skab“. KYNNING KANOARÍSKRA STJÓRNMÁLAMANNA Humphrey sagffi hlaðamönnum í Höfn fró Strasbourg-ferð sinni og ræddi við þá um samvinnu Bandaríkjanna og Vestur- Hvrópu. — Vita bandarískir þíngmenn ekki Htið um Evrópu? — Jú, alltof lítið. Fjarlægðin er xnikil. En ég álít nauffsynlegt, að bandarískir þingmenn afli sér þekkingar á högura Evrópúþjóða. Það ætti blátt áfram að vera einn þáttur í starfi þeirra. Og það er einmitt þess vegna, að ég er nú kominn til Evrópu. Eg vil í þcssu sambandi minn- Æst á ferð okkar til Strasbourg. Evrópuráðið bauð bandaríska þinginu að senda þangað 14 full- "trúa til að ræða sameiginleg áhugamál við þingmenn Evrópu- þjóða. Við fórum 7 úr öldunga- deildinni og 7 úr fulltrúadeild- ínni til Strasbourg. Þarna voru bandariskir þing- menn með mismunandi skoðanir, bæði fylgismenn og andstæðing- ar einangrunarstefnunnar, og bæði yngsti þingmaður öldunga- deildarinnar og aldursforsetinn, sem er 84 ára. Þarna voru líka menn úr bæði austurrikjunum, suðurríkjunum og vesturríkjun- um. Þegar við komum heim, þá vitum við meira en áffur um hagi Evrópuþjóða og getum f rætt kjós endur okkar um þessi mál. Ferð okkar til Strasbourg er að mínu áliti sögulegur viðburður. Við sátum þar fund með 'Xull- trúum ráðgjafaþinga Evrópu og ræddum við þá sameiginleg iáhugamál. Þarha héldu fulltrúar Bandaríkjaþingsins og fulltrúar Evrópuþingsins í fyrsta sinn sam eiginlegan fund. Viðræðurnar í Strasbourg voru að xníiia áliti þýðingarmiklar. SAMEINING FRJÁLSRA ÞJÓÐA NAUBSYNLEG — Hvað segið þér um samvinnu Vestur-Evrópuþjóðanna? — Við bandarísku þingmenn- irr.ir lítum svo á, að bæði pólitísk, hernaðarleg og efnahagsleg sam- eining hinna frjálsu Evrópuþjóða sé nauðsynleg. Margir okkar viss um ekki fyrirfram, að Bretland og Norðurlöndin hika við stofn- un Bandaríkja Evrópu. En ég lít svo á, að þær Evrópuþjóðir, sem fylgjandi eru sameiningarhug- sjóninni, ættu að framkvæma hana. Ég er sannfærður um, að Bandaríki Evrópu mundu hafa svo mikla kosti í för með sér, að bæði Bretland og Norðurlönd mundu áður en langt um liði sjá sér hag í því að bætast við 1 hóp- inn. Bandaríkin ætla sér ekki að reyna að knýja fram sameiningu hinna frjálsu Evrópuþjóða t. d. með því að setja sameininguna sem skilyrði fyrir þeirri hjálp, sem við veitum þeim. Það væri ef til vill hægt að skapa Bandaríki Evrópu á þenna hátt, en það mundi vekja óvild gagnvart okk- ur og eyðileggia þann samvinnu- viija, sem við telium nauðsvnleg- an. Við viljum ekki segja Evrópu fyrir verkum, en sækjumst eftir góðri og gagnkvæmri samvinnu, IIERSTYRKUR NAUÐSYN TIL ÞESS HUGSJÓNIRNAR SÍGRI —- Ilver er skoðun yðar á Atlaníshafssáttmálar.um? — Þarna er um meira en her- málasamning að ræða. Þær þjóð- ir, sem að honum standa, hafa sameiginlega menningu, sameig- inlegar hugsjónir og hafa sam- eiginlegra efnahagslegra hags- muna að gæta. Ég held ekki að við vinnum þá baráttu, sem við nú heyjum, ein- göngu vegna þess, að við höfum mikinn herstyrk, heldur líka vegna þess, að hugsjónir okkar um þjóðfélagsskipunina eru betri en hugmyndir andstæðinga okk- ar. Humphrey var spurður að því, hvort vígbúnaður Vesturlanda gæti ekki verið hættúiégur vegna þess- að hann skapi efnahagslega erfiðleika. — Það væri hættulegra að auka ekki vigbúnað okkar. Ég er frjáls lyndur maður og hefi alltaf verið andvígur hervaldsstefnum. En það sem við nú gerum er óhjá- kvæmilegt, ef við viljum skapa okkur öryggi og ef hugsjónir okk ar eiga að lifa áfram. Ég vona, að sá tími komi, að við og Rússar getum sezt við samt borð og jafnað ágreinings- mál okkar. En ef það á að takasd, þá megum við ekki vera minni máttar. Við verðum að vera jafn- okar þeirra og helzt meira en það, hernaðarlega séð. VÍGBÚNAÐARBYRÐUNUM VERÐUR AÐ TAFNA RÉTTLÁTLEGA Mikið er rætt um það, hvaða áhrif vígbúnaðurinn hafi á lífs- kjör þjóðanna. Mér er ljóst, að hann skapar efnahagslegt vanda- má, leggur þungar byrgðar á Evrópuþjóðirnar, en við Banda- ríkjamenn verðum líka að bera miklar byrðar af sömu ástæðum. Vígbúnaður hverrar þjóðar verð- ur að miðast við efnahagslega getu hennar. Ekki má krefjast þess af neinni þjóð, að hún auki vígbúnað sinn um efni fram. Og þegar um herkostnaðinn er að ræða, þá er nauðsynlegt að skipt- ing byrðanna virði réttlát. Álítið þér, að þátttaka Vestur- Þýzkalands í varnarsamvinnu Atlantshafsþjóðanna sé æskileg? — Þetta er eitt af mestu vanda- málunum sem stendur. Ég vona innilega, að Evrópuher verði stofnaður með þátttöku Vestur- Þýzkalands. Ótti Frakka við þátt- töku Vestur-Þýzkaands ber að mínu áliti vott um skammsýni í þessu mál. Fyrr eða síðar fá Þjóð verjar aftur her. Ef Vestur- Þýzkaland verður þátttakandi í Evrópuher, þá getum við haft gæt ur á vígbúnaði þess. Er þá minni ástæða en annars fyrir Frakka til að óttast þýzkan vígbúnað. F.INA NGRUN ARSTEFN AN ÚR SÖGUNNI — Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? — Hefi enga hugmynd um það. En ég get ekki hugsað mér, að bað verði Robert Taft. Ég er sann færður urri,1 ‘áð Bandaríkjamenn kjósa ekki forseta, sem eránd- vígur núverandi stefnu okkar í utanríkismálum, Evrópuhjálp- inni og Atlantshafsbandalaginu. Framh. á bls. 8 V ARÚÐ ARRÁÐ STAF ANIR Annað atriði í áliti nefndarinn ar fjallar um það, hverjar ráð- stafanir þurfi að gera til varúðar, ef sprengihætta er fyrir hendi, til þess að afstýra tjóni á mönn- um og mannvirkjum og hversu stór svæði umhverfis verksrniðj- una eða áburðargeymslurnar þurfi að vera óbyggð eða háð sér- stökum kvöðum. Um þetta atriði segja nefndar- menn: Þar sem álitamál er, hvað telja beri eðlilegar krir.gumstæð- ur eins og nú horfir við í heim- inum, og hve langt beri að ganga til varnar hugsanlegum voða, höf um við talið rétt að setja aðeins fram svo víðtækt álit, að við gæt- um sameinast um það, en taka ekki fram sérsjónarmið einstakra okkar, sem ganga skemmra í ör- yggiskröfum. Við höfum komið okkur sam an um að miða við þær for- sendur, að óvæntir atburðir, er fela í sér sprengihættu af geymslu ammonium-nitrat- áburðar, geti skollið yfir verk- smiðjuna fyrirvaralaust. Af þessum sökum verður að gera mun strangari kröfur um stærð verksmiðjulandsins, afstöðu áburðargeymslunnar gagnvart öðrum mannvirkjum og verksmiðjuhúsum, svo og gagnvart umhverfi verksmiðj- unnar, til þess að forðast meiri háttar slvs, en við teljum ella ástæðu til að gera. Það þykir því rétt að gera þess ar kröfur: 1. Að ammonium-nitrat-áburður sé fluttur úr íramleiðsluhús- um, jafnskjótt og hann er full- unninn (gert ráð fyrir við- stöðulausri vinnslu). 2. Að geymsluhúsin fyrir amm- onium-nitrat-áburð verði eigi notuð fyrir nein önnur efni. 2. Að geymslurnar verði stað- settar á sjávarbakka, þar sem hægt er að grafa þær inn í bakkann, með inngöngu sjáv- armegin (eins og t.d. í Ár- túnshöfða), eða á stað, þar sem hægt er að gera um þær iafntraustan varnargarð, eins og ef þær væru grafnar inn í sjávarbakka. Að geymslurnar verði. að öðru leyti gerðar eftir tillög- um sérfræðinga um geymslur sprengiefna af þessu tagi. 4. Að aldrei sé meira af ammon- ium-nitrat-áburði (34%) í einni geymslu samtímis en 1500 smálestir, nema sérfræð- ingar í meðferð sprengiefna telji það áhættulaust að meira sé geymt, enda-sé efninu stafl að á öruggasta hátt. Skapist nú sérstakt hættu- ástand, gerum við ráð fyrir því, að verksmiðjustiórnin taki afstöðu til þess, hve mik- ið af áburði sé rétt að hafa í gevmslunum. Séu geymslur hafðar fleiri ’ en ein, er nhuðsynlegt að hafa 100—150 metra milli þeirra. 5. Að engin mannvirki eða bygg ingar, sem starfað er við að staðaldri, verði nær nokkurri geymslu en í 700 til 1000 metra fjarlægð, eftir landfræðilegum aðstæðum. FYLLRI ATHUGUN Á MEÐFERÐ OG FLUTNINGI EFNISINS Um það atriði hvort nauðsyn- legt sé að setja ákveðnar reglur um meðferð og flutning ammon- ium-nitrat-áburðar, bendir nefnd in á, að slíkur áburður hafi verið fluttur til landsins undanfarin ár og vátryggingarfélög hér hafi eigi krafizt sérstakra iðgjalda vegna áburðarins, né sett hann á skrá yfir hættuleg efni, svo að vitað sé. f Bandaríkjunum, segir nefnd- in, eru reglur um auðkenningu, útskipun og flutning hættulegra efna, sprengiefna, eldfimra efna o. s. frv., en samkvæmt þeim reglum er ammonium-nitrat auð- kennt sem ildandi efni, sem eyk- ur bruna eldfimra efna, ef sam- band vérður þar á milli. Nefndin telur sjálfsagt, aff fyllri athugun fari fram á regl um ýmissa landa um meffferð þessa áburffar og síðan yrffu settar hér reglur um geymslu hans í vöruskemmum, í skip- um og í geymslum bænda, eft- ir því sem ástæður krefðust. Sama gildir um flutning meff flugvélum eða á annan hátt. ER ÁSTÆÐA TIL AB FRAMLEIÐA ANNAN ÁBURÐ? Um það atriði hvort ástæða sé til að framleiða í stað ammonium nitrats, annan áburð, sem minni I sprengihætta stafi af eða hvort blanda beri ammonium-nitratið öðrum efnum, er útiloki sprengi- hættu, segir svo í áliti nefndar- innar: Ásgeir Þorsteinsson tekur það fram til þess að girða fyrir mis- skilning, að það hafi aldrei hvarfl að að honum að framleiða bæri blandaðan áburð (nitrófosfat-á- burð), vegna sprengihættu am- monium-nitrats heldur vegna þess, að hann telur blandaða á- burðinn hagkvæmari, bæði fyrir íslenzkan landbúnað og til út- flutnings, ef til kæmi. En sameiginlega viljum við svara því, að með því að setja fram framangreindar kröfur um varúðar- og öryggisráðstafanir, ef ammonium-nitrat-áburður er framleiddur, höfum við gert mál- inu skil eftir beztu vitund, að því er sprengihættuna áhrærir. Að lokum segir nefndin, að fullyrða megi, að framleiðsla blandanðs áburðar gæfi ekki til- efni til neinna óvenjulegra ráð- stafana og mundu þá öryggis- kröfur þær, sem áður greinir og miðaðar eru við sprengihættu, óþarfar-. Kirkjan hrundi LUNDÚNUM: — í Santa María í Venezuela hrundi kirkja meðan stóð á messugerð. Þar létu 7 manns lífið, en 10 meiddust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.