Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.1952, Blaðsíða 1
í sölum egvpzka þingsins er Nahas Pasha forsætisráðherra skýrði þinginu frá vilja ríkisstjórnarinnar um að segja uþp samningum við Breta frá 1899 og 1936, er veitir Bretum heimild til að hafa heri við Suez-skurðinn. Arangur náðist enginn s Panmunjons i gær Tiilögum 5. S>. um fangaskipti var hafnað Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TÍKÍÓ, 3. janúar. — Aðalblað kommúnista í Peking ræðir í for- ystugrein um Kóreustríðið í dag. Þar segir m. a., að kínverska alþýðulýðveldið og Norður-Kórea muni greiða óvinunum ægilegri hogg en nokkru sinni fyrr, ef vopnahlésviðræðurnar fari út um þúfur. Kínverjar muni leggjast á sveif með Norður-Kóreumönnum til að fá hrakið heimsvaldasinnana og árásarseggina brott úr Kóreu. «------------------------------ TILLAGA S. Þ. FELLD í dag náðist enginn árangur í fangaskiptanefndinni, sem situr í Panmunjom. Ekki heldur í neíndinni, sem ræðir eftirlit með, að væntanlegt vopnahlé verði haldið. Fulltrúar norðurherjanna höfn uðu tillögu fulltrúa S. Þ. um að skila bæði föngum og óbreyttum borgurum. Var tillagan á þá lund, að báðir aðilar skyldu skila jafn- mörgum föngum. Þeir stríðsfang- ar, sem þá kynnu að verða eftir, yrðu látnir í skiptum fyrir ó- brevtta borgara, er kysu að hverfa heim. VILJA GERA NÝJA FLUGVELLI Samningamaður S. Þ. lýsti því yfir, að í tillögunni fælist raun- ar, að menn gætu farið frjálsir ferða sinna hvort sem væru stríðs fangar, borgarar, flóttamenn eða aðrir. Fulltrúar S. Þ. í eftirlitsnefnd- inni synja norðanmönnum enn leyfis til að gera nýja flugvelli eða laga gamla, ef til vopnahlés skyldi koma. Franska stjórnin iafði PARÍSAPvBORG, 3. jan.—Traust- yfirlýsing var samþykkt til handa frönsku stjórninni í kvöld. Féllu atkvæði 254 gegn 247. —Reuter-NTB. Ungur útilegumaöur á Kristjánssandi KRISTJÁNSSANDI, 3. jan. — Á Kristjánssandi í Noregi hefir 13 ára drengs verið saknað siðan á nýjársdag. 1 nótt urðu foreldr- arnir þó varir við hann, er hann kom í skyndiheimsókn heim til sín. Heyrðu þeir einhvern umgang í stiganum, og þegar þau hugðu að, sáu þau stráksa bregða fyrir. Kom á daginn, að hann hafði reynt að ná í sængurföt. En hann komst undan og hafa menn ekki hugboð um, hvar hans sé að leita. Hefir hann greinilega lagzt út. —NTB. Enn verða Bretar að herða sulfarólina LUNDÚNUM, 3. jan. — Brezka stjórnin ræddi í dag nauðsynleg- ar ráðstafanir, sem fyrir liggur að gera í efnahagsmálum, svo að ljóst er, að Bretar verða enn að herða sultarólina. Á fundinum voru lögð fram ýmis skilaboð Churchills, forsætisráðherra, sem hann sendi frá hafskipinu Queen Mary. Það er nú úti á regin Atlantshafi, og hefir tafizt vegna ofveðurs. —Reuter-NTB. Er Vishinskí hræddur! PARÍSARBORG, 3. jan. — Vishinskí utanríkisráðherra Rússa, lagði fram þá tillögu í Stjórn- málanefndinni í dag, að Öryggis- ráðið verði kallað saman til að reyna að draga úr viðsjám í heim- inum og stöðva Kóreustríðið. | Vesturveldin hyggja, að Vish- inskí óski að hætt verði að ræða öryggistillögur þeirra í Allsherj- arþinginu, en þær verði í staðinn teknar fyrir í öryggisráðinu, og Rússar séu fúsir til að taka þátt í viðræðum um öll vandamál, sem leitt hafa til ólgunnar í heimin- um, ef Vesturveldin láti af fyrir- ætiunum sínum um sameiginlegan j öryggisher bandalagsþj óðanna. Horskur hæsfa- réttardómur ÓSLÓARBORG, 3. jan. — Hæsti- réttur Noregs hefir kveðið upp úr- skurð um, að ekki megi draga fé af barnalífeyrinum til greiðslu á sköttum móðurinnar. Áður hafði sams konar úrskurður verið kveð- inn upp í undirrétti. —NTB. Dean Rusk. Hann hefir verið aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna til skamms tíma. Nú hefir hann aft- ur á móti gerzt forseti Rocke- feller-stofnunarinnar. Skipsfjórinn er enn um borð í bandaríska farmskipinu Björgun þess ekki óhugsandi, ef veðrið lægir Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB LUNDÚNUM, 3. janúar. — Fyrir fimm sólarhringum laskaðist bandaríska farmskipið Flying Enterprice svo, þar sem það var á siglingu suðvestur af írlandsströndum, að menn hugðu það ekki fiamar haffært. Skipshöfninni var bjargað nema skipstjóranum, sem neitaði að fara úr skipi sínu, allt um fyrirskipanir útgerðar- félagsins og bráða hættu. fSTAÐFASTUR SKIPSTJÓRI Carlson, skipstjóri, hefur hald- Tillaga gagnrýnd í Vestur-Þýzkalandi BÉRLÍNARBORG, 3. jan. — Ríkisstjórn Austur-Þýzkalands samþykkti í dag einum rómi frum- varp til laga um kosningar í öllu Þýzkalandi, sem stjórnskipuð nefnd lagði fram í gær. Tillagan fer nú til þingsins. 1 henni er gert ráð fyrir, að einstök félög og stofnanir hafi rétt til að bjóða fram auk stjórn- málafélaga, einnig að kosninga- rétt fái menn 18 ára. Blöðin í Vestur-Þýzkalandi gera tillögurnar að umræðuefni í dag, en þeim er hafnað. Einkum eru 2 fyrrgreind atriði þyrnir í aug- um Vestur-Þjóðverj a. . •—Reuter-NTÉ. Landskjálfti i Tyrklandi ið þeirri kröfu sinni mjög til streitu, að skípinu verði bjargað, enda hverfi hann ekki frá borði, fyrr en það sé komið í höfn eða það sokkið. Veður hefur verið illt á At- lantshafinu undanfarna sólar- hringa og hefur enn ekki verið komið við neinni björgun, eri bandarískur tundurspillir hefur ivlgzt með skipinu upp á síð- kustið, þar sem það rekur með öllu stjórnlaust. Halli þess er feikilegur eða 80 gráður, svo aiS sér á kjöl þess og aðra skrúfuna. DRÁTTARBÁTUR Á VETTVANG Bandaríski dráttarbáturinil Turmoil er nú á leið til farm- skipsins með 22 mílna hraða, og er líklegt, að hann komist á vett- vang seint í kvöld. Verður reynt að koma dráttartaugum í skipið, og lítur út fyrir, að veðurguð- irnir ætli að verða Carlson hlið- hollir, þar sem vind lægir nú á þeim slóðum, sem skipið er statt, og loftvog er stígandi. M I SENDING FRÁ TUNDURSPILLINUM Carlson hefur eins og fyrr er greint verið einn um borð und- anfarna fimm sólarhringa. Hefur hann hafzt við í klefa miðskips. Brezkir fiskimenn munu sækja tii Grænlands og iliffundnafands ÍSTAMBÚL, 3. jan. — Að minnsta kosti hafa 33 manns látið lífið og 40 meiðzt í land skjálftum, er geisað hafa í dag í Erzerum-héraðinu í Tyrklandi. í 17 þorpum hefir' þar sem hvorki er ljós né hita tjón orðið mikið. aö fá. Enga hefur hann haft nær- Annars er ekki hægt um b.guna nema ruður. í dag síðdeg- vik að gera sér grein fyrir i1-’ lánaðist að skjóta böggli frá manntjóninu, því a/5 frost og tundurspillinum yfir í farmskip- bvlur torvelda alla björgun. ið- Þar var heitt kaffi, smurt Er nú 25 stiga frost í bæn- brauð> sætindi, vindlingar og bloð um Erzerum. Landskjálfta-' handa skipstjóranum. kippurinn stóð í 20 sek. . Carlson hefur ekki haft önnur tengsl við umheiminn en tal- samband við tundurspillinn við og við. Hann er í afbragðsskapi og segist þess fullvís, að takast megi að draga Flying Enterprice til hafnar, ef veður versni ekki. Skipið er 7000 smál. -Reuter-NTB. Vegna úrskurðar Haagdómsins missa þeir auöug miö SAMKVÆMT frétt frá United Press, er birtist nokkru eftir að dómurinn féll í Haag í landhelgismáli Norðmanna, er búizt við að. brezkir togarar leiti 1 framtíðinni meira til Grænlands og Nýfundnalandsmiða eftir að veiðisvæði þeirra var minnkað við Norður-Noreg. SJÓMENN AÐVARAÐIR Brezkir útgerðarmenn vænta þess að norska stjórnin ákveði fljótlega nákvæmlega landhelgis- línuna við Norður-Noreg sam- kvæmt úrskurði dómstólsins í Haag. Hefur brezka fiskimála- ráðuneytið brýnt það fyrir tog- aramönnum að þeir gjaldi var- huga við að fara ekki inn í land- helgi Noregs á þessum slóðum meðan línan er ekki ákveðin. SENNILEGT AÐ FISKVERÐ HÆKKI í BRETLANDI í The Times er frá því skýrt að brezka stjórnin og brezkir embættismenn, sem hafa afskipti af fiskveiðamálum geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að brezkir fiskimenn fari eftif dómsniðurstöðunni í hvívetna. „Financial Times“, segir að brezkir fiskikaupmenn búist við, að þessi útvíkkun á landhelgi Noregs muni gera brezkum sjó- mönnum erfiðara fyrir um veiðar á úrvalsfiski, sem er í hæsta verði og yfirleitt muni þessi dómsniðurstaða verða til þess að verð á togarafiski hækki þar í landi. MANHDRÁPf EGYPTALANDI 1 ISMAILIA, 3. jan. — Innan- ríkisráðuneyti Egyptalands sagði í tilkynningu í dag, að 15 brezkir hermenn heifðu verifi drepnir í bardaga, er sló í ár- degis. Auk þess særðust 7 lög- reglumenn egy.pzkir og 7 borg- arar. Yfirvöld Breta hafa enga til- kynningu gefið um þessa at- burði, en segja, að þeir hafi orð- ið að skjóta á egypzka ‘fepell- virkja, er þeir reyndu að skera á símalínurnar með Súez-skurði 16 km vestan Ismailia. Segja Bretar, að 2 skemmdarverka- mannanna liafi orðið fyrir skot- um, en hinir hafi flúið. —Reuter-NTB. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.