Morgunblaðið - 07.02.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1952, Qupperneq 1
Georg VI. Brefakonungur lézt í gær Æstsæll þjóðhöfðingi syrgður um ccllan heim Þinigvvtenn sverja nýjum þjóðhöfðingfa hollustueið Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB LUNDÚNUM, 6. febrúar. — Klukkan 9.45 í gærmorgun var til- kynnt frá Sandringhamhöll á austurströnd Bretlands, að Georg VI. konungur hefði andazt í svefni fyrr um morguninn. Það var jafn- framt tekið fram, að hann hefði hlotið hægt andlát. í Sandring- hamhöll dvöldust auk konungs Elísabet drottning og Margrét prinsessa, en María ekkjudrottning var í Lundúnum. Georg kon- ungur var 56 ára að aldri og hafði sttið að völdum í rúm 15 ár. HEILSI'VEILL Georg VI. Bretakonungur hafði um alllangt skeið verið heilsu- veill og þótti það koma í ljós skömmu eftir stríðið, en þá lagði hann mjög hart að sér, að hann gekk ekki heill til skógar. Kenndi hann þá mikillar þreytu og vetur- inn 1948 skömmu áður en dóttur- sonur hans fæddist ráðlögðu lækn- aá’ hans honum að taka sér hvíld vegna meins í fæti. Þegar hún bar ekki tilætlaðan árangur, var gerður á konungi uppskurður, sem læknar hans töldu hafa heppnazt vel. KVADDI DÓTTUR SÍNA í HINSTA SINN Síðastliðið vor kenndi konungur svo sjúkdóms í lungum og ráð- lögðu læknar honum enn að taka sér hvíld. Þegar hann kom til Lundúna í haust töldu sérfræð- ingar, að ekki yrði hjá því kom- izt, að konungur gengi undir upp- skurð við lungnameininu. Var sá uppskurður gerður í Buckingham- höll hinn 23. september s.l. Tókst hann vel og töldu læknar hann á batavegi skömmu síðar, og styrktist von manna um heilsu konungs við þá ákvörðun hans að ferðast til Suður-Afríku á vori komanda. Brezka þjóðin vaið þó fyrir vonbrigðum, er hún heyrði hina þreytulegu rödd konungs síjss er hann flutti henni nýársboðskap sinn og þreytan leyndi sér ekki í svip lians og limaburði, er hann kvaddi dóttur sína í síðasta sinn í síðastliðinni viku, þegar hún lagði af stað ásamt manni sínam í 5 mánaða íerðalag til Afríku, Asíu og Ástralíu. Ekki var ann- að vitað en konungur gengi heill til sængur í fyrrakvöld, þótt hann væri láinn að morgni. MANNFJÖLDI VIÐ BUCKINGHAMHÖLL Þegar fréttist um lát konungs- ins voru fánar hvarvetna dregnir í hálfa stöng í Bretlandi og víðs vegar um heim. Allar kirkjur Bretlands voru opnaðar almenn- Framli. á bls. 2 Hertoginn af Wind- sor for heimleiðis NEW YORK, 6. febrúar. — Her- toginn af Windsor, bróðir Georga VI Bretakonungs, tekur sér far* með hafskipinu Queen Mary til Bretlands á morgun, þar sem hann verður viðstaddur útför kon ungsins. — Reuter. svarar Hinn látni konungur. TÚNIS, 6. febrúar. — Beyinn af Túnis hefur nú sent frönsku stjórninni svar við orðsendingu hennár frá því í fyrri viku. Mun Schuman utanríkisráðherra ræða málið við franska aðalforsetanu í Túnis, sem flytur svarið til Parísar. Sagði aðalforsetinn í dag að svarið mundi leiða til þess, a5 vinsamlegt samband yrði aftur ríkjandi milli Túnis og Frakk- lands.____________Reuter-NTB Nýr flotðforingi WASHINGTON 6. febrúar. — Landvarnaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur tilkynnt, að Jerauld Wright flotaforingi verði skipað- ur yfirmaður flota Bandaríkj- anna á austanverðu Atlantshafi. Verður hann undir yfirstjórn hins nýskipaða yfirmanns flota Atlantsbandalagsins, McCormics. Kemur heim í dag. ELÍSABETII. TEKUR VIÐ VÖLDUM Er væntanleg til Bretlands í dag frá Nairobi ásamt Nýjar tillögur: Ráðsíefna leiði Kóreumálið lil lykla TÓKÍÓ, 6. febrúar. — Á fundi aðalnefndanna í Panmunjom í dag lagði Nam II hershöfð- ingi kommúnista fram þá til- lögu að saman verði kölluð ráðstefna pólitískra fulltrúa styrjaldaraðila innan 3 mán- aða frá undirritun vopnahlés- samninga til að ganga endan- lega frá friðsamlegri lausn Kóreu-málsins, og þá fyrst og fremst brottflutningi erlendra herja úr landinu. Lagði Nam II til, að ráð- stefnuna sæktu 5 fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og 5 fulltrúar Norður-Kóreumanpa og Kínverja. Þá liefur verið ákveðið að skipa undirnefnd til að fjalla um síðasta atriði vopnahlés- samninganna, þ. e. tillögurnar til viðkomandi ríkisstjórna. I fangaskiptanefndinni varð ■ samkomulag um það, að sveit ir úr Rauða krossi beggja að- ila skuli aðstoða við heimflutn ing fanga báðum megin víg- Iínunnar. — Reuter—NTB. manm smum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB LUNDÚNUM, 6. febrúar. — Elísabet ríkiserfingi var stödd á sveita- setri sínu í Kenya í Suðaustur-Asíu, ásamt manni sínum, Fillipusi Edinborgarhertoga, er henni barst harmafregnin um hið skyndilega og óvænta fráfall föður síns, Géorgs VI. konungs. Svo fljótt sem við varð komið óku þau til flugvallarins við Nairobi, en þaðan héldu þau flugleiðis til Lundúna í dag og eru væntanleg þangað síðdegis á morgun (fimmtudag). Tekur hún við völdum eftir föður sinn þegar í stað, þótt hún verði að líkindum ekki krýnd drottning] fyrr en síðar. Hlýtur hún nafnið Elisabet II. Elísabet II. Englandsdrottning; HENNI ER VANDINN LJÓS * Hin nýja drottning er aðeins 25 ára að aldri, fædd 21. apríl 1926. Hún verður fyrsta drottning Bretlands með konungsvaldi síðan Viktoría drottning lézt árið 1901 og jafnframt hin 5. í sögu Bret- lands síðan 1553. Elísabet var 10 ára, þegar faðir hennar iók kon- ungstign og hefur hún verið alin upp með það fyrir augum að taka við völdum þegar þar að kæmi, eins og brezk ríkiserfðalög gera ráð fyrir. Bretland hefur jafnan staðið á hátindi frægðar þegar það hefur búið við drottningar- stjórn. Á dögum Elisabetar áttu Bretar skáldið Shakespeare og hermanninn Francis Drake og á dögum Viktoríu var brezka heimsveldið byggt upp. Hinni ungu drottningu er fullljós sá vandi, sem fylgir þeirvi vegsemd að ráða rikjum í Bretlandi og samveldislöndunum. Þykir það hafa komið ljóslega fram, að hún búi yfir heilsteyptri skaphöfn og sé vandanum vaxin. HJÁLPARSVEITUM 1 Á stríðsárunum tók hfún virkan þátt í hjálparsveitum kvenna og lét hvergi sitt eftir liggja, starf- aði m. a. við vélar og akstur. — Hún kom fyrst opinberlega, fram, er hún flutti ávarp til þjóð- arinnar þegar loftorustan unt Framh. á bls. 5 Asökunum vísað á bug BANGKOK, 5. febrúar. — For- sætisráðherra Thailands, Pibuí Songgram, vísaði í _dag á bug þeini ásökunum kommúnista, að Thailendingar leyfðu kínversk- um þjóðernissinnum að fara yfir landið á leið sinni til Norður- Burma, þar sem þeir halda uppi hernaði gegn kínverskum komm- únistum. Sagði forsætisráðherr- ann, að allir erlendir hermenn, sem færu ‘innfyrir landamæri Thailands yrðu tafarlaust afvopra aðir. Hann vísaði einhig á bug þeim ásökunum, að Thailending- ar styddu þjóðernissinna mec! öðrum hætti. Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.