Morgunblaðið - 01.03.1952, Síða 9
Laugardagur í. marz 1952
MORGUWBLAÐ10
9
Samheldni
Kaupmannahöfn
í febrúar 1952.
JAMES JABARA. major í banda-
ríska f lughernum, er einn. af fræg
ustu herflugmönnum Bandaríkj-
anna. Hann hefir verið flugmaður
bæði í heimsstyrjöldínní síðari og
í Kóreustríðinu. í heimsstyrjöld-
ínni tók hann þátt í 180 loftbar-
dögum og var tvisvar sæmdur
„Distinguished Flying Cross“ auk
annarra heiðursmerkja.
í Kóreustríðinu hefir hann
tvisvar f engið „Ditstinguished
Service Cross“. Hann hefir skot-
íð niður 6 rússneskar þrýstilofts-
orrustuflugvélar af gerðinni MIG
15. Tvær þeirra skaut hann nið-
ur a sama degi. Einu sinni réðust
4 MIG-flugvélar á hann í einu,
en hann komst þó heill á húfi til
jarðar.
Jabara komfyrir skömmu heim
frá Kóreu og hefir upp á síðkastið
verið starfsettur f Bandaríkjun-
um. Hann er nýkominn til Dan-
merkur, ætlar að vera þar nokkra
<daga, til þess að segja dönskum
flugmönnum frá reynslu sinni í
Kóreustríðinu. Frá Danmörku fer
hann til Noregs, HoIIands, Belgíu
<og Frakklands, til að Ieiðbeina
flugmönnum þar.
AF ARABISKUM ÆTTUM
Jabara kveikti sér í stórum
vindli, þegar blaðamenn hittu
hann að máli í flugvallarskrifstof
wnni í Kastrup. Hann reykir stóra
vindla frá morgni til kvölds og
hefir verið kjörinn „vindlakóng-
ur ársins" í Bandaríkjunum.
Hann er af arabiskum ættum. Er
það líka auðséð á honum. En
hann er fæddur og uppalinn í
Bandaríkjunum. Foreldrar hans
fluttust þangað frá Libanon.
Hann er ekki nema 28 ára að
aldri; en viðfelldinn og yfirlætis-
laus brátt fyrir frægðina.
— Eg hefi ekki verið hér áð ur,
sagði Jabara í byrjun viðtalsins.
En ég flaug yfir Danmörku og
Svíþjóð í apríl 1945. Ég var þá
5 fylgdarliði Folke Bernadottes
greifa, þegar hann flaug heim til
Stokkhólms frá Þýzkalandi, þar
sem hann hafði átt viðræður við
Himmler m. a. um uppgjöf Þjóð-
verja.
LOFTORUSTUK
FRÁBRUGÐNAR ÞVÍ
SEM ÁÐUR VAR
— Eru loftorrustur nú á dögum
<ekki mjög frábrugnar því sem
var í heimsstyrjöldinni síðari?
— Jú, munurinn er mikill. Staf
ar það fyrst og fremst af himim
raikla flughraða nú á tímum. Flug
hraðinn er oft helmingi meiri en
:í heimsstyrjöldinni síðari. Allir
rnota nú þrýstiloftsflugvélar í loft
<orrustum. Við fljúgum svo að
segja með hraða hljóðsins og
stundum meira en það, þ. e. a. s.
aneira en 1.000 km. á klukku- {
stund. Orrusturnar fara fram í
30.000—35.000 feta hæð og í 50
stiga kulda.
Hinn mikli flughraði gerir að
verkum, að erfitt er að hæfa flug
vélar andstæðinganna. Aðeins
augnabliki eftir að þær hafa ver- (
íð innan skotmáls, eru þær í
margra mílna fjarlægð. Af þessu
leiðir, að færri flugvélar eru
skotnar niður nú en í loftorrust-
iunum í heimsstyrjöldinni síðari.
Hreystiverk einstaklinganna í
lofthernaði eru svo að segja úr
sögunni. Nú eru loftorrustur orðn
ar eins konar „team-worfc“. Náin
samvinna milli tveggja eða fleiri
flugvéla er nauðsynleg. Svo að,
segja allt veltur á aganum og sam j
heldninni. Sú flugvél, sem á að
skjóta á andstæðingana, verður
alltaf að vera vernduð af annarri
flugvél, og er því neydd til að
leita strax til jarðar, ef verndar-
flugvélin ferst.
AIIKIL LÍKAMLEG
ÁREYNSLA
— Hafið þér aldrei verið hrædd
ír í loftorrustu?
— Ég segði ósatt, ef ég svaraði j
þessari spurningu neitandi. Vitan
lega erum við hræddir, þegar við
hugsum um hættuna. Én við höf- j
um ekki tíma til að hugsa um
hermanna S.b. í Kóren
bíiá
@f einkennoniii
n^ngir.n gefur verið í vafa m, ao þarrsa sfanda
S. Þ. á verði fil verndar frelsi eg lýðræði"
Bændum bsgalegl, hve seinl þeir fá
fmar
James Jabara, majór.
slíkt á meðan á orrustunni stend-
ur.
—■ Er það ekki mikil líkamleg
áreynsla að stjórná þrýstiloftsflug
vél í orrustu í þessari miklu hæð?
— Ahrifin á líkamann eru
stundum 11 „G“, þ. e. a. s. ellefu
sinnum meiri en þyngdaraflið.
Eftir aðeins hálfrar klukkustund
ar bardaga hefi ég stundum verið
svo aumur í öllum vöðvum, að
ég hefi varla getað gengið fvrstu
daeana á eftir og tæplega þolað
að sitja á stól.
MESTMEGNIS BARIZT í LOFTI
YFIR NORÐUR-KÓREU
— Það hafa gengið miklar sög-
ur af rússnesku þrýstilofsflugvél-
unum MIG 15. Hvernig eru þær?
— I háloftunum geta þær flog-
ið með meiri hraða en þrýstilofts
flugvélar okkar, „Sabre F-86“.
En við erum betur vopnum búnir,
höfum 9 vélbyssur í hverri Sabre-
flugvél. í MIG-flugvél eru ekki
nema 3 vélbyssur. Og við getum
haldið okkur lengur í lofti, getum
flogið í 2 klukkustundir án lend-
ingar. En MIG-flugvélarnar geta
ekki verið í lofti nema 45 mínútur
í einu. Þess vegna fljúga þær
ekki langt frá bækistöðvunum
— Fara loftorrusturnar þá aðal
lega fram yfir Norður-Kóreu?
— Já. Bækistöðvar MIG-flug-
vélanna eru hinu megin við Yalu-
fljótið. Við fljúgum norður að
fljótinu, megum ekki fljúga norð
ur fyrir það. En þegar MIG-flug-
vélarnar koma suður fyrir fljót-
ið, þá ráðumst við á þær.
— Hafa kommúnistarnir fleiri
flugvélar en liðsafli Sameinuðu
þjóðanna?
-— Já, líklega sex sinnum fleiri.
— Stjórna rússneskir flugmenn
þessum flugvélum?
— Persónulega er ég sannfærð
ur um að svo sé. En þar sem svo
að segja alltaf er barist yfir Norð-
ur-Kóreu, þá getum við ekki kom
ist að raun um þjóðerni þeirra
flugmanna, sem við skjótum nið-
ur.
— Hvernig eru flugmenn
kommúnista?
— Margir þeirra eru duglegir,
en þá skortir þjálfun og stund-
um iíka ága. Ekki nema 7% af
þeim flugvélum Sameinuðu þjóð
anna, sem tortímast í Kóreustríð-
inu, eru skotnar niður af flug-
vélum. Hinar eru skotnar niður
af loftvarnarbyssum eða farast á
annan hátt.
MIKIL SAMIIELDNI
Jabara var spurður að því,
hvort flugmennirnir hati andstæð
inga sína.
— Nei. Við berjumst ekki af
hatri heidur til þess, að gera
skyldu okkar.
— Hverju munduð þér svara,
ef þér væruð spurður að því,
hvort þér vitið, hvers vegna þér
eruð að berjast í Kóreu? spurði
annar biaðamaður.
— Þér getið verið vissir um, að
þér þurfið ekki að bíða lengi eftir
svari. Hlutverk okkar er að
stöðva yfirgang kommúnista. Ég
vona að það heppnist. Og ég vil
helzt, að ég verði sendur aftur til
Kóreu, þótt ég þrái ekkert heitar
en að friður megi ríkja í heim-
inum.
— Finnst yður að þér hevið
stríðið fvrir Bandaríkin eða fyrir
Sameinuðu þjóðirnar?
— Það eru menn frá mörgum
lörtdum í Köreu. Þe?ar menn
hafa séð samheidni þeirra, þá get
ur enginn ver'ið eitt augnabiik í
vafa um, að þarna standa Sam-
einuðu þióðirnar á verði, til þess
að vernda frelsið o<? lýðræðið.
Páll Jónsson.
Framh. af bls. 1
Engum veitist lán nema til eigin
íbúðar og ekki veitist lán til í-
búða í sambyggingum, sem
stærri eru en tvær íbúðir, ann-
arra en þeirra, sem getið er hér
að íraman.
UMSÓKNIR TIL FÉLAGS-
MÁLARÁÐUNEYTISINS
Umsóknir um lán skulu senda
félagsmálaráðuneytinu, en tveir
menn, er ríkisstjórnin veiur, ráða
iánveitingum. — Umsókn fylgi
eftirtalin skilríki:
1. Lóðarsamningur eða önnur
fullnægjandi skilríki fyrir lóðar-
réttindum.
2. Uppdráttur af húsinu, sem
reisa á, götunafn og númer.
3. Upplýsingar um, hversu hátt
lán hafi verið tekið eða mum
verða tekið út á 1. veðrétt í hús-
inu og hvar það lán er eða verður
tekið.
4. Umsögn sveitarstjórnar um
húsnæðisþörf umsækjanda.
AFGREIBSLA í
LANDSBANKANUM
Landsbanki íslands annazt,
samkvæmt samningi við ríkis-
stjórnina, afgreiðslu iána þeirra,
sem veitt verða, sér um veðsetn-
ingar og þinglýsingar og annast
innheimtu vaxta og afborgana af
veittum lánum. Umsóknareyðu-
blöð fást afhent í afgreiðslu
Landsbankans (veðdeild).
Lán þau, sem lánadeildin veit-
ir, skulu tryggð með 2. veðrétti
í húseign þeirri, sem féð er lánað
til. Ársvextir eru 5% af hundraði
og lánstími allt að 15 árum. Eigi
má veita hærra lán á eina íbúð
en 30 þús. krónur og eigi má hvíia
hærri upphæð á fyrsta veðrétti
smáíbúðar, sem lán er veitt til,
en 60 þúsund krónur.
ÞEIR, SEM GANGA FYRIR
Eftirtaldir aðilar skulu sitja
fyrir lánum til smáíbúðabygg-
inga:
1. Barnafjö1skyldur.
2. Ungt fólk, sem stofnar tii
hjúskanar.
3. Fólk, som býr í heilsusp11!-
andi húsnæði, er ekki ve^ður út-
rýmt samkvæmt III. kafia ia^a
nr. 44 frá 1946, eða á annan hátt.
Dr. Graham reynir enn
KARACHI, 29. febr. — Sátta-
semjari Sameinuðu þjóðanna í
Kasmírdeilunni dr. Frank Graham
er nú staddur í Karachi, höfuð-
borg Pakistans, á leið sinni til
Nýju Delhi. í ársbyrjun fólu S.
Þ. honum, að halda áfram sátta-
umieitunum í málinu um þriggja
mánaða skeið og leggja síðan
skýrslu um árangurinn fyrir S. Þ.
í lok marzmánaðar.
—Reuter-NTB.
MYKJUNESI, 24. febrúar: —
„Gl'immur skyldi góudagurinn
fyrsti, annar og þriðji, þá mun
Góa góð verða“. I dag er fyrsti
góudagur, sunnan gola, þokulóft
og rigning, svo að eftir þvi forn-
kveðna, er það ekki góð byrjun.
Síðasta mánuð hefur yfirieitt ver-
ið hægviðrasöm tíð, löngum logn
og stillur með fáum éljum og
spilliblotum við og við. •— Þess
má geta, að síðast í januar, er
í Reykjavík féll um 50 cm. djúp-
ur snjór, snjóaði mjög iítið hér
í ofanverðum Holtum, en miklu
meira er sunnar dró.
Ekki hafa alvarlegar samgöngu-
truflanir orðið síðan um 20. jan.
cg fara nú allir flutningar fram
með eðlilegum hætti. Mjög mikil
svellalög eru nú á mýrunum og
hjarnskafiar í lægðum öllum og af-
drepum. Nokkuð hefur rignt af og
til síðustu vikuna, svo að nokkur
jörð er komin upp. Væru víða
dágóðir hrossahagar, ef jörð hefði
ekki verið jafnilla sprottin síð-
astbðið sumar og raun bar vitni.
Undir svellafarginu á mýrunum
er jörðin létt frosin og ætti því
að geta komið fljótt til, verði hag-
stæð veðrátta er vorar.
FJÁRSKIPTIN
Það fer að vonum, að bændur
hér um slóðir hugsi um það vanda-
mái hvernig hægt verði að ná í
iíflömb að hausti, því yfirleitt
finnst mönnum að ekki sé hægt
að vera fjárlaust nema eitt ár.
Sumir láta sér detta í hug að
hægt sé að flytja fé með bifreið-
um norðan úr Þingeyjarsýslu. —
Óneitanlega er þó þroskuldur á
vegi, þar sem Tungnaá er, (það
væri nú reyndar athugandi, hvort
ekki gæti verið 'eins nauðsynlegt
að setja brú á Turignáá, eins og
að yfir Hvítá og Öifusá verði svo
að segja ein samfelld brú milli
fjalis og fjöru). Þar að auki er
allra veðra von á fjallvegum, þeg-
ar fer að hausta. En hvað um
það, úr þessu rætist vonandi svo,
að vel megi við una. Telja verður
víst, að unnið sé'nú að því, í aust-
urhiuta sýslunnar, að niðurskurð-
ur fari fram á næsta hausti þar,
enda þótt litlar fregnir fari af
því máli.
SEIN AFGREIÐSLA
Mjög er það bændum baga-
iegt, hve seint þeir fá greiddar
framleiðsluvörur sínar. Hjá Mjólk
urbúi Flóamanna er það þannig,
að nokkrum hluta mjóikurverðsins
er haldið eftir og greitt bændum
eftir árið og þá nefnt upphót, sem
er vitanlega rangnefni, þar sem
aðeins er um eftirstöðvar að ræða
af því, sem bændum ber fyrir
mjólkina. Hjá Sláturfélagi Suð-
urlands er afurðaverðið að nokkru
leyti ekki greitt fyrr en eftir dúk
og disk. 1 haust keyrði þó um
þverbak í þeim efnum hér á nið:
urskurðarsvæðinu, þar sem fé-
lagið greiddi ekki einn eyri fyrir
fullorðna féð, en 2/3 af lamba-
verðinu og allt í óvissu um það,
hvenær hitt verður greitt. Og
mörgum þykir einkennilegt að K.f.
Þór á Hellu getur greitt 10 kr.
fvrir kg. af gærum i haust, —
af fullorðnu fé líka — þegar
Sláturfélagið greiðir 4,50 fyrir kg.
af lambsgærunum, en ekkert fyrir
gærur af eldra fé. Þannig er fé
bænda bundið vaxtalaust á, sama
tima og þeir verða að sjálfsögðu
að greiða vexti af lánum, sem þeir
þurfa að íaka.
Á VÍÐ OG DREIF
Allmikill hugur er í mönnum
að auka ræktikpina þrátt fyrir dýr-
tíð. Áburðarkaup fara sífellt vax-
andi, enda þótt áburðurinn hækki
í verði frá ári til árs, en um
annað er ekki að ræða, því vit-
anlega ber að stefna að því, að
heyja allra verði aflað á rækt-
uðu landi, enda má nú segja, að
drjúgum miði í þá áttina.
Ég minntist á vaxandi dýrtíð,
upphitun húsa hér með kolum eða
olíu er nú orðin ískyggilegur lið-
ur í búrekstrinum. T. d. kostar
kolatonnið hér um 850 kr. .
Þorrinn er nú liðinn að þessu
sinni og hefur safnast til feðra
sinna. Eftirmælin eftir hanri gætu
verið á þessa ieið: Verri gat hann
verið.
Stundum, þegar heiðskírt er,
má sjá gufu nokkra leggja upp
úr Heklugígum og liðast út í grátt
vetrarloftið, og minna þannig
samtímis á það, sem einu sinni
var, og það, sem eflaust á ein-
hvern tímann eftir að verða.
Magnús Guðmundsson..
— Mafseðlíl
Framh. af bls. 5
Enskur veilingur. Smjörlíki og
hveiti bakað sAnan, þynnt út með
heitri mjólkinni. Suðan látin
koma upp. Salti og sykri bætt í.
Soðnar sveskjur bornar með eða
rabarbaramauk.
Á
Að gefnu tilefni fylgir hér
hvenig á að matbúa- karbúnaði,
sem gefin var uppskrift af í mat-
seðli Morgunblaðsins s.l. laugar-
dag.
Kjötið og soðnu kartöflurnar
(250 gr.) saxað saman, hveitinu
blandað i. Hnoðað saman. Búnar
til kökur eins og karbúnaðisneið-
ar. Kökunum velt upp úr brauð-
mylsnu, sem blandað hefur verið
í salti og pipar. Kökurnar steikt-
ar á pönnu eins og venjulegt
karbúnaði. Brúnaðar kartöflur
borðaðar með.
— Hifaeinlngar
Framh. af fcls. 5
hitaeiningar, eða ca 2650 einingar
á dag.
En miðdegisverðurinn samkv.
matseðlinum fyrri var þannig
samsettur að í honum voru mis-
munandi margár hitaeiriingar frá
850—1610 á mann. Að viðbættum
málamatnum er dagsfæði á mann
þá vikuna sem hér segir:
Hitaein.
Sunnudag ........... 4260
Mánudag ............ 3585
Þriðjudag .......... 3520
Miðvikudag.......... 3880
Fimmtudag .......... 3650
Föstudag .......... 3625
Laugardag .......... 3500
En samkvæmt seinni vikuseðl-
inum komu hitaeiningar fæðis-
ins á mann á dag sem hér segir:
Hitaein.
Sunnudag ........... 3782
Mánudag ............ 3035
Þriðjudag .......... 3315
Miðvikudag ......... 2925
Fimmtudag ........... 3095
Föstudag ........... 3305
Laugardag .......... 3080
Þessir útreikningar sérfræð-
ingsins sýna því að í fæði hvers
manns, ef matseðlinum yrði
fylgt, koma fyrri vikuna 3715
hitaeiningar, en hina síðari 3230.
NiðUrstöðurnar verða því þáer
að samkvaeriat fyrri fæðislista frá
16. febrúar nægir fæðið mjög
ríflega til að fullnygja þörfum
4 manna fjölskyldu. En samkv.
hinum síðari er fæðið vel um
meðalþörE