Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 7

Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 7
r Laugardagur 29. marz 1952 MORGUNBLAÐIÐ 7 1 Hvers ©i spyrnume STRAX og það var vitað að til etæði að ísl. knattspyrnumenn ;yrðu sendir til Ólympiuleikanna í iHelsingfors. á sumri komanda, hlupu menn til og skrifuðu grein- ar í dagbl. Vísi til þess að ófrægja ísl. knattspyrnu og töldu sig með ekrifi þessu vera að bjarga heiðri og sóma íslenzku þjóðarinnar. Það hefur nú um áraskeið ver- £ð skrifað í blöð bæjarins qf rneira skilningsleysi, mér liggur við að segja illvilja, um íslenska íknattspyrnu en dæmi eru til áður. Ég man heldúr ekki til þess að mokkur hafi lyft fingri til þess að verja knattspyrnuiþróttina gegn þessum, oft á tíðum ómak- 3egu skrifum, og er nú svo komið að blöðin eru búin cð hamra það ánn í fjölda fólks að knattspyrnan sé svo fyrir neðan allt að engu tali taki. Er þetta nú alveg rök- Jrétt og sanngjörn mynd, sem blöðin hafa dregið upp, af íþrótt íinni eins og hún er í dag. Mun ég nú, með nokkrum orðum leiða rök að svo er ekki. Það er mála sannast að kring- <um 1938 stóð knattspyrnuíþróttin sneð miklum bióma hér í borg. Voru þá erlendir knattspyrnu- íiokkar, þ. á m. enskir, danskir iog þýzkir að byrja að sækja okk- tur heim fyrir alvöru. Sjaldnast máðu okkar menn þó að sigra 'mina erlendu gesti en þó kom fyr- 5r að jafntefli náðist. Um líkt levti byrjuðu íslenzkir flokkar að sækja til útlanda til þess að ikanna styrkleika sinn og læra af Jþeim sem lengra voru komnir. Eftir því sem árin hafa svo lið- 5ð hafa íslenzkir knattspyrnu- öienn sótt í sig veðrið og klifið á brattann, og nú er svo komið að uam langan tíma hefur ekkert er- Sent knattspyrnulið sótt okkur íheim, sem ekki hefir meira eða sninna farið halloka fyrir íslenzk- um knattspyrnumönnum. Þessum staðreyndum getur enginn á móti irnælt, og samanburðurinn við «rlend lið er það eina sem \ ið getum stuðst við þegar um knatt- spyrnulega getu*er að ræða. 5slenzkir knattspyrnumenn hafa gert meira. Þeir hafa ráðist í að Seika landsleiki í knattspyrnu, og <er það hlutur, sem enginn hefði Sþorað að láta sig dreyma um á árunum kringum 1938, þegar Sþróttin var í sem mestum upp- gangi. íslenzkir knattspyrnu- snenn hafa nú smátt og smátt, á alllöngum tíma, öðlast það sem einna mest ríður á, þegar leika skal gegn erlendum mönnum, en það er leikvaniogreynsla þó segja smegi að nokkuð skorti enn á, til f>ess að við getum talist jafnokar toræðraþjóðanna, þeirra er bezt- ar teljast. Þó hafa íslenzkir flokk ar farið utan í keppnisferðir með prýðilegum árangri og vil ég m.a. nefna för KR til Noregs 1949 og þó sérstaklega för Vals 1950 til sama lands. I þeirri för lék Valur 7 leiki og sigraði í öllum, að ein- um undanskildum. Hefur slík sig nrför aldrei áður verið farin af Islenzku knattspyrnuliði og sýnir hvert stefnir með aukinni reynslu kunnáttu og leikvana. Það hafa og verið leiknir 6 landsleikir og þar af hafa Islend- ingar sigrað í tveim þeirra, eða unnið þriðja partinn, sem er betri útkoma en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Svíar voru t.d. sigraðir s.l. sumar Þrátt fyrir það að sumir tala um heppni íslendinga gegn Svíum, getur eng in á móti mælt að íslenzka lands- liðið sýndi að það var vel æft, hafði mikinn kraft, sigurvxlia og kunni leikaðferð sem nægði til þess að tryggja íslandi stærsta sigur sem unnist hefur í knatt- spyrnu hérlendis. Ég þykist nú hafa leitt r5k að því, svo ekki verði um villst, að knattspyrnumenn eru í stöðugri framför og hafa aldrei staðið sig foetur en einmitt nú hin síðustu ár. En nú ætla ég að venda kvæði mí iu í kross og spyrja: Hvaða ■ tilefni er til þess að ráðist er nú .Þegar býðiir þjóðarsómi - ÞESSI mynd var tekin í Þýzlcalandsför Fram og Víkings. A mynd- inni eru, taíið frá vinstri: Geilenberg, skólastjóri íþróttaskólans i Duisburg, Gísli Sigurbjörnsson, fararstjóri, Staut, leiðsögumaðar Fram—Víldngs og dr. Bauwen, forseti þýzka knattspyrnusambands- ins. — Myndina tók Jón Þórðarson. á knatspyrnuna í blöðumim á þann hátt sem gert er í áður- nefndum greinum í Vísi. Tilefnið virðist vera Þýzkalandsför Fram- Víkings s.l. vor, og út frá þeirri för er svo íslenzk knattípyrna dæmd af herrum þeim er um þessi mál rita, en minna virðast vita. Undirritaður hefur verið áhorfandi er Noregur tapaði landsleik gegn Svíþjóð með 10 gegn 0, en enginn talaði um skömm eða smán. Er Fram-Vík- ingur fóru í boði Rínarsambands- ins til Þýzkalands s.l. vor, nánar tiltekið í maí, hafði veðráttan verið svo óhagstæð til knatt- spyrnuæfinga, eins og menn vænt anlega muna, að illmögulegt var að stunda æfingar útivið að nokkru gagni. Voru menn því ekki í því „formi“ er almennt er reiknað með á þeim tíma og er fara átti. Hins vegar var ekki, fyrir margra hluta, sakir hægt að hætta við förina á siðustu stundu. Svo sem kunnugt er tapaði Fram -Víkingur mest með 12 mörkum gegn 1, sem var móti atvinnu- mannaliðinu Neuendorf frá Koblenz. Var það ekki sarna liðið og kom hingað til lands i boði Fram-Víkings árið áður? Jú, það var meira að segja skipað ná- kvæmlega sömu leikmönnum. Hver kærir sig nú um að muna það að er Fram-Vikingur léku hér heima við þessa sömu menn, endaði sá leikur með iafntefli 2— 2, og KR-Valur, sameiginlega, tókst að sigra Neuendorf með 3— 2. Hver kærir sig um að miða getu Fram-Víkings við leikinn í Trier, sem leikinn var seinni hluta ferðarinnar og lauk 3—2, en Trier lið þetta hafði hálfum mán uði áður sigrað Neuendorf með 1—-0. Með þessu vil ég aðeins segja að hið mikla tap Fram- Víkings hlýtur ag eiga sér aðrar orsakir en þær, að svo herfilegur munur sé raunverulega á liðum þessum. Það er ekki æltun mín að af- saka á neinn hátt frammistöðu ökkar manna í umræddri ferð, en hins vil ég beiðast, að þeir sem um þessi mál tala og rita, kýnni sér málavöxtu og staðreyndir, áður en þeir fella dóma sina um íslenzka knattspyrnu yfirleitt, þar sem þeir virðast byggja allt sitt vit á einum eða tveim mis- heppnuðum leikjum tveggja fé- laga við erlend lið. Það er væg- ast sagt ósanngjarnt, en mér er nær að halda að þessir menn viti betur, og að umrædd sknf séu aðeins átilla. — Annað liggi 'raun verulega að baki og mun ég ræða það síðar ef ég sé að þessi muni þörf. Að lokum vil ég segja þetta. íslenzkir knattspyrnu menn hafa aldrei farið til Olympíuleika. Það hafa hins veg- ar sundmenn. skíðamenn og frjáls íþróttamenn gjört. Þeir hafa, sem vonlegt er, ekki komist nærri því að hljóta nein sigurlaun. Hins vegar skilja flestir að það er mikill styrkur og uppörfun fyrir hverja þá íþróttagrein sem á því láni að fagna að sækja slíka leika. Það hvetur menn til meiri dáða og hleypir nýju lífi í íþróttina, henni til styrktar og framdráttar. Þegar svo þess er gætt að ‘J sundmenn og 11 skíðamenn voru sendir til síðustu Ólympíuleika og einnig frjálsíþróttamenn sem skráðir voru til keppni en tóku þó aldrei þátt í henni, þá kemst ég ekki hjá því að spyrja. Hve’-s eiga íslenzkir knattspyrnum^^o að gjalda, að hamast er nú að þeim svo sem raun ber vitni? Hafa þeir minna til unnið en áður nefndir flokkar? Staðreyndirnar tala sínu máli, hvað svo sem ísmeysilegir áróðursmenn vilja vera láta. G.g. Ánægjulegur aðal- Þindur Finnfands- vinaiélagsins „Suðmi" FINNLANDSVINAFELAGIÐ Suomi hélt aðalfund sinn s.l. fimmtudagskvöld í Oddfello’.v- húsinu. Form. félagsins, Jer.s Guðbjörnsson, setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna og þá sérstaklega finnska íslandsvin- inn phil. mag. Maj-Lis Holmberg, sem hann færði að gjöf ísl. borð- fána á þjóðhátíðarstöng, frá stjórn Suomi. Maj-Lis Holmberg stundar hér nám við Háskólann. Fundarstjóri var Eiríkur Leifs son, aðalkor.súll Finnlands. Stjórnin gaf ýtarlega skýrslu um störfin. Síðan fór fram stjórnar- kosning. Jens Guðbjörnsson var endurkosinn form. í einu hljóði. Aðrir í stjórn eru Sveinn K. Sveinsson verkfr., Friðrik K. Magnússon. stórkaupm., Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, myndhöggvari, Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í. í varastjórn Jóel B. Jakobsson og frú Lind- quist. Endurskoðendur Magnús Joohumsson, póstmeistari og Björn Jónsson. Formaður skýrði frá því, að stjórnin vinni nú að því að búa finnska stúdentaherbergið á Nýja Garði, nýjum húsgögnum, o* hafa margir Finnlandsvinir tr-kið vel undir og stvrkt stjórn- ina í þessu efni, en betur má ef duga skal. Að loknum pðalfundarstörfum hófst skemmtifundur á bví að phil. mag. Mai-Lis Hcimberg flutti mjöe frúðlegt erindi um Kallivalaljóðin, uppruna þeirra og nýjustu rannsóknir. Fr. Holm- berg er ágætis fyrirlesari, scm flytur mál sitt þannig, að allir fylgjast vel með. Karl ísfeld las upp úr þýðing- Frh. á bls. 12. Láttu standa á lífsbák þinni lika þeirra nafn sem þitt. ENGINN er svo andlega við- bragðsfljótur að hann þurfi ekki nokkra stund til að átta sig á hverju einu nýju, og áður en við áttum okkur til fulls, áttum við okkur til hálfs. Ekki er ég alveg frá því, að fleiri kunni þeir að vera en ég, sem ekki eru enn til fulls búnir að gera sér það fylli- lega lióst hvað eiginlega felst í j þvi, að Morgunblaðið beitir sér ' fyrir því, að íslendingar fái al- ' mennt að vita um það tækifæri, * sem þeim býðst nú til þess að heiðra nafntogaðan lærdómsmann skozkan, er mjög hefur haldið uppi hróðri okkar gagnvart umheimin- um, mann, sem raunar iiefur gert meira en það fyrir ísland, því hann „hvatti þess dreng'i, sem drengur því vann og dugíi því allt hvað hann kunni“, eins og alda- vinur hans sagði um annan mann erlendan. Ég hygg, að það sjáist glöggast í framtíðinni, hvað með því var unnið að greiða fyrir því, að við mættum sýna Sir William Craigie hvern hug við berum ti! hans, og þar með öðrum þjóðum, hvers við metum það, er hann hefur fyrir okkur gert. En svo mikið sjáum við nú þegar, að við skiljum það vel, að með þessu er verið að halda uppi þjóðarheiðri okkar. Og svo er fyrir aö bakka, að Craigie hefur aldrei þurft að kenna á því sorglega vanþakklæti íslendinga, sem Rask varð að reyna, og vitað er, að varð hans þurtgbærasta raun. Það má vel ofbióða Caesar að sjá Brútus á meðal samsærismannanna. Enn mun Sir William Craigie fá að sjá það, að hversu gallaðir sem við erum, þá á hann býsna mikil ítök í íslenzkri þjóð, og lengi mun hún geyma nafn hans. Við erum ekki að skrifa okkur fyrir eintökum af æfisögu hans og rita- skrá til þess að styrkja Clarondon Press, og veit þó hamingjan, að í mikilli þakkarskuld stendur ísland við þá stofnun. Við gerum það til þess að votta honum sjálf- um virðingu okkar, þakklæti og vinarhug — að færa sönnur á það, að við berum ti! hans svipaðan hug og hann hefur með orði og athöfn sýnt og yfirlýst, að hann beri til okkar lands. Það er annars tjón, að ekki skuli hafa geymst nerna í minnum áheyrenda ræður þær er þeir fluttu, hann sjálfur og Dr. Björn Þórðarson, í kveðjusamsæti því, er honum var hér síðast hald- ið, því það er eins og Sveinbjörn Egilsson segir: vox emissa fugit; og 'nann bætir við hinu forn- jkveðna: litera scripta rnanet. En j þarna var enginn stafur ritaður. Nú aftur á móti er um að ræða litera scripia. 1 þeirri bók, sém nú er verið að gera úr garði til minn- ingar og leiðbeiningar urn hið mikla, óvenjulega og ágæta æfi- starf þessa manns, þeg'ar líður undir sólarlag, piga nú að geymast nöfn þeirra íslendinga, sem við þetta tækifæri minnast skozka Is- lendingsins. Nei, ekki rröfn þeirra allra. Það yrði of stór bók, jafnvel það, en ekki efa ég að um þá heim- sókn hefir honum þótt vænt. Hann skildi þáð ofurvel, að þessi fátæk- lega búni maður var einmitt að varðveita þau þjóðarverðmæti Is- lendinga, sem honum hefur fund- ist við vanmeta svo hrapallega, og að með þeim var þannig andleg’ur skyldleiki. Sir Wílliam Craigie hefur verið gestur konunga og annarra þjóð- höfðingja, og þegar hann vai hér síðast, vottuðu æðstu valdamenn þjóðarinnar, frá forsetanum og niður eftir, honum hylli sína. — Fjármálaráðherrann (Jóhann Þ. Jósefsson) skipaði svo fyrir að í fjarvist sinni yrði allt gert ai ríkisstjómai’innar hálfu til þess. að heimsóknin mætti verða honum ánægjuleg. Dr. Alexander Jóhann- esson gegndi þá rektorsembætti Háskólans, og ekki var gestiisri.in síðri af har.s hálfu. En vart sstla ég að honum hafi þá fundist m annað meira en viðtökur þær, er hann fékk á bóndabæ einum í Húnavatnssýslu, Geitaskarði, þar sem harni gisti. Stjórnarráðsíull- trúi sá, er með honum var, sagði líka, að það hefði sýnt sig jafn- skjótt og þeir komu í hlaðið, að þar var húsfreygja sem kumii að taka á móti tignum gesti — tuka á móti lionum sem jafningja. Kún hefði sómt sér sem forsetairú kor.an sú. Æt!i ekki að Craigie hafi minnst orða Matthíasar, að „víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst“? Trúað gæti ég því. Afmæli hans er arnars ekki komið. Það er ekki fyrr en 13. ágúst. Það er því varla tímabært að skrifa um hann nú: En skaði er það, hve seint Morgunblaðið fékk tilkynningu um þær ráðstaf- anir, sem nú er verið að gera á Bretlandi til þess að minnast hans. Um þær mun í rauninni flest óljóst hér. Það eitt er vitað mcð vissu, að margar menntastofnanir hafa bundist samtökum og að skipuð hefur verið nefnd, sem í eru ein- göngu heimskunnir menn. Samsæti er elcki unnt að halda í Oxford í ágústmánuði, því þá er þorri menntamanna fjarverandi, marg- ir erlendis. Það verour því haldið 7. októher. Okkur, sem skrifum okkur fyrir bókinni, verður sent boðsbréf að mæta þar, en það er víst óhætt að fullyrða að ílest munum við sitja um kyrrt hér heima á Islandi. Hér er vík á milli vina. En sökum þess að tíminn. er svona naumt skammtaður að áskriftalistinn verður að fara I héðan með flugpósti 7. apríl, er | hætt við að fáir utan Reykjavíkur t nái að skrifa sig á listann. Að ■j visu hefur Morgunblaðið beðið um •frest fram yfir páska, en hæpið er að unnt verði að veita hann. i Menn ættu að skrifa sig á sem allra íyrst. Sn. J. fyrir Clarendon Press, þó að þjóð okkar sé smá. En þeir, sem þarna láta rita nöfn sín þeir koma fram scm fulltrúar íslenzkrar þjóðar, hver og einn, karl og kona, jafnt 1 sjómaðurinn og þvottakonan, sem ráðherrann og hefðarfrúin. Og ^ allra þeirra hylling mun Craigie jafn kær. Það var sennilega satt um Jörund, að „mannanna aðals ! og ættgöfgis skraut hann aðeins ! af framgöngu mat“. Fyrir vist er | það satt um Sir William Craigie. Ég- hefi séð það á mínu eigin heimili (og þurfti þó ekki þess vitnisburðar) hvernig hann tók á móti verkamönnum í vinnufötum og gömlum konum sem heimsóttu hann fyrir það eitt, að hann var rímnavinur. Þessu fólki hvarf fljótt uppburðarleysið, þegar það var setzt hjá honum. Hann brosti góðlátlega þegar verkamaður einn skautzt til hans úr vinnu sinni með eintak af Skotlandsrímum, til þess að biðja hann að rita nafn sitt á Scngfélagið Stefnir skemmlir í lllégarði REYKJUM, Mosfellssv., 26. marz — Söngíélagið Stefnir var stofn- að um áramótin 1939-—’40 og hóf- ust æfingar þá þegar. 1 upphafi æfði bæði karlakór og hlandaður kór, en nú seinni árin aðeins karla- kór. Núverandi formaður kórsins er Lárus Halldórsson. Ýmsir ágæt ir menn hafa stjórnað kórnum á þessum árum, svo sem Oddur Andrésson, Hálsi, Kjós, Guiinar Sigurgeirsson, Páll Halldórsson og nú síðast Birgir Halidórsson, en hann ték við kprstjórn um siðustuc. áramót og eru miklar vonir tengd- ar við hann. A söngskránni eru. 12 lög, eftir innlenda og erlenda höfunda, tveir einsöngvarar koma fram á söngskemmtuninni. Það er alltaf mikill viðburður hér í sveit, er Stefnir lætur til sin heyra og munu héraðsbúar og aðrir velunnarar söngfélagsini* áreiðanlega fjölmenna í Hlégarð á laugardaginn. —J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.