Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 29. marz 1952 pét Guðinundsdóttir yiirljésméðir í DAG er Margrét Guðmunds- c'óttir, yfirljósmóðir við fæðing- a.deild Landspítalans, til grafar borin á Akranesi, en þar fædd- ist hún 18. okt. 1906 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Guðm. Gunnarssyni, bónda á Síeinsstöoum og konu hans Sig- uriínu Sigurðardóttur. Margrét tíó í Landspítalanum 21. þ. m. Árið 1924 fór Margrét í Kenn- araskóiann og lauk prófi þaðar. á-ið 1927. Eftir prófið var hún við kennslustörf á Akranesi þang £,3 til árið 1931, að hún hóf starf sitt, sem kennari í Land- spítalanum. Þá var svo ástatt þar, að alltaf var þar nokkur 1 ópur barna og unglinga á skóla- aldri. Aðallega voru þetta sjúkl- i cgar með svokallaða útvortis berkla, -mestmegnis í beinum og liðum, en þeir eiga fyrír sér langa iegu, þurfa á kennslu að hald^ Eim önnur börn og geta lengi i otið sama kennarans, ef kenn- ari er starfandi í spítalanum. Ég veit ekki hvort það var af til- viljun, að Margrét réðist til spít- alans, eða af öðrum ástæðum, en svo rættist úr, að þarna varð starfsvið hennar að mestu leyti upp frá því. „Ég hafði þó haldið það verra en það var, að vera í þeim sjúkl- ingagrúa", kvað Þorsteinn. Hann hafði reynt það að liggja í sp'ítala sem sjúklingur og kynnzt andrúmsloftinu þar, lík- amlega og andlega. Þar geta ver- ið „langir og dauflegir dagar“, en fyrir meginið af sjúklingun- um eru dagarnir fullir af von um bata og gleði yfir auknum kröft- um og lífsfjöri. Þetta finna þeir bezt, sem við spítala starfa, að lækningum og hjúkrun og hvers- konar þjónustu. Þetta hefur Mar- grét fundið og þegar breyting fór að verða á, um sjúklingana, við það, að berklaveikin fór óðum þverrandi svo sýnt var, að kenn- ara myndi brátt ekki þörf leng- ur í spítalanum, þá sneri hún sér að því að nema ljósmóðurfræði. Sumum, sem þekktu hana aðeins lítið, þótti þetta undarlegt til- tæki, að kasta frá sér góðri stöðu og setjast aftur á skólabekk hálf- fertug. Námið gekk að vonum vel og eftir próf í Ljósmæðraskólanum haustið 1942 hvarf hún aðeins um hríð aftur að starfi sínu, sem kennari í Landspítalanum, en gerðist síðan aðstoðarljósmóðir við fæðingardeildina. Árið 1945 hélt hún til Danmerkur, í Ijós- mæðraskólann í Kaupmanna- höfn og lauk prófi þaðan. Síðan starfaði hún í fæðingardeildum í Svíþjóð og kom ekki heim aftur fyr en haustið 1947 og þá að- eins til þess að vera heima miss- eristíma. Þá var enn haldið af stað og nú til Edinborgar og London og stundað þar enn á ný framhaldsnám í fæðingardeild- um. Heim kom hún 1949. — Skommu seinna losnaði yfirljós- móðurstaðan við nýju fæðingar- deildina og þótti Margrét þá sjálfkjörin í þá stöðu, ekki ein- göngu vegna lærdóms síns í ljós- móðurfræðum, heldur lika vegna kennarahæfileika og mannkosta, enda brást hún þar ekki von- um. — Hinum fæðandi konum reyndist hún ágæt og nærfærin Ijósmóðir og nemendunum góð- ur kennari. Síðastliðið vor mun hún hafa farið að kenna lasleika, sem ágerðist, er á sumarið leið. Hún lét þó ekki á neinu bera fyr en búið var að útskrifa nýju ljós- mæðurnar í septemberlok. Þá fyrst fór hún að hugsa um sína heilsu, en þá var það um sein- an. Aðgerð varð ekki gerð nema til bráðabirgða og hún vissi brátt að hverju fór. Hún átti bágt með að skilja hversvegna hún væri kölluð svona fljótt frá starfi, sem henni var hugleikið, en hún möglaði ekki og bar sig eins og hetja. Saga Margrétar sýnir bezt hvern mann hún hafði að geyma. Blessuð sé minning hennar. Guðm. Thoroddsen. Yfirljósmóðir við fæðingadeiid Landsspítalans í Keykjavík MARGRÉT Guðmundsdóttir yf- irljósmóðir við fæðingardeild Landsspitalans í Reykjavík, var fædd 18. október 1906, dótt-ir hjón- anna Sigurlínu Sigurðardóttur Jónssonar smáskamrntlæknis og Guðmundar Gunnarssonar, er enn lifir 88 ára gamall og er á Steins- stöðum, þar sem Margrét sál. fæddist en móður sína rnissti hún fyrir nokkrum árum. Margrét sál. lézt þ. 21. marz 1952, eftir langa og stranga legu. Guð er kærleikur. Þessum orð- um getum við trúað, þegar allt leikur í lyndi og lífið brosir við oss og sömuleiðis þegar lúinn og slitinn líkami fær lausn úr lík- amsfjötrum, en þegar ólæknandi sjúkdómur sækir heim fólk, sem stendur báðum fótum í önn hins daglega lífs og hefur náð tak- marki sínu með viljafestu og óbil- andi kjarki, þá er erfiðara að trúa þessum orðum, þá verður trúin, hinn óbilandi kraftur hennar að hjálpa oss að skilja að þessi orð eru sönn og dýrmæt huggun. Ég hefi fylgst með æviferli Mar- grétar sál. frá upphafi lífs henn- ar, snemma bar á því, hvílíkt af- bTagð annarra barna hún var hvað alla framkomu snerti, náms- gáfur góðar og iðin, svo að ekki varð á betra kosið, enda mátti heita að hún væri að læra allt sitt líf. Hún tók kennarapróf, stundaði nám í hljómlist og mörgu fleiru. Hún lauk prófi í ljósmóð- urfræði, sigldi siðan á fæðingar- deild Ríkisspítalans danska og var þar í tvö ár, þaðan fór hún á fæðingardeild í Svíþjóð, síðan á fæðlngardeild í Lundúnum. Við og við kom hún heim, sagði ég þá oft við hana, að landið mitt yrði að fá að njóta lærdóms hennar og í huga mér bætti ég við, stillingar, prúðmennsku og góðvilja, því öllu og öllum vildi hún vel, enda fór svo, að hún varð fyrsta yfirljós- móðir hinnar nýju fæðingardeild- ar við Landsspítala Islands, en því miður varð það of skammur tími, er hannar naut við, því nú kom hinn harði og miskunnarlausi forboði dauðans og nísti það bæði mig og aðra vini hennar, að vita að hún gat ekki lengur notið sinna góðu og miklu krafta, en sjálf tók hún öllu með sinni meðfæddu still- ingu og ró. Það var mikið ástríki með henni og Gunnari bróður hennar, enda reyndist hann, kona hans og börn, henni með afbrigðum vel og erum við vinir hennar innilega þakklát fyrir það og samhryggist ég af hjarta öllum ástvinum hennar, að fá ekki að njóta hennar lengur. Guð blessi hana og minningu hennar. Petra G. Sveinsdóttir. Kveðja frá Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur ÞÚ ERT dáin og horfin sjónum okkar kæra starfssystir. Þótt þú skiljir eftir margar sólskins- endurminningar hjá okkur ljós- mæðrunum og vinum þínum, finnst okkur þetta alltof fljótt og seint verður þitt sæti fyllt, þótt önnur komi í staðinn. Hvar sem þú gekkst hljóðlát og prúð, fylgdi þessi yndislegi friður og sálarró sem hafði bæt- andi áhrif á alla nærstadda. Þú varst baráttukonan sem skipulagðir allt og kenndir svo að allir nemendur elskuðu þig og virtu. Enda skildir þú betur mörgum öðrum, hve mikils virði góð menntun er ljósmæðrum og hversu illa statt er það þjóðfélag, sem ekki hefur góðum ljósmæðr- um á að skipa. Það verða aðrir mér færari að lýsa þér og mennta. braut þinni-, en fyrst er fundum okkar bar saman, var það á Ríkis spítalanum í Kanpmannahöfn; hafði yfirljósmóðirin orð á þess ari mikilhæfu íslenzku ljósmóð- ur, en eftir það varst þú í Sví- þjóð og Englandi og ég veit að hvarvetna hefur þú hlotið sama góða vitnisburðinn. Þér dugði engin meðalmennska í fremstu línu stóðstu til hinztu stundar. Ég vil fyrir hönd Ljósmæðra- félags Reykjavíkur, þakka þér þann sóma og gagn sem þú vannst þinni stétt. Það er meira en flestum er Ijóst og meira en fátækleg orð fá þakkað. Aðstandendum og vinum þín- um flyt ég innilegustu samúð. Reykjavík 28. marz 1952 Helga M. Níelsdótíir, ljósmóðir. Fyrir hönd Ljósmæðrafélags Reykjavíkur. K v e ð j a frá skólasystur „Det borde varit stjárnor att smycka ditt ánné“. Fröding. HÉR verður hvorki skiifuð mannlýsing né ævisaga. Hinn ágæti starfsferill þessarar látnu vinkonu minnar verður sagður af þeim, sem betri þekkingp höfðu á starfi hennar en ég, Þetfca eru aðeins kveðjuorð, af vanefnum sögð en hjartans þörf, til að þakka fyrir mína hönd og annarra, er auðguðust af kynningunni við hana. Hún sjálf hefði víst kosið að þakkimar kæmu í hljóði, en ég get ekki orða bundist. Við þekktumst í aldarfjórðung. Hún var ávallt veitandi, ég þiggj- andi. Ég býst við að margir hafi svipaða sögu að segja. Sálarþrek hennar, vitsmunir og góðvild gerðu hvem og einn ríkari, er kynntust henni. Þegar saman fór göfugt upplag, gott uppeldi og góð menntun, verður einstaklingurinn þjóðfélaginu dýrmætur sjóður, henni. Þegar saman fer göfugt sér. En ríkust er ég af þeim stundum, sem ég fékk að dvelja með henni í banalegu hennar. „Því þá fatið fymist, fellur það betur að limum og lætur skýrar í ljósi lögun hins innra“. Það sést bezt, hvort við menn- imir erum nokkurs virði, þegar vanheilsa, sorgir og mótlæti hafa tínt af okkur þær fjaðrir, sem við getum reynt að hylja með nekt sálar okkar fyrir öllum, nema Guði. 1 einni af hinum apokryfisku bókum Biblíunnar, þeirri, er kennd er við Jesú Sýrakssón frá Alexandríu, standa hin fornu, sí- gildu orð Sólons svo fallega sögð, að þau hafa æ orðið mér hugstæð: „Þegar maðurinn deyr, koma hans verk í ljós. Seg engan sælan fyrir sitt andlát og maðurinn þekkist af sínum börnum“. Ég hef ekki vit til að útleggja orð spekinga, en hver reynir að hugsa fyrir sig sjálfan. Af sínum börnum? Eru það ekki orð hans og athafnir, hugsanir hans og áhrif, það af þeim, sem lifir hann látinn? Að vísu sjást verk mannanna oft einnig að þeim lifandi, en fyrst sést þó gildi hins lifaða lífs, þeg- ar aflvakinn, sem knúði hugsun og framkvæmdir, er hættur að starfa í þeim heimi, sem við skynjum. En það er lífslánið, eina og sanna, að hafa til góðs lifað. 1 þeim skilningi var Margrét heit. óvanaleg lánsmanneskja. Það er stundum talað um dauð- ann eins og hin þyngstu Torfa- lög, sem við mennirnir eigum að inna af hendi. En finnum við það ekki bezt, þegar við kveðjum lát- inn vin, hve þung skylda sjálft lífið er? Yið erum oft að vega og meta okkar skyldur og skipta þeim í flokka, en er ekki ein stærst og erfiðust, en um leið göfugust, og innifelur hún ekki allar hinar? Hún er bara stundum svo einföld, að við komum stundum ekki auga á hana, sú skylda, að halda áfram að lifa lífinu og gera sitt bezta, hvað sem að höndum ber, hvort heldur það er blítt eða strítt. En því fleiri ágætum mönnum, sem við horfum á efir, því brýnni verður sú skyldá, því að við eig- um að greiða manngjöld fyrir hina föllnu úr því að okkur er veitt lengra líf. Ekki endilega með því að koma í stað þeirra; það geta ekki allir verið beztir. Það er fallegur sigur að leggja minít- ingargjöf um látinn vin í ein- hvem sjóð, sem varið er til þjóð- þrifa. Hitt er sú greiðsla, sem mest er um vert, að reyna að auka okkar eigið manngildi, gullið i okkar og annarra sálum, þoka okkur því fastar saman, því fleiri skörð sem koma í hópinn, utan um það sem verða má til blessunar og þriía einstaklingum og þjóð- félagi, hver eftir sinni getu, hvey á sínum stað. Þá liggja hinir föllnu ekki óbættir hjá garði, og þá smáfyllist i skarðið í vör Skíða af komandi kynsláðum. Ykkur, vandamenn Margrétar heit. óg vini aðra, langar mig að kveðja með þessum failegu orðum látinnar skáldkonu: „Svo líða tregar sem tíðir“. Til eru harmar svo stríðir, að allra þeir kraftanna krefjast. — í kraftinum sálimar héfjast. Gildið, sem gullið, má reyna glöggvast í loganum hreina". Sjálfa þig, elskulega vina, kveð ég með orðunum, sem okkur fóru á milli eitt sinn í banalegu þinni, og tókum við undir þau báðar: „Þegar við hittumst heilar handan við tjald það, sem við köllum dauða, þá verður gaman að lifa“. 1 Guðs friði. Helga Jónasardóttir, frá Hólabaki. DRENE SHAMPOO DRENE er sennilega heims- ins vinsælasta og mest not- aða hárþvottaefni. DRENE fæst í þrem stærð- um. — DRENE er einmitt það sem hentar yðar hári bezt. Umboðsmenn: Sverrir Bernhöft h.f. Enska knallspyrnan1 LÍNURNAR í I. deildinni ensku skýrðust betur á laugardag, bar- áttan um efsta sætið hefur nú takmarksst við þessi fjögur, Manch. U, Arsenal, Portsmouth og Tottenham. í þeim 7 umferð- um, sem enn eru eftir má gera ráð fyrir ekki síður óvæntum úr- slitum en úrslitunum í Hudders- field á laugardag, þar sem heima- liðið varð fyrst til að sigra Manch. Utd. í tíeildakeppninni síðan 17. nóv., en síðan þá hefur það unnið 10 leiki en gert jafn- tefli i 6. Jafnt var á með liðunum þar til á 86. mín. að miðfrh. Huddersfield skoraði (3—2). Ful ham hafði framan af betur geg.n Manch. City í fremur daufum og leiðinlegum leik, og tvívegis brenndi vinstri útherji þess af við gefin tækifæri, en bætti það upp í síðari hálfleik með því að skora úr vítaspyrnu og jafna fyr- ir mark M. C. frá fyrra hálfleik. Arsenal er nú eina liðið, sem talizt getur hafa möguleika á „tvenndinni" bikarnum og deilda keppninni. Því tókst að eyða for- skoti Manch. U. með því að skora 2 mörk á jafnmörgum mín. í lok leiksins gegn Middlesbrough. Newcastle hefur tæplega lengur neina möguleika, því að bersýni- legt er, að liðið leikur nú aðeins upp á bikarinn. í Liverpool lék bað með hálfum hraða og með það eitt í huga að komast með heilan skráp út úr leiknum. Það voru aðeins framverðirnir og vinstri útherjinn Mitchell, sem talinn er hafa leikið sig inn í skozka landsliðið gegn Englandi þ. 5. apríl, sem léku af einhverj- um móði. Eftir 6 jafnteflisleiki í röð tókst Liverpool að sigra, fyrsta markið kom á 33. mín., én begar 10 mín. voru af síðari hálf- leik tókst miðfrh. að skora 2 til á skömmum tíma. Burnley varð fyrir því að missa 2 af beztu leikmönnum sínum út af vegna meiðsla gegn Aston Villa, sem lék sérstaklega vél framan af og hafði 2—0 í hléi, en við röskunina á liðinu, sótti Burnley í sig veðrið, eins og oft vill verða við slík tilfelli, og tókst að skora. Manch.Utd. 35 19 9 7 73-46 47 Arsenal 35 19 9 7 71-47 47 Portsmouth 35 18 9 9 62-48 44 Tottenham 36 18 7 11 66-48 43 Bolton 35 15 9 11 55-54 39 Newcastle 34 15 8 11 84-59 38 Aston Villa 35 15 8 12 63-59 38 Charlton 36 15 8 13 61-59 38 •Wolves 35 12 13 10 68-55 37 Blackpool 35 15 7 13 54-53 37 Liverpool 35 10 17 8 50-47 37 Preston 36 13 11 12 63-50 37 Manch. C. 35 12 12 11 51-47 36 Burnley 35 13 9 13 50-48 35 Derby 35 13 6 16 56-68 32 Chelsea 34 13 5 10 43-54 31 Sunderland 35 11 9 15 54-55 31 West Brom. 34 8 12 14 57-69 28 Middlesbro 33 10 5 18 46-76 25 Stoke 35 9 7 19 37-72 25 Fulham 35 6 10 19 49-66 22 Huddersfld 35 7 7 21 41-71 21 2. deild: Birmingh. 35 17 8 10 53-42 42 Nott. Forest 35 16 10 9 66-54 42 Sheff.Wedn 35 16 9 10 84-60 41 Leicester 35 16 8 11 69-55 40 Cardiff 34 15 9 10 54-45 39 Leeds 34 15 9 10 49-45 39 Rotherham 35 15 8 12 67-60 38 Sheff. U. 35 16 5 14 81-62 37 Everton 35 14 8 13 52-52 36 Lutan 34 12 11 11 63-60 35 Brentford 34 13 9 12 43-42 35 Southampt. 36 13 9 14 53-53 35 Notts Co 35 14 6 15 62-60 34 , West Ham. 35 13 8 14 55-6^ 34 Blackburn 35 14 5 16 43-49 32 ) Doncaster 35 11 10 14 48-52 32 j Bury 35 13 7 16 54-56 31 | Barnsley 34 10 10 14 49-59 30 Swansea 3^ 10 10 15 61-64 30 Coventry 35 12 .5 18 48-67 29 1 Hull 35 10 8 17 49-57 28 QPR 35 8 11 16 43-72 27 Svisslendingar sigrnðu ZURICH — Landslið Sviss í is- hokkí sigraði nýlega Kanada- menn, en þeir urSS^i meistarar í þeirri grein á Ólympíuleikjunum í Osló. Úrslitin í leiknum urðu þau að Sviss vann með 5:4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.