Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 14

Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 14
'14 MORGUHBLAÐIÐ Laugardagur 29. marz 1952 9 EPTIP HILDU LAWRENCE Frcunhaldssagan 44 inn og stóð á bak við hann. „Hvað var þetta?“, spurði hann. „Einhver hleypti af byssu hérna fyrir utan. Hafið engar áhyggjur af Stoneman, en komið konunum upp á loft til barnanna. Og Violet líka. Komið svo aftur hingað niður“. Hann horfði á eftir honum upp troppurnar og fór síðan út á eftir Morey. Þeir stóðu hlið við hlið úti á pallinum fyrir framan bóka- herbergið. „Úr hvaða átt kom það?“ spurði Morey. „Ég veit það ekki. En ég held að það hafi verið nálægt. Eigum við að fara sitt í hvora áttina?“ „Þér farið til hægri .. eg til vinstri.“ Perrin kom út til þeirra. „Hafið þér byssu, Perrin?“ „Já“. „Takið hana með yður. En þér?“ Hann snéri sér að Mark. „Nei“. _ „Ekki ég heldur. En það verður að hafa það“. East fer til hægri, ég til vinstri og þér, Perrin, farið beint niður götuna. Kallið, ef þið verðið var við nokkuð“. Perrin hvarf út í myrkrið. Mark fór hægra megin við götuna Morey snéri inn. „Joe“, heyrði Mark að hann kallaði og Stone- man svaraði innan úr húsinu. „Náðu í Wilcox í símann og segðu honum að koma tafarlaust. Farðu svo upp til kvennanna og slökktu ljósin“. Mark skálmaði yfir runnana og bölvaði myrkrinu. Hann sá varla niður fyrir fætur sér. Snöggvast sýndist honum hann sjá tvo menn koma niður götuna og hann ætl- aði að kalla. En þá mundi hann eftir því að Perrin var þar og hafði byssu. Hann mátti ekki gleyma því .. Perrin hafði byssu. Kuldinn var nístandi. Hann sá nógu greinilega nú í kring um sig til þess að vera viss um að engin spor voru í snjónum. Hann settist á stóran stein og blés mæð- inni. Sá sem hafði hleypt af skotinu, hlaut að hafa komið sér undan. Auðvitað var líka hægur vandi fyrir hann að fela sig á bak við einhvern steininn. Þar gat hann setið og hlegið með sjálfum sér. En hann hleypti ekki af aftur. Ef til vill var það einhver annar en þessir þrír sem hann hafði lang- að til að fá út í myrkrið. Stone- man eða Violet, Beulah eða Bessy, eða kannske frú Morey. Eða ætlaði hann ef til vill að nota tækifærið til að komast inn í húsið .. þar sem voru einn gam- all maður, fjórar konur og tvö börn? Mark leit á armbandsúrið. Þeir höfðu verið úti í rúmar tuttugu mínútur. Ef hann hlypi, mundi hann komast heim aftur á tíu mínútum. Hann hljóp til baka sömu leið og hann hafði farið. Þegar hann kom á pallinn sá hann lítið ljós á hreyfingu eftir götunni. Það var Perrin með vasaljós. „Ég fór niður hérna megin og kom upp hinum megin, en sá' ekki neitt“, sagði Perrin. „Nei“, sagði Mark. Þeir fóru báðir inn. Morey var ekki kominn en brátt heyrðu þeir til hans fyr- ir utan. Morey kveikti Ijós í bókaher- berginu og gekk að arninum. Hann tók skörunginn og skaraði í eldinum. „Ef ég næ nokkurn tímann í þorparann, þá .... þið hafið náttúrlega heldur ekki séð neitt?“ Báðir svöruðu neitandi. Þegar þelr höfðu sannfærst um að allt vona að Joe hafi náð í Wilcox. Farið og spyrjið hann að því, Perrin, en látið ekki konurnar heyra það. Ég kem upp fljótlega. Ég verð að búa til einhverja sögu til að segja þeim“. Perrin fór upp. „Ég vildi óska að Wilcox kæmi með verðina aftur, enda þótt Laura mótmæli. Það verður að hafa það. Hvað haldið þér ann- ars um Wilcox. Haldið þér að hann sé starfi sínu vaxinn?" „Við verðum að vona það“. „Já. Jæja, þarna kemur Perrin“ „Herra Stoneman er ekki uppi“ sagði Perrin um leið og hann kom í dyrnar. „Já, ég leitaði inni hjá honum og í herbergi herra East. Kon- urnar eru allar inni í barnaher- berginu. Þær segja að Stoneman hafi ekki komið þangað. Ég held að það væri réttara að þér töl- uðuð við þær. Þær virðast mjög óttaslegnar“. „Ég kem strax“. Hann nam staðar í dyrunum. „Þér farið og takið til matinn, Perrin, og East, þér leitið í kjallaranum. Ef til vill hefur Stoneman farið þangað“. Mark fór niður ásamt Perrin. En Stoneman var hvergi að finna í kjallaranum. Hann vissi ekki hvað það var sem Stoneman hafði orðið svona hræddur við en að því er virtist hafði hann lagt á flótta. Mark beið í eldhúsinu þangað til Violet kom niður. Svo fór hann inn í bókaherbergið. Morey var að reyna að ná sam- bandi við Wilcox en símastúlkan sagði honum að það svaraði enginn. „Stoneman virðist hafa náð í hann“, sagði Morey. „En hvað hefur orðið af honum“. „Hann er ekki í kjallaranum", sagði Mark. „Ef til vill hefur hann falið sig einhvers staðar í húsinu?“ „Nei. Hann mundi þá koma fram núna .... hvað er þetta"?“ Það heyrðist í bíl fyrir utan. ,,Það er líklega Wilcox“, sagði Mark. Wilcox var í slæmu skani. Hann hafði ekki fengið ráðrúm til þess að Ijúka við kvöldmatinn og það hafði verið illmögulegt að skilja þann sem hafði hringt til hans. Hann hafði stamað og sagt að nú ætti að myrða það sem eftir væri af fólkinu. „Auknablik”, sagði Morey. „Lofið mér að segja yður hvað skeði“. Þegar hann hafði lokið frásögninni, var Wilcox orðinn alvarlegur á svip. „Eigið þér við að gamli maður- inn sé horfinn?" „Já“. „Safnið fólkinu s»man hérna í stofuna“, sagði Wilcox. Hann opnaði dyrnar út á pallinn og kallaði: „Harry“. Stór og sterk- legur maður kom inn. Auðsiáan- lega bóndi úr nágrenninu. „Farðu með mennina og láttu þá leita hérna í kring um húsið. Ef þeir finna spor í snjónum....“. „Ég er hræddur um að það verði erfitt að fiuna soorin", sagði Mark. „Við fórum út þrír til að leita og við höfum bælt snjóinn". Perrinn kom niður með kon- urnar og Wilcox fór að yfir- heyra alla viðstadda. Þau höfðu heyrt skothvell og Morey hafði sent þær upp á loft og beðið Stoneman að hringja. Svo höfðu mennirnir farið út. „Hvers vegna hringduð þér til mín?“ spurði Wilcox. „Reynsla undanfarinna daga hefur sýnt mér að það er örugg- ara“, sagði Morey. „Ég verð að fara niður og halda áfram við kvöldmatinn" sagði Violet. „Fólk verður að borða hvað sem á gengur og ein- hver verður að vera uppi hjá börnunum. Hvað Stoneman snertir, þá held ég að það væri réttara að leita undir rúminu hans. Sjálfri er mér sama þótt þeir haldi áfram að skjóta í alla nótt. Mér er meira að segja sama þótt þeir skjóti mig“. Hana brast í grát og með það fór hún út. Wilcox skipaði fyrir að leita skyldi í húsinu. Mark átti að leita á fyrstu hæðinni, Morey á annarri hæð og Perrin í kjallaran um. „Það er enginn í herbergjum barnanna", sagði Beulah. „Það var xolegt uppi á loftinu, fór þ»ir aft«r inh f' UHiiitÍMii/ ‘-JSp ARNALESBQK sJUorcmzjHaðsins 1 ÆVINTÝRI MIKKA V. Ilroftnumda prinsessan Eftir Andrew Gladwyn 10. Tíminn leið- Mikki leitaði vendilega inn á milli trjánna, en engin jarðgöng var þar að finna. Hann var kominn að því að gefast upp, þegar hann skyndilega heyrði eitthvert þrusk fyrir framan sig. Sem elding stökk hann bak við tré og faldi sig, en fylgdist af athygli með því, sem fram fór. Skammt frá kom hann auga á manninn, sem hafði rekið hann út fyrir girðinguna, við annan mann. Þeir höfðu hrað- ann á. Mikki ályktaði, að þeir hlytu að hafa komið eftir jarðgöngunum. Þau gátu því ekki verið langt undan. Hann hafði veitt því athygli, hvar hann heyrði fyrst til mannanna og strax, er þeir voru komnir úr augsýn, hóf hann ákafari leit en nokkru sinni fyrr. Ef honum aðeins tækist að finna jarðgöngin, myndi honum gefast gott tæki- færi til þess að bjarga Hunangsdögg kóngsdóttur. Varð- mennirnir tveir voru farnir burtu, og aðeins gamla kerling- in var eftir þil þess að gæta hennar. Hann varð að reyna að frelsa hana áður en mennirnir kæmu aftur. Allt í einu fann Mikki það, sem hann var að leita að. Hann kom að stórum hól, sem dyr voru á. Þegar hann kom nær þeim, sá hann sér til mikillar undrunar, að þær voru ekki lpkúðar. Þarna voru jarðgöng. Mikki var hálf annars hugar, ýdgM hanh öpnaði’ huroina og sá inn dimm .göngin. SL emmíi^uncL LIP Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði, heldur skemmtifund sunnudaginn 30. marz kl. 8 í Góðtemplarahúsinu. Skemmtiatriði: Söngur með gítarundirleik (Engjarósir). Leikþáttur. Frú Bjarnfríður Sigursteinsdóttir og Sunna Guðmundsdóttir. Hraunprýðiskórinn syngur. Hr. Páll Kr. Pálsson stjórnar. Sögulegt ljóð. Flutt af frú Esther Kláusdóttir. Sameiginleg kaffidrykkja. Fulltrúar á landsþingi S.V.F.Í. boðnir á fundinn. Konur, bjóðið eiginmönnum ykkar og mætið vel. STJÓRNIN 3 A. F. A. F. DANSLEIKUR í TJARNARCAFÉ í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6. Skemmtinefndin. Minningarsýning ■ á málverkum Kristján H. Magnússon j I LISTAMANNASKÁLANUM. I m OPIN DAGLEGA KL. 1—11,15. 5 Gorðeigendur Tek að mér úðun og klippingu trjáa og runna. GBé©if*A\iæ§T<ö>e>«N! Sóhwan^CiUíri : ■ Sími: 80 936. ■ JÓNAS S. JÓNSSON. ■ heldur félagsfund í Sjálfstæðishúsinu n. k. mánudag ; 31. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. ; ■ Til umræðu verða byggingarmálin. — (Úthlutun lóða, : ■ bygging smáíbúða og möguleikar á útvegun lánsfjár). | ■ ■ Framsöguræðu flytur: Z JÓHANN HAFSTEIN, alþm. Sjálfstæðismenn velkomnir á fundinn mcðan húsrúm : leyfir. i ■ Stjórn Óðins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.