Morgunblaðið - 02.04.1952, Side 7

Morgunblaðið - 02.04.1952, Side 7
j Miðvikudagur 2. apríl 1952. MORCUNBLAÐIÐ ’rálrili XIM síðustu helgi kom út ný bók eftir Guðmund tíT Hagálín rit- höfund. Er það ævisaga Þórðar Þorsteinssonar hreppsstjóra í Kópavogi. Ber hún heitið: Á torgi lifsins. Af því tilefni hefur Mbl. hitt Guðmund Hagalín að máli og rætt "við hann um hitt og þetta varð- ar.di ritstörf hans. „Hve margar ævisögur ertu búinn að rita?“ „Það er nú svo sem enginn fjöldi, Þær eru aðeins þrjár, auk bókarinnar Eg veit ekki betur. En Virkir dagar og Saga Eldeyjar- Hjalta eru hvor um sig tvö stór bindi“. ÁSTRÍÐA AÐ HLUSTA Á FÓLK SEGJA FRÁ „Hvernig stóð á því, að þú fórst að rita slíkar ravisögur?“ „Jú, ég hafði ailtaf gaman af frásögnum manna úr lífi þeirra og um fólk, sem þeir höfðu þekkt og umgengizt. Mér varð það ástríða að hlusta á fólk segjá frá og ég tók fljótlega eftir þvi, hve lifandi sögupersónurnar gátu örð- ið fyrir sjónum mínum af nokkr- tim sérkennilegum setningum. Svo Var það, þegar ég kom til Isa- fjarðar, haustið 1928, að ég lenti í sama húsi og Sæmundur skip-1 Stjóri Sæmundsson. Hann hafði yndi af að segja .frá, og honum I voru ákaflega minnisstæð ýmis' atvik, sem aðrir taka lítið eftir, «n raunverulega eru ríkur þáttur í svípmótun daglegs lífs. Hann kunni h'ka að herma orðaskipti, svo að sérkennilegt yrði og skýra skilmerkilega frá samfelldum at- burðum og sögulegum. Ég kom kvo að máli við Vilmund Jónsson landlækni um sögur Sæmundar, og við ræddum það oftar en einu sinni, hvort ekki væri nú unnt að skrifá eftir manni eins og Sæ- Tnundi sögu hans og draga upp okki ómerkari mynd af samtíðinni «n fram kemur í skáldsögum. Ég hóf síðan tilraunir um þetta, og þá er ég var byrjaður á þeim, las ég Á sjó og landi, bókarkorn, sem Ingivaldur Nikulásson á Bíldu ■dal ritaði eftir frásögn Reinhalds Krist.jánssonar, sem lengi var póstur milli ísafjarðar og Bíldu- dals. Þessi saga vakti ekki mikla athygli, en mér þótti hún merki- leg tilraun, og hún sannfærði mig tam, að ég ætti að halda áfram með verk mitt. Ég las svo á nýjan leik hina ágætu og bráðskemmti- legu sjálfsævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði og varð enn ákveðnari við þann lest- ur í þeirri fyrirætlan að rita nú nýja íslendingasögu, þar sem aðal- pérsónan væri maður úr alþýðu- stétt, sem hefði ekki barist með sverði eða atgeir og vegið menn, heldur unnið sigra sína á vett- Vangi hinna virku daga, íslenzks atvinnulífs og hversdagslegrar I lífsbaráttu. Og árangur starfs míns lét þjóðin sér vel líka. En víst var um það, að mjög klingcji j það við, þegar það fréttist, að ég vœri að skrifa sögu Sæmundar skipstjóra, að það gæti varla orð- ið skemmtileg eða merkileg saga. Menn héldu, að söguhetjan í ævi- sögu yrði endilega að hafa verið í fremstu röð á sviði stjórnmála, stórkostlegra framkvæmda, opin- berrá aðgerða eða að miifnsta kosti vísinda eða lista. En það eru hin ótalmörgu „smá“atriði hinnar daglegu h'fsbaráttu og hin síbreyti legu viðhorf • og fyrirbrigði, sem hverjum mæta á lífsleiðinni, sem gera slíkar sögur sem þessar skemmtilegar, fróðlegar og lífræn- ar. Þetta fundu menn, strax, og þeir lásu svona bók. Og forrnið er af þrennum toga spunnið, frá- sagnarhætti íslenzkra alþýðu- manna, íslendingasagna og að nokkru skáldsögunnar, svo sem hún mótaðist á 19 öld og fyrsta fjórðungi þeirrar tuttugustu“. i I ALLT UNDIR ÞVÍ KOMMIÐ, HVERNIG MENN SKYNJA HLUTINA „En þurfa ekki sögumenni’mir Stefán Jónsson: iinfjöfnuEfirEsfiidar iosiiing í Eifiarfirii Ósannindum Helga Hannessonar hnekkf. Hagalín og Þórður kreppstjóri á Sæbóíi raeðast vlð. að hafa eitthvað sérsíakt til brunns nð bera?“ „Jú, ég leyfi mér að segja, að minnst sé undir því komið, hvað þeir hafa lifað, — aht'undir hinu, hvernig þeir hafa skynjað það, — að svo að segja hv.ert atvik, sern fyrir þá hefur komið og hver mað- ur, sem þeir hafa hitt og starfað )neð eða átt eitthvað verulegt sam- an við að sælda, hafi mótazt í minni þeirra með sérkennum sín- um, lífið og samíerðamennirnir hafi í blíðu og stríðu haft ðútmál- anleg áhrif á hin ýmsu svið til- finningalífs þeirra, hugsana og hugmynda. Og ekki þurfa sögu- ménnirnir sízt að vera gæddir skemmtilegri kímnigáfu og hafa þótt yndi að lífinu, hvernig sem það hefur raunar að þeim búið“. „Og telur þú, að Þórður Þor- steinsson, sögumaður þinn í Á torgi lífsins, hafi þetta til aö bera?“ „Já, í mjög ríkuiegum mæii — enda hygg ég, að þessi bók :nuni ekki þykja síður skemmtiieg cn þær, sem á undan henni efu komn- ar sömu tegundar." STUNDUM HARMRÆN — STUNDUM HLÁLEG „En hvað viltu svo segja mér um efni þessarar bókar?“ ,,Ja, efr.ið er bernska og æska sögumannsins, stundum harrnræn, stundum hláleg, en yfirleitt aiitaf með svipmóti litríks og furðu íil- breytingarsams lífs. Þarna er fjöldi lífsmynda af landi og sjó, úr kaupstað og sveit, af litlum heimilum og fáskrúðugum, cg bó fyrst og fremst af hir.u stóra og umsvifamikia heimili hinns þjóð- kunna þjóðmálaskörungs séra Sigurðar Stefánssonar og Bjarna hreppsstjóra, sonar hans. Og þarna kemur fram fjöldi persóna, karla og kvenna, og sagan or mor- andi af skrýtnum atburðum og at- vikum og yfir henni hressilegur blær giettni og gamans. . .. Og svo færðu ekki meira um hana hjá mér — en þarna er hún“. „Hvað hefurðu fleira á prjón- unum?“ „Fyrst og fremst annað bináið af minni eigin sögu — en Iíka önnur rit af ýmsu tæi“. „Skáldsögu?" „Já, skáldsögu, — og rit af enn annarri tegund. Hefur verið áður skrifað um siík efni hér á íslandi, en ekki í því formi, sem ég er að stríða við“. „Hvers konar rit er það?“ „Það kemur seinna á dagir,n“. S. Bj. Háf! á annað hundrað sækja námskeið hjóðdansafélagsins AÐALFUNDUR Þjóðdansafélagsj Reykjavíkur var haldinn 12. marz síðastl. og lauk þar með fyrsta starfsári féiagsins. Starf- semin hefur nær eingöngu verið fólgin í námskeiðum, sem haldm hafa vei ið fyrir taörn og full- orðna. Námskeið þessi hafa sótt hátt á annað hundrað manns. Kennslu önnuðust frú Sigríður Valgeirsdóttir og Kristjana Jóns- dóttir. Kenndir voru jöfnurn höndum gamlir dansar og þjóð- dansar svo og víkivakar og söng- dansar. vetur. Haldin verða 2—3 nám- skeið fyrir byrjendur og einnig haldin sameiginieg danskvöid fyrir þá, sem á námskeiðunum hafa verið. Við stjórnarkosningu var stjórnin öll endurkosin að undan- teknum einum, sem baðst ein- dregið undan endurkosningu sök- um fjarvistar úr bænum. Stjórnina skipa nú: Frú Sig- ríður Valgeirsdóttir form., Krist- jana Jónsdóttir, Björn Olsen, Jón Ingi Guðmundsson og Þórarinn Björnsson. Endurskoðendur voru kosin þau Olög Þórarinsdóttir og Jens Jónsson. Fyrir jóiin gekkst félagið fjfnr barnaskemmtun og var þár margt góðra skemmtiatriða m. a. sýndir ýmsir dansar. Skemmtun þessi var afar fjölmenn. Nsestkomandi sunnudag kl. 8 hyggstféJagiðhaldalokaskemrnt-: Rús3a 0g ítalQ un í Skataheimilmu og koma þar j fram 5 sýningarfiokkar, sem sýna nokkra dansa hver. Allir dansunnendur eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. í Starfsemin næsta haust mun verða rneð svipuðu sniði og i ViðskiptasGmninguri RÓMABORG — Rússar og ítalir hara nýlega gert með sér við- skiptasamning. Selja ítalir eink- um vefnaðarvörur og aðrar iðn- aðarvörur, en fá í staðinn timbur, olíur, feitmeti o. fl. í BLAÐI AB-manna 27. marz s.l. birtist greinarkorn varðandi ný- afstaðið kjör niðurjöfnunarnefnd ar í Hafnarfirði. Ber grein þessi hvorttveggja yfir- og undirskrift H. Hannessoi'iar bæjarstjóra. Tveim döguni síðar birtist önnur grein um sama efni eftir sama mann, í bJaði AB-manna i Hafn- arfirði. Þar var hins vegar taiið hyggilegra að flíka ekki • nafni höfundarins og var sú ritsmíð nafnlaus. Mun þessi háttur byggj ast á því að þar sem bæjarstjór- inn er minna þekktur geti nafn hans ef til vill gefið ffásögninni nokkurt gildi. Hins vegar væri s'íkt voniaust i hans eigin héraði. Þar er hann ekki tiltakanlega þekktur að vönduðum málflutn- ingi, heldur hinu gagnstæða. Ekki myndi ég hirða um að svara greinarkorni þessu, ef bæj- arstjórinn hefði ekki, á mjög vill- andi og óviöurkvæmilegart hátt, blandað nafni mínu inn í frásögn sina af afgreiðsiu þessa máis á bæjarstjórnaríundi. Á ur.dan- förnum árum hefur sá háttur verið á hafður um kosningu nefndar þessarar sem annarra þeirra 5 manna nefnda, þar sem bæjarstjórn kýs 4 nefndarmenn en bæjarstjóri er hins vegar sjálfkjörinn fimmti maður, að Al- þýðuflokksmenn hafa tilnefnt 2 menn og Sjálfstæðismenn 2 menn. Auk þessa hafa svo Al- þýðuflokksmenn ' átt fimmta manninn, þ. e. bæjarstjóra, sem er sjálfkjörinn svo sem fyrr er sagt. Þetta byggðist á því að með þessum hætti væru nefnd ir þessar skipaðar í réttara hlut- falli við styrkieika flokkanna í fcæjarstjórn heldur en ella myndi ef bæjarstjórnarmeirihlutinn neyttí atkvæðaafis síns að fuliu, þar sem þeir ættu þá 4 nefndar- menn aí 5 þrátt fyrir það að þeir eiga einungis röskan helm- iiig aíkvæðamagns í bæjarstjórn eða 5 af 9. Er kjósa skyldi í nefndina að þessu sinni lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðismonna fram lista með 2 aðalmönnum í nefndina og 2 til vara. Sama gerðu og Aiþýðu- flokksmennirnir. Þar sem hins vegar'þriðji listinn kom fram nú í fyrsta sinn frá fulltrúa sósíal- ista varð að fara fram kosn- ing. Við þá kosningu beittu nú Alþ.fl.m. í fyrsta sinn styrkleika sínum að fullu og var þannig fyrri varamaður á lista Alþýðu- flokksmanna samkv. kröfu Emils Jónssonar færður upp í tölu kjör- írna aðalfulltrúa í nefndina, á kostnað annars þeirra manna sem Sjálfstæðismenn höfðu boðið fram sem aðalfulltrúa. Þar sem Alþýðuflokksmenn höfðu hins vegar ekki boðið fram við þessa kosningu nema 4 menn, varð að fara fram sérstök kosning á vara- mönnum, sem vera mun nokkurt nýmæli, þar sem um listakosn- ingu er að ræða. Með þessum hætti tókst bæjarstjórnarmeiri- hiutanum undir forystu Emils og ! Helga að tryggja sér ríkari íhlut- un . í störfum þessarar nefndar heldur en eðlilegt getur talizt, þar sem þeir nú eiga 4 af 5 nefnd armönnum. Framboð sósíalistans j gat engin áhrif haft á kosningu ! nefndarinnar, þar sem sá listi ! hafði enga von um að koma ; manni í nefndina. J Ef meirihluti bæjarstjórnar hefði haft hug á því að styrk- Ieikahlutföil flokkanna í niður- jofnunarnefnd yrðu þau sömu og áður hafði hann óbreytta aðstöðu til slíks nú og gat gert það a.m.k. á tvenhan hátt. Með því að halda sig við þann framboðslista, sem þeir höfðu lagt fram með 2 aðal- mönnum eða í öðru lagi meS því að beita ekki atkvæðamagni sínu nú frekar en hingað til að íullu. Að ég hafi haft áhrif á fram- komu lista sósíalistans eða ráðið- nokkru um það að Alþ.flokks- menn neyttu nú aðstöðu sinnar að fullu til þess að tryggja sér aukna íhlutunaraðstöðu í störf- um niðurjöfnunarnefndar á kosti* að annars fulltrúa Sjálfstæðis- manna, er svo augljós fjarstæða, að ekki er svara verð. Gegnir furðu að menn skuli leggjast svona lágt í málfiutningi sínum. sem H. H. gerir í þessu efni og hlýtur mikið að liggja við. Orsökin til þessa er líka sú, að bæjarstjórinn og féiagar hans hafa orðið þess áþreifanlega vís- ari .að breyting sú sem fyrir þeirrá atbeina varð á skipan. hefndarinnar að þessu sinni mæl- ist ilia fyrir á meðal bæjarbúa og er sízt til þess fa.llin að auka á traust manna á störfum nefnd- arinnar. Er það almannadómur um störf þeirra Sjálfstæðismanna, sem i hefndinni voru, þeirra Páls V. Daníelssonar og Sveins Þórðar- sonar, að þeir hafi rækt störf sír* í nefndinni af samvizkusemi og kostgæfni og hafi þeir, þrátt fyrir erfiða aðstöðú stefnt að því i starfi sínu að útsvarsálagning væri sem réttlátust án tillits til nokkurs annars en efnahags og afkomu hinna einstöku gjald- enda. Varð sú barátta allhörð eins og menn ’nafa nokkuð kynnzt af blaðaskrifum og illa séð af Helga Hannessyni og hans félög- um. Hygg ég að það eitt sé rétt að þarna sé að leita orsakarinnar fyrir þeirri breytingu á skipai» nefndarinnar sem Alþýðuflokks- menn u.ndir forystu Emils Jóns- sonar óskuðu að framkvæma a3 þessu sinni. En eins og menn muna var Emil annar þeirra manna er fyrir atbeina Sjálf- stæðismannanna í niðurjöfnunar- nefnd varð að sætta sig við það að útsvar hans s.l. var leiðrétt til hækkunar frá því sem það hafði verið ákveðið í öndverðu. Grein H. H. er fyrst og fremst ætiað að dylja þessar staðreyndir, sem þeir félagar óttast að láta koma íyrir almenningssjónir á eftir því sem á undan hefur farið. Aðdróttanir H. H. um það að mér hafi verið ósórt um það að minn fiokkur missti annan full- trúa sinn úr nefndinni eru hvort- tveggja í senn heimskulegar og ódrengiiegar. Sama má segja um tilraún hans til þess gegn betri vitund, að stimpla alla þá menn, sem skipuðu lista þann, er full- trúi sósíalista bar fram, sem kommúnista. — H. H. mátti vera það fullkomlega ljóst að flestiv þessir menn standa sósíalistum mjög fjarri að skoðun og nöfn þeirra tekin án þeirra vitundar eða heimildar. Slíkar bardagaaðferðir sem H. H. hér viðhefur eru sem betur fer fátíðar og raunalegt þegar rr.enn lenda á slíkum refilstigum í málflutningi sínum sem H. H. hefur hér gerzt sekur um. Verkfall yfirvofandi WASHINGTON 1. apríl: — Yfir- vofandi hætta er talin á því að 8. apríl n.k. komi til verkfalls stál iðnaðarmanna í Bandaríkjunum. Allt er gert til að afstýra verk.- fallinu. — NTB—Reuter. ♦ BEZT AÐ AVCLfSA f MORGVNBLAÐINV'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.