Morgunblaðið - 02.04.1952, Side 14

Morgunblaðið - 02.04.1952, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. apríl 1952 14 Framhaldssagan 47 hefur verið notað fyrir umbúðir. Það getur hafa legið hér í fjölda mörg ár í skúffubotni. Florrie getur hafa ímyndað sér að það væri mikilvægt. Hún hefur alltaf haft fjörugt ímyndunarafl. Það stendur ekkert meira þarna, en að það hafi verið ekið á mann. Ekkert um það hver maðurinn er, eða hvar það skeði“. „Að hverju var Perrin þá að leita.?“ „Peningum, kannske. Þessu fólki er trúandi til að fara óvar- lega með stórar peningaupphæð- ir. Það hefur kannske fleygt ávísun óvart í ruslakörfuna og svoýiefur hún verið spurð að því byrstum rómi hvort hún hafi -funflið nokkuð. Svo hafa pening- arnii fundizt seinna, en gleymzt að segja henni frá þvi. Hvað snertir þá hlið málsins að hún hafi verið elt og síðan myrt .... “ Hann klóraði sér á bak við eyrað. „Það hefði getað verið um renningur, Eiginlega getur það hafa verið hver sem er. Þetta er ekki fjölfarinn staður....“ „Haldið þið að umrenningur hafi ýtt Stoneman niður kjallara- tröppurnar og myrt frú Lacey vegna þess að hún sá til hans? Var það umrenningur, sem kast- aði steininum í gluggann? Er það kannske umrenningur, sem hefur stungið af með Stoneman í kvöld?“ „Hver sem er kemst hér inn í húsið“, sagði Wilcox vandræða- lega. „Það er gömul kolageymsla í kjallaranum“. „Það er kominn tími til að upp- lýsa það. Hver veit um það“. „Allir“. „Eg held að ég týni bráðum vitglórunni", sagði Amos þurr- lega. „Þekkir nokkur ykkar Daven- port, ofursta, persónulega?“ „Já“, sagði Amos. „Parley þekkir hann ekki. Hann er stór maður, gráhærður, 55 ára eða þar um bil, fjörlegur. Hann giftist reyndar til fjár. Konan hans var miklu eldri og hann erfði þessa eign að henni látinni. Hann dvelst ekki mikið hér. A eilífum ferðalögum. Hann er núna á veg- um stjórnarinnar í London“. „Getur það verið að frú Dav- enport hafi átt ættingja, sem hef- ur sárnað að hún skyldi arfleiða hann að öllum eignunum?" „Nei, ekki hef ég heyrt þeirra getið að minnsta kosti“. „Hefur hann nokkurn tímann leigt húsið áður?“ „Nei, og hann leigir það heldur ekki núna í eiginlegum skiln- ingi. Morey borgar enga leigu. Perrin kom hingað fyrst í ágúst með bréf frá Davenport til Ruthie. Hann bað hana að vera hjálplega við þessa kunningja, sem hann ætlaði að lána húsið. Skömmu seinna kom dótið og fjölskyldan á eftir“. „Hefur Davenport skrifað Ruthie eða Morey síðan?“ „Nei .... og ykkur að segja þá skrifar enginn hjónunum . eða Stoneman. Einu bréfin, sem þau hafa nokkurn tímann fengið voru frá Mark East og svo koma reikn ingar við og við frá fyrirtækjum 1 New York“. „Wilsox, vissuð þér að Perrin hafði byssu í fórum sínum?“ spurði Mark. „Já. Hann sýndi mér hana í gærkvöldi. Ég sagði að hann gæti haft hana .... en mér líkar þetta ekki“. „Ekki mér heldur. Það er engu líkara en einhver vilji koma !*U*.....1lM>**«****í neina skýringu á dauða Florrie og frú Lacey. Fólk, sem gengur um og hræðir aðra, lætur sér það venjulega nægja“. „En segjum sem svo að sá sem ætlaði aðeins að hræða hafi orð- ið hræddur. Frú Laeey hafði séð hann og hann orðið hræddur um að hún segði frá. Gæti það ekki verið nóg til að hann vildi hana dauða?“ „En hvað um Florrie ' og úr- klippuna?" spurði Wilcox. „Setjum sem svo að í úrklipp- unni sé ótt við afbrot, sem fram- ið var í smábæ, en komst aldrei upp. Ég hef þegar sagt að ég álít ekki að Florrie hafi setið inni með mikilvægar upplýsingar, en hana hefur grunað að ekki var allt með felldu.' Setjum sem svo að hún hafi trúað einhverjum fyrir því, sem hún hafði komist að um kvöldið áður, en hún fór til ungfrú Pond. einhverjum hér í húsinu, en það hafi þá verið sá seki, eða einhver, sem hefur ver- ið í vitorði með beim seka. Eða hún hefur kannske talað við ein- hvern í síma“. „En hvarf Stonemans? H'ærnig ferðu að því að skýra það?“ „Ef til vill hafði hann fengið að vita of mikið líka. Hann var ekki allur þar sem hann var séð- j ur. Hann gat að minnsta kosti gert greinarmun á andlega heil- ' brigðum mönnum og geðbiluð- j um“. „Mér fer ekki að verða um sel“, sagði Wilcox. „Og hvað svo? Hvað eigum við að gera næst?“ „Vitið þið til þess að nokkur j af nágrönnunum sé áberandi taugaveiklaður. Engir gamlir, menn, sem verður að vaka yfir? Eða ekkjur, sem geta ekki hætt að gráta mennina sína? Eða sér- vitrir piparsveinar?" „Amos, þú getur svarað þessu. Þú hefur verið hér lengur". „Bessy er sérvitrungur", sagði Amos. „ög svo eru Bittners- hjónin. Þau eru vitlaus bæði, en ekki nógu vitlaus til þess að hægt sé að senda þau á hæli. Cane- hjónin eru heilbrigð eftir því sem ég bezt veit og þau eru í Florida. Caldwell-systurnar, drykkfelldar mjög, fóru með þeim. Tait-tví- burarnir eru í Bear River hjá systur sinni. Svo voru hestaþjóf- ar hjá Baldwin-fólkinu, en þeir eru löngu farnir. Meira veit ég ekki“. „Hvað getur þú sagt mér meira um Tait-tvíburana?“ „Þeir eru sjötíu og fimm ára, myndhöggvarar. Fóru til Evrópu á hverju ári. Hafa vinnustofu á bak við húsið sitt. Allir gera gys að þeim .... Hver sendi Bessy og Beulah hingað?“ „Frú Morey bað þær að koma. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af þeim. Ég hef jafnvel látið Beulah hafa umsjón með stál- þráðstæki“. „Hafið þið heyrt nokkuð?" spurði Wilcox. „Nei, ekki ennþá, en ég lifi í voninni“. „Varð Stoneman bilt við.þegar hann heyrði skotið?“ „Hann missti glasið, þó það væri fullt og þá er mikið sagt, því honum þótti vænt um sop- ann. En ég veit ekki hyort það var bara þess vegna. Ég hafði verið að skjóta honum skelk :í bringu rétt áður“. Hann sagði þeim hvernig hann hafði fundið Citrus City í Florida og fært það í tal við Stoneman. „Ég held að ég hafi komið við auman blett, en ég gat ekki verið viss. I hvert sinn og ég komst að efninu, kom einhver inn. Hann var farinn að skjálfa eins og hrísla, en hann var taugaveiklaður fyrir“. „Þetta er þá úr blaði í Florida", sagði Wilcox. „Florida“, sagði Amos. „Allt fólkið er í Florida á veturna. Það hefur farið þangað á veturna í fjölmörg ár. Davenport var van- 0 e ARNALESBOK jXlov£unbiabsins 1 ÍWúJifSIM „ju, eii pac gc-u/ ÆVINTÝRI MIKKA V. Brottnumda prinsessan Eftir Andrew Gladwyn 13. „Ég var að enda við að loka hana inni,“ hvíslaði Mikki. „Hvar felur hún lykilinn?“ „Ég veit það ekki, heimskingi. En hún er áreiðanlega með hann. Flýttu þér og reyndu að ná í hann áður en mennirnir koma til baka.“ Mikka líkaði ekki sem bezt, að Hunangsdögg skyldi tala svo höstuglega við sig — og að hún skyldi kalla sig heimsk- ingja. En hann fór nú samt sem áður niður stigann og hugð- ist sækja lykilinn. Gamla kerlingin var sem áður steinsof- andi. Og á borðinu hjá henni sá hann handtöskuna hennar. Hann fór óðara að leita í henni, í von um að lykillinn væri þar. Já, þarna var lyklakippa. Nú var allt í stakasta lagi. Mikki ætlaði nú að flýta sér út úr herberginu, en gætti ekki nógu vel að sér. Hann gerði svo mikinn hávaða, að gamla konan vaknaði. Hún starði sem snöggvast á drenginn, sem stóð á miðju gólfi með lyklakippuna í hendinni. „Þjófurinn þinn, þjófurinn þinn,“ æpti hún og reyndi að rísa á fætur. Mikki þaut sem eldibrandur út um dyrnar og skellti þeim í lás. Og þegar hann þaut upp stigann, þá heyrði hann kerlinguna grenja og krafsa sem óðast í hurðina. Eftir nokk- ur augnablik var hann búinn að finna réttan lykil og opna herbergið, þar sem prinsessan var. „Er ekki allt í lagi með þig?“ kallaði hann. „Jú,“ anzaði Hunangsdögg. „Komdu þá strax. Við verðum að flýta okkur héðan.“ l»aú þutp nú þæði niður stigann.eins hratt og þau .frékast gátu. Þegar þau fóru fram hjá herbergi kerlingarinnar,1 Kunvetningafélagið 1 Reykjav’ík heldur skemmtifund í Tjarnarcafé fimmtudaginn 3. apríl n. k. kl. 8,30 e. h. SKEMMTIATRIÐI: ÁVARP. Jósefína Helgadóttir GETRAUNAÞÁTTUR. Baldur Pálmason. KÓRSÖNGUR. BÖGGLAUPPBOÐ. DANS. Skemmtunin er haldin til ágóða fyrir Elliheimilissjóð Kvennasambandsins í V.-Hún. og er skorað á félaga að styrkja þetta góða málefni með því að mæta vel. Allir samkomugestir geta tekið þátt í getrauninni og verða eftirfarandi verðlaun veitt fyrir snjöllust svör. 1. verðlaun. Tveir farmaðar til Blönduóss gefnir af Norðurleið h. f. 2. verðlaun. Útskorin hornhilla. 3. verðlaun. Bók. STJÓRNIN Gömlu dunsurnir í TJARNAECAFÉ í KVÖLD KLUKKAN 9. DANSSTJÓRI: Baldur Gunnarsson. HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Kristján Kristjánsson, SÖNGVARI: Erlingur Hansson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6 og kosta 15 krónur. Miða- og borðpantanir í síma 3552. Það verður fjör og gleði á gömlu dönsunum í Tjarn- arcafé í kvöld. Eldri sem yngri velkomnir meðan húsrúm leyfir. NEFNDIN HREINLÆTISVÚRUR 0 ^ GOLTBOfel: LITTLE PETER 36x8 oz. COLGATE 12x1 SAIMBSÁPAs MOVIE 24x1 HAWOSÁPAs BIBBY 72x3 oz. • • __ DOMUBIIMDIs CELIA DE LUXE 48x10 st. TAINilNiKREiVis COLGATE 12x1 ÞVOTTASOTI: CHRYSTAL 50 kg. SÁPUSPÆIMIRs LUX 72x6 oz. BIBBY 36x6 oz. STAIMGARSÁPA: BIBBY 48x3 stk. pk. ÞVOTTAEÖGURs albol 12x% I. TOILETPAPPÍRs MÁNTTÁ 100x650 Bl. Allar ofangreindar tegundir höfum vér nú fyrirliggjandi á lager. ^JJriótjánóóon (Jo. h.fí. - Bezt að auglysa í Morgunblaðinu U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.