Morgunblaðið - 03.04.1952, Síða 2

Morgunblaðið - 03.04.1952, Síða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. apríl 1952 j Austurríkisþing mótma‘lir áframhaldandi hernámi I Gruber harðorður í garð Rússa. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTfí VÍNARBORG, 2. apríl. — Austurríska þingið samþykkti í dag áJyktunartillögu, þar sem mótmæit er áframhaldandi hernámi landsins, efnahagsbyrðum þeim, sem hernámsveldin leggja á land- ið og loks því, að herdómstólar fari með mál austurrískra þegna. Samþykktin var gerð á fundi, sem sérstaklega var boðað til vegna fram kominna tillagna Vesturveldanna um friðarsamninga við Austurríki. — VESTURVELDIN REIÐUBÚIN Karl Gruber, utanríkisráð- herra, sagði á fundinum, að tiilögur Vesturveldanna væru ' viðeigandi spor í þá átt, að ' fá Austurríkismönnuin aftur sjálfsákvörðunarrétt sinn. — Hann sagði, að Vesturveldin væru reiðubúin að viðurkenna fullveldi Austurríkis og það væri von sín að Sovétríkin gerðu slíkt hið sama. Loks kvað Gruber, að Svo gæti farið, að hann legði mál * Austurríkis fyrir Sametnuðu þ.jóðirnar, en hann hét að gera þinginu aðvart þar um áður. HRAKTI RÖK RÚSSA Gruber hrakti lið fyrir iið þau rök, sem Rússar hafa fært fyrir andstöðu sinni gegn friðarsamn- ingum við Austurríki og sagði að heimspólitísk sjónarmið Rússa vasru látin bitna á landi sínu. Austurríkismenn mundu aldrei gerast stríðsaðilar nema til verndar landi sínu, en þeir gætu ekki fallizt- á hlutleysisskiiyrði Rússa, sem gerðu ráð fyrir al- gjöru varnarlhysi landsins. Taldi hann þau sett, til að auðvelda innlimun Áusturríkis í leppríkja- hópinn. AUSTURRÍKI BEITT ÓRÉTTI Leopold Figl kanslari taldi að Austurríki væri með órétti látið gjalda sundurþykkju stórveld- anna, ,.og; Jósanngjarnt væri að gera friðarsamningá við öxulrík- in, án þess að Austurríki hlyti sömu réttarbót. NEW YORK — J. Edgar Hoover, yfirmaðúr bandarísku rannsókn- arlögreglunnar upplýsti fyrir nokkrum dögum, að félagatala kommúnistaflokksins þar í iandi væri komin niður í 31.603, en hann benti jafnframt á að ýmsir 1 helztu leiðtogarnir störfuðu nú í laumi, Taldi hann jafnvel meiri ; hættu stafa af þeim en 5. herdeild j nazista 1941. I Hoover sagði að moldvörpu- starfsemi kommúnista hefði farið mjög í vöxt síðan Kóreustríðið brauzt út, en þeir væru varkárari en áður, og héldu sellufundi sína með meiri leynd, t. d. í bifreiðum og á fáförnum stöðum í almenn- ingsgörðum borganna. Náimiverka- menn minnasl sigurs NEW YORK — Yíir 500.000 kola- námuverkamenn í Bandaríkjun- um héldu 1. apríl s.l. hátíðlegan í tiléfni af því að 50 ár voru þá liðin frá því tekinn var upp 3 stunda vinnudagur í námuiðnað- inúih;' Sú skipan komst á 1898, átta árum eftir að stofnuð voru itéttarsamtök námuverkamanna í Bandaríkjunum. — Síjórn í Túnis Framh. af bls. 1 lýst því yfir, að st.ióm Baccou- «hes njóti á engan hátt stuðnings þjóðarinnar og eigi sér fylgjendur fáa. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í París hefur lýst yfir því, að ! áðherrar hinnar nýju stjórnar «éu hinir hæfustu menn og bar hann lof á forsætisráðherrann fyrir röskleika, þar sem venjulega taki margar vikur að mynda stjórn í Túnis. © BANATILRTvÐI f dag var frönskum stjórn- arerindreka í Sausse, Pierre Xevaeo sýnt banatih'acði :;ncð j ví atð sprcngju vav varpað ‘ að htmum. —- Hlaut hann t.vérkn af vSTiíym hchnar í ' vntgí og hálsi. Zevaeo var I þ-egar fluHuar í sj'úkrahús. — Iitiiii varð einnig fyrir Dr. Karl Gruber. utanríkisráðherra Austurríkis. í sprengjuáfás í fébrúarmán- iEeykjav i uði. _ Ný bóh - Á lorgi lífsins GUÐMUNDUE HAGALlN hefur enn bætt við einni ágætri bók, hinar mörgu, er hann hefur áður ritað. Þetta eru æviminningar Þórðar Þorsteinssonar á Sæbóli, hreppstjóra þeirra Kópavogs- manna. Þórður er aðeins fimmtug- ur maður en fyrri hluti ævi hans var óvenjulega viðburðaríkur og sögulegur, enda hefur Hagalín tek- ist að blása lífi og fjöri í frásögn- ina svo sem bezt má verða. Ég er orðinn vandlátur á bækur, en þessa bók las ég með alveg sér- stakvi ánægju, og fannst ég hafa grætt mikið á lestrinum. Hagalín hefur tekið upp þá skemmtilegu frásagr.araðferð, í þctta sinn, áð skifta efninu í marga (89) stutta kafla með hnyttnum fyrirsögnum, scm benda til efnis hvers kafla. Af þessu verður bókin notalegri aflestrar og léttara yfir henni. Frásögnin jer ýtarleg en hvergi langdregin, viða sagt í fáum orðum mikið efni, litlir dómar á lagðir, en les- endum ætlað að gera það sjálf- urn. Enda margar mannl^singar ágætar, — þeir sem við sögu koma lýsa sér sjálfir, svo sem hinir ágætu menn, séra Sigurður í Vig- ur og Bjami sonur hans. Margt annað fólk, gott og illt, þykist maður bekkja vel efiir stutta frá- sögn þcirra Þórðar og Hagalín. Ég tel þetta stórmerka bók, engu síður en hinar fyrri ævisögur sama höfundar, Virka daga, Eld- eyjar-Hjalta og 1. bindi sjálfs- ævisögunnar. Þórður á Sæbóli er merkur mað- ur og hann segir hispurslaust og látlaust frá því scm á dagana hefur drifið. Erfiðir og illir voru æskudagar hans hjá vondu fólki en svo varð hann fyrir því láni að lenda hjá Vigurfólkinu, þar sem ríkjum réði stjórnmálaskör- ungurinn og búhöldnrinn séra Sigurður Stefánsson, hinn vitri mafur og hans fólk. Það varð Þórð ar lár», eada ann hatni því fólki v.ijög. . ;■ , ! I ó Cf ‘K3 b!s. letti, vel fxá hepni goii;;xð af út- gefendum, som or Iðaacarútgdfan, Ftmdir hefjasl í dag um Trfestmálið LUNDÚNUM 2. apríl: — Þegar viðræðufundir hefjast í Lundún- um á morgun, fimmtudag, um Tríestemálið er búizt við að full- trúar Breta og Bandaríkjamanna fari fram á greinargerð um ósk ■ ir Itala í málinu, Vonir standa til að unt verði að Ijúka viðræð- unum fyrir páska, en þær varða aðeins brezk-bandaríska svæð’ð i Tríest. Rætt verður um aukinr. þátt ítala í stjórn þessa lands- svæðis. Eden utanríkisráðherra sagði i dag í neðri-deildinni, að Júgó- slavar mundu verða iátnir fylgj- ast með viðræðunum. — Reuter-NTB. Kosið í borgðrsfjérn Lundúna í dag LUNDÚNUM, 2. apríl. — Borg- ' arstjórnarkosningar fara fram í j Lundúnum á morgun (fimmtu- dag). Þar með er hafin barátta ; stóru flokkanna að þessu sinni um j 30.000 sæti í bæjar og sveitastjórn .um í Englandi. Mun aðailega j verða deilt um staðbundin mál- efni. Þó er talið að mikið verði rætt um skólamál, sjúkratrygg- ingar og íbúðatryggingar, en þessi mál hafa einatt valdið árekstrum . í þinginu að undanförnu. | Við síðustu kosningar hlutu ibáðir stærstu .flokkarnir 64 sæti hvor, en frjélsiyndir fengu odda- manninn, þann 129. Úrslit verða kunn aðfaranótt föstudags. Reuter-NTB. Porsteinn Jónsson. smíðafél. Rvíkisr I formaður Skólafélags G. A. 'trÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 8. marz síð- astli-ðinn. Stjórn félagsins var endurkjör- in og skipa hana þessir menn: Anton Sigurðsson, form., Jó- hann Kristjánsson, varaform., Pétur Jóhannesson, ritari, Hjört- ur Hafliðason, vararitari, Guðm. Jónasson, gjaldkeri. Varastjórn skipa: Ingólfur Finnbogason, Kjartan Einarsson, Artúr Stefánsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Jón Guðjónsson, Torfi Her- mannsson. Ti.l vara: Guðm. Halldórsson, Benedikt Sveinsson. Einnig var kosið 12 manna trúnaðarmannaráö. Formaður félagsins, Anton Sigurðsson flutti ýtarlega skýrsiu félagsstjórnar, um síörfin á tíma- bilinu á milli aðalfunda. Gat hann meðal annars, að félagið væri að flytja í nýtt húsnæði og við það yrðu sta"fsskiiyrði léiagsifis betri eii áiíúr. Skrifstofu.stjóri f^ajEstns, Regn ár Þórarinsson, las upp reiknijr.gá þess- og fluíii skýrslu -um efna- hag þess. Framh. á bls. 4 Framh. af bls. 1 ÚTDRÁTTUR úr heims- SKÝRSLUM Nefndin hefur auk þess tekið sérstaklega til athugunar hvernig bezt sé að koma fyrir lækninga- og hressingarhælum fyrir of- tírykkjumenn. Þar sem geysimiklar skýrslur eru fyrir hendi um þessi mál í ýmsum löndum og bókakostur ^ um ofdrykkju og varnir gegn, henni og aðgerðir stjórnarvald- j anna i því máli hefur heilbrigð- isstofnun S. Þ. ákveðið að taka saman útdrátt úr skýrslum þess- um og upplýsingum öllum og setja þær upp á mjófilmu, en bezti bókakosturinn sem fyrir hendi er um þetta mál er við Yale háskólann í Bandaríkjun- um. Bókaskrá yfir þetta áfengis- málasafn háskólans er samin á þann hátt að hægt er að finna á augabragði svör við öllum hugsanlegum spurningum um þessi mál. Tíu ríkisstjórnir, þar á meðal norska stjórnin, hafa fengið til- boð um að fá eintak af þessari mjófilmu og er búizt við að helmingur hennar verði kominn til landsins að misseri liðnu, en síðan verður séð um að bæta við hana frásjign af öllum merk- ustu viðburðum er áfengismál varða. 2 UÍTRAR Á MANN Á ÁRI 33 ÞÚS. OFDRYKKJUMENN í samtali er dr. Jellinek átti við blaðamenn skýrði hann frá, að það reyndist mjög erfitt að fá glöggar skýrslur um áfengis- ntyzlu ýmissa þjóða og drykkju- venjur. En þessar upplýsingar, segir hann, eru ekki tæmandi fyrr en menn geta gert sér grein fyrir því hverjir neyta áfengis, hvenær, hvers vegna, hvar, og é hvern hátt. Þegar þetta er upplýst, á nefndin að gera heil- ■brigðisstofnuninni grein fyrir hverjar aðgerðir eru æskilegast- :.r í málinu. Eftir rannsóknum sem farið hafa fram í Noregi, hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að alls séu í landinu 33 þúsund of- drykkjumenn. Er talið að Norð- menn séu í meðallagi drykkfeld- ir á alþjóðamælikvarða. Ástandið er t. d. miklu verra í Frakklandi, en þar nemur áfengisneyzlan 30 lítrum af hreinum vínanda á hvern íbúa landsins árlega. En r.eyzlan í Noregi er 2 lítrar af hreinum vínanda á mann á ári. Yfirleitt fer áfengisneyzla minnkandi í öllum heimsins lönd- um. OFDRYKKJUMENN ÍIAFA ALLTAF RÁ3 Er blaðamenn spurðu dr. Jellinek hvaða áhrif það hefði á neyzluna að verðlagið á áfengi væri hátt, sagði hann að reynsl- an sýndi að ofdrykkjumenn hefðu alltaf ráð til þess að ná sér í brennivín hversu dýrt sem það væri. En hófdrykkjumenn neyta minna áfengis, ef það er í háu verði. Einkum dregur háa verðið úr drykkjuskap unglinga. Og með því móti gerir hið háa verðlag það að verkum, að „ný- liðunum“ í hópi ofdrykkjumanna fækkar. Er dr. Jellinek var spurður hver væru helztu ráð til þess að lækna ofdrykkjumenn, komst hann að orði á þessa leið: LÆKNINGAR VIÐ OFDRYKKJU Fyrsta sporið er að leiða mönnum fyrir sjónir að þeir séu ofdrykkjumenn. Þetta getur reynzt mjög erfitt. í Bandaríkj- unum höfum við lært talsvert í þessu efni. Höfum við þar sett öfluga fræðslustarfsemi í gang er kennir mönnum að gera sér grein fyrir fyrstu sjúkdómseinkebnum ofdrykkjumanna. Þessi starf- semi okkar hefur leitt til þess að fjöldinn allur pf ungu fólki snýr sér til héílsúátoðva oWkár áður en þáð verður yiirkomið af ofdrykkjunni, svo hægt er ac? bjarga því frá þessu böii. í VEIZLUM S. Þ. Er einn af blaðamönnunurd lagði þá spurningu fyrir dr. Jelli- nek, hvort hann teldi ekki eðli- legt að yfirstjórn S. Þ. gengi á undan með gott fordæmi í bind- indismálum með því að láta af öllum áfengisveitingum í veizlum sínum. Dr. Jellinek svaraði. — Ég hef aldrei verið viðstaddur í veizl- t;m S. Þ. Ég fer alltaf að hátta klukkan 10 á kvöldin og tek eng- an þátt í samkvæmislífinu. Eg hef aldrei heyrt getið um aS áfengismisnotkun ætti sér stað í veizlum S. Þ. og veit því ekki hvort menn neyta þar víns, mjóikur eða Kóka kóla. Rangmæli Helga Hannessonar um framliðna menn HELGI HANNESSON tekur séí stundum penna í hönd og skrifar minning-argreinar um látnar kon- ur og karla úr Rangárþingi. Það er ekkert neiíia gott um það að segja, að skrifað sé um menn þeg- ar þeir eru dánir, ef það er gert; vel og farið rétt með heimildir. En því er ekki æfinlega þann veg farið með Helga Hannesson, Hann er þekktur að því að kastat skarni úr klaufunum og fullyrðai margt, sem hann getur ekki staðiðj við. Nægir að nefna örfá dæmi úr minningargreinum. Flestir munu muna dylgjurnar um Einar Guð- mundsson á Bjólu, Jón á Ægis- síðu og öfugmælin um Guðrúnu Filippusdóttur í Bjóluhjáleigu, sem Helgi Hannesson segir að hafi verið „andlega vanheil“. En allir sem þekktu þá konu, vita að hún var skörungur hinrs mesti og sérstaklega ve! gefin, ert likamlega óhraust síðari hlutal æfinnar. En ég hefði nú látið vera að mótmæla þessu, sem ég nú hefi nefnt, ef ég hefði ekki lesið síð- ustu ritsmíð Helga, en það arvt minningarorðin um Kristinni Stefánsson, bónda í Ketilshúshagaj sem birtist í Tímanum fyrir fá- um dögum. Talað er um að Krist- inn hafi verið duglegur bóndi, eenl hafi hýst jörðina og ræktað. Og endar greinin á því að segja| Icsandanum frá því að bóndinu Kristinn Stefánsson hafi skiliði það að rangt væri að kjósa íhalds-* flokk og þess vegna hafi hann verið framsóknarmaður. Þetta er ósvífinn sleggjudómuT* um látinn heiðursmann. Fáir munu hafa verið kunnugri Kristni en ég: undirritaður og get ég því boriði um það og fullyrt að Kristinn gerði sér vel Ijósa grein fyiir þvS að framfarir og framsókn í bún- aði er allt annað en hinn pólitískS Framsóknarflokkur. Kristinn var þess vegna Sjáif- stæðismaður og kaus Sjálfstæðis- flolckinn við undanfarnar alþingu- kosningar. Heiði 28. marz 1952. Oddur Oddsson. ! um haf STOKKHÓLMI 2. apríl: — Erlander forsætisráðherra Sví- þjóðar lagði í gærdag af stað flug leiðis til Bandaríkjanna með SAS flugvélinni Arngrímur víkingur. Unden utanríkisráðherra og; sendiherra Bandaríkjanna a Stokkhólmi, Butterworth, kvö(ldu hann á flugvellinum. Erlander hugði gott til fararinnar, sem verður persónulegt flugmet hans. Lengsta flugferð hans fram að þessu er frá Stokkhólmi tíl! ís- iancis, '___i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.