Morgunblaðið - 03.04.1952, Blaðsíða 9
r Fimmtudagur 3. apríl 1952
MORGUNBLAÐIÐ
9 .
landsbókussifiE'
■© &
áslesazkra bók^ísinda
FYPJR nokkrum dögum leit ég
inn til góðkunningja míns, Finns
Sigmundssonar landsbókavarðar.
Erindi mitt að þessu sinni var að
kynnast hinni nýju ljósmynda-
tækni, sem nú er tekin upp í sam-
landi við varðveizlu bóka og hand-
lita. En talið barst brátt að ýmsu
oðru í sambandi við Landsbóka-
safnið.
I’AKHÆÐIN LÍTID
NOTUÐ NÚ
Sem kunnugt er, hefir hiisrými
I.andsbókasafnsins verið mjög af
skornum skammti síðustu ára-
tugi. Hefir það háð rnjög starf-
semi safnsins og gert öll vinnu-
skilyrði þar erfið.
Nú er liðið rúmlega ár siðan
gripir Þjóðminjasafnsins voru
fluttir úr Landsbókasafsbygging-
nnni, en Þjóðminjasafnið var sem
kunnugt er í þakhaéð hússins. Þar
er að sjálfsögðu ótryggari geymsla
en annars staðar í húsínu, bruna-
hættan meiri vegna þess að súðin
er þar öll úr timbri.
Enn sem komið er, hefir Lands-
bókasafnið ekki tekið fyri'verandi
húsrúm Þjóðminjasafnsins í notk-
tm nema að Iitlu leyti. Veldur því,
að ekki hafa fengizt fjárveitingar
til þess að breyta húsnæðinu í not-
hæfa bókageymslu. Er það mjög
ílla farið, því að mikið af bókum
verður nú að geyma í kössum e^a
hlöðum, og allmiklu af bókum hef-
ir orðið að koma í geymslu í öðru
húsi. Er ógerlegt með öllu að ná
til sumra bóka safnsins þó að á
þeim þurfi að halda. I
„Þrengslin í húsinu hafa lengi
staðið í vegi fyrir nauðsynlegum
umbótum", segir Finnu-r lands-
hókavörður. „Þess vegna þykir
okkur, sem hér eigum að starfa, ^
of langur dráttur á því orðinn að
hreyta rishæðinni í sæmilega bóka-
geymslu".
Er ég spurði Fínn, hvernig
Landsbókasafnið mundi notfæra '
sér þakhæð hússins í framtíðinni,
sagði hann, að fyrirhugað væri
að geyrria þar erlendar bækur,
oinkum úrelt rit, sem sjaldan væri
spurt eftir og minnst eftirsjá að,
cf eldur kæmi upp. Einnig hefir
filmugerðarvél safsins verið kom-
ið þar fyrir.
HANDRITAGEYMSLA
ÞAR SEM NÁTTÚRU-
GRIPASAFNIÐ ER NÚ
„En það er ekki nóg að fá ris-
hæðina í lag“, sagði Fjnnur. „Við
þurfum einnig að losna við Nátt-
úrugripasafnið úr húsinu, helzt á
þessu ári“. Er við skoðuðum salar-
kynni Náttúrugripasafnsins, sem
cru á stofuhæð hússins norðan-
verðri, Benti Finnur mér á, hve
auðvelt væri að Roma þar fyrir
fullkomlega öruggri handrita-
geymslu með tiltölulega litlum
kostnaði. Fyrir honum mun vaka
að þarna verði framtíðarstaður
handrita Landsbókasafnsins og
apnarra góðra gripa þess, sem
varðveita þarf með fyllsta öryggi.
Nokkuð af þessu rúmi mætti :iota
sem vinnustað handa þeim, -ar fást
' við handritarannsóknir, en það
«r mjög óheppilegt að slík vinna
fari fram í almennum lestrarsal,
þar sem oft er hvert sæti skipað.
Án þess að landsbókavörður
hefði beinlínis orð á því, þóttist
óg skilja, að fyrirætlanir hans um
framtíðarnot þessa húsrýmis væru
tengdar vonir um það, að inn^n
skamms kynni að verða sérstök
þörf fyrir vandaða og hentuga
geymslu á dýrmætri viðbót við
handritasafn þjóðarinnaV.
NÁTTÚRUGRIPIR OG
BÆKUR EIGA ILLA SAMAN
Varðveizla bóka og náttúru-
gripa fer illa undir sama þaki.
Efni þau, er nota þarf til að
balda náttúrugripumvm óskemmd-
um, gera andrúmsloftið óþægilegt.
Þetta hafa menn orðið að gera
sér að góðu þau i úm 40 ár, sem
Náttúrugripasafnið hefir verið
gestur Landsbókasafnsins.
Margir af gi'ipum Náttúru-
gripasafnsins eru nú orðnir gamlir
:rseSa m
i ssrm’My herteí'ði
Hér sjást bækur Landsbókasafnsins frá 16. og 17. öld. — 16,-aldar-
bækurnar eru í þrem hillunum ti! vinsíri. En 17. aldar útgáfan er
í hinum hillunum, miðhillunum, og þeim sem íengst eru til hægri.
í efstu hillu 16. aldar bókanr a liggur Guðbrandarhiblían, eintakið
sem Guðbrandur biskrn gaf Hnappstaðakirkju.
Þvkka bókin lengst til vinstri í neðstu hillunni cr Nýjatesta-
mentis-þýðing Oðds, elzta bókin sem nrer-tuð hefir verið á ís-
lenzku (1540). Rækurnar lengst til hægri í sömu hi'lu eru tvö
eii iök af „Summariu yfir hið Nyja Testamenti“, sem prentuð var
i Núpufellsprentsmiðju árið 1589, 03 er eina bókin, sem viíað er
með Vissu, að þar hafi verið prentuð.
og þurfa endurnýjunar. Finnur
hafði orð á því við mig á sinn
hógværa -hátt, að sér fyndist ekki
frágangs sök fyrir forráðamenn
Náttúrugripasafnsins að koma
fyrir í geymslu á öruggum stað
þeim gripum safnsins, sem nýti-
legir væru, en hætta sýningu
þeirra þar til nýtt Náttúrugripa-
safn risi af grunni. Sú bygging
er næst á dagskrá í bygginga-
áætlun Háskólans, og eru allar
líkur á, að hægt verði að byrja
á byggingu Náttúrugripasafnsins
innan skamms.
SKR * VFTR. BLCÐ
OG TÍMARIT
Þegar fprstöðumenn Náttúru-
gripasafnsins fengu inni til bráða
birgða í hinu nýia Þjóðminjasafni
á Háskólalóðinni, losnaði allmikið
geymslurúm í kjallara undir sýn-
ingarsal náttúrugripanna. Þó að
þarna sé fremur lágt undir loft,
hof:r rúm beM a "erið hawuýtt oft-
ir föngum, komið upp skápum og
vinnuborðum og flutt þangað
rnikið af bákum. Þarna niðri í
kjallaranum vinnur 11 ú Geir fónas
son Hkavöruur að því að semja
fullkomna skrá yfir öll íslenzk
blöð og tímarit. Kannar hann |
jafnframt gaumgæfilega öll ein-
tök safnsins og fyllir öll skörð,
sem unnt er. Er þetta hið mesta
nauðsynjaverk og kemur að marg-
víslegum noture, sé það leysCmeð
alúð og kostgæ/ni. Landsbókavörð-
ur sagði mír, að Geir hefði mik- *
inn áhuga á að leysa þetta verk-
jfni sem bezt. ,
I IIERBERGI
JÓNS SIGURÐSSONAR
Er við yfirgáfum kjallarann,
^engum við upp í herbergi yfir
vnddyri hússins, sem áður var
’.kiifstofa þjóðmynjavarðar. Þar
>ekja nú ný.iar bókahyllur alla |
reggi frá gólfi til lofts. Þarna
■r fyrirhngað að geyma fram-
/eg'is bókásafn Jðns Sigurðssonar 1
'orseta.
Eins eg kunnugt cr, var j
oókasafn þetta keypt skcmmu áð-
ir en forsetinn dó og afhent
Landsbókasafninu eftir lát hans.
Sn bókunum var ekki haldið ,í
sérstakri deild, heldur fóru þær
á víð og dreif um safnið. Til er
afliendingarskrá um bækurnar, og
sr því enn unnt að ná þeim sam-
an. Prentaðar bækur Jóns Sigurðs
sonar munu hafa verið um 5000
að tölu. Handritum hans var hald-
ið í sérstakri deild í handritasafn-
16. OG 17. ALDAR
BÆKURNAR
í herbergi þessu, sem framvegis
verður kennt við Jón Sigurðsson,
eru nú sem stendur allar íslenzk-
ar bækur frá 16. og 17. öld, sem
Landsbókasafnið á, en meiri hluti
þeirra er einmitt úr safni Jóns
Sigurðssonar. Þessar bækur hafa
annars verið geymdar í sérstöké
um, eldtraustum sfeinklefa. En :iú
er verið að endurskoða skrásetn-
ingu þeirra i sambandi við nýja
bókaskrá, sem verið er að semja.
Bókaútgáfan frá þessum öldum
er ekki fyrirferðarmikil. Mér virt-
ist 16. aldar bækurnar allar fylla
um tvo metra í bókahillu. Er Guð-
brandsbiblía þar langmest fyrir-
ferðar. Safnið á þrjú eintök af
henni. Er eitt þeirra með áritun
Guðbrands biskups sjálfs til
Hnappstaðakirkju í Fljótum.
Þarna sá ég ýmsa dýrgripi, þar á
meðal Nýja Testamentis þýðing
Odds Gottskálkgsonar frá 1540,
fyrstu bókina, sem gefin var út á
íslenzku.
Bækurnar frá 17. öld eru mun
fyrirferðarmeiri. Virtist mér að
þær mundu fylla um 5—6 metra
í hillum.
Landsbókavörður sýndi mér ís-
lenzku deildina í safninu. Hún
vex um nokkra metra á hverju
ári, enda er nú orðið svo þröngt í
þeirri deild sem víða annars stað-
ar í safninu, að til vandræða
horfir.
VÖNDUÐ OG MIKIL
BÓKASKRÁ
Áður en við skildum að þessu
sinni, lýsti landsbókavörður fyrir
mér miklu og merkilegu verki, sem
starfsmenn safnsins vinna nú að
í hjáverkum sínum, en það er að
gera heildarskrá yfir allar bækur,
sem út hafa kcmið éftir íslenzka
menn, eða í íslenzkri þýðingu allt
frá því að fyrsta íslenzka bókin
kom út árið 1540 og til þessa dags.
I skrá bessari verður greint frá
öllum prentuðum ritum af . íslenzk-
um uppruna, smáum og stórum, á
hvaða tungumáli sem þær eru.
Einnig er unnið að sérstakri skrá
um bækur eftir erlenda menn, sem
fjalla um Island eða íslenzk efni.
Landsbókasafnið er ein dýrmæt-
asta eign þjóðarinnar. Með því
að bæta starfsskilyrði þeirra
manna, sem þar vinna, og koma
safninu svo fyrir, að það geti not-
ið sín, verður Landcbókasafnið sú
miðstöð íslenzkra bókvísinda og
fræða, sem sæmir okkar bókelsku
þjóð. V. St.
Hér er hluti aí haiiöritasaím Jóns foiseía Sigurðs onar. Er þetta á að gizka þriðjungur þeirra hand-
rita, sem Jón haíöi safnað. En alls eru Ju ð 1350 bindi. Yfirleitt er vel frá handritunum ger.gið,
mikið af þeim bundið. Töluvert er þó í óbundnum bögglum. —
Bögglarnir tveir sem eru hið næsta hvítu böggl ;num með svöi'tu bönðunum, í 2. hiihi að ofan,
hafa inni að halda handrit af kvæðum Jóns Þorláksso’ ar Bægisárskálds. En Jón Sigurðsson ann-
aðist útgáfu af kvæðum nafna síns fyrir Bókmenntafélagið.
Jóns Nordaís
JÓN NORDAL hélt píanótónleika
fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé-
lagsir.s í Austurbæjarbíói síðast-
liðið mánudagskvöld. Voru betta
binir fyrstu sjálfstæðu tónleikar
Jóns, en þess varð þó ekki vart,
að um ,,debut“ væri að ræða, svo
mjög glæsileg var frammistaða
hans, og líkari því, að þaulvanur
listamaður væri að verki, :neð
langan tónleikaferil að baki.
Efnisskráin var djarflega sam-
ansett og um margt skemmtileg.
Verkefnin voru bessi: Chaconne
eftir Hándel, sónata eftir Strav-
insky, ungversk þjóðló'g, sex
rúmenskir þjóðdansar og Allégro
barbaro eftir Béla Bartók og
„Myndir á sýningu“ eftir Múss-
orgský.
Að hinni dágamlegu .Chaconnu
Hándels frátalinni var Mynda-
safn Mússorskýs veigamesta verk
ið. Er hér um stórbrotið listaverk
að ræða, að 'vísu nokkuð „banalt“
á köflum, en safamikið og stór-
brotið öðrum þræði og víða
,,genialt“. Sónata Stravinskýs
mætti mín vegna vera óskrifuð,
brátt fyrir „glimt“ hér og þar.
Jafnvel í snilldarlegri meðferð
Jóns vöktu lokahljómar hvers
þáttar þó mesta hrifningu mína.
Hinsvegar eru verk þau er Jón
lék eftir Béla Bartók mörg yndis-
leg og hrífandi, enda féllu þau í
góðan iarðveg hjá hlustendum.
Það er ekki ofmælt að um ó-
venjulegan ljstamann er að ræða
þar sem Jón Nordal er. — Allur
leikur hans lýsti afburða gáfum,
var gagnhugsaður og þroskaður,
mjög öruggur og borinn uppi af
sterkri og djúpri músíktiifinn-
ingu og skáldlegu innsæi. Það
sem á vantaði þessa tónleika var
að maður fengi að kynnast skáld-
skapargáfu.m Jóns í hans eigin
verkum. En óneitanlega komu
þær í Ijós í snilldarlegri endur-
sköpun hans í verkefnum íón-
leikanna, því hér sat skáld við
hljóðfærið.
Viðtökur áheyrenda voru c.3
vonum mjög góðar og varð lista-
maðurinn að leika aukalög.
___________‘_______P.Í.
OTTAWA — Pakistanar hafa
fest kaup á járnbrautarteinum í
Kanada fyrir 670 búsvnd, ct:rl-
ingspúnd.