Morgunblaðið - 05.04.1952, Síða 8

Morgunblaðið - 05.04.1952, Síða 8
f MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. apríl 1952 -! 8 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Ur skrítinni átt KOMMÚNISTUM hér á íslandi er ákaflega illa við hinar glöggu fréttagreinar, sem ungur íslenzk- ur námsmaður hefur skrifað sunnan úr Grikklandi fyrir Morgunblaðið. í þessum greinum hefur m. a. verið skýrt frá rétt- arhöldum yfir nokkrum mönnum, sem gerst hafa sekir um njósnir í þágu erlendra ríkja og ýms önnur frekleg afbrot gagnvart landi sínu. Hversvegna skyldu nú komm- únistar hér heima vera svona uppnæmir vegna þessara rólegu og öfgalausu fréttagreina hins unga námsmanns? Ástæðan er auðsæ. íslend- ingurinn, sem er staddur suð- ur í Grikklandi hefur betri aðstöðu til þess en fólkið hér lieima, að vita og þekkja sann- leikann í þessum málum. — Hann hefur sjálfur fylgzt með réttarhöldunum. Hann hefur sjálfur kynnzt hinum pólitíska ástandi í Grikklandi. Af þess- um ástæðum hlýtur meira mark að verða tekið á frásögn hans en ella. Sjón er alltaf sögu ríkari. Kommúnistar óttast hina rólegu og hlutlausu lýsingu á því, sem hefur verið að ger- ast í Grikklandi. Þeir vita að íslenzkt fólk telur hana meira virði en æsingaskrif „Þjóð- viljans“ um morð á grískum „ættjarðarvinum“. Þessvegna svívirða þeir hinn unga náms- mann og bera honum á brýn alls konar ódygðir. í síðustu grein Sigurðar M. Magnússonar frá Grikklandi kemst hann m. a. þannig að orði um kommúnistana, sem dæmdir Voru: „Meirihluti hinna dæmdu ját- uðu á sig sakir, sem í löndum austan járntjalds hefðu hiklaust kostað þá höfuðið alla saman. Þótt ég sé persónulega and- vígur dauðarefsingivn, hvar svo sem þær tíðkast, þá finnst mér það koma úr skrítinni átt, þegar kommúnistar reka upp Rama- kvein yfir dauðadómum fyrir sakir, sem skoðanabræður þeirra víða um heim telja dauðasyndir og hika ekki við að drepa menn fyrir þær sakir í þúsundatali.“ Flestir íslendingar hafa áreið- anlega svipaða afstöðu til dauða- refsingar og fram kemur í þess- um ummælum. En hitt er auð- sætt, að það kemur úr mjög skrítinni átt þegar kommúnistar telja dauðadóma fyrir afbrot grísku njósnaranna sérstaklega fráleita. Það er alveg rétt, sem greinarhöfundur segir, að ein- mitt kommúnistar hafa undanfar- in ár staðið í stöðugum aftökum pólitískra andstæðinga sinna, sem þeir telja að framið hafi svipuð afbrot og þau, sem grísku kommúnistarnir hafa gerzt sekir um. Þetta vita allir að er sannleik- urinn sjálfur. Kommúnistastjórn- irnar fyrir austan járntjald hafa ekki aðeins tekið menn af lífi fyrir njósnir. Þeir hafa tekið pólitíska andstæðinga sína, sem hafa það eitt til saka unnið, að vera mótfallnir stjórn þeirra, og hengt þá eða skotið. Svo koma fimmtuherdeildir kommúnista í vestrænum lýð- ræðisþjóðfélögum og þykjast vera sérstakir andstæðingar d auðar ef singar innar!!! Önnur eins hræsni og yfir- drepsskapur getur varla slegið ryki í augu margra íslendinga. Það er raunar kjarni máls- ins, að kommúnistar hafa hvergi komizt til valda nema með manndrápum og blóðsút- hellingum. Þeir hafa heldur hvergi haldið völdunum nema með dauðadómum og ofsókn- um að hætti galdrabrennu- alda. Dauðarefsingin er þann- ig í raun og veru sterkasta haldreipi kommúnismans í þeim Iöndum, sem hann hefur brotið undir sig með ofbeldi. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið opnum augum. Vextir og verðlag STJÓRNARANDSTÖÐUBLÖÐ- IN hafa síðustu daga gagnrýnt mjög þá ákvörðun stjórnar Lands banka íslands að hækka vexti af innlánum og útlánum. M. a. heldur Alþýðublaðið því fram í leiðara sínum s. 1. fimmtudag, að vextahækkun muni bæði auka dýrtíðina og atvinnuleysið í land- inu. Sú kenning er þó harla furðuleg, að hækkun vaxta muni hækka verðlagið, því að ekki er betur vitað en hag- fræðingar og fjármálamenn hafi hingað til verið sammála um það gagnstæða. Enda ætti það að vera ljóst, að þegar dýrara verður fyrir kaupmenn og framleiðendur að liggja með vörubirgðir, verða þeir að hraða sölunni, en það þýðir venjulega, að þeir verða að sætta sig við lægri álagningu og stundum jafnvel töp. Hinu má halda fram með nokkru meira sanni, að þar sem vaxtahækkunin íþyngi atvinnu- rekstrinum muni draga úr at- vinnu. En það er nú svo með flestar þær ráðstafanir, sem hægt er að gera til þess að draga úr dýrtíðinni að þær íþyngja at- vinnurekstrinum á einhvern hátt, þannig að hætta verður á því, að eftirspurn eftir vinnuafli minnki. Ef svo væri ekki, væri dýrtíðarvandamálið auðleyst, og víst er um það, að ábendingar um þær dýrtíðarráðstafanir, sem engum valda óþægindum hafa ekki komið frá stjórnarandstöð- unni. AB-blaðið segir að nær væri að gera ráðstafanir til þess að uppræta svartan lánamarkað en hækka vextina, en eins og fyrri daginn lætur blaðið vera að benda á nokkur úrræði til slíks. En hver ætli hafi nú verið ástæðan til þess, að margir hafa að undanförnu fremur kosið að ávaxta fé sitt í ýmis- konar áhættusömu braski, þar sem að vísu eru greiddir mjög háir vextir, en að ávaxta það í bönkunum? Ætli hún sé ekki sú, að fólk hefir verið óánægt með þá lágu vexti, sem bank- arnir greiða af innstæðum? Gæti þá ekki verið að hækk- un innlánsvaxta bankanna leiddi einmitt til þess, að láns- fé það, sem áður hefir verið á svörtum markaði kæmi inn í bankana, þannig að raun- verulega myndu vextir ekki hækka eins mikið og hækkun hinna löglegu útlánsvaxta næmi? Það verður að telja ekki ólíklegt, að það sé m. a. þetta, sem íyrir stjórn Lands- bankans hefur vakað, er hún ákvað vaxtabækkunina. Reikniheilarnir leysa á svipstundu verkefni, sem þúsundir manna þyrftu að spreyta sig á öldum saman í EÓMABORG eru vísindamenn | frá fjórum heimsálfum að því komnir að uppfylla eina heitustu ósk vísindanna. Undir forystu S.Þ. er verið að koma upp á þessu ári fyrstu vísindalegu stærðfræði miðstöðinni í Evrópu. Reikni- heili, sem er jafnafkastamikill og beztu vélar af slíku tagi í Bandaríkjunum, mun taka að sér að leysa stærðfræðileg verkefni, sem enginn vísindamaður og enginn háskóli hefur þorað að fást við — einfaldlega vegna þess að það myndi taka fleiri hundruð ár. REIKNINGSHEILINN MIKLI í RÓM UNESCO á hugmyndina að þessari stofnun, og í framtíðinni geta þeir vísindamenn, sem hafa löngun og peninga, ,,pantað“ svar við flóknustu gátum frá reikniheilanum í Róm. Grundvöllur stofnunarinnar er alþjóða samningur. Fram að þessu hafa eftirfarandi ríki und- irritað_ hann: Belgía, Egyftaland, Irak, Israel, Italía, Japan, Mexi- kó og Tyrkland, en búizt er við, að fleiri gerist stofnaðilar. Reiknimiðstöðin í Róm verður ekki aðeins búin vél-heila. Hún fær einnig venjulegar og fábreytt ari reiknivélar til umráða. En miðdepill stöðvarinnar verður reikni-heilinn, sem er miög dýr,- og enn sem komið er hafa að- eins fáar vélar af slíkri gerð ver- ið búnar til. Bandaríski flotinn á eina, Princeton-háskólinn aðra. Vélin, sem verður sett upp í Róm, og sem er ef til vill bezt þeirra allra, er eign International Business Machines í New York og Columbía-háskólans og er um þessar mundir til sýnis í New York. UNDRAVERÐ LEIKNI Þessi vél hefur nýlega loxið verkefni, sem tekíð hefði heilan hóp vísindamanna fleiri aldir að ljúka. Hún hefur i fyrsta skipti í sögunni svarað spurningu/ir.i: Hvar í geiminum eru reikistjörn- urnar Júpiter, Satúrnus, Úraní- us, Neptúníus og Plútó með 40 daga millibili frá nú og til árs- ins 2060. . . og hvar voru þær í geiminum með 40 daga millibili allt frá árinu 1653 og fram á vora daga? Véiin hefur skilað svarinu í bók, sem er 327 þéttskrifaðar blaðsíður með talnaröðum upp og niður hverja síðuna eftir aðra, samtals 1,500,000 tölur. En til þess að ná þessum árangri hefur vélin orðið að fá 150 milljón sér- upplýsinga. Hún hefur margfald- að og deilt 5 milljón sinnum og lagt saman og dregið frá 7 millj. sinnum, allt tölur með mörgum tölustöfum. Það er í sjálfu sér hugsanlegt, að menn gætu "ert svo marga út- reikninga. En til þess þyrfti ó- grynni reikniþræla, sem yrðu að strita daginn úr og daginn inn í mörg hundruð ár til að ná sama árangri. Leyndardómurinn við reikniheilann er sá, að hann vinn- ur svo fljótt. Spurningunni: Hvað er 1,537,684,732 sinnum 437,009,753 svarar hann fljótar en hægt er að smella fingrun- um. Einungis þarf að slá á lykl- ana í öðrum enda vélarinnar og svarið kemur út í hinum. Vélin hefur sjálf reiknað út hversu fljót hún er að reikna. Hún getur dregið tvær tölur með 19 stöfum hvora frá annarri á einu mþúsund og fimmhundrað asta hluta úr sekúndu. TRÚTT MINNI~ “ " En til vélarinnar þarf allmiklu meira en til mannsheilans. Reikni heilinn þarf um 12.500 útvarps- lampa, 21.400 rafmagnsleiðslur og yfir 40.000 tengingar. Hann notar nokkra lampana t-1 að leikna með en aðra til að muna. Reikniheil- Hann getur munað 480 þús. tölur í einu. inn getur munað 400.000 tölur í einu. En samt sem áður hefur hver heili sínar takmarkanir og það hefur reikniheilinn einnig. Hann verður að fá rétta meðferð því annars lendir allt í rugiingi. Venjulegir heilar lifa á sykri. Reikniheilinn lifir á rafmagni. Hann notar 180 kílóvött, sem breytt er í hita í hinum ótal mörgu lömpum og til þess að hann ofhitni ekki verður að kæla hann mikið og kælikerfið notar tvær lestir af ís á klukkustund. STARFSLIÐ MEÐ VÉLINNI Reikniheilinn er mjög dýr og hann verður að vera í notkun allan sólarhringinn til þess að rekstur hans beri sig. Fjórir stærð fræðingar starfa í einu að því að panga frá verkefnum fyrir hann. Þeir vinna í þremur vökum. Það gerir 12 starfsmenn, en auk þess eru tveir stærðfræðingar til vara. Hér við bætist fjöldinn allur af vísindamönnum, sem taka við verkefnunum að utan og fara yfir þau og kynna sér hvernig bézt verði að leysa þau á stærðfræði- legan hátt og reikna sum atriði þeirra út í einfaldari vélum. Þeir verða að hafa verkefni fyrir reikniheilann tilbúin mörgum Framh. á bis. '0 Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Gjögtið í uæturkyrrðinni ÆTURGÖLTARI, sem ég hitti á förnum vegi, sagði mér þessa sögu. Nýlega var ég á labbi heim klukkan langt gengin tvö um nótt. Þegar ég fór fram hjá Steininum við Skólavörðustíg, heyrði ég greinilega létt högg í næturkyrrðinni. Og þar sem ég vissi ekki hverju þetta sætti, staldraði ég við og litaðist um. Ég sá fljótlega, hvers kyns var. Utan á fangelsismúrnum hékk snæri og í því lítil tuðra á stærð við vettling. Við tuðruna var bundin spýta eins og sakka og gjögti hún hún við vegginn, því að ýmist var kippt í eða slakað á eins og þegar dorgað er. Á miða, sem fylgdi útgerðinni, stóð eitthvað á þessa leið: Veg- farandi góður, viltu gera svo vel og láta 3 sígarettur og eldspýtur í pokann. Þrír fangar. — fylgir óskiljanlegu lögmáli. Sér- hverjum er þó ætíð leyft að leggja sína eigin mælistiku á hlutina og er það hin mesta sára- bót og vörn gegn ósamræmi til- verunnar. Já, kæri Velvakandi. Sjálfsagt er það margt, sem vert væri að geta um í þessu sambandi. Ég vil samt hér aðeins geta um einn af áðurgreindum andlegum réttum, sem nú er á boðstólum. Yfirlitssýning á verkum Kristjáns Magnússonar LLIR eða a.m.k. flestir þeir, sem gaman hafa af list og þá jafnt leikir sem lærðir fylgjast með málverkasýningum í Lista- mannaskálanum. Sem oft áður, lagði ég leið mína þangað nýverið. Þar er nú yfirlitssýning á málverkum Kristjáns heitins Magnússonar. Ég nota hvorki stór orð né er myrkur í máli, þegar ég tel þessa sýningu mjög merka, jafnvel eina beztu sýningu, sem borgarbúum hefir verið gefinn kostur á að sjá um langt skeið. A sýningunni eru um 80 olíu- málverk, teikningar og þurrlita- myndir. Meðferð lita er mjög góð og sums staðar frábær. — Skynjun Kristjáns á íslenzku landslagi hefir verið hárfín. Ég hygg, að engum, sem virðir fyrir sér Þingvallamyndir hans, bland- ist hugur um þetta. Sama máli gegnir um myndirnar Drápu- 'hlíðarfjall og Skjaldbreið. — Mannamyndirnar eru og ágætar og er óþarfi að geta nokkurrar sérstakrar. Dymbilvikan fer í hönd Á misskilningur veður nú uppi og er ekki nýr, að vikan, sem fer í hönd, heiti páskavika. Með- al annars hefi ég rekizt á þessa villu í stórri auglýsingu til skíða- fólksins. Þetta er rangt, þó að ekki væri að öðru en því, að páskarnir eru alls ekki í næstu viku, heldur bænadagarnir. Næsta vika heitir að fornu og nýju dymbilvika. Dymbill er dregið af dumbur og er heiti á trékólfinum, sem settur var þá í kirkjuklukkurnar til að rjúfa ekki kyrrð vikunnar. Margir andlegir réttir ÆRI VELVAKANDI. Margt er það, sem höfuðstaðurinn hefir upp á að bjóða andanum til upplyftingar og hinni síhungruðu sái til saðningar. Vissulega er þessi andlega fæða þó misjöfn að gæðum og raunverulegu inntaki, en ekki tjóar um það að fást, þar eð slíkt Málverk hans í tveim heimsálfum. AÐ er vissulega undrunarvert, að Kristján heit., sem dó : ungum aldri, skuli hafa afkastað jafnmiklu, bæði að magni og geð um, sem raun ber vitni. Hér á sýningunni er þó aðeins hluti af málverkum Kristjáns. Mörg þeirra eru erlendis á list- söfnum og í einkaeign, bæði í Evrópu og Ameríku, en þar hélt hann sýningar á málverkum sín- um við mikinn orðstír. Kæri Velvakandi, þetta skrif mitt á ekki að vera gagnrýni, til slíkra hluta er ég ekki fær. Ég vildi aðeins vekja athygli manna á sýningunni og segja um leið á- lit mitt, og ef þeir fyrir bragðið yrðu aðeins fleiri, sem fá að njóta þess sama og ég naut nú síðast, þegar ég lagði leið mína inn í Listamannaskálann, er tilgangin- um með þessu bréfi mínu til þín náð. Þinn einlægur H. ?!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.