Morgunblaðið - 05.04.1952, Page 9

Morgunblaðið - 05.04.1952, Page 9
\ Laugardagur 5. apríl 1952^1 MORGUNBLAÐI0 9 1 A landamærum GrikkEands eg Albaníu: Ég vnr þátttakandi í hjálpars lyrfi giísha bændai Effir Sigurð A. Magnússon SÍBASTLIÐIÐ sumar tók ég þátt í viðreisnarstarfinu í Norður-Grikklandi, sem sjálfboðaliði um þriggja mánaða skeið. Vil ég reyna að segja lítiliega frá því, því það gefur hugmynd um ástand og aðstæður allar víðast hvar í Grikk- landi nú. Á myndinni eru, talið frá vinstri (fremri röð): Óli Valur Ilansson og Birgir ÓJafsson. Aftari röð: Kaj Dalmar, Haukur Ragnarsson og Jón H. Björnsson. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Fjórir Ísieiidifigar ráðnir lil skógarvinnu í Alaska JÓN H. BJÖRNSSON, garðyrkju maður í Hveragerði, hringdi til Morgbl. í gær, og skýrði frá því, að fjórir ungir menn væru nú á förum vestur til Aíaska til að stunda þar skógarvinnu í sumar. Hefur Jón útvegað þeim at- vinnu þar hjá skógrækt Banda- ríkjanna í Alaska og séð um, að þeir geti greitt nokkuð af far- gjaldi sínu frá New York til Al- aska með vinnu sinni þar norður frá í sumar. En félagið Scandhrravian-Ameri can-Foundation hefur útvegáð þeim atvinnuleyfi og greiðir fyr- ir veru þeirra^á ýmsan hátt. Menn þessir eru Óli Valur Hansson, garðyrkjukandidat frá búnaðarháskólanum í Höfn, sem verið hefur kennari við garðyrkju skólann á Reykjum undanfarin ár, Haukur Ragnarsson, er stundað hefur skógræktamám í Noregi í tvö ár og býzt við að halda því námi áfram næsta ár. Kai Dal- mar, er lokið hefur námi við Garð- yrkjuskólann á Reyk.jum og Birgir ólafsson, er unnið hefur að garð- yrkju í eitt ár í Danmörku. Óli Valur Hansson verður fyrirliði þeirra í þessari ferð. Þeir taka sér far með Detti- fossi á mánudaginn kemur, til New York, en fljúga þaðan til Anchorage í Alaska. Er þangað kemur fá þeir bílfar til Kenai- skaga. Þar munu þeir vinna við eina af stöðvum U. S. Forest- Service fram í miðjan september. En að því búnu ætla þeir að safna fræi og græolingum til að hafa heim með sér. Þeir búast við að : hverfa frá Alaska í miðjum nóv- ember. Árni Björnsson, bróðir Jóns garðyrkjumanns, er vann í Alaska með Jóni við skógarvinnu og fræ- i söfnun í fyrrahaust, býzt við að ' kaupa sér bíl suður í Bandaríkj- unum og sækja þá félaga þegar I sá tími er kominn, að þeir ætla að hverfa þaðan norðan að. Óli Valur Hansson ætlar hins vegar að dvelja nokkru lengur í ' Bandaríkjunum við framhaldsnám í garðyrkju, enda hefur hann fengið frí frá kennslu við garð- yrkjuskólann næsta ár. j Allir áhuðamenn um skógrækt, óska þeim félögum fararheilla og vonast eftir að þeir snúi heimleiðis ríkari af reynslu og hagnýtri þekk | ingu um- framtíðarskógrækt á Is- landi. Rætt við einbúa á Hólsfjöllum Jón Víking Guðmundsson, Grundarhóli. I>AÐ ÞÓTTI tíðindum sæta, er tveir strætisvagnabílstjórar úr Beykjavík tóku sig upp og fluttu með fjölskyldur sínar norður á Hólsfjöll fyrir fjórum árum síð- an. Nú er svo komið að aðeins annar þeirra er eftir — einn. Fréttamaður blaðsins hitti hinn 27 ára gamla Jón Víking Guðmundsson, bónda á Grundar- hóli, að máli í gær og rabbaði við hann um búskapinn, en Víkingur jþurfti að bregða sér hingað til bæjarins að leita læknis. — Hverju sætir að þú ert einn orðinn? — Ýmsar orsakír, sem ég vil helzt ekki segja blaðamönnum. — Er ekki leiðinlegt rð vera einbúi til lengdar í svona af- skekktri sveit? — Jú. En eins og í vísunni segir: Vonin styður veikan þrótt, vonin kvíða hrindir, vonin hverja vökunótt, vonarljósin kyndir. — Hvað er til afþreyinga ann- að en dagleg störf við skepnu- hírðinguna? — Bókalestur og útvarpið að- allega. Útvarþið er að mínum dómi sæmilegt, mætti kannske vera meira af léttmeti, gaman- þættir til upplyftingar í skamm- deginu. Hljómlistina hirði ég minna um. — En matargerðin, hún tekur þó sinn tíma? — O, já, og ekki get ég neitað því, að mér finnst eins og við- lagið vanti, þegar pilsaþytur fylgir ekki pottaglamrinu. — Stórt bú? — 107 ær, 2 kýr, 1 hestur og svo sálufélagarnir hundurinn og kötturinn. Af þessu hefir tófan drepið fyrir mér 7 ær í vetur. Hin búin hafa sloppið við tófu- skömmina. — Tiðarfarið í vetur og af- komao yfirieitt? — Það má sesja að það hafi verið »ott t'ðerfar. Nóff jörð og fé aldrei gefið inni nema s+ór- hnð sé. Hinn mikli kostur Hó’s- f’allannq og bnð, spm gerir það að vp»-kum að b-'’skapurinn er ba- ef+irsóknarverður er gróður- fa''jð bar. A v”tur"a lifir fé'* á s’ronef"dri sandtöku, sem stendur eræn allan vetimmn. Þvrfti féð bmði m’kla o? Póða viöf til þ°ss að hún jafn- ist á við beitina Á vorin bjargar melnýgræðingurinn, sem sprett- ur á svonefndum melhnausum (en Framh. á bls- 12. LÖGUM VATNSBÓL í FJALLAÞORPI Fyrstu fimm vikurnar var ég í alþjóða-vinnubúðum, sem Ai- kirkjuráðið stóð fjrrir í einu hinna afskektu þorpa uppi í íjöl!- unum. Vorum við 25 ungir piltar og stúlkur frá 9 þjóðum og iifð- um lífi þorpsbúa. Verkefni okkar var að bygeia steinræsi frá lind uppi í fjallshiíð einni niður yfir akra þorpsbúa og koma þannig í veg fyrir, að nokkuð af hinu dýrmæta vatni færi til spillis. Við risum kl. 4ri hvern morgun og unnum fram til kl. 12(4, en þá var hitinn orðinn óbærilegur. Venjulega sváfum við af okkur hitann eftir hádegis- verð, en eyddum kvöldunum við söng, leiki, fyrirlestra, umræður og annað slíkt. Til gamans má geta þess, að „Sofðu, sofðu, góði“ Sigvalda Kaldalóns var kjörinn uppáhalds söngur búðanna. í þorpinu bjuggu um 60 fjöl- skyldur, og var fátæktin átakan- leg. í borgarastyrjöldinni var þorpið að mestu lagt í rústir, en hefur nú verið byggt upp að nýju með aðstoð st.iórnarinnar. Flest húsin eru eitt stórt herbergi þar sem er eldað, etið og sofið. Borð og stólar eru þar sjaidséð húsgögn og oft er sofið á gólfinu. Að sjálfsögðu eru þorpsbúar mjög misjafnlega efnum búnir. Vstn varð að sækja í iindim. um 2 kílómetra leið frá þorpinu úppi í fjailshlíðinni. Það var ver’s kvennanna eins og flest annað. sem gera þurfti. Þær sóttu vatnið í smátunnum, sem þær báru á bakinu. Við og við voru þó asnar notaðir til þessara flutnínga. IÐJUSAMT KVENFÓLK, LATIR HÚSBÆNDUR Það, sem fyrst vekur eftirtekt ókunnugra víða í þorpum Grikk- lands er iðjusemi kvennanna og leti karlmannbnna. Þeir sitja venjulega liðlangan daginn í kaffistofunni og þamba kaffi eða „ouzo“ (þ. e. „Svartidauði“ Grikkja), á meðan konurnar þræla á ökrunum, sækja vatn, höggva eidivið, elda matinn og annast börnin. Enda eru flestar grískar bóndakonur sextugar i útliti, þegar þær nálgast þrítugs- aldurinn, Okkur var tekið opnum örm- um, hvar sem við komum. Þorps- búar þreyttust aldrei á að sýna okkur þakklæti sitt og vináttu. Það sem þeim gekk tregiegast að skilja var, að menntafólk skyldi leggjá sig niður við líkumlega virinu. Þeir höfðu alizt upp við þann huvsunarhátt, að menntað- ur maður væri æðri vera, sem aldrei dyfi hendi sinni > kah vatn. Auk bess, sem við byggðum áðurnefnda vatnsrennu haíði dvöl okkar í þessu þorpi áhrif á dugnað og rnanndóm þorpsbúa, sem mjög hafði sljóvgast 1 liörm- unpum síðustu ára. Þegar við kvöddum. sagði presturinn' ,.Þið hafið vakið hjá okkur vi1ir<r'.n til að bæta kiör okkar og lifa betra lífi í framtíðinni". LEIDBEINDU í BÚNAÐAR- UMBÓTUM Að vinnubúðunum loknnm hurfu flestir félaga minna heim. En mér gafst enn tækifæri'til að kynnast nánar lífi bændanna i þessu nyrsta héraði Grikklands., Ég gekk í lið með 4 ungum mönn um, sem starfa þar á vegum Al- kirkjuróðsins. Þrír eru Ameri- kanar og einn er Svíi. Starfa þeir þar hver um sig ár eða lengur Verkefni þeirra var að kenna bændunum nýjar ræktunarað- ferðir, útvega þeim verkfæri og dráttardýr, sýna þeim nýjustu tækni í geymslu matvæla — í fá- um orðum: leitast við að bæta kjör þeirra á alian þann hátt, sem unnt er. Við höfðum aðalbækistöð okk- ar í Jannina, heiztu borg Epirus. Þar fengum við til umráða ágætt hús og dvöldumst þar um helgar. Við höfðum tvo jeppa og ferðuð- ust í þeim milli hinna 15 þorpa, sem við störfuðum í. Flest þess- ara þorpa eru við landamæri Albaníu, í þeim hiuta Epirus, sem verst varð úti í styrjöldum síðustu ára. SVEÍTAÞORP í AUÐN Mörg þeirra hafa verið svo ti! mannlaus, síðan Italir gerðu inn- rás sína 1940. Síðan kom her- nám Þjóðverja og loks borgara- styrjöldin 1947—49. Það gefur auga leið, að bændurnir voru ekki sérlega hrifnir af því að hverfa aftur til jarða sinr.a, sem höfðu verið í órækt árum ".aman, búpeningurinn týndur og verk- færi öll ónýt eða illa nothæí. — Margir þeirra höfðu fengið ii!a launaða vinnu í borgunum, sem þeir kusu heldur en harðréitið úti í þorpunum. Með fjárfram- lögum hefur stjórninni þó tekizt að fá flesta þeirra til að hverfa aftur til jarða sinna. Aðalvanda- málið er nú að útvega nauðsyn- leg verkfæri. Síðasta ár gátu þeir ekki ræktað meira en um 30% af landi sínu sakir verkfæraleysis, og er nú reynt að ráða bót á því. ENDURBÆTA STÍFLUÐ JARÐGÖNG Þær 7 vikur, sem ég dvaldist méð þeim félögum, unnum við einkum að einu verkefni, erfiðu og seiniegu. Við tókum okkur fyrir hendur að grafa út gömul jarðgöng gegnum hæð eina, sem fyilzt hafa síðustu 100 árin. Þessi. jarðgöng byggðu Tyrkir fvrir nokkur hundruð árum og notuðu þau til að veita vatni frá gríðarmikilli mýri í dalbotni rétt við albönsku landamærin. — Göngin eru um 900 metrar á iengd og víðast hvar 10—15 metra í jörðu- niðri. Svo verkið var erfitt og vandasamt. Við urðuir, að grafa brunna eða holur með 40—60 metra millibili, og bar drógum við 'upp fötur með ieir og sandi. Göngin voru ekki nema um meter ó hæð, svo að svigrúm var htið til að höggva op moka. Við fengum i lið með okkur um 20 bændur, sem unnu með okkur fvrir 15 k"ónur á dag. Þeir voru að sjáifsögðu allir vopnaðir, þar sem við vorum svo r,ær"i Albönunum og engir grískir verðir á milli okkar og þeirra. Okkur tókst ekki að ljúka út- greftrinum, áður en rigningarnar hófust í október s.l. En á sumri komanda ætti það að takast, og verður þá hægt að þurrka mýr- ina og nota hinn ágæta jarðveg í þágu arðvænlegrar ræktunar. ALBANIR DREPA FLOKKSMANN OKKAIl Á nóttunni sváfum við í tjaidi niðri í dalnum, og vöktu bænd- urnir yfir "okkur til skiptis. Að- eins einu sinni kom til landa- mæraskæra, og var það um há- bjartan dag. Einn Grikkjanna hafði farið upp á fjailið, þar sem landamærin liggja ásamt konu sinni, að safna korni. Til þeirra komu tveir albanskir verðir og vildu neyða þau til að fylgja sér yfir til Albaniu. Bóndínn veitti mótspyrnu o? tók fram hníf sinn. En þetta varð til þess, að Alban-; irnir drápu hann. Konan komsi undan á flótta. Bændurnir, sem með okkur unnu, brugðu við skjótt, héidu til landamæranna, brenndu stöð Albananna og særðu einn þeirra. Að líkindum hefðu þeir farið iengra, hefði ekki grí^ki herinn komið á vettvang og sent þá heim. Eftir þetta var okkur fyrirskip- að að sofa í einu þorpanna, þar sem víð vorum.ekki taldir óhult- ir niðri í dalnum. Þorpin standa flest hátt uppiá fjöllunum og venjulega í gjá eða gili, þar sem erfitt er að sjá þau. Er sú tiihögun frá tíð Tyrkjans, þegar menn reyndu, sem bezt þeir gátu, að forðast skattheimtu menn Stjórnarinnar. í NÁBÝLI VIÐ KOMMÚNISTARÍKI Það var með undarlegum til- finningum, að ég stóð í einu þess- ara þorpa, Argírokori, og horfði yfir undurfagran dal með græn- um ökrum, vinalegum þorpum og þjótandi bílum — og mér var l.jóst, að ég horfði í gegnum járn- tjaldið svonefnda. Þorpin hinum megin í dalnum voru í heimi ger- ólíkum þeim, sem ég þekkti. — Meðal bændanna eru þeir fáir, sem ekki hafa misst hákominp ættingja í ógnum síðustu ára. Foringi bændanna, sem með oklc ur unnu, dökkbrýndur, harðgerr, 21 árs unglingur, hafði verið í „eldsveitinni" svonefndu í stríð- inu. Kommúnistar höfðu drepið móður hans og systur. Bróðir hang og önnur systir voru í fangelsi ií Albariíu. Og þriðja svstirin hafði flúið til Ameríku. Eftir var að- eins aldraður faðir hans, sem hann bjó með. UNNUM TRAUST BÆNDANNA Fyrsta skilyrðið til að geta hjálpað þessum bágstöddu bænd- um er að vinna traust þeirra. Það tókst okkur strax, þegar þeir sáú, að við vorum fúsir til að lifa viS sömu kjör og þeir og vinna með þeim að hverju sem var. — Að sjálfsögðu er það ekki gert á einni nóttu að breyta aldagöml- um venjum og vinnuháttum, og langir fyrirlestarar koma hér dð litlu haldi. Það, sem máli skiptir, er fordæmið og áþreifanlegar staðreyndir. Við vildum fá þá til að sá nýjtu korni, sem betur átti við jarð- veginn. Við það var ekki kom- andi, fyrr en við höfðum sýnt þeim svart á hvítu með tilraun- um, að árangurinn var betri. Nú sá þeir þessu korni og fá 20% betri uppskeru. Fundir eru haldnir í hverju þorpi tvisvar í mánuði, þar sem rætt er um vandamálin og bænd- urnir leggja spúrningar fyrir þá félaga. AUKIN HAGNÝT FRÆÐSLA Einnig hefur skólum verið komið á fót, þar sem unglingar, 14—18 ára. iæra ýmsa nytsama hiuti — svo sem hænsnarækt, garðyrkju, matvælagevmslu, heilsufræði og annað slíkt. —■ Áherzla hefur iíka verið lögð á skógrækt, þar sem landið er víða uppblásið, og með skóggræðslu mætti vinna kraftaverk. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.