Morgunblaðið - 19.04.1952, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.04.1952, Qupperneq 14
14 MORGJJTSBLAÐIÐ Laugardagur 19. apríl 1952 Framhaldssagan 58- „Hnífurinn!“ æpti Bessy. „Hr.íf urinn!“ Skothvellur kvað við. Morey missti fótanna og féll á hnén. — Blóð streymdi úr hægri hendi hans. Hann komst á fætur aftur og tók til fótanna í áttina að tröppunum. Mennirnir hlupu á eftir hon- um._ Allir nema Mark. „Ég veit hvað hann hugsar sér að gera“, sagði hann við kon- una, sem grét hljóðlega. „Og ég vona að honum takist það, en aðeins vegna þess að það gerir allt einfaldara fyrir yður“. Hann leit upp til lofts og hlustaði. „Það er glugginn, sem snýr fram að klettunum". Þau sátu þegjandi og hlustuðu á fótatök ofan af loftinu. Þau ■heyrðu rödd Amosar. „Það er þessi gluggi!" hrópaði hann, „Þessi gluggi“. Dyr skelltust aft- ur. Svo varð þögn. Svo komu fótatökin aftur r.iður og menn- irnir þustu fram að dyrur.um cg út. Perrin kom .inn ásemt Amos og Tait-bræðrunum. Þeir V'oru lafmóðir. „Þvi er lokið sagði Perrin. Violet staulaðist . á fætur úr stólnum. „Komdu hingað“, sagði Mark. „Ert þú öll í heilu lagi?“ Hún komst að legubekknum, en þá gáfu fæturnir eftir og hún hné niður með höfuðið í fangi Bessy. „Mig langar til að spyrja yður einnar spurningar", sagði Mark við Perrin og reyndi um leið að koma sjálfum sér í skilning um að hann héti Oliver og væri fræg ur brezkur skurðlæknir. „En þér þurfið ekki að svara, nema þér viljið. Hvað hafði hann mikið fé af yður?“ „Hann hefur íengið um 'imm- tíu þúsund. Hann átti að fá meira þegar við kæmum til New York“. „Þetta er ekkert bet>-a en mar- tröð“, saeði Beulah. „Ég bið ykk ur um að vekja mig eða útskýra þetta fyrir mér“. „Og hver er hver?“ sagði Bessy. „Þú ert þung, vina nín“, sagði hún við Violet. „Viltu ekki heldur setiast á góifið .... og hvaðan er Ivy litla?“ „Ivy“, sagði Laura veikri röddu, „er Ivy Oliver. Ég hefði gert þetta opinbert, ef ekki hefði verið vegna Ivy. Eftir lögunum er hún óskilgetin“. Hún fór að gráta. „En það er ekki allt. — Hann talaði oft um að nema hana brott. Fyrst sagði hann hvað hann vorkenndi Ivy og betra væri fyrir hana að hún væri ekki til. Ég varð að grípa fyrir eyrun til þess að heyra ekki hvað hann sagði. Ég var alltaf hrædd um að ég mundi aldrei sjá hana aftur. En ef mig hefði grunað að frú Lacey og Florrie hefðu látið lífið vegna þess að ég þagði, þá hefði ég farið í mál við hann og gert allt kunnugt. En ég vissi það ekki fyrr sn um seinan“. Oliver beygði sig niður að henni. „Segðu það allt“, sagði hann. „Við höfum farið undan í flæmingi allt of lengi. Ssgðu það allt og á eftir getur það ekki gert þér neitt illt“. „En .... börnin .... hvar cru þau. Ilerra East sagði....“ „Þær eru hjá frú Wilcox og þar er beim óhætt. Þér burfið ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim“, sagði Mark og brosti hug- hreystandi. Hún rétti úr sér og daufur roði færðist yfir vanga hennar. „Eiginmaður minn var ekki hæf- ur til að lifa“, sagði hún. „Ég yfirgaf hann þegar Anne var tveggja ára og fór til Englands. Eg átti enga nána ættingja, en hafði góð ráð. Þið vitið hvað skeði þar. Einmitt þegar ég ætl- aði að byrja skilnaðarmálið, fékk ég bréf frá Stoneman. Það kom frá Fiorida. Har.n var gam- all vinur eiginmanns míns. Ég hafði aldrei vitað nema gott eitt um hann og hafði enga ástæðu til að vantrevsta honum. Hann sagði mér að Jim væri dáinn og bréfir.u fylgdi úrklippa,. sem sannaði að ég væri orðin ekkja. Auðvitað trúði tg því. Ég hætti strax v[ð að fá skilnaöinum íram- f.ylgt. Ég giftist. Sex mánuðum siðar komum við til Parísar. Þar fór ég til kvenlækrús og mér var I sagt að ég ætti von á barni. Ég ■ fór í bankann. Ég þekkti rithönd I Jims á bréfinu. Hann haíði skrif- j að utan á það til heimilis míns í London .... til frú Morey .... Á ég að segja ykkur hvað var í bréfinu?" „Haltu áfram", sagði Oliver. „Iíar.n sagði að Stoneman hafði rétt einu sinni enn skjátl- azt. Maðurinn, sem hafði orðið fvrir bílnum og hann hafði hald- ið að væri .Tim, var flækingur, en Jim hafði gefið honum gömul föt af sér. Hann sarði að hann hefði skilið við Stoneman í Citrus Citv og "arið i veiðiför. Kann var burtu lengur en Stone- man hafði búist við. Sjálfur sagð- ist hann ekki hafa vitað neitt um það sem skeð hafði fyrr en r.okkr j um dögum seinr.a og þá sagði . Stoneman honum að hann hefði skrifað mér. Þeir voru báðir ] skelfdir. Þeir ákváðu að gera ekk ert frekar í málinu. Seinna skipti hann þó um skoðun. Hann var hræddur um að ég mundi gifta mig aftur .... ólöglega. -—■ Hann vonaði að ég skildi þetta allt .... ég skildi það mæta vel. Hann hafði beðíð þangað til ég hafði verið gift í sex mánuði .áð- ur en hann skrifaði bréfið. Og hann bað mig að taka sig í sátt“. I „Hvar er bréfið núna?“ spurði Mark. ' „í bankaboxinu mínu í New York“. „Þar hefðuð þér líka átt að geyma úrklippuna“. I „Ég veit það. núna. En af ein- hverjum ástæðum hafði ég hana með mér. Hún var eins og eina hughreystingin. Ég las hana oft yfir. Ég hafði verið að lesa hana daginn áður .... daginn áður en Florrie dó. Hann var nýbúinn ',3 biðja mig urn tvö hundruð þús- und dali. Ég sagðist vera að huesa mig um. En ég vissi að það mundi enda með því að hann fengi peningana. Hann lofsði að fara burt og láta mig í íriði. — Þegar hann var farinn út, lagði ég úrklippuna á borðið. Hún hlýt- ur að hafa dottið óvart í rusla- 1 körfuna. Ég veit bað ekki. Þegar ég fór að leita að henni, fann ég hana hvergi. Hann varð "okreið- ur þegar ég sagði honum frá bví. Hann var hræddur um að ein- hver mundi finna hana og sögur mundu komast á kreik. En hræddastur sagðist hann vera min vegna“. Mark leit á Oliver. „Grunaði yður nokkurn tímann að þetta slys var undirbúið fyrirfram af þeim sjálfum?“ „Já, og Lauru grunaði það líka. En við gátum ekki sannað neitt þá, og ég efast um að við gætum það núna. Morey gekk vel frá hlutunum. Ég ímynda mér að hann hafi fengið Stoneman til ARNALESBOÍf jTLc rgimbla&sins - VI. ÆVINTÝRI MIKKA Eyfa drottnmgarircnar Eítir Andrew Gladwyn Mikki var nú kominn alveg að eyjunni, og var þar fyrir honum ágætur staður, sem hann lenti bátnum. Hann hopp- aði nú í land og batt bátinn fastan við trébol. Þessu næst fór hann að litast um, hvort hann sæi ekki gangstíg einhvers staðar. En þar eð hann sá engin merki þess að svo væri þarna í grendinni, gekk hann spölkorn fram með ströndinni I til þess að vita hvort hann fyndi ekki götu, sem lægi inn ; á eyna- Mikki þuríti ekki að ganga lengi þar til á vegi hans . varð mjór gangstígur, sem lá inn í skóginn. I „Það væri gaman að vita hvort þessi gangstígur liggur .að kastalanum... . ef það er þá kastali," hugsaði Mikki. Hann fylgdi nú götuslóðanum inn í skóginn, sem var dimmur og svalur. — Mikki var ekki búinn að ganga lengi, I þegar hann varð fyrir mjög óvæntri árás- Hann vissi ekki | fyrr til, en gripið var sterklega utan um hann. Hann brauzt | um af öllum kröftum og reyndi að slíta sig lausan, en það bar engan árangur. Það kom nú í Ijós, að hann var um- kringdur af sex mönnum, sem voru í gráum hermannabún- ingum. Þetta voru allstórir menn og vel vopnum búnir. j „Þá erum við búnir að ná þér,“ muldraði í einum, sem bar öil einkenni þess að vera liðsforingi. „Látið mig lausan,“ hrópaði Mikki og brauzt um. „Vertu stilltur, ungi maður,“ sagði liðsforinginn. „Mér þykir leiðinlegt að þurfa að koma svona fólskulega fram. : Við skulum nú sjá... . ég þarf að athuga málið,“ bætti liðs- foringinn við, og athugaði Mikka mjög gaumgæfilega. „Við sáum þig koma róándi að eyjunni, og það er skylda mín að vera vel á verði þegar hennar hátign er í höllinni. Alsíaesinur dansieikur í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9. Hljómsvelt Kristjáns Kristjánssonar. Aðgöngumiðasala frá kL 6. 1. N. S. í. ÞORSCAFE j Gösnlu dsansarniar : Á ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9. ■ \ m • : Aðgöngumiða má panta í síma 6497 eftir kl. 1. m “ VETKARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DAKSLEIKUB í KVÖLD KLUKKAN 9. Miðapantanir í síma 6710 frá kL 3—4 og eftir kl. 8. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. F. L. S. a hcldur ,,Fimleikafélagið Björk“ í Alþýðuhúsmu, Hafnarfirði, í kvöld Mnkkan 9. Ýmiss skemmtiatriði. Fjölmennið. líósir, rósabúnt, Írís, Amarillls og Túlipanar í miklu úrvali. BLGM OG GRÆNMETI Skólavörðustíg 19 — Sími 5474 lióð 4ra herbetp íbú5 á 2. liæð í steinhúsi nálægt SundhöILinni til sölu. Upplýsingar hjá KONRÁÐI Ó. SÆVALDSSYNI löggiltum fasteignasala, Ausíurstrseti 14 — Sími 3565. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 19. apríl—26. apríl frá kl. 10,45—12,15. Laugardag 19. apríl 2. hluti. m m Sunnudag 20. apríl 3. hluti z Mánudag 21. apríl 4. hluti m Þriðjudag 22. apríl 5. hluti l Miðvikudag 23. apríl 1. hluti m Fimmtudag 24. apríl i 2. hlutL iii i > * * b i.v 1 Z Föstudag 25. apríl 3. hluti m Laugardag 26. apríl 4. hluti m Straumurinn vcrður rofinn skv. jþessu þcgar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. SOG5VIRKJUNIN — Morgunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.