Morgunblaðið - 20.04.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.1952, Qupperneq 8
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apiíl 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyTgCarxn.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstraeti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Kvennah eimsóknir á Keflavíkurflugvöll ÞAÐ ER gömul saga, að hvar vetna þar, sem herlið dvelur um lsngri eða skemmri tíma skapast 'ýms vandamál í sambahdi við umgengni þess við almenna borg- ára. Slík vandamál koma ekki að - eins upp þar sem um dvöl erlends herliðs er að raeða heldur einnig þar, sem það hefur bækistöðvar ‘í sínum eigin löndum. Auðsætt er að erfiðust eru þessi mál viðfangs í örfámennum þjóð- félögum. Þar hlýtuf'rÖskunin að verða mest við komu eflendra hermanna. Á það ekki síður við enda þótt um sé að ræða lið frá ’vinveittum þjóðum, sem komið hefur með fullu samþykki þeirra landa, sem það dvelur r. Við íslendingar þekkjum þetta vandamál frá síðustu heimsstyrj- öld. Þá dvaldi hér fjölmennt her- lið frá hinum vestrænú lýðræðrs- þjóðum. Yfirleitt var sámbúð þess og íslendinga góð. Engu að síður gerðust þá ýmsir atburðir, sem orsökuðu r.ársauka og bök- uðu íslenzkum heimiium tjón og harm. Ýmsiskonar los og upp- lausn skapaðist, ekki sízt á sviði siðferðismála. Undanfarið hefur töluvert ver- ið rætt um heimsóknir íslenzkra kvenna á Keflavíkurflugvöll. Eins og greinilega kemur fram í frásögn sýslumannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu hafa sögu sagnir um þær verið mjög orð- um auknar. En engu að síður er fyllsta ástæða til þess að hvetja tii frekari háttvísi og varúðar í þessum efnum. íslendingum er það hvorki hættulaust né sæm- andi, að hópar íslenzkra kvenna leggi heimsóknir til hins erlenda varnarliðs í vana sinn. Yfirmenn varnarliðsins hafa á þessu fullan skilning. Þess vegna hefur tekizt samvinna miili þess og íslenzkra yfir- valda um ráðstafanir tíl þess að hindra slíkar heimsóknir. Strangur Iögregluvörður r”m gæta þess, að þær reglur verði haldnar, sem settar hafa verið um heimsóknir á flugvöllinn. Mestu máli skiptir það þó. að íslenzkt kvenfólk gæti sjálft sóma síns í þessum efnum. Enginn Iögregluvörður er þess megnugur að framkvæma slikt eftirlit þannig að fullkom Iega öruggt geti talizt. Það er að sjálfsögðu hin mesta firra, að dæma heildina eftir gá- leysi nokkurra lauslætisdrósa. Þær verða ekki aðeins sjálfum sér til tjóns og vansæmdar í um- gengni við erlent herlið. Það sanna ýmsir atburðir, sem gerzt hafa bæði hér og í erlendurr. hafnarborgum. Kommúnistar hafa lagt mikið kapp á að gera sér mat úr því vandamáli, sem hér er um að ræða. Þarf enginn að furða sig á þeirri ráðabreytni þeirra. Hitt hljóta allir vitibornir menn að skilja, að tilgangur þeirra er eng- . an veginn sá, að greiða úr því. | Hann er allt annar. Fyrir beim vakir aðeins að skapa illindi og erfiðlejka í sambúð Islendinga og varnarliðsins. Kommúnistar láta sér örlög nokkurra gálausra kvenna i léttu rúmi liggja. Þetta gétur en<*um dulizt, sem heyrt hefur smjatt „Þjóðviljans“ á víxlsporum kvenna þeirra, sem gleymt hafa sóma sínum. Hér ber því enn að sama brunni. Kommúr.istar reyna alls ktaðar að géra vandamál íslenzku þjóðarinnar að fíflskaparmálum og æsa til upplausnar og yfirborð háttar. Raunhæfar og rólegar umræður um þau eru eitur’ í beinum þeirra. En þeim mun ekki takast að hindra skynsamleg tök á þessu máli. íslenzk stjórnarvöld og yfirmenn varnarliðsins hafa á því fullan skilning og munu gera þær ráðstafanir, sem óhjákvæmilegar eru til þess að hindra tjón og sársauka af völdum gáleysis og léttúðar fárra karla og kvenna, ís- lenzkra og erlendra. Ruglaður áflavili Á SÍÐASTA fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur gerðist athyglisverð ur atburður. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn báru þar fram sameiginlegan lista við kjör tveggja endurskoðenda' Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hlaut hann eins og.vænta mátti atkvæði allra bæjarfulltrúa þess- ara flokka, samtals 10. Kommúnistar báfu fram ann- an lista og hlaut hann 5 atkvæði, 4 atkvæði kommúnista og 1 at- kvæði bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins. Kom því til hlut- kestis milli kommúnistaframbjóð andans og Alþýðuflokksmanns ins, sem var í öðru sæti á hinum sameiginlega lista Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Unnu kommúnistar hlutkestið og fengu því annan endurskoðanda sparisjóðsins kjörinn úr sínum flokki. Undanfarið hefur blað Fram- sóknarflokksins rætt mjög mikið um hina brýnu nauðsyn þess að samstarf tækist milli hans og Al- þýðuflokksins í þjóðmálum. Hef- ur blaðið látið sem það væri hið átakanlegasta harmsefni, að þess- ir flokkar skyldu vera í andstöðu hvor við annan. Hagsmunir alls almennings krefðust þess að þeir tækju höndum saman um mvnd- un „frjálslyndrar umbótastjórn- ar“ í anda hinna látnu heiðurs- manna, Per Albins og Roosevelts! Stuðningur bæiarfulltrúa Fram sóknar í bæjarstjórn Reykjavík- ur við kommúnista er enean veg- inn í góðu samræmi við þessar fjálgu yfirlýsingar um mnlægan samstarfsvilja við Alþýðuflokk- inn. Hann sýnir þvert á móti að þegar valið er á milli kommún- ist og Alþýðuflokksins kýs Fram- sókn kommúnistann heldur. Mjög æskilegt væri að Timinn gæfi skýringu á þessari ráða- breytni fulltrúa síns. Getur ver- ið að hann telji hana í anda Per Albins? Hugsanlegt er að Fram- sókn hyggist berja Alþýðuflokk- inn til fylgis við sig með slíkum aðförum. Annars sýnir þessi fram- koma bæjarfulltrúa Framsókn ar enn einu sinni, hversu eín- stæða hentistefnu flokkur • hans rekur. Sjálfur veit þessi bæjarfulltrúi hvorki unp né niður í málefnum höfuðborg- arinnar. Hann veit aðeins að honum ber að styðja kommún- ista þegar valið er milli þeirra og Alþýðuflokksins. Svo gjör- samlega hefur hinn pólitíski áttaviti hans ruglast. Hjarta sjúkfingsins hætti að slá í stundarfjórðung RÓMABORG — Á sjúkrahúsij einu í Rómaborg gerðist sá einstæði viðburður hinn 6. apríl síðastliðinn, að sjúkling- ur, sem verið var að fram- kvæma á mjög vandasaman uppskurð, „lézt“, þannig að hjarta hans hæíti að slá í 15 mínútur, en að þeim tima úðn- um tókst læknum að koma því af stað á ný. LENGSTA KYRRSTAÐA Þetta mun vera í fyrsta sinn. sem tekst að fá hjarta til að starfa eftir svo langa kyrrstöðu, segja læknarnir. í hliðstæðum tilfell- um, sem kunnugt er um fram að þessu, hefur sjúklingurinn aðein': ,,dáið“ í nokkrar mír.útur. BLÓÐSJÚKDÓMUR Sjúklingurinn var 51 árs gam- all maður, Arthur Seeber að nafni. Hann þjáðist af sjúkdómi, sem lamaði blóðrásina í æðun- um :— ekki ósvipaðs eðlis og siúk dómur sá er þjáði Georg VI. Bretakonung — og var svo kom- ið að læknar töldu óhjákvæmilegt að’ taka af honum hægri fótinn. Meðan verið var að ffamkvæma aðgerðina hætti hjarta sjúklings- ins skyndilega að slá. Skurðlækn- irinn, prófessor Emanúel Scavó, j sem jafnframt er yfirmaður líf- | færarannsóknarstofnunarinnar í Rómaborg, tók skjóta ákvörðun. 1 ÖRLAGARÍKAR MÍNÚTUR Hann rauf þegar brjósthol sjúklingsins og tók að nudda hið „dauða“ hjarta með höndunum. Hann nuddaði án afláts í ná- kvæmlega stundarfjórðung, og með hverri mínútunni sem leið dvínaði von læknanna, er við- staddir voru um að þessi örvænt- ingarfulla tilraun til að bjarga lífi sjúklingsins mundi bera ár- angur. Skyndilega heyrðu þeir fagnandi siguróp af vöru pró- fessorsins, hjartað var farið að slá á ný og blóðið var kornið á hreyfingu í æðunum. « ANDAÐI EKKI í 45 MÍNÚTUR Þegar er hjartað hafði hætt að slá, stöðvaðist andardráttur Seebers. Eftir að það var tekið til að starfa, héldu læknarnir áfram að gefa siúklingnum súr- efni. Það var ekki fvrr en að 30 mínútum liðnum, að hann tók að anda og samtímis komu vöðva- viðbrögðin í ljós. sem sýndu að taugakerfið starfaði. KRAFTAVERK Daginn eftir var sjúklingurinn hinn hressasti eftir að hafa verið „dáinn“ í stundarfjórðung op ekki andað af sjálfsdáðum í 45 mínútur. „Kraftaverk“. sögðu læknarnir, er þetta vísindalega einvígi lífs og dauða var um garð gengið. i S.taifsmannafélags 125 milljónir punda RÓMABORG 19. apríl — ítalir og Vestur-Þjóðverjar hafa gert með sér viðskiptasamning. Gildir hann í eitt ár og samkvæmt hon- um selur hvor þjóð um sig hinni vörur fyrir 125 milljónir sterlings punda. — Reuter. i AKUREYRI, 18. apríl. — Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar hélt aðalfund sinn 10. apríl s.l. — í stjórn voru kosnir: Bjarni Hall- dórsson formaður, Jón Norðfjörð ritari, Sigurður Halldórsson gjald keri. Meðstjórnendur: Þorsteinn Stefánsson og Þorsteinn Þor- steinsson. I varastjórn voru kosn- ir: Ólafur Magnússon, Björn Guð mundsson, Sigurður Guðlaugs- son, Þorsteinn Stefánsson og Odd ur Kristjánsson. Endurskoðendur félagsreikninga voru kosnir: Magnús Ólafsson og Garðar Ólafs son. I launamálanefnd voru kosn- ir: Björn Guðmundsson, Oddur Kristjánsson og Ásgeir Markús- son. Fulltrúar félagsins á bing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru kosnir: Þorsteinn Stef- ánsson, Bjarni Halldórsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Fundurinn samþykkti í ekiu hljóði að gefa kr. 2000,00 til nýja sjúkrahússins á Akureyri úr félagssjóði. Einnig var camþykkt i einu hljóði tillaga um að víta harðlega uppsögn nokkurra fastra starfsmanna rafveitunnar, og krafðizt, að uppsagnirnar yrðu afturkallaðar, þar sem engar ástæður væru fram bornar fyrir þeim, og rafveitustjóri ósamþykk ur þeim. Var stjórninni falið að fylgjast vel með máli þessu. Starfsemi á árinu hafði verið góð, og ríkti eindreginn samhug- ur með félagsmönnum á fundm- um. — H. Vald. Velvakandi skrifar: Verðmæt f r í m e r k i SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM — |Þau mistök áttu sér stað við prentun á frímerkjum Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu, að á um 50 merkjum var fáni samtak- anna í hálfa stöng. Ekki munu þó nema um 20 þeirra hafa verið seld er þessa varð vart, en alls voru gerð 6.000.000 frímerki þess- arar tegundar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Mistökin má rekja til þess, að frímerkin eru í tveim litum og cr hvor liturinn prentaður sérstak- lega. Við prentun fánans, sem er í bláum lit, hefur myndamótið farið úr skorðum með þeim afleið- ingum að hann verður í hálfa stöng, eins og efri myndin sýnir. Frímgrkjasafnarar téljá að gölluðu merkin sem seldust verði, er tímar líða, mjög vei'ðmæt og rninna á í því sambandi, að nokk- ur bandarísk frímerki frá árinu 1918, með flugvél á hvolfi seljist, r.ú fyrir um 4000 dollara. í strætisvögnunum HORFANDI skrifar: Velvakanai sæll. Mér datt í hug að segja þér eftirfarandi sögu: Nýlega voru sett upp í stræt- isvögnunum, prentuð skýru letri, spjöld með ákveðnum íyrir mælum til barna, er ferðast með vögnunum, um að öll ólæti séu bönnuð og ennfremur r.ð vagn- stjórunum sé heimilt að láta óláta seggi út. Það er ekki nokkur vafi að síðan hefur brugðið áþreifan- lega til hins betra í þessu efni, og óþægindi af ólátaseggjum í strætisvögnum eru nú hverfandi. Enda þótt segja megi að slík verndun friðsamra farþega, :"yrir ólátum barna sé sjálfsögð, ber þó að þakka íorráðamönnum strsetisvagnanna fyrir viðleitni þeirra, til að veita viðskiftamönn um sínum þá þjónustu, er þeir eiga kröfu á. Víðar pottur brctinn EN það er víðar en hjá strætis- vögnunum, sem aðgerðir slíkar sem þessar mættu koma til framkvæmda. Eftirmiðdagssýningar kvik- myndahúsanna eru af mörgum vinsælar. Krakkar og unglingar virðast einkum sækja kvikmynda sýningar á þessum tíma dags og virðist það eðlilegt. En þessir sýningargestir kom- ast all oft að þeirri niðurstöðu, er á sýningu líður, að þeim pen- ingum, er fóru í aðgöngumiðann og tíminn, er til skemmtunar fer mundi á ýmsan annan hátt betur varið. Eitt dæmi NÝLEGA ákvað ég að nota tæki færið, er vinnu lauk, til að sjá mynd þá, er nú er sýnd hér í bænum, með spngvaranum Mario Lanza. Lengi vel gekk allt bærilega. Fyrsta arían hljómaði prýðilega, og ég var farinn að kunna ágætléga við mig. En sæl- an stóð ekki lengi. Fljótlega virt ist viss hluti sýningargesta vera búinn að ákveða að hér væri ekkert gaman. Ráðin skyldi bót á því. Áður en varði voru tónar söngs ins kryddaðir með alls konar hljóðum og ískrum. Tveir litlir „gæjar“ höfðu uppgötvað, að það væri miklu meira gaman að fara í eltinga- leik, heldur en að hlusta á Mario Lanza syngja. Annar nokkru stærri komst að raun um að hann var snillingur í að fram- leiða tannblísturshljóð í „sval- gægjastíl“. Varð hann óspar á þessa list sína. „Kér er ekkert gaman' Enn aðrir tveir höfðu gert þá bráð snjöllu uppgötvun að með því að aka í sífellu upp og niður auðum stólsetum, er þeir komust í tæri við, mátti íram- leiða fínasta hjara-ískur. Enn einn velti tómum flöskum og þrír í viðbót hnakkrifust. Framangreint er aðeins ein- gtakt dæmi. En aðfarir slíkar sem þessar, eru tíðir viðburðir í kvik- myndahúsum bæjarins. Til “orstjóranna SKILJANLEGAST virðist þó, að starfsfólk kvikmyndahús anna virðist aldrei sjá ástæðu til að skipta sér af framferði slíku sem þessu. Verða friðsamir áhorf endur að láta sér lynda ósómann, án þess að geta neitt að gert, þó fulit verð hafi verið greitt fyrir þá skemmtun, sem á þennan hátt er eyðilögð. Eigendur kvikmyndahúsanna ættu að fara að dæmi forráða- manna strætisvagnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.