Morgunblaðið - 07.06.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1952, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. júní 1952 *#' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Eggcrt Kristjánsso © ÞAÐ er margt skrýtið í kýr- hausnum. Það má nú segja. AB- biaðið hefur undanfarið talið það helzt mœla gegn því að séra Bjarni Jónsson vígslubiskup verði kjörinn forseti íslands, að Ólafur Thors formaður Sjálf- staeðisflokksins sé fylgjandi fram boði hans. Hins vegar er AB á þeirri skoðun, að stuðningur Stefáns Jóhanns við flokksfram- bjóðanda Alþýðuflokksins hljóti að vera Sjálfstæðisfólki í land- inu greinileg vísbending um það, að það eigi að kjósa Ásgeir Ás- geirsson!! Þetta þýðir í stuttu máli það, að Sjálfstæðisfólk í landinu eigi að hafa stefnu og vilja formanns síns eigin flokks að engu. Hins vegar beri því að fylgja vísbend- ingum formanns Alþýðuflokks- ins. Svo langt hefur AB-biaðið gengið í boðun þessara ráðlegg- inga til Sjálfstæðisfóiks, að það hefur reynt að gera Ólaf Thors rð hálfgerðri Grýlu. Það hefur talað um framboð séra Bjarna Jonssonar til forsetakjörs sem „framboð Ólafs Thors“. Hefur sú r.afngift átt að hræða Sjálfstæð ismenn frá því að kjósa þann frambjóðanda, sem flokkur þeirra hefur lýst yfir stuðningi við. Þorkell Sigurðsson vélstjóri sVaraði þessum eindæma heimskulega áróðri AB-manna í ágætri grein, sem birtist eftir hann hér í bíaðinu í gær. Ræddi hí nn fyrst og fremst þá hlið hans, sem snýr að sjómönnum. Þessi kunni sjómaður lýsti því afdrátt- arlaust yfir, að meðmæli Ólafs Thors með framboði séra Bjarna Jónssonar væru sízt til þess fallin að hræða sjómenn frá fylgi við hann. Um þetta komst Þorkell Sigurðsson að orði á þessa leið í grein sinni: „Ég veit ekki, hvernig þessi skrif verka á bitlingafólkið í innsta hring Alþýðuflokksins. En það veit ég, að við sjó- menn lílum allt öðru vísi á þetta. Á okkur verkar það sem sterkustu meðmæli með séra Bjarna að Ólafur Thors mælir með honum. Við viíum að enginn einn maður á meiri þáít en Ólafur Thors, í því, sem síðustu 7—8 árin heíur verið gert til að bæta atvinnu fólksins. Hann beitti sér %rir hinum miklu nýsköpunarframkvæmdum. — Án hans hefðu nýju togararn- ir aldrei verið keyptir til landsins. Þó að Alþýðublaðið virðist gleyma þessu, þá kann verka- fólkið til lands og sjávar ósköp vel að meta þá miklu búbót, sem það hcfur haít af þessu. Sama er um kaupskipa- flotann, verksmiðjurnar í Iandi og allar hinar fram- kvæmdirnar, sem fólkið víðs vegar um land fær að mcira eða minna leyti lífsuppeldi sitt af.“ Með þessum orðum er í raun og veru bezt svarað hinni furðu- lí gu Grýlupólitík, sem AB-menn hafa rekið með nafni Ólafs Thors í sambandi við forsetakjörið. ; Kjarni þessa máis er sá, að Sjálfstæðisfiokkurinn hefur aidr- ei beitt neins konar handjárnum gtgnvart flokksmönnum sínum, h'ý'órki í sambandi við forseta- framboð né önnur mál. Hitt ligg- ur nokkurn veginn í augum uppi að Sjálfstæðisfólk í landinu muni taka meira mark á stefnu for- manns flokks síns en meðmælum Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Það sýnir í scnn starblindu AB-blaðsins og botnlausa frekju krataliðsins, að það skuli láta sér til hugar koma, að almenningur í Sjálfstæðis- flokknum telji b.ug sinn standa nær stuðningi við flokksfram- boð Stefáns Jóhanns en yfir- lýstri stefnu Sjálfstæðisflokks ins í ákveðnu pólitísku stór- máíi. AB getur hahlið áfram að ræða um forsetaframboð Ólafs Thors. Það mun ekki hafa áhrif í þá átt, sem blaðið gerir sér von um. Það mun þvert á móti þjappa Sjálfstæðisfólki um land allt saman í eina ó- rjúfandi fylkingu um fram- boð séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Þakksrskuid Evrópu DWIGHT D. EISENHOWER hef- ur nú látið af störfum sem yfir- hershöfðingi Norður-Atlantshafs- bandalagsin; Þióðir Evrópu standa í mikilli þakkarskuld við Eisenhower hers höfðingja. Hann stjórnaði loka- sókninni þegar þær voru leystar undan oki nazismans. Mannkyns- sagan greinir ekki frá neinum hershöfðingja, sem jafn víðtækt starf var falið og honum, þegar innrásin á meginland Evrópu var undirbúin. Þessu mikla verkefni lauk hinn mikilhæfi hershöfðingi með sæmd. Á grundvelli starfs hans fengu þjóðir Evrópu frelsi sitt að nýju. Að heimstyrjöldinni lokinni hvarf Eisenhower til kyrrlátari starfa. Hann gerðist háskóla- rektor í föðurlandi sínu. Ætlun hans var að njóta þar friðar og kyrrðar. I En örlögin höfðu ætlað honum annað verkefni. Óttinn við nýja heimstyrjöld, vaxandi öryggis- leysi og upplausn í alþjóðamál- um leiddu til þess að Evrópa og hinn nýi heimur þörfnuðust starfskrafta hans að nýju. Hon- um var fengið það verkefni að skipuleggja og samræma varnir hinna vestrænu þjóða. Að því verki hefur hann unnið s.l. 3 ár. Nú hefur Eisenhower hershöfð- ingi afklæðst hermannsbúningi sínum. Ekki til þess að gerast háskólarektor að nýju heldur til þess að taka þátt í baráttu um æðsta embætti þjóðar sinnar. Um úrslit þeirrar baráttu skal engu spáð. Þjóðum Ev- I rópu væri það að sjálfsögðu geðþekk tilhugsun að þessi mikilhæfi maður yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Þær þekkja stefnu hans, víðsýni og mannkosti. ' Eisenhower hefur nú haldið f.vrstu kosningaræðu sína eftir að hann 3ét af störfum sem hers- höfðingi. í henni lýsti hann því yíir að hann myndi fylgja svip- aðri stefnu og Truman forseti hefur gert gagnvart Evrópu. — Takmark hans væri að sporna gc-gn ofbeldisstefnu kommúnista og vinna að friði og öryggi í heiminum. I Baráttan um það, hver skuli verða frambjóðandi republikana í kosningunum er mjög hörð. Enn sem komið er hefur Taft öld- ungadeildarþingmaður hlotið nokkru fleiri fulitrúa kjörna á flokksþingið en Eisenhower. —» Engu að síður bendir margt til þess að sá síðarnefndi muni verða þar ofan á. ÞEGAR ég heyrði, a.ð framboð séra Bjarna Jónssonar tl! fo’-- setakjörs var ákvc-ðið, gladdi það mig, að einmitt hann yrði ettir- maður okkar ástsæla, látna :"or- seta, sem allt, frá stofnun !ýð-, veldisins hafði verið sameiriihg-1 artákn þjóðarinnar. En með frá-j falli Sveins Björnssonar skapað-1 ist sá vanui að finna nýjan mann,. sem víðtæk samtök gætu skao-l azt um, en einmitt það vanda- mál var leyst með sarnstarfi milli, Sjálfstæðisflokksins og Frarn- j sóknarflokksins, er nú hcfSu samj einazt um framboð séra Bjarna Jónssonar, vígs’ubiskups. Það hefur jaínan verið talað um forsetann sem sameiningar- tákn þjóðarinnar,, og það er fu’i- komin nauðsvn að f-iður geti hér eftir sem hingað til ríkt um þetta æðsta embætti þjóðarinn- ar, og einmitt þcss vegna glaúdi það mig, þagar séra Bjarni var Hamborgarhljóm- sveitin leikur FYRSTU tónieikar hljóðfæraieil aranna úr Philharmónisku hljöm sveitinni í Hamborg voru í Aust- urbæjarbíói kl. 7 í gærkvöldi. — Tónleikarnir voru haldnir á veg um Tónlistarfélagsins og err þriðju tónleikar þess í ár. Áður en leikur hljómsveitar- innar hófst tók Gunnar Thorodd- sen, borgarstjóri, til máls. Bauð hann listamennina velkomna til Reykjavíkur og kvað komu þeirra hingað til bæjarins mikinn og ánægjulegan listviðburð. • — Einnig minntist hann komu þess- arar sömu hljómsveitar hingað árið 1926. Mælti hann bæði á ís- lenzku og býzku. Ólafur Þorgrímsson, hrl., flutti og ávarp á býzku fyrir hönd Tón- listarfélagsins. Hljómsveitarstjórinn, Ernst Schönfelder, þakkaði fyrir hönd | hljómsveitarinr.ar hinar hlýju j kveðjur. Lýsti hann ánægju sinni og annarra hljómsveitarmeðlima i yfir því að hafa fengið tækifæri til að fara þessa för hingað til Islands. | Að svo búnu hófst leikur hljóm ! sveitarinnar. Á efnisskránni voru eingöngu viðfangsefni eftir Moz- art. Einleikari var Fritz Köhnsen. | Húsið var þéttskipað áho”fend- j um, sem fönguðu hljómsveitinni, i einieikara og hljómsveitarstióra I með miklu os inni’fxJu lófataki, sem ætlaði aldrei að linna. Næstu tónleikar eru í Austur- bæjarbíói kl. 3 í dag. Sar. • 35 © rrn m DECEíOrannii iii raess valinn af þessum tveim stjó.rn- rriálaf’okkum til þess að vera í kjcri við í hönd farandi forseta- kosningar. Ég hef þekkt séra Bjarria í 30 ár, og þau kvnni hafa sanníæ t mig um það, að einmitt hann rr.ur.i skipa virðu’egan sess sem þjóðhöfðingi. — Líísreynsla sú, sem hann hefur aflað sér í um- fangsmiklu starfi sem þiónandi prestur hjá stærsta söfnuði lands ins um 40 ára skeið, verður hon- um hollt veganesti, því samfara prestsstarfinu hefur séra Bjarni jafnan tekið virkan þátt í félavs- 'ífi höfuðstaðarins, en þó alveg sérstaklega þeim félagssamtök- um, sem starfað haía að mann- úðar- og menningarmálum. — í starfi sínu hefur hann kynnzt mönnum í öllum stéttum, hannj hefur kynnzt þörfum og óskum fólksins. — Það er árangur langr- | ar æfi og mikilla starfa, sem hafa geíið honum þá dýrmætu lífsreynslu, sem fáir ná að eign- ast, en sem er nauðsynleg æðsta emi'ættismanni þjóðarinnar. Eg tel það einnig mik’i með- mæli með séra Bjarna, að hartn hefur aldrei tekið virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Enda þott það sé á allra vitorði, rð hann hafi jafnan fylgt Sjálfstæðis- fiokknum að málum, þá munu forsetastörf hans ekki mótast af flokkslegum sjónarmiðum, held- ur fyrst og fremst af heill og hag þjóðarinnar á hverjum tíma. — Réttsýni og óhluídrægni verður uppistaðan í starfi hans. Hann mun, eins og hinn látni forseti, líta á forsetastarfið sem þmnustu. Hinir miklu mannkostir séra Bjarna og allur embættisferill hans, sem alþjóð þekkir, mun tryggja honum glæsilegan sigur við í hönd farandi forsetakosn- ingar. Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Þjálfaðir í lögreglumennsku. AÐ var sagt frá því í fréttum kringum hvítasunnuna, að lokið væri lögreglunámskeiði á Austurlandi. Hefðu 8—10 piltar verið þjálfaðir í nokkra daga á Egiisstcðum undir forystu reyk- vísks lögregluþjóns. Það fylgdi sögunni, að stundum slægi í svo hart á skemmtunum, að ekki væri vansalaust að hafa ekki til staðar menn, sem eitthvað kynnu fyrir sér í lögreglumennsku. Rifjaðist þá upp fyrir mönnum, að eftir nokkrar vikur hefst íþróttamót ungmennasambands íslands á Eiðum, og er gert ráð fyrir, að þangað sæki mikill fjöldi manns. E Lögreglumanna- námskeið á Egtls- FYRIR nokkru var haldið, aust- ur á Egilsstöðum, lögreglunám- skeið fyrir átta menn, einn úr hverjum hreppi. Námið var bæði verklegt og bóklegt, og var Sig- | urður Þorsteinsson varðstjóri úr Reykjavíkurlögreglunni aðal kennarinn. Að námskeiðinu loknu gengu mennirnir undir próf í námsgreinunum; en úrlausnar- efnin í skriflegu greinunum voru send hingað til Reykjavíkur til j athugunar. I Aðalhvatamaður að námskeiði ; þessu var Sveir.n bóndi á Egils- ^ stoðurn. Settir í poka. NN er mönnum i fersku minni lögregluvarzlcn á seinasta móti ungmennasambandsins, rem haldið var í Hveragerði fyrir 4 árum. Þar var ölmóðum mönnum stungið í strigapoka og beim haldið þar næturlangt við óbæri- lega kvöl og þrengingar. . . . pökkun ölvaðra . . . Er vonandi, að við kennsluna á Egilsstöðum hafi ekki gleymzt að veita undirbúningsfræðslu um hvernig menn skuli pokaðir, ef í harðbakka skyldi slá á sambands- mótina á Eiðum. Kundarnir í réttunum. AÐRIR benda á, að lítill menn- ingarauki sé að því að stinga mönnum í poka, þó að þar hafi áður lent visustu menn, jafnvel sjálfur Skálholtsbiskup. Aðalfyr- irmyndin er þó að líkindum feng- in úr réttunum. Þar cru hundarnir vanir að íara að dæmi húsbænda sinna og láta mikið. Var því ekki óalgengí að hundaskömmunum væri stungið í poka og þeim fleygt á réttar- vegg, þar sem þeir lágu, unz af þeim rann móðurinn. Grasið fölnar Um ’ásumarið. KULDAKASTIÐ, sem gengur um allt land, hefir nú þegar valdið gífurlegu tjóni. Víðast hvar leit óvenjulega vel út með gróður. Grænkaði með fyrsta móti og öll döngun gróðurs og' gangandi fjár var í bezta lagi. En svo kom afturkippurinn, norðaústanáttin. sem hefir verið ískyggilega þrálát hér á landi undanfarin ár. En nú kom hún í nýju og skuggalegu gervi, því að svo mikill gjóstur hefir aldrei fylgt henni á þessum á’'stíma. 'rrm iand allt er frost nótt eftir nótt, enda hefir gróðurinn lát.ið á sjá. Þar sem'áður r?r jðfírænt yfir að sjá, er nú grátt í rót. híða batans. Í> EYKVÍKINGAR verða furðu- 5- lítið varir þessa veðurs. Blett- ir eru sleenir og sólbyrgi strengd, Þar er st-iól, o® bar er hæ-t p'ð verða sólbrenndur í logninu. En þar sem ekki er hæet að skríða í skiól, levnir sér ekki sve’jand- inn úr norðaustri. Þau hafa þá líka látið á sjá sumarblómin, sem gróðursett hafa verið á Arnarhólstúninu og anr.ars stsðar á berangri. Þau hafa verið icct.in til iarðar og sitja nú hnipin og visin, enda varia iíf hugandi. Allir landsmenn bíða í óþreyju ;eftir veðrabrigðunum. Skoda þokar fyrir Uenin. SKODA-verksmiðjurnar miklu í Tékkó-SIóvakíu hafa nú ver- ið endurskí'-ðar. Svo ágætu fvrir- tæki hæfði betra nafn, enda var ekki valið af verri endanum og þær kenndar við Lenin. Er ekki ósenni'e«t, áð þeir í austrinu ætlist til s’íks þepnskap- ar sinna manna allt vestur til .Islands, að þeir kalli Skóda sína Jeft.ir byltinearforingjanum héðan I í frá. Nafnbrevtingin tilkynnist |þeim því hér með til athugunar icg eítirbreytni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.