Morgunblaðið - 07.06.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1952, Blaðsíða 14
u MORGVN BLAÐIÐ Laugardagur 7. jtiní 1952 Tf R A K E L Skdldsaga eítir Daphne de Maurier iinfiiiiiininmra Framhaldssagan 34 Hann tók vasaklút upp úr brjóstvasa sínum og lagði festina varlega í hann. „Og nu held ég að við Louise bjóðum góða nótt“, sagði hann. „Ég þakka þér kær- lega fyrir mjög ánægjulega mál- tíð,'IPhi]ip og ég óska ykkur báð- um gleðilegra ióla“. Ég svaraði ekki. Ég fylgdi þeim fram í anddyrið og út að vagn- inum, og hjálpaði Louise upp í vagninn án þess að mæla orð. Hún þrýsti hönd mína til að votta mér samúð sína, en mér var svo mikið riðri fyrir að ég lét eins og ég hefði ekki fundið það. Guð- faðir minn settist við hlið hennar og þau óku af stað. Ég gekk hæst aftur inn í stof- una. Rakel stóð fyrir framan ar- ininn og horfði inn í eldinn. Háls hennar vhtist ber þegar festin var farin. Ég horfði á hana, þegj- andi. Ég var bæði sár og reiður. Þegar hún sá miff, rétti hún hend urnar til móts við mig og ég gekk til henrar. Ég gat ekkert sagt Mér fanrst ég vera eins og tíu ára drenPur, og þ-ð hefði ekki þurft mikið til að ég færi að gráta. „Nei“, sa^ði hún blíðri ”öddu ems og henni var svo eiginlegt. „Þú mátt ekki láta þetta hafa áhrif á þig. Gerðu það fyrir mig, Philip. Þú verður að gera það fyrir mig. Mér þótti svo vænt um að bera hana í þetta eina sinn“. „Mig langaði til að gefa þér hana“, sagði ég. „Ég vildi að þú hefðir hana alltaf. En nú er allt evðilagt, allt kvöldið og öll jólin. Allt er til einskis“. . Hún þrýsti mér að sér og hló. „Philip, þú ert eins og krakki“, sagði hún. „Þú kemur hlaunandi til mín með tómar hendur. Vesal- in<*s Philip". Ég leit niður á hana. ,Vg er ekkert barn“, sagði ég. „Ég er tuttugu og fimm ára, eða verð það eftir þrjá mánuði. Móðir mín hafði þessa hálsfesti á brúðkaups daginn sinn, cg amma mín á und- an henni. SkiJur bú ekki hvers vegna ég vildi að þú bærir hana líka?“ Hún lagði hendurnar á axlir mér og kyssti mig aftur. „Jú, víst skil ég það ‘, sagði hún. „Það var þess vegna sem mér þótti svo vænt um að hafa hana. Þú vildir að ég bæri hana vegna þess að þú vissir að hefðum við Ambress gifst hér en ekki í Florence, hefði Ambrose gefið mér hana á brúð- kaupsdaginn okkar“. Ég svaraði ekki. Hún hafði oin- hvern tímann safft um mig að ég væri skilningssljór. En nú "annst mér ég geta sagt það sama um hana. Nokkru síðar klappaði hún á öxlina á mér og fór upp. Ég stakk hendinni í vasa minn og tók um lyklakippuna sem hún hafði gef- ið mér. Hana átti ég þó, þótt ég ætti ekkert annað. —o— Jólin voru skemmti'egur tími. Hún sá um það. Við riðum á milli búgarðanna á landareigninni og úthlutuðum fötunum sem Amb- rose hafði átt. Alls staðar vorum við tilneydd að setjast inn og bragða eitthvert góðgæti, svo að Við vorum of södd þegar við kom um heim til að setjast að kvöld- verðinum, og létum þjónustufólk- inu eftir leifarnar af kalkúnun- um o« gæsunum írá jólamáltíð- inni. í stað þess ristuðum við hnetur handa okkur yfir eldinum í arninum í setustofunni. . Mér fannst ég vera kominn líu ár aftur í tímann, þegar hún bað ;mig að loka augunum og stakk í Iófa minn litlu jólatré, sem hún hafði gkreytt og. bundið í, Jitla böfegla í álía vegá litum. páppír. í hvérjum pakka var einhver smágjöf sem ætluð var aðeins til að koma mér til að hlæja, hvað ég og gerðr. Ég vissi að hún gerði þetta til þess að fá mig til að gleyma því sem hafði skeð á að- fangadagskvöldið og hvernig mér j hafði mistekist með iólagjöfina | hennar. En ég gat ekki gleymt i því og ég gat heldur ekki fyrir- ! gefið. | Og upp frá þessu varð sam- bandið kuldalegra á milli mín og guðföður míns. Það var nógu s’æmt að hanií hafði lagt trúnað á kjaftasögur, en ennþá verra að hann skyldi hafa haldið svo fast við ákvæði erfðaskrárinnar, að ég skyldi ekki fá full vfirráð yfir eignunum fvrr en eftir tuttueu og fimm ára afmælisdag minn. Hvað [ kom okkur bað við, þótt Rakel i hefði evtt meiru fé en við höfðum gert ráð fyrir? Við höfðum okk- ert vitað um fiárhag hennar. Þessi smásálarlegi hugsunarhátt- ! ur guðföður míns gerði það að . verkum að ég ákvað að fara mínu fram og nota þetta fé sem var i mínum höndum. Hann hafði áiasað Rakel fyrir eyðslusemi. Hann skyldi fá ®ð | álasa mér fyrir hið sama. Ég ákvað að strax eftir nýárið skyldi ég láta fara fram margskonar endurbætur bæði innanhúss og utan. Það var haldið áfram við að leggja götuna fyrir ofan Bartonekrui*nar. Og ég ákvað að láta gera tjörn hinum megin við gotuna, og hafði þar til fyrirmynd ar teikringu úr einni af bókum Rakel. Ef guðföður minum leizt ekki á blikuna, þá gat hann farið og hengt sig fyrir mér. j Ég fór mínu fram og í janúar- lok voru allt að tuttugu menn að vinnu ýmist í húsinu eða í görð- unum. Mér var mikil fróun í því að hugsa mér svipinn á guðföður j mínum, þegar honum yrðu sýndir reikningarnir. Ég notaði þessa innanhússvinnu Jíka sem afsökun fyrir bví að við gætum ekki tekið á móti gestum og þar með var loku fvrir skotið að Pascoe-fjöl- skyldan og Kendall-feðginin kæmu ti1 miðdegisverðar á sunnu dögum. Ég lét Seecombe láta þau | boð út ganga svo lítið bæri á að frú Ashley gæti því miður ekki tekið á móti gestum um þessar , mundir vegna þess að verið væri að vinna að endurbótum í stof- ; unni. Við vorum því mikið tvö ein þessa daga og það var mjög við mitt hæfi. Dyngja Phoebe frænku var helzti dvalarstaður okkar. Síðari hluta dags og á kvöldin sat Rakel þar og saumaði eða las og ég horfði á hana. Það Var ein- hver ný viðkvæmni og blíða í framkomu hennar í minn garð eftir rtburðina á aðfangadags- j kvöldið. Ég held að hún hafi ekki haft ; nokkra hugmynd um hve vænt mér þótti um þessar stundir. Hjarta mitt sló örar, þó hún að- eins snerti ©xl mína eða stryki um vanga minn um leið og hún ' gekk fram hjá mér. Mér fannst unun að horfa á hana. Stundum velti ég því fyrir mér hvort hún stæði upp af stólnum af ásettu ráði og gengi fram að glugganum ! til að horfa út, vegna þess að hún J vissi að ég horfði á hana. Hún hagði nafn mitt, „Philip“ á alveg sérstakan hátt. Venjule^a hafði mér fundjst nafn mitt stutt og hranalegt af vörum annarra og áherzlan var mest á síðara at- kvæðinu. En hún lagði mesta áherzluna á L-ið svo að nafnið varð blítt af vörum hennar, og mér þótti gaman að heyra hana segja það. Þegar ég var lítill, langaði mig alltaf til að heita Ambrose og sú löngum hafði búið innra með mér held ég, allt til þessa. Nú var ég feginn að nafn mitt var sótt enn- þá lengra aftur í tímann en nafn hans. Þegar vinnumennirnir lögðu rörin niður veggina úr renn unni, sem átti að taka rigningar- vatnið af þakinu og festu föturn- ar fyrir neðan, stóð ég og horfði á. Mér þótti gaman að sjá skiltið fyrir ofan dyrnar sem merkt var upphafsstöfum mínum P. A. og fyrir neðan það útskorin mynd af Ijóni, en það hafði verið skjald armerki móður minnar. Mér fannst eins og ég gæfi eitthvað af sjálfum mér inn í framtíðina. Rakel, sem stóð við hlið mér, tók undir handlegg minn. „Ég hélt að þú ættir ekki til stolt, Philip“, sagði hún. ..Þangað til nú, að ég sé að þú átt það til. En mér þvkir ennþá vænna um þig fyrir það“. Já, ég var stoltur, en stoltið var líka blandið tómleikakennd. ARNALESBOK jXiorgunbla&sins * áliur í Stóra-skógi ONNUR HARLIÐUNIN EB DYR — HIN ER TONI, AÐEINS KR. 23,00 Hafið þér reynt TONI? Eina permanentið, sem notað er af yfir tuttugu miljón amerískra kvenna. Ef íslenzkum leiðbein- ingum er fylgt, verður hárlið- unin mjúk, falleg og auðveld. TONI liðar hvaða hár sem er, sem á annað borð tekur hárlið- un. Meðal hárliðunartími er hálf önnur klukkustund, og þér getið gert hvað sem yður þókn- ast á nteðan hárið er að liðast. Hvor tvíburinn notar TONI? Alva Andersen, sú til hægri notar TONI. „TONI hárliðun- in var mjúk, falleg og eðlileg alveg frá byrjun, og endist eins lengi og dýrari hárliðun“, seg- ir AJva. MUNIÐ að biðja um TONI. Með 42 plastspóium kostar það aðeins 47,30. Liðið hár yðar sjálf meS HEIMA PERMANENTI og gerið það sem sjálfliðað Kvenfólkið veit hvað það vill. Meira en helmingur alls kvenfólks í heiminum þekkir og notar TONI að með TONI fylgja patent plastspólur, sem eru mjög auðveldar í notkun. Engin úrelt teygjubönd. að með TONI fylgir leiðarvísir á íslenzku. TONI væntanlegt í næsíu viku. HEKLA h.f. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 Sími 5965 Sími 5965 SKEMMTIFEH verður farin n. k. sunnudag kl. 9 að morgni. Ekið um Krísuvík að ísólfsskála til Grindavíkur, síðan verður ekið í bílnum á fjallið Þorbjörn. — Farseðlar seldir í Ferðaskrifstofunni ORLOF, Hafnarstræti 21. Simi 5965 GuSmundur Jónasson. Sími 5965 Eftir J. B. M O R T O N 12. I I „Hefirðu séð svínið mitt?“ spurði bóndinn. „Ég var á leið- inni til þín með það, þegar það hvarf frá mér. Ég ætla refnilega að láta þig hafa það frekar en að fara með það , á markaðinn." I „Ég hefi ekki séð neitt svín hérna,“ sagði úlfurinn. „En ég skal hjálpa þér að leita að því.“ | Strax og úlfurinn hafði skriðið upp úr holunni, sem hann var í,hlupu hirðsveinninn og bóndinn að henni. Og þeir höfðu ekki leitað lengi, þegar þeir fundu bæði svínin, sem þeir voru að leita að. Án þess að hugsa sig um, báru þeir smyrsl- in á svínin, sem bréyttust þegar, og eftir stóðu prinsarnir tveir. Nú flýttu þeir sér allir í burtu frá álfinum, sem leitaði sem ákafast að hinu týnda svíni. Þegar konungurinn spurði bóndann hvað hann vildi fá fyrir að bjarga drengjunum hans, kvaðst hann ekkert þurfa, því að hann ætti enn allan fjársjóðinn, sem úlfurinn hefði afhent Mikka fyrir svínin. Kóngurinn mátti ekki heyra, að bóndinn fengi ekkert, og sagði, að hann mætti eiga einn af hinum konunglegu bóndabæjum. — Sem betur fer þáði bóndinn þetta, því að þegar hann kom heim og ætlaði að fara að telja peningana, þá komst hann að því, að í pok- unura var ekkert annað en visin laufblöð. ENDIR verður í Breiðfirðingabúð í dag kl. 3. Aðgangur kr. 5.00 Margir kunnir jazzleikarar leika M,a. nckkrir frá Vestmannaeyjum 1—2 í Miðbænum eða nágrenni, óskast til leigu. — Vinsam- legast sendið tilboð fyrir n. k. þriðjudag merkt: Miðbær — 297“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.