Morgunblaðið - 18.07.1952, Side 2

Morgunblaðið - 18.07.1952, Side 2
[ T 2 MORGUNBLAÐIÐ Brainh. af bls. 1 S' jaðar og lagðist fyrir akkeri, en vórpuna dró hann ekki inn, held- ur lá yfir henni. Gerði nú varð- skipið staðarákvörðun, sem sýndi •að togarinn var þá enn þrátt fyr- ir eltingu 0,2 sjóm. fyrir innan nýju fiskiveiðitakmörkin. En við dufl það, sem varðskipsmenn settu út við kjölvatn togarans, kl. 3,03, og gerð var staðarákvörðun við, kom í ljós, að togarinn hafði verið þá 1,1 sjóm. innan fisk- veiðitakmarkanna. BREZKA EFTIRLITSSKIPIÐ KEMUB Síðan segir orðrétt í skýrsl- unni um viðskipti varðskipsins og togarans: „Skipstjóri tögarans óskaði eftir því, að beðið væri eftir því, að enska eftirlitsskipið kæmi á vettvang. Var það samþykkt. Kl. 6,06 kom enska eftirlits- skipið „Maríner“ á staðinn. Komu yfirmenn frá því um borð í varð- skipið og litu á staðarákvarðanir þess. Foringi enska eftirlitsskips- ins óskaði þess, að ef togarinn yrði tekinn til hafnar, þá yrði farið með hann til Reykjavíkur. NEITAÐI FYRST — TIL REYKJAVÍKUR Skipstjóri togarans neitaði í fyrstu algerlega að fylgjast með varðskipinu til hafnar, og taldi sig ekki hafa verið að fiska í íslenzkri landhelgi. En eftir að enski foringinn hafði bent hon- um á, að réttast væri að fara eftir fyrirmælum hins íslenzka var&kipsforingja, samþykkti liann það. Það var svo um kl. 8,30 í fyrra- kvöld að dufl varðskipsins var tekið um borð. Klukkan rúmlega hálf ellefu í fyrrakvöld var lagt af stað U1 Reykjavíkur og komið hingað kl. 10. árd. í gær. En alla leiðina voru þriðji stýrimaður og einn háseti af varðskipinu á verði í togaranum til Reykjavíkur. Að lokum er í skýrslu skip- herrans á Ægi, Þórarins Björns- sonar, að er togarinn var tekinn í landhetgi hafi verið logn og léttskýjað. FRÁSÖGN 6RETANS Skipstjórinn á togaranum, Mr. Jones, hafði allt aðra sögu áð segja fyrir réttinum. Taldi hann skýrslu skipherrans vera mjög villandi. Ég fór aldrei nær land- inu en það að til lands voru 4% sjóm., sagði skipstjórinn. — Hann sagði og að hann hefði árangurslaust reynt að ná tali af skipherra og fyrsta stýrimanni á miðvikudagsmorgun, og áð þá hafi sér verið sagt að varðskipi'ö myndi hafa samband við hann á hádegi. Hann sagði að á fundi sínum við skipherra varðskipsins hefðu aðeins verið rædd dægur- mál. SKOTHRÍÐIN OG SKAMMBYSSAN Skipstjórinn sagði réttinum að hann hefði ekki áttað sig á því að skotið væri að skipi sínu frá varðskipinu fyrr en þrem skot- um hafði verið hleypt af. — Þá segist skipstjórinn hafa stöðvað togarann tafarlaust. Á eftir hafi fjórum skotum verið skotið að skipinu og hafi hann óttast að skipsmenn sínir yrðu fyrir slys- um. Hafi hann kallað í talstöðina um að hætta skothríðinni, en því hafi ekki verið svarað.. Varskip- ið var þá í um 2 mílna fjarlægð. Síðan sagði hinn brezki tog- araskipstjóri frá því, að fyrirliði Ægis-manna heföi er hann ásamt Hiönjmm sínum kom um borð í togarann, ógnað sér með skamm- toyssu, er hann, skipstjórinn, hafi neitað að taka inn vörpuna, og sömnlgiðis hafi byssnnni verið miðað á sig-, er hahn hafí ætlað að fara í talstöðina og reyna að »á sambandi við skipherrann á Ægi. Eftir að dregið hafðr verið afþjóðlegt fiagg að hún er táknar að sambands sé óskað við skip. Þá bað íogaraskipstjórinn brezka ' eftirlitsskipið Mariner, að koma á vettvang. Fyrir réttinum kvaðst skip- stjórinn ekki hafa heyrt í há-, talara varðskipsins, og hann neit aði að hafa séð stöðvunarmerkið dregið að hún. Loks sagðist hann aldrei hafa siglt skipinu til hafs. * .1 RADARTÆKI VARBSKIPSINS Skipstjórinn skýrði frá bví að loftskeytamaður sinn hefði skýrt sér frá því er hann fór með hon- 1 um yfir í varöskipið um hádegið, að raísjá varðskipsins hefði ver-; ið í ólagi. Skipherra var spurður að þvi hvort svo hefði verið. — Upplýsti hann að öryggi fyrir ratsjána hefði losnað, en það lag- fært tafarlaust, en hvort loft- skeytamaður togarans hafi vitað um þaö, taldi hann sig ekki vita neitt um. Skipherra sagði ratsjána hafa verið í fullkomnu lagi er siglt var að togaranum og hann tekinn. NEITAR AD SKIP8TJÓRI HAFI VERID DRUKKINN Síðan kom loftskeytamaðurinn á togaranum fyrir réttinn sem vitni. Loftskeytamaðurinn sagðl að hann hefði reynt að hafa sam- band við varðskipið kl. 10,25 á miðvikudagsmorgun en það hefði þá ekki svarað. Þá sagðist hann hafa farið um borð í varðskipið og hafi loftskeytamaður varð- skipsins kveikt á ratsjá varð- skipsins, en það hafi þá verið óvirkt. Hann neitaði því alger- lega að hafa séð vín á skipstjór- anum né hafa séð hann neyta áfengis. Hann sá hinsvegar eng- an varðskipsmann handleika skammbyssu. Að lokinni yfirheyrslu yfir loítskeytamanninum var sótt nið- ur í togarann blað úr dagbók hans. Þar stóð, að hann hefði fyrst reynt að ná sambandi við varðskipið Ægi kl. 11,20. Tók hann þá aftur fyrri framburð sinn um fyrra tímamark og kvað það hafa verið misminni. Réttarhaldi var síðan írestað til morguns. Þeir Otto B. Arnar loftskeyta- fræðingur og Friðrik A. Jónsson útvarpsvirkjameistari voru skip- aðir skoðunarmenn til að skoða ratsjá varðskipsins Ægi og íog- arans Yo.rk City. sofi kosiim forseli AKUREYRI, 17. júlí — Golfþing- ið í ár var haldið hér á Akureyri í dag. Dagskrá var skýrsla sam- bandsstjórnar, reikningar Golf- sambandsins, fjárnagsáætlun, reglur um landgmót, Árbók íþróttamanna, sérreglur um lands mót, goifreglur og floira. Forseti þingsins var kosinn Helgi Hermann Eiríksson og rit- ari Björn Pétursson. í stjórn ssrn bandsins til eins árs voru kosnir: Forseti Þorvaldur Ásgeirsson í stað Helga Hermanns Éiríksson- ar, sem verið hefur forseti sam- bandsins frá stoínun þess árið 1942, en skoraðist nú eindregið undan endurkjörj. Meðstjórnend- ur voru kosnir þeir Björn Péturs- son, Reykjavík, Jóhann Þorsteins son, Akureyri og Georg Gíslason, Vestmannaey j um. Að þinginu loknu var háð öldungakeppni landsmótsins og voru þátttakendur sjö. Sigurveg- ari varð Gunnar Schram, Akur- eyri, á 75 höggum nettó. Samtímis var háð bæjarkeppni, þannig að Akureyringar kepptu við Reyk- víkinga og Vestmannaeyinga Og er það í fyrsta sinn sem slík bæjarkeppni er háð á landsmóti golfþingsins. Akureyringar unnu með 5% móti 2Vz vinning. Meist- aramót í golfi hefst á föstudag kl. 4. ÖSyiripíuserían fáanSeg fyrir svarmerki FRÍMERKJAFÉLAG eitt í Finn- landi, International Filatelist tjánst, Postbox 311, Helsingfors, hefur beðið Mbl. að skýra frá því að félagið get.ur útvegað hverjum sem þess óska seríu af finnsku Olympíumerkjunum, stimplað á útgáfudegi. Eru frí- merkin á þremur mismunandi umslögum. Fyrsta tegundin er út gefin af finnsku póststjórninni í samráði við Olympíunefndina. Önnur tegundin er með áprent- aðri mynd af hinum fræga finnska hlaupara Paavo Nurmi, þriðja tegundin er útgefin af frí- merkjafélagi Tavastehus. — Is- lendingar geta fengið senda eina ástimplaða seríu fyrir fimm al- þjóðleg svarmerki. SJÖTTA norræna raffræðinga- mótið hélt áfram í gær (fimmtu- dag 17. júlí) með erindaflutningi um morguninn. Fyrir „sterkstraums“-flokkinn var fluttur fyrirlestur af Kjeld Jakobsen frá Danmörku, um ný- tízku jarðstrengi fyrir mjög háa spennu, Þá flutti Uno Lamm, yf- irverkfræðingur frá Svíþjóð, er- indi um nýjustu íramfarir á kvikasilfurs afriðla. — Nokkrar umræður urðu á eftir báðúm er- indum. Fyrir „vcikstraums“-flokkinn voru á sama tíma einnig flutt erindi í VI. kennslustofu háskól- ans. Fyrst fluttu þeir verkfræð- ingarnir Sture Wennerberg, Martin Lindén og Gunnar Bengt- son frá Svíþjóð, erindi um „Strömförsörjningen i svenska telestaioner“. Þar á eftir var flutt erindi um „Problemcr i forbind- else med televisionsmodtagere". Höfundur þess erindis er O.E. Grue, verkfræðingur frá Dan- mörku, en hann kom ekki til mótsins, og flutti L. Carstens, verkfræðingur frá Danmörku, erindi þetía. ÍVTeðan á erindaflutningnum 'stóð skoðuðu konurnar' söfnin í bænum. Eftir hádegið fóru þátttakend- ur til Þingvalla og að Sogi, en skoðuðu Hitaveituna um kvöldið. í dag er farið að Gullfossi og Geysi og er ætlað að sú ferð taki allan daginn og falla því fyrir- lestrahöld niður í dag, en hefj- ast aftur á morgun. Þá verða flutt fyrst tvö erindi, sitt fyrir hvorn flokkinn. Er það fyrir „sírekstraum", erindi um „Seriekondensatorer i distri- butionsnát for 20 kv“, flutt af verkfræðingunum Karl Frederik Aakerström og Sigvard Smeds- feít frá Svíþjóð. Fyrir „veik- strauminn“ flytur símaverkfræð- ingur E. Brockmeyer frá Dan- mörku, erindi um „Sandsynlig- hedsberegningens anvendelse i telefontekniken paa basis af Er- langs og Moes Undersögelser". Að þessum erindum loknum verður flutt sameiginlegt erindi um húshitun er hefst með „Elek- trisk boligopvarmning i Norge“, eftir Biörn Lyche, yfirverkfræð- ing frá Noregi, en á eftir því kemur annað erindi frá Dan- mörku, eftir A.K. Bak, yfir- verkfræðing, stutt yfirlit um hitaveitur þar í landi og sams- Framh. á bis. 8 Föstudagur 18. júlí 1952 | Þorsteinn Hannesson í hlutverki Lohengrins í samnefndri ópevrt Wagners. Þðrsleiaa Íf«ffla8©ss®:fi helnr getið sér ápæti ©rS á BistakraKitiii&j Keftir farið með mörg hlutverk við Lusidúnaónsruna ÞORSTEINN HANNESSON, söngvari og kona hans, frú Ilulda Samúelsdóttir, eru nýlega komin hingað til landsins. En Þorsteinn hefur dvalið í Englandi svo að segja óslitið síðan árið 1943. Þar hefur hann stundað söngnám og nú síðustu árin hefur hann unnið við óperuna í London. — Hefur hann þegar getið sér þar mjög gott orð sem ágætur listamaður. Þorsteinn Hannesson og kona hpns eru nú á leið norður til Siglufjarðar, þar sem þau hyggjast njóta sumarleyfis síns í heimahögum söngvarans. Mbl. átti í gær stutt samtal við Þorstein Hannesson og ræddi við hann ýmislegt frá námi hans og starfi. 9 ÁRA ÚTIVIST — Hvenær hófstu söngnám þitt? - "V'f! — Ég fór til Englands í nóvem- ber árið 1943 til söngnáms í London. Hóf ég nám mitt þar hjá Royal Callege of Music. Þar var ég í fjögur ár. Var því næst náð- inn að Covent Garden óperunni sem hetjutenór. Hóf ég störf mín þar haustið 1948, en hélt jafn- framt áfram söngnámi hjá Josep Hishlop, hinum fræga skozka tenór. HEFUR FARIÐ JVIED FJÖLDA ÓPERUHLUTVERKA — Hver cru helztu hlutverk þín hjá Covent Garden? — Fyrsta hlutverkið, sem ég fór með þar var Radamcs í óperunni Aida eftir Verdi. Á fyrstu þrem mánuðunum sem ég var við óperuna fór ég auk bess með hlutverk Florestan í Fidelio eftir Beethoven og mitt íyrsta Wagner-hlutverk, Walter í Meist arasöngvunmum. Síðan hef ég m.a. sungið Eric í Hollendingn- um fijúgandi, eftir Wagner og farið með hlutverk Lohengrins í samnefndri óperu Wagners. •— Ennfremur hef ég sungið aðal- hlutverk í tveimur nýjum ensk- um óperum, „The Olympians11, eftir Sir Arthur Bliss og „The Pilagrims Progress“, eftir R. Vauhan V/illiams. GOTT AÐ VINNA MEÐ ENGLENDINGUM — Og hvernig hefur ykkur lið- iðí London? — Okkur hefur liðið þar vel, enda þótt ýmsir örðugleikar hafi verið á veginum, ekki sist meðan á styrjöldinni stóð. En það er ágætt að vinna með .Englend- ingum. Þrautseigja og' dugnaður eru höfuðeinkenni þeirra. Ástaná ið í Englandi er líka óðum acS lagast. — Hvað viltu svo segja ura framtíðina? — Ég er ráðinn til þess a5 syngja áfram hjá Covent Garden. Á næsta ári mun ég m. a. syngja þar hlutverk Heródesar í óper- unni Salóme, eftir Richard Strauss. Auk þess mun ég í vet- ur syngja sem gestur hjá Sadlers Wells óperunni í London. Fyrsta hlutverkið þar verður Samson, í cperunm Samson og Delia, eftir Saint-Sans. Fyrsta sýning henn- ar verður 20. nóvember. — Ætlarðu ekki að halda hljómleika hér heima? — Jú, það hafði ég hugsað mér. að loknu sumarleyfi, en það verð ur ckki fyrr en um mánaðamót- in ágúst-september. Hinn 29. september verð ég svo að byrja æfingar að nýju við óperuna, seg- ir Þorsteinn Hannesson að lok- um. Þeir, sem fylgst hafa með Þor- 'steini Hannessyní á listabraut hans, munu á'reiðanlega fagna þvi, að eiga kost á að heyra til’ hans. Síðan hann kom hingað heim. í belta skipti hefur hann sungiS í útvarp og ennfremur í r.am- kvæmi sem ríkisstjúrnin hélt fyrir fulltrúa á fundi alþjóðasam- bands samvinnumanna. S. Rj. Vikudvö! í Þmmtk UM næstu helgi efna Farfuglar til viku sumarleyfisdvalar í Þórs- mörk. Verður Mörkin skoðuð undir leiðsögn kunnugrar farar- stjórnar. Þátttakendum verður séð fyrir tjöldum og matvælum. Upplýs- ingar. eru gefnar í ferðaskrifstof- unni Orlof og í skrifstofu Far- fugla í Melaskólanum milli kl. 8,30 og 10 næstkomandi íöstu- dagskvöld. , , ____

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.