Morgunblaðið - 03.08.1952, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1952, Blaðsíða 3
r Sunnudagur 3. ágúst 1952 MORGUNBLAÐIÐ Vöruhappdræfti S.Í.B.8. ; r + A þriðjudaginn verður dregið um 712 vinninga — Hæsli vinningur 50 þus. kr. f * A morgun eru síðustu forvöð að endurnýja — Lmboðin opin allan daginn (mánud.) Halldór Jónsson, Litln- bæ ó Grimsstnðaholti Minningarorð 'Á MORGUN, mánudaginn 4. ágúst, verður einn af okkar elztu samborgurum borinn til hinnar hinztu hvíldar. Halldór Jónsson i Litlabæ sem nú er búinn að vera lijá okkur nærri um heila öld, mun því mín fáu kveðjuorð lítil skil gjöra um svo langa starfsæfi en það orkar ekki tvímælis’að þeir sem nú komnir eru um miðjan aldur og eldri, sem þekktu hann og hans látlausu æfi og störf, sem hann ávallt vann meðan heilsa leyfði með sérstakri trúmennsku og skyldurækni. Og þeir eru eltki fáir sem nú eru líka gengnir á bak við fortjaldið mikla, sem með vinsemd og þakklæti bjóða hon- um góða heimkomu. Halldór sál. Jónsson var í sannleika látlaus maðuf og hógvær, sem dásamaði Guð sinn og öll hans verk. Ég sem nú hugsa um hinn látna vin minn mun ætíð vera það hug- Ijúf minning hvernig hinn góði ©g hógværi maður las sínar helgu bækur með auðmjúkri lotningu fyrir Guði sínum og frelsara, sem hann alla daga fram á síðustu stundir lofaði fyrir náð og bless- Un sér og sínum til handa. Já, Halldór sál. var í sannleika lát- laus maður sem krafði ekki með- bræður sína um það sem honum ckki bar með réttu, því réttsýnm mann en hann og afskiptaminni um hagi annarra og málefni, get ég vart hugsað mér nokkurn hon- um fremri. Það er sagt að hóvær msður sé undantekningarlítið góður maður, enda var hinn látni vinur minn það, hann var svo barngóður að hrein unun var að sjá og aldrei var hans ásjóna eins lifandi og hýr og er hann hafði einn af sínum ungu vinum 'i faðmi sínum. Hinn látni vinur minn var ávallt vinur allra mál- leysingja og allra þeirra sem máttu sín lítils og var alltaf reiðu búinn til að rétta þeim hjálpar- bönd, og láta það af höndum sem kom að beztum notum og hann átti til að miðla þeim. Halldór sál. Jónsson var í þenn an heim borinn 14. maí 1859 á Grund á Kjalarnesi, sonur hjón- anna Jóns Jónssonar og konu hans Margrétar Árnadóttur, er þá áttu þar heimili sitt og bú. Ungur að árum fór hann í fóst- Ur til hinnar mætu konu frú Guð- rúnar Jónsdóttur, ekkju Magnús- ar Grímssonar prests að Mosfelli. Fyrir fósturmóðir sinni bar hann ætíð mikinn hlýhug og þakklæti. Á síðasta tugi 19. aldar flutti hann hingað til Reykjavíkur og reisti sér heimili í Litlabæ á Grímsstaðarholti sem vpr heimili hans til hinztu stundar. Halldór var maður tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Gamaliels dóttir, en þeim varð aðeins fárra ára sambúðar auðið, hún andað- ist árið 1901, og áttu þau engin börn. Seinni kona hans var Guð- björg Magnúsdóttir, sem nú er látin fyrir nokkrum árum eða 1946. Þeim varð þriggja barna auðið. Tvö þeirra misstu þau ung, en sonur þeirra iifir, Þórður múr arameistari hér í bæ, mætur mað ur og drengur góður, sem hann á ættir til. Ennfremur áttu þau þrjú fósturbörn, sem þau tóku á heimili sitUvið fæðingu og önn- uðust með sömu ást og kostgæfni sem sinn eina son, eina stúlku og tvo drengi, sem nú þakka sínum ástkæra fósturföður alla hlýju og ástúð sem hann ávallt lét þeim í té og hans umönnun þeim til handa, sem þau þalcka með hrærðu hjarta. Síðustu ár æfi Halldórs sál. dvaldi á heimili hans Guðni Jónsson og kona hans frú Lena Bjarnadóttir, sem með sérstakri umhyggju annaðist hann þá er sjúkleikinn kom og allt fram á síðustu stundir, þar sem sonur hans var fluttur í ann- an borgarhluta fyrir nokkrum árum. Veit ég að hinn góði látni vinur minn þakkar og öllum vin- um sínum fyrir umhyggju þeirra við sig á öllum tímum. Kæri vinur, ég þakka þér af al- hug fyrir alla þá vináttu sem þú ætíð sýndir mér og mínum og bið góðan Guð að leiða þig til ljóss- ins sem skín frá hans mikla náð- arstóli. Blessuð sé minning þín. Á. Ó. G. Sr. Ulsrial enn á ierð SÉRA POUL ULSDAL, sem les- endurnir munu kannast við, skrifaði nýlega tvær langar greinar um kirkjumál Norð- manna í Kristilegt dagblað. — Grípur hann niður hér og hvar þar sem hann sér snögga bletti í kirkjusögu Norðmanna undan- farin 100 ár. Hann telur flest kirkjumein þeirra af þv! stafa, að Grundtvigs-stefnan varð að lúta í lægra haldi fyrir stefnu Gísla prófessors Johanssonar. Ekki nefnir hann samt, að afi þessa Gísla var borinn og barn- fæddur á íslandi. Sennilega hefir séra Ulsdal verið ókunnugt um það. „Pútisminn norski“, „liberal- isminn“, „sérlunduð leikmanna- stefna“ og illa kristnar stjórn- málastefnur, fá þar mörg högg og stór. Hins vegar er lauslega drep- ið á allan grænan gróður. En nú er eftir að vita, hvort kirkjuleiðtogar norskir verða jafn ' hörundsárir og frænur þeirra á íslandi. Órieitanlega eru þessar „hundr sð ára kirkjumálalýsingar" ærið( einhliða, en hvort Norðmönnum finnst það taka því, að gjöra úlfaþyt að sr. Ulsdal og öllum þeim, sem hafa talað við hann í Noregsförum hans — er annað mál. S. Á. Gíslason. BEZT AÐ AUGLÍSA t MOHGUIVBLAÐUVV Frá Steindóri Hraðferðir til Stokkseyrar Tvær ferðir daglega — Aukaferðir um helgar Frá Reykjavík kl. 10.30 í.h. og 2.30 e.h, Frá Selfossi kL 2.00 e.h. og 5.30 e.h. Frá Stokkseyri kl. 1.15 e.h. og 4.45 e.h. Frá Hveragerði kl. 2.30 e.h. og 6.00 e.h. Kvöldfeiðir að Selfossi alla laugardaga og sunnudaga. Frá Reykjavik kl. 7.30 sd. — Frá Selfossi kl. 9 sd. Bifreiðastöð Steindórs Sérleyfissími 1585 'fírestone ALLTAF FYRST! FYRSTISLÖNGIMUSI ÓSPRINGANLE6I HJQL- BARDINN ER KOMINN TIL LANDSINS! TIL SÝNIS NÆSTU DAGA IYERZLUNINNI LAUGAVEG 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.