Morgunblaðið - 03.08.1952, Síða 10

Morgunblaðið - 03.08.1952, Síða 10
\ 10 MORGUNBLAÐIÐ Sannudagur 3. ágúst 1952 ! EINU SINNI VAR Skáldsaga eftir I.A.R. WYLIE Framhaldssagan 13 Hann losaði hönd sína úr sterk iim greipum hennar og lyfti tpl- inu. Hann heyrði reiðilega rödd Flanders læknis. „Guði sé lof íyrir áð. ég náði í þig“, sagði iiann. ,,Faðir Tads hringdi. Krakk anum hefur versnað. Ég get ekki tekið neinar ákvarðanir hér. Þú .Verður að fara til hans“. Dreek lagði frá sér tólið og stóð upp. Hann var kominn fram að dyrunum, þegar gamla konan kallaði í hann. „Þér eigið ekki að fara. Mér er sama hver þarf á yðar hjálp að halda. Ég vil að Jjér séuð hér á meðan ég lifi. Ég hef gert ráðstafanir....“ „Þér eruð gengnar af göflun- iKm“, sagði hann. „Ég er mjög rík“. Hann lokaði dyrunum á eftir eér, svo hann heyrði ekki sigri hrósandi hlátur Chrissy Hythe. „Ég sagði þér það líka. Það er jekki hægt að kaupa hann“. —O— Sam opnaði dyrnar fyrir hon- tim og hleypti honum inn. Enda þótt enginn hefði sent eftir hon- um, var hans þó auðsjáanlega vænzt. Það greip hann sú undar- lega tilfinning að allt húsið hefði beðið eftir honum. Þung þögnin í anddyrinu var rofin af hljóð- •færaslætti. Það var verið að leika symfóníu í útvarpi einhvers stað- ar í húsinu. Ljósið í tröppunum lýsti á náfölt andlit Chrissy Hythe. Hún hallaði sér upp að handriðinu og honum fannst eins og hún stæði á öndinni. Hún hafði sennilega beðið hans með cþreyju líka. „Hvernig líður henni?“ spurði hann. „Ver, held ég. Hún þjáist. Ég gaf henni sprauturnar, en þær koma ekki lengur að gagni“. Hún leit flóttalega upp tröppurnar. „Hvað getur þetta haldið lengi áfram?“ „Ég veit ekki. Hún er ein af þeim óheppnu, sem hafa sterkt hjarta“. „Mér finnst hún a’drei - hafa orðið gömul og þess vegna hatar hún okkur. Hún getur ekki fyrir- gefið okkur það að við eigum að lifa svolítið lengur“. Hann yppti öxlum. „Ég held að réttast væri að láta sálfræðing rannsaka ykkur báðar.... “ „Trúið þér mér ekki, eða hvað?“ „Ég hef engan tíma til að tala um þessa vitleysu". —O— Hún leit niður, og þann hélt áfram upp. Hann.gekk inn í stóra svefnherbergið. Það var allt ó- breytt frá því í fyrra skiptið, nema ef vera kynni konan, sem lá 1 rúminu. Það var eins og hún væri orðin ennþá minni. Hann gekk hljóðlega að rúminu og horfði á hana. Hún opnaði augun. Það var eins og rödd hennar kæmi úr órafjarska. „Þér eruð sennilega læknirinn, þótt mér sýnist öllu heldur þér líkjast vörubílstjóra. Þér hagið yður að minnsta kosti ekki ósvip- að vörubílstjóra. Slökkvið þér á útvarpinu fyrir mig og spyrjið mig ekki neinna óþarfa spurn- inga. Það er óþarfi að svara spurn ingum og ég hef heldur engin svör við þeim, eins og þér vitið ___ef þér vítið þá nokkuð. Þér komuð illa fram við mig .... yf- irgáfuð deyjandi konu og létuð hana þjást....“ „Ég varð að fara. Það var lítið barn, sem þarfnaðist mín... „Og það var auðvitað meira áríðandi. Og dó það?“ „Nei. En það er ekki komið úr hættu enn. Ég get bara ekki ger neitt meira“. Hann raðaði flösk- um og nálum á sótthreinsaðan klút á borðinu. Hendur hans voru ekki stöðugar. Flanders læknir hafði sagt við hann að meðal annars væri hann fæddur með þeim ósköpum að halda að hann gæti haldið áfram að vinna í það óendanlega. „Þú rekur þig á, einhvern daginn", hafði hann sagt, „og það verður þér dýr- keypt“. Dreek hélt áfram að tala til að bægja burt þessum hugs- unum. >HÞað var lítill drengur og hann er heyrnarlaus vegna þess að Flanders læknir og ég urðum að gera á honum uppskurð á eld- húsborði við einn lélegan olíu- lampa. Þess vegna er okkur mjög annt um hann“. „Heyrnarlaus", sagði hún. „Heyrir aldrei meira. Þá hefði verið betra fyrir hann að fá að deyja“. „Það finnst honum ekki. Hon- um þykir gaman að lifa. Hann sér meira en flestir. Hann getur orðið listamaður. Ég 'er að kenna honum að lesa mál af vörum annarra....“ Hann hélt spraut- unni upp að ljósinu og mældi það sem í henni var. „Hafið þér nokkurn timan séð nokkurn deyja?“ Hún rak upp kuldalegan hlát- ur. „Þér eruð einfaldur maður. Ég held að ég fylgist nógu vel með því núna. . . .“ „Ég átti við unga manneskju .... sem á næstum engar endur- minningar. Mér fannst ég næst- um upplifa það í gærkvöldi. Það var eins og ég stæði á ströndinni og horfði á einkavin minn drukkna, án þess að geta bjarg- að honum. En í morgun breytt- ist allt til batnaðar". „Þér takið hlutunum allt of alvarlega", sagði hún. „Það er ekki þess virði“. „Allt er einhvers virði“, sagði hann. „Og þetta segir læknirinn". „Já, þetta segir læknirinn“. —O— Það höfðu einhverjar breyt- ingar orðið á í sambandi þeirra. Hann vissi það. Hún var ekki lengur honum fjandsamleg, eða þá hún reyndi að minnsta kosti að hylja það. Snöggvast fannst honum jafnvel hún taka mark á honum. „Hvað á ég langt eftir, Dreek Radnor?“ „Ég veit ekki .... nokkrar vik ur, ef til vill meira“. „Það er of mikið. Kvalirnar versna með hverjum degi“. „Ég skal reyna að halda þeim í skefjum". „Yður tekst það aldrei. Það hlýtur að koma að því að þér ráðið ekki við neitt“. Hún lokaði augunum á meðan hann stakk nálinni í gulleitt hold hennar. „Vitið þér hvers vegna ég kom hingað?“ spurði hún. „Nei“. „Þetta er heimili mitt. Fyrsta eiginlega heimilið rnitt.’ Luther gaf mér þetta hús. Hann gaf mér allt, sem mig hafði einu sinni dreymt um. Ég var í blóma lífs- ins....“ Hún þagnaði og benti á málverkið. Ég var svona. Það er óþolandi að hafa verið falleg og verða ljót .... að láta kenna í brjósti um sig og fyrirlíta sig. Ég er hingað komin til að fela mig fyrir umheiminum. Ég hélt líka að hér mundi ég hitta fyrir vin“.' „Ég sagði yður að hann gæti ekki komið....“ „Hann vill það ekki. Hann hef- ur ekki fyrirgefið mér. Eða ef til vill þolir hann ekki að sjá hvern- ig ég er farin. Hann hefur líka sínar fögru hugsýnir“. Hún opn- aði augun alveg og leit á hann. „Þér eruð ekki frískur", sagði hún. „Er ekki einhver málsháttur sem segir læknunum að þeir eigi að lækna sjálfa sig?“ „Ég er ekki veikur, aðeins þreyttur. Ég er á þönum alla daga og mér finst ég hlaupa allt af í hring“. „Hvað er takmark yðar í líf- inu?“ „Verð ég endilega að hafa tak- mark?“ „Já. Það hafa allir“. Hann settist á rúmstokkinn og strauk hendinni yfir þykkt, svart hárið. Hann hafði ákafan höfuð- verk. KELLY Ll ) Handlaúsa stúlkan eftir Grimmsbræður í. EINIJ sinni var malari, sem var svo fátækur, að hann átti ekki annað en myllu, sem komin var að falli og ávaxtagarð,' er var bak við húsið, sem hann bjó í, og var hann svo illa á sig kominn, að malarinn fékk sama og enga uppskeru úr honum. > Einu sinni sem oftar var hann úti í skógi að höggva sér eldivið. Þá kom til hans gamall majSur, sem sagði við hann: „Þú þarft alls ekki að líða svona mikið. Ég skal gera þig auðugan mann, en þá verður þú að gefa mér það, sem er bak við húsið þitt.“ Malarinn gat ekki látið sér detta annað í hug, en að það væri lítið eplatré, er "þar var, og sagðist því vissulega vilja verða við bón hans. Þegar malarinn hafði þetta mælt, fór gamli maðurinn að sk;ellihlægja og sagði svo: „Eftir þrjú ár kem ég að sækja eign mína“. Svo hélt hann í burtu frá malaranum. Þegar malarinn var rétt kominn heim til sín, sá hann hvar konan hans kemur hlaupandi á móti honum. „Hvernig stendur á öllum þessum mat, sem kominn er í allar hirzlur". spurði konan. „Ég botna ekkert í þessu. Þetta hefir allt komið af sjálfu sér.“ „Allur þessi matur er frá gömlum mannf, er ég hitti úti í skógi“, svaraði þá malarinn. „Hann sagðist skyldu gera mig auðugan, ef ég gæfi honum það, sem er hér bak við húsið okkar. Hann hefir auðvitáð meint eplatréð." hjólbarðar og slöngur, eftir- taldar stærðir fyrirliggj- andi: 650x15 670x15 700x15 600x16 650x16 750x16 900x16 650x20 750x20 825x20 900x20 1100x20 H.f. RÆSIR Eíominn heim Ólafur Þorsteinsson læknir Skólabrú 2. Hesfhús til söki Stærð 5x7 m. Uppl. Hjalía við Sogaveg. Næstu vikur gegnir Gunnar J. Cortes læknisstörfum fyrir mig. Kristinn Björnsson. Tck aftur SOKKA í viðgerð. Tilbúnir daginn eftir. . SokltaviSgerð Rúnu Guðmundsdóttdr, Hattabúð Soffíu Pálma, Laugaveg 12. ^rjónasllki í undirföt 'Ur/Í Jnyií/arfar Jolinton — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu - iCeflvikiiigar Stór baðhandklæði á kr. 20.00 — kven-nærfatasett á kr. 25,00, fallegar brúður, hvitt léreft á 11.50 meterinn Hringhraut 71, Kcflavík. Kominn heim Jólianncs Björnsson læknir. Ódýr Ifúsgögn vegna breytingar á húsnæði seljum við allt sem eftir er af húsgögnum með miklum afslætti þessa viku: Sófa- borð, blómaborð, innskots- borð, eldhúsborð, borðstofu- borð, stóla o. fl. Húsgagnavinnustof a Eggerts Jónssonar Mjóuhlíð 16. m ryðvarna- og ryðhreinsunar- efnl Sfuttjakkar Siðbuxur B E Z T Vesturgötu 3, Stór Sendiferðahíll klæddur að innan og í góðu standi er til sölu og sýnis í Mjóuhlíð 16. Við kaupum ávalt: Harmonikur, Útvarpstæki, Sjónauka. Allskonar poste- lin, Klukkur og úr, Gull, silfnr og fl. ANTIKBÚÐIIV Hafnarstræti 18. Nýtt Drengja- reiðhjól til sölu á Barónsstíg 16 milli kL 2 og 6 e.h. í dag. linglingssfúBka 12—15 ára óskast til að að- stoða við húsverk. Gott kaup, fæði og húsnæði á sama stað.. Uppl. i Efsta- sundi 28. Eift herbergi og eldhús óskast til leigu nokkra mán- uði. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt: „Hús — 825“. Kismet-rakblöð: 4ra manma híH óskast til kaups. Uppl. í sima 81534 eftir kl. 1, í fjorveru minni um mánaðartíma gegnir hr. læknir Guðmundur Eyjólfs- son, Túngötu 5, læknisstörf- um fyrir mig. Erlingnr Þorsteinsson læknir. j itVfH í i i l ííV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.