Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 2
a ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidísla blaðsins. er í Alþýðuhúsinu við Ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangáð eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. sá ríkið um sölu á síld, og gekk vel. í fyrra skifti það sér, illu heilli, ekkert af sölunni, og þá fór nú eins og fór. Væri ekki ráð, að það tæki söluna í ár að einhverju eða öllu leyti í sínar hendurf Vafa- Iaust. En hvað sem því líður, þá eru markaðshorfurnar nú sem stendur tvíræðar, og því ráðiegast að fara að öllu lcyti varlega í það, að gera óhagstæða samninga of snemma. Kvásir. físksala Kauptn.hajnar. Nýtt físksölutorg, Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, hefir Kaupmanna- hafnarbær um nokkurt skeið rekið fiskverzlun fyrir sinn reikning. Socialdemokraten komst svo að orði um þessa verzlun bæjarins, og mættu þeir fávísu menn, er prédika sýknt og heilagt óheilind- in við ríkisrekstur, læra nokkuð af þeim: „Fiskverzlun bæjarins hefir orðið að berjast við mótstöðu þá, sem veitt var af hring fisksalanna, sem í mörg ár réð algerlega yfir gæð- um og verði jafn nauðsynlegrar vöru og fiskur er. Mótstaða þeirra er nú brotin á bak aftur. Bærinn er fyrir löngu kominn f beint sam- band við félög fiskimanna. Enda þótt innflutningur bæjarins sé ekki nema lítill hiuti þess, er neytt er af fiski í öllum bæaum, er hann þó nægur til þess, að mynda samkepni við hina fisksalanu, og gætir hennar bæði f bættum gceð- um og lœgra verði. Veltan er nú til jafnaðar 6000 kr. daglega. Seinustu 6 mánuði hafa verið flutt að 470 þús. kilo af hinum venju- legu fisktegundum. Áður var það alsiða, að fiski- mennirnir sendu afganga — þ. e. a. s., það sem þeir ekki gátu selt annarsstaðar — til Kaupm.hafnar. Bærinn tók lika að sér að kippa þessu í lag, og sendi blátt áfram aftur það, sem ekki þótti góð vara. Söluverð bæjarins er nú venjulega verðið, þó fisksalarnir reyni frekar að hafa það lægra. Og er það gleðilegt, því ætlun bæjarins er ekki að græða fé, heldur að sjá um að verðið sé hæfilegt. Upp á síðkastið hefir verðfaliið verið töluvert, sem sjá má af þvf, að fiskur, sem samtals kostaði í marz 134 þús. kr., kost- aði í aprfl að eins 92 þús. kr. Verðfallið því verið 42 þús. kr.“. Mikii áherzla er lögð á það, að koma fisksölunni í sem bezt horf, og er nú í ráði að bærinn sjálfur láti gera nýtí fisksölutorg, með öllum nútfma útbúnaði. Hefir stað- ur verið ákveðinn og gerðar áætl- anir um kostnaðinn. Er talið víst, að úr þessu verði og sé vafalaust stórmikil bót að þvf. Mun fisk- sölumálið komið í einna bezt horf í Raupmannahöfn af öllum stór- borgum Norðurlanda, þegar þetta hefir verið framkvæmt Um daginn og veginn. Knattspyrnumót íslnnds, svo kallað, hófst í gærkvöldi. Keppa aðeins þrjú félög, öll úr Reykja- vík. Enda afar ólíklegt að nokk- ur félög utan af landi geti tekið þátt f móti, sem haldið er svo snemma sumars, þegarknattspyrnu- menn hér í bæ mega teljast lítt æfðir til þess að standa sig sæmi- lega. Mótið þarf að veta að hausb inu til, ef það á moð réttu að geta borið það nafn, er það nú ber. Þá væri von til, að féiög ann- arsstaðar að en úr Reykjavík sæktu 1 það. — Fram og Víkingur keptu í gær og léku mun betur en síð ast er þeir áttust við, þó langt frá því vel. Samtökin of lítil og handa- hófið of mikið, á báða bóga, þó öllu meira hjá Fram, að þessu sinni. Enda sigraði Víkingur með 4 : 3- Þórólfur kom í gær af fiski- veiðum með 90—100 föt af lifur. Laukur fæst í Kaupfélagi Svíkur, (Gamla bankanum). Gullfos* fer í dag. Meðal far- þega: Jón Sveinsson bæjarstjóri, Erlingur Friðjónsson kaupfélags- stjóri, Jónas Þór verksmiðjustjórr og kona hans, Finnur Jónsson póstmeistari á íssfirði, að taka við starfi sínu, o. m. fl. Engin Olympluför. Fiést hefir, að engir menn verði að þessu sinni sendir til Olympíuleikanna. Er konungskomunni aðallega kent: um það. Vafalaust verður það fé, er smalað var inn með samkotn- um hér, lagt á voxtu og geymt: til næstu farar, ef svo stæði þá á, að enginn kóngur væri hér á ferð, til að halda aftur af íþrótta- mönnum vorum. Kútter Sigríður kom af hand- færaveiðum fyrir helgina með 24. þús. fiskjar. Hefir húa stundad veiði í vor, ásamt Hákon, fyrir Vesturlandi. Selveiðiskip, norskt, kom í gær hingað inn, með veikan mann. Stórstúkuþingið verður haldið hér í bæ þriðjudaginn 29. þ. m. Fulltrúar frá ísafirði eru þegar komnir hingað. Aðalfundur Sambands ísl, satn* vinnufélaga verður haldinn á Ak- ureyri bráðlega. Tryggvi Þórhalls- son ritstj., Hallgr. Kristinsson fram- kvæmdarstjóri, EIís Guðrnundsson kaupfélagsstj. o. fl. lögðu af stað i dag landveg norður. Yeðrið í dag. Vestm.eyjar ... V, hiti 8,5. Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðisfjörður Þórsh., Færeyjar SV, hiti 7,4. iogn, hiti 8,5. S, hiti 7,5. logn, hiti 8,o. V, hiti 6,9. NV, hiti 12,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog einna hæst fyrir sunn- an land og hægt stígandi. Vestan og suðvestan átt. Stilt veðnr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.