Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardaginn 28. júní næstkomandi kl. 8 eftir hádegi, flytur Kjartan Kelgason, prófastur erindi í salnum uppi í Iðnó um ferð sína meðal Vestur-íslendinga. Allir velkomnir að hlýða á erindið. Að erindinu loknu verður haldinn aðalfundur félagsins. Stjórnin. Frá Álþýðubrauðgerðmni. Forstjórinn hittist daglega kl. 10—11 árdegis á virkum dögum (nema miðvikudögum). Á sama tíma eru greiddir reikningar. loli koHnngnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Hallur leit af einum á annan, til að leita aðstoðar. Augu hans beindust að stúlkunni, sem svip- aði til myndarinnar á tímarits- kápunni, „Jessiel" hrópaði hann, „hvað segir þú um þetta?“ Unga stúlkan hrökk við og varð vandræðaleg á svipinn. „Hvað áttu við, Hallur?" „Segðu honum, að hann skuli fara upp eftir og bjarga mönnun- uml“ Hvert augnablik var eilífð, meðan hann beið. Hana sldldi það fyrst, er hann hafði mælt þetta, hve mikla raun hann fékk henni til að leysa, og nú horfði hann á hana með allri þeirri orku og innileik, er hann átti til. En mærin laut höíði. „Eg hefi ekkert vit á þessu, Hallur“. „En eg er nýbúinn að skýra það fyrir þér, Jessie. Ekki er gott að segja um hve margir menn farast á hinn aumlegasta hátt, bara vegna nokkurra skitnra dala. Er það ekki deginum Ijósara?" „En hvernig á eg að vita það, Hallur?“ „Eg legg þar. við drengsliap minn, Jessie. Þu trúir þó dreng- skaparorði mínu. Eg niundi ekki skírskota til þfn, ef eg væri ekki vís um sannleikann". Hann þagði; svo sagði hann með alt öðrum og þýðari hljómblæ: „Jæja, Jessie?" Mærin leit upp og á hann, eins og þetta væru töfraorð. Kinnar hennar og háls glóðu af vandræð- um og sársauka. „Eg veit það vel, Jessie, að mikils er krafist. Vafalaust hefir þú aldrei á æfi þinni verið óbilgjörn við vini þína. En eg man eftir því, að einu sinni gleymdir þú bæði upp- eldi þínu og hæversku, þegar þú sást ruddamenni berja gamla, slitna bykkju. Manstu ekki hvernig þú réðist á hann — eins og villi- dýr 1 Þú gast ekki einu sinni beðið ©g kallað á mig. — Og nú, hugs- aðu um það, nú eru það gamlar, slitnar verur, sem píndar eru til dauða — en það eru ekki hestar, það eru verkamenn! Og með einu orði gætir þú bjargað þeiml“ En mærin horfði stöðugt ráðþrota á hann. I augum hennar gat hann bæði lesið sorg, angist og kvíða; tárin runnu niður kinnar hennar, „Æ, eg veit það ekki, eg veit það ekki", stundi hún upp, huldi andlitið í höndum sér og tók að gráta ákaflega. Kveljandi þögn. Hallur leit á hópinn, og hann festi augun á gamalli, gráhærðri konu, í svört- um silkikjóli og með langa perlu- festi um hálsinn. „Frú Curtis! Þér segið honum það?“ Gráhærðu konunni varð cnn þá byllra en mærinni. Hún þaut á fætur eins og elding. Hún hafði séð, hvernig hann píndi Jessie Arthur, en Jessie var unnusta hans, svo hún varð að þola það. En til allrar hamingju hafði hann ekkert yfir henni að segja. „Þér, frú Curtis“, hélt Hallur áfram, „sem hafið stofnað félag til vernd- ar ómálga dýrum, þér teljið þó lfklega mannslffin ekki minna virði. Þér segið honum það!“ Nú var gráhærða konan búin að ná sér, og með ísköldum rómi svaraði hún: „Nei, herra Warner, mér mundi aldrei detta í hug að leggja gestgjafa mínum nokkur ráð í öðru eins máli“. Saltkjöt ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur. (Gamla bankanum). Verzlunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindlá, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum-gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnífa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er. Ætlið þér að láta leggja raf- magnsleiðslnr í húsið yðarf Sé svo, þá er yður best að tala við okkur, sem allra fyrst. H e 1 s t í d a g. H.f. Rafmfél. Hiti & Ljós Vonarstræti 8. — Slmi 830. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgöarmaðui': Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.