Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 SanránufÉp brezku. Drengur, siðprúður og skilvís, óskast til að bera Alþýðublaðið til kaupenda í austurbænum. Fimtugasti og anuar ársfundur brezku samvinnufélaganna var hald- inn í Bristol síðast í maí Voru þar auk brezkra fulltrda saman komnir fulltrúar frá öllum helztu menningarlöndum heimsins. For- maður samkundunnar réðist í ræðu sinni á auðvaldið og hið vsxandi vald þess. Kvað hann takmark samvinnumanna, að koma á sam- vinnuríki (Cooperative , Common- welth). Hið sama væri í raun og veru markmið alþýðusambandsins brezka (Labour Party) og iðnfélag- anna (Trade unions) og hefði hið sameiginlega markmið því leitk til þess, að verkamenn og samvinnu- menn hefðu færst nær hvor öðr- um, eins og eðlilegt væri. Sam- vinna milli þeirra yrði æ nánari. Fjölmargir sagði hann að þeir væru, sem álitu að samvinnufélög- in væri leiðin til að vinna á móti einstaklingshagsmunapólitíkinni í viðskiftum. Verzlunarhringirnir (trusts) sagði hann að væri sam- vinna auðvaldsins til að græða meiri auð. Fækkuðu þeir máske auðmönnunum nokkuð, en hinir ríku yrðu því ríkari. Brczku sam- vinnufélögin hafa því eftir þessu að dæma tekið hreina afstöða í pólitík og lítur eigi út fyrir annað, en samvinnumenn og verkamenn í Englandi muni framvegis berjast hlið við hlið. X Bjarni frá Vogi og Charles Ch.apliii. (Aðsent). Hinn 17. júní, á afmælisdegi Jóns forseta, hélt alþm. B. J. frá V. ræðu eina langa hjá Iegstað for- setans, að viðstöddu fjölmenni. Ræða þessi var síðan prentuð í Vfsi á sunnudaginn, en þar hefir ræðumaður felt úr árásina, er hann gerði í ræðunni á ameríska kvik- myndaleikarann Charles Chaplin. Chaplin hefir hér, sem víðar, átt maklegum vinsældum að fagna og þarf Bjarni engan kinnroða að bera fyrir það. þótt hann taki ekki fram um lýðhylli jafn heims- frægum leikara og Chaplin er, enda mun það enganvegin ætlun Chaplins, að verða Bjarna þránd- ur í götu, því vafalaust þekkir hann ekki sjálfstæðishetju vora. Fatty, tttlenðar fréttir. Pýzka drotningin. Þess var áður getið hér í blað- inu, að þýzku keisarahjónin hefðu verið flutt frá Amerongen til Doorn. Varð drotningunni svo mikið um ?kiftin, að henni hefir verið skipað af lækni hennar að halda algerlega kyrru fyrir og lifa f næði um nokkurn tíma. Tcrkfallsmenn í Yancouver sigra. Hafnarverkamenn í Voncouver gerðu verkfall fyrir nokkru og heimtuðu hærra kaup. Var þeim eftir nokkurn tfma veitt 10 dala hækkun á mánuði og tóku þeir þá vinnu upp aftur. Norskir og sænskir rerkamenn til Rússlands. Nú undanfarið hafa staðið yfir samningar milli norskra og sænskra verkamanna og Rússastjórnar, um innflutning til Rússlands á .fag- lærðum" verkamönnum, og kvað góður árangur hafa orðið af. Svartir verkamenn til Frakklands. Frakkar mistu mikið vinnuafl í strfðinu, en eigi er þorfin minni eftir stríðið en hún var fyrir það, þar sem endurreisnarstarfið er fyrir höndum á eyðilögðum borgum og héruðum í Norður-Frakklandi. Frakkar tóku því það ráð, að flytja inn verkamenn úr nýiendum sínum. Annambúar þeir, er þeir hafa flutt þangað, reynast nú vel. Að sjálfsögðu er þetta einnig til- raun af hendi auðmanna í Frakk- landi til að varna hækkunar á kaupgjaldi þarlendra verkamanna. Pjóðverjar og Rússar. Samningar hafa nú verið gerðir og saroþyktir, um herfangaskift- ingu milli Þjóðvérja og Rússa. Lítur út fyrir að þá sé að mestu Iokið fangaskiftum milli Rússa og Vestur-Evrópu. Caillcaux veikur, Cailleaux veiktist nýlega mjög alvarlega og leyfði franska stjórnin honum þvf að koma til Parísar, svo hann mætti fá þá beztu læknishjálp, sem auðið jjværi að fá Hann var eins og menn muna dæmdur um daginn fyrir landráð i þriggja ára facgelsi, en hafði tekið út hegninguna áður í gæzlu- varðhaldi. Einnig skyldi [stjórnin fyrirskipa honum dvalarstað næstu 5 árin. Fífldjarft rán. í Breslau í Þýzkalandi skeði ný- lega sá atburður, að þrír vel búnir menn óku um hábjartan dag í bifreið að glugga skrautgripasala nokkurs þar í borginni, mölvuðu rúðuna og rændu perlum og gim- steinum fyrir nær V2 milj. marka og óku síðan á burt, án þess tækist að festa hendur í hári þeirra. Enski krónprinsinn hefir verið útnefndur foringi hinn- ar konunglegu ríðandi lögreglu (Mounted Police) í Canada. Þykir ólíklegt að henni verði mikill styrkur að þessu. Alþýðublaðið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Umdæmisstúkan nr. 1. Fundur í Goodtemplarahúsinu sunnudaginn 27. þ. m. kl. 1. Alþbl. er blað allrar alþýðu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.