Morgunblaðið - 24.08.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1952, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. ágúst 1952 MORGZJ N BLAÐ1Ð B 1 REYKJAVIkURBRE Laugardagur 23. ágúst Sumarið TVENNT mun m.a. f mínnum haft frá sumri því, sem nú er að líða. Síldarleysið fyrir norðan og hinir langvarandi þurrkar á Suðurlandi. Má búast við að ein- kenni sumarsins verði meðal ann ars talin þau, að síldin brást ger- samlega fyrir Norðurlandi og út- synningurinn brást hér syðra svo menn höfðu ekki önnur ráð til þess að verja kartöfluakrana í Þykkvabænum fyrir þurrkí, en að kalia á vatnsbíl svo vökva mætti kartöflugrösin. En þf^ar svo langt var komið fór að rigna. Aðfaranótt föstu- dags rigndi t.d. svo hressilega í Mýrdalnum að úrkoman á 12 klst. mældist 47 mm. Er það nokkru meira en þreföld úrkoma í Reykjavík allan júnL Síldin austur í hafi NORSKUR síldarskipstjóri, sem nýkominn er til Haugasunds og í mörg ár hefur stundað síldveiðar við Norðurland hefur skýrt svo frá, að á síldveiðisvæðinu 75—120 sjómílur norðaustur af Færeyjum hafi 150 norsk skip verið að veið um þegar hann var þar. Öll þau ár, sem hann stundaði veiðar við ísland kvaðst hann aldrei hafa komist í eins mikla síldveiði og þarna. Vandinn var sá að hafa lag á því að komast hjá að rífa netin er fylltust á augabragði. Svo þétt var síldin í sjónum. Norskur blaðamaður, sem und- anfarnar vikur hefur verið hér á ferð og kynnst aflabrögðunum, eða öllu heldur aflaleysinu, skrif- ar í blað sitt, Morgenbladet, að það sé hart, ef íslenzkar síldveið- ar í líkingu við þær, sem stund- aðar hafa verið fyrir Norður- landi síðustu hálfa ölá, séu alveg úr sögunni. Ekki aðeins sé það alvarlegt áfall fyrir íslenzku þjóðina, heldur erfitt að sætta sig við, að mannkyn láti slíkan matarafla ganga sér úr greipum. Því vitað er, að síldarmágnið hafi ekki minnkað í sjónum, heldur hafi síldin aðeins fært sig úr stað, en hvorki íslendingar né sðrar þjóðir, hafi lært þær veiði- aðferðir, sem beita þurfi, til þess að hægt sé stunda síldveiðar í stórum stíl á úthafinu. Fiskifræðingarnir telja, að cf menn einbeita kröftum sín- ;■ um og kunnáttu, til að finna hentugar veiðiaðferðír ætti ekki að líða á löngu unz úthafs veiðarnar koma til sögunnar, hvort lieldur um verður að ræða veiðar í flotvörpuna eða ef til vill aðrar stórtækari að- ferðir. Sumarið þegar síldin og útsynningurinn brast • Við þurfum að koma upp jurtakynbótastöð og bæta kúakynið • Stærsía verkefni næstu kynslóða er að notfæra sér skilyrði landsins til að bera barrskóga • Viðarþörfin vex og timburverðið hækk- ar • Mistökin með minkinn verður að laga með samstilltum ótökum almennings • Austanmenn samir við sig — vilja engin viðskipti við Vestur-Evrópu • Hvernig hugsjónir Einars Olgeirssonar samræmast þjóðarhag 1— < ^ L < O 4r K7 j1 ir- <? ff <1 rtf > 0 O (i 111 kwX\\\\u ii V p pr 4 % < fpT d >6° 1É1 0 —} o- i ' * 6o j //I7. íó +> \ Barrskógabelti norðurhvelsins (Úr grein Hákonar Bjarnasonar). aðferðir og aðrir hafa gert. plantna hefur í búskap náttúr- Hann segir sem sé, að aðferð- unnar svo að segja alveg sneitt irnar við jurtakynbætur eru al- hér hjá garði. Aðeins ein tegund gildar hvar sem er í heiminum, ’ barrviða hefur vaxið hér frá alda en slík starfsemi kemur ekki að öðli, hinn kræklótti, jarðlægi notum nema þún sé rekin í land- inu sjálfu. Áreiðanlega höfum við íslendingar nægilega fróðum mönnum á að skipa, til þess að runm, emirinn. All fram á síðustu ár, hafa menn kennt köldu loftslagi ís- lands um, að hér hafi engir barr- reka slíkt kynbótastarf með ár- skógar verið er landið byggðist. angn. En sérfræðingarnir er taka þetta mál að sér og stjórnarvöld landsins þurfa að vera samtaka í trúnni á nytsemi og nauðsyn slíkrar starfsemi til þess að hún beri tilætlaðan árangur. Stefnan í ræktunar málunum MEÐAL hinna erlendu fulltrúa á fundi norræna búnaðarfrömuða, sem haldinn var hér í Reykjavík um daginn, var formaður sjá- lenzkra búnaðarfélaga, Poul Karishöj. Eftir beiðni Morgun- blaðsins skrifaði hann stutta greinargerð fyrir blaðið, um áiit sitt á framtíðarhorfum hins ís- lenzka landbúnaðar, er birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Aðalatriðið í áiitsgerð þessa danska búnaðarfrömuðar voru í stuttu máli þessi: Við Islendingar þurfum að hagnýta okkur nýræktarlönd- in á sem beztan liátt, á hinum framræstu mýrum, sjá «m að í þau verði sáð hentugustu 1 grastegundum, sem völ er á, og láta rækilegar áburðartil- raunir skera úr því hvaða á- burðarefni hentar hisium ís- lenzka .iarðvegi. Hann segir ennlrenrar: — Með mörgum þjóðum hafa skipulagðar kynbætur nytja- jurta leitt til mikiíla fram- fara. Það liggur í angurn uppi að þið getið notað ykkur sömu Kúakynið þarf að bæta HINN danski búnaðarfrömuður hefur að sjálfsögðu fest auga á því, hve miklir möguleikar eru hér til grasræktar og haglendi getur orðið bæði mikið og gott á nýræktarlörrfum sveitanna. F.n liann er ekki ánægður með afrakstur af nautgripa- rækt meðan kýrnar eru ekki afurðameiri, telur að til þess að við eigðnm hægt með að keppa við aðrar þjóðir í smjör- og ostaframleiðslu, þurfum við að koma okkur upp betri kúa- stofni. Segir, sem rétt er, að af þeirri I reynslu, sem við höfum haft af innflutningi búpenings, sé eðli- legt að íslenzkir bændur séu tregir til tilrauna í þá átt eftir Iþau skakkaföll, sem orðið hafa !i sambandi við slíkan innflutning. Sarnt spyr hann, hvort eigi myndi reynast tiltækilegt (t.d. með fjar- sæðingu), að blanda nautgripa- j kyn okkar með svissnesku há- fjallakyni, sem er hvorutveggja |í senn sæmllega gott holdakyn og mjólkar betur en kúakyn okkar. Svo stutta dvöl hafði Poul |Karlshöj hér á landi að hann jhafði ekki tækifæri til að ganga ■úr skugga um hvort hér væri möguleikar á kornrækt eða hvort íslenzk skógrækt eigi framtíð fyr-‘ I ir sér. Hinir erlendu fulltrúar, ,sem voru á þessum fund'i, fengu (ekki tækifæri til að heimsækja Sámsstaði, eða skógræktarstöðv- arnar í Fljótsþiið. í barrskógarbelíinu f SÍÐASTA ársriti Skógræktar- félags íslands birtir Hákon Bjarnason, /skógræktarstjóri, ýt- arleea grein, um hina merku fylkingu plönturíkisins, ber- frævingana. » Einangrun íslands og fjarlægð þess frá öðrum löndum á sök á því, að þessi mikla fylking Sem betur fer vita menn nú að þessu er ekki þannig farið. Ef litið er til loftslagsins Iiér á landi, er ísland að réttu lagi í hinu mikla barrskógarbelti. En samanhangandi barrskógar eru, sem kunnugt er, í breiðu belti umhverfis allt norður- hvel jarðar, þar sem barrtrén bera ægishjálm yfir allan ann- an gróður. ísland og Grænland eru einu ^löndin á þessum breiddargráðum er frá náttúrunnar hendi hafa enga barrskóga. Verður því naum ast með orðum lýst, hve miklum ! auðæfum við íslendingar höfum misst af, allt frá landnámsöld, vegna þess, að hér hafa ekki vax- ið neinir barrskógar. í barrskóga belti norðurhvelsins sækir mann- kynið fjöldan allan af nauðsynj- um sínum. Fengi nútímamenn- ingin naumast staðist, ef hún missti af þeim hlunnindum er I þaðan koma. Skógleysi íslands er fyrst og fremst um að kenna að við lifum raunverulega á norður- hjara hins byggilega heims. Þess vegna er óhætt að full- yrða, að skógræktin hér á landi er nauðsynlegasta og merkilegasta framtíðarverk- efni sem bíður þjóðar vorrar. vlð margnum, hinum ört fjölg- andi mink. Hér* þurfi kunnátta, sainhugur og áhugi að koma til. Skipuleggja þurfi ,herferð á hend ur þessu aðfengna meindýri. — Ætti það að vera hægðarleikur ef vel er unnið. Menn, sem eru þannig gerðir, að þeir hafa ánægju af veiðiskag janfvel leggja það fyrir sig, ao skjóta fugla, ýmist séx til gleði eða í atvinnuskyni, og menn, sem stunda veiðar í ám og vötnum, ættu eins að geta haft ánægju af því að leggja það meindýr að velli, sem ofsækir fugla himinsins og veiðina í vötn- um og ám. Þeir ættu að temja sér minkaveiðar og ráðast með sam- hug á það kvikindi, sem illu heilli hefur verið flutt til lands- ins í gróðaskyni og er orðið sí- vaxandi plága í landinu. % I Áróðursráðsíefna í vor EINVALDSHERRAR Sovétríkj- anna og allt þeirra fylgilið austan og vestan járntjalds kvarta sí- fellt yfir því að lýðræðisþjóðirnar vilji engin verzlunarviðskipti hafa við Sovétríkin eða ieppþjóð- ir þeirra. Sami söngurinn er sífellt við- hafður hér í Þjóðviljanum eins og öðrum kommúnistablöðum er gala með á sömu nótum og spil- aðar eru i Moskva. Hert var á þessum áróðri á s.l. vori, er Sovétstjórnin boðaði til viðskipta ráðstefnu austur í Moskvu og fékk ýmsa verzlunarmenn og kaupahéðna, til að bíta á þann krók og fara þangað austur. Var aðalbeitan, sem fyrir þá var lögð, loforð um, að þeir fengju bgr prýðilega gistihúsavist meðan á ráðstefnunni stæði. Allur árangúr af þessari vi3- skiptaráðstefnu rann út í sand inn. Kom í Ijós, er á reyndi að tilgangurinn með ráðstefnunnl var sá einn að nota hana sem skálkaskjól, auglýsa með henni viðleitni ráðstjórnarinn- ar ti! aukinna viðskipta. þó sá vilji væri í raun og veru ekki til. Önnur tilrann ’?■ sem varð að engu EN þessi Moskvuráðstefna mun hafa leitt til þess, að rr.'inn, sem í alvöru óska eftir, og vinna að, aultnum kynnum meðal lýðræð's- þjóðanna við Sovétríkin og lepp- ríki þeirra, gripu tækifærið til þess að fá úr þvi skorið enn á ný, hvort nokkur vilji væri hjá kommúnistum til aukinna Vest- ur-Evrópuviðskipta. Aðalritarinn í efnahagsnefnd Evrópu, Gunnar Myrdal, lét boð út ganga L júlí s.l. um að nefnd- in boðaði til nýrrar ráðstefnu um alheimsviðskiptamálin, er átti að hefjast 9. sept. Austan járntjaldsins hafa und- Timburskorturinn Timburskorturinn hefur allar aldlir íslandsbyggðar háð okkur íslendingum. Þrátt fyrir bættan Jefnahag og bætt flutningaskil- yðri er timburnotkunin hér á llandi að tiltölu við fólksfjölda margfalt minni en með öðrum menningarþjóðum. Vegna þess að við höfum á sið- ustu áratugum horfið að veru- legu leyti frá timburhúsabygging um og tekið upp steinsteypu í staðinn, hafa ýmsir menn af van- kunnáttu sinni og í fljótræði haldið að viðarþarfir mannkyns- ins séu minnkandi og fari minnk- andi. Þess vegna megi búast við að við getum í framtíðinni keypt nauðsynlegan við fyrir lægra verð en. hingað til hefur átt sér stað. En þetta er þveröfugt. Mann- kynið notar árlega þriðjungi meira af timbri en samanlagður ársvöxtur skógauna nemur. En 80% af viðarþörfínni er fullnægt með skógarhöggi í barrskógum norðurhvelisins. Svo timbur úr barrviðunurri verður í framtíð- inni torfengnara og dýrara með ári hverju. En viðarnotkun heims ins árið 18*3, segir Hákon Bjarna son í grein sinni, nam þúsund milljónum tonna. Árlega flytjum við íslendingar inn timbur og aðrar skógarafurð- ir fyrir 60 milljónir króna. Það er blóðugt að vita til þess að þjóð, sem er svo fátæk af verðmætum efnum, sem við fslendingar, skulum á hverj- um degi ársins þurfa að flytja inn timbur fyrir nokkuð á aðra krónu fyrir hvern cinasta íbúa landsins, og vita að þessi verð- mæti geta vaxið í landinu með tíð og tíma eða gætu hafa vaxið hér ef skógræktinni hefði ver- ið sinnt og til hennar stofnað með ráðdeild og fyrirhj’ggju fyrir hálfri til einni öld. Misheppnað gróðabrall FYRIR nokkrym árum komust íslenzkir fjárplógsmenn að þeirri niðurstöðu, að þjóðin gæti safnað auðfengnum gróða, með því að flytja minka til landsiná, því skinn þeirra eru verðmæt grá- vara. - Sundmerðir þessir*höfðu ekki lengi verið haldnir hér í búrum, þegar á því tók að bera, að þeir voru annars staðar en þeim var ætlað. Þeir léku sem sp.gt lausum hala um fjöll og hæðir og reyndust hinir verstu vágestir, þar sem fuglalíf hafði áður blómgast til.. . , .. , -■»»», nytja og augnayndis fynr lands- menn. Nokkrir menn, sem fróðir voru um dýrafræði birtu aðvörunar- orð til þjóðarinnar áður en þessi innflutningur fór fram. Meðal þeirra var Guðmundur G. Bárðar son, er skýrði frá því hve mikil- virkur minkurinn reyndist í varp löndum og veiðivötnum, til að bjarga sér og útrýma fuglum og fiski. Dr. Finnur Guðmundsson hef- ur skýrt frá því hér í blaðinu að á öllu svæðinu frá Mýrdals- sandi að Breiðafirði veldur mink- urinn nú stórtjóni. Eyðir varp- löndum, sem áður voru arð- söm og leggur fuglalíf héraðanna að miklu leyti í auðn. Einn rriiaður hefur lagt stund á minkaveiðar að tilhlutan stjórn arvalda og kann þá íþrótt. En dr. Finnur og aðrir óvildarmenn minksins og unnendur fuglalífs benda á, að hinn slyngi minka- eyðir einn saman megi sín lítt' hefur ekkert svar fengið um það, að þeir háu herrar vilji sinna boðfnu. Svo nú hefur ráðstefna þessi verið afboðin, enda hefur aldrei verið hægt að fá kommún- ista til að koma fram með nokkr- ar raunhæfar tillögur um það, hvernig þeir hugsi sér, að auka og tryggja viðskipti milli sín og lýðræðisþjóðanna. Að sjálfsögðu heldur Þjóðvilj- inn áfram upptéknum hætti, eftir skipun austan að, að harma það í orði að þessi viðskipti komizt ekki á, og verði ekki að gagn- kvæmum notum fyrir þjóðirnar beggja megin járntjalds, þó sann- anir séu fyrir því, að húsbændur þeirra fyrir austan járntjald meini ekkert með þcssu hjali. Hugsjón Einars Olgeirssonar ' ÞEGAR einvaldur Sovétrikjanna, Stalin í Kreml, gerði samninginn Framh. á bls. 8 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.