Morgunblaðið - 24.08.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1952, Blaðsíða 12
Veðurúflif í daq: S-gola eða kaldi. Dáiítil rign- ing. ReykJaYikyrbréf er & blx. 1. i i 2íi Koi h,i. leitar brún* kola ú Skarðsströnd FÉLAGIÐ KOL H.F. hefur undanfarið verið að bora í surtar- fcrandslögin á Skarðsströnd, en þar er talið að finnist nokkuð magn af brúnkolum. Hins vegar er nokkuð vafasamt hvort það myndi borga sig að vinna þau úr jörðu. BORKJARNAR TEKNIR Framkvæmdir þessar eru aðal- lega hjá Tindum á Skarðsströnd. Surtarbrandslögin þarna liggja inn á milli blágrýtislaga og sumt af þeim mun vera undir yfir- borði sjávar. í sumar hefur verið unnið þarna með jarðbor og fyr- ir nokkru munu borkjarnar hafa verið sendir suður til Reykjavík- ur til rannsókna. Álíta sumir hugsanlegt, að svo mikið magn ! sé af brúnkolum á Skarðsströnd, að það gæti borgað sig að vinna Þ«u. KOLAFÉLAG STOFNAÐ Fyrir nokkru var stofnað hlutafélag, sem kallast Kol h.f. og hefur það á stefnuskrá sinni að nýta surtabrandslögin á Skarðsströnd, ef það teldist fært. í stjórn félagsins eru: Haraldur Guðmundsson, formaður og fram kvæmdastjóri, Magnús Brynjólfs- son, ritari, Friðrik Þorstéinsson og tæknilegur raðunautur er Helgi Sigurðsson, hitáveitustjóri. VAFASAMT UM FJÁRHAGSHLIÐ Mbl. hefur aflað sér upplýs- inga um það, að áður hafa nokkr- ar rannsóknir farið fram á surta- brandslögunum á Skarðsströnd og hafa þær verið neikvæðar. M. a. kom hingað á sínum tíma ensk ’ ur kolanámufræðingur, sem taldi ;eftir rannsókn, að kolanám þar væri óframkvæmanlegt. Ilmsiin ánægjn Sjárskiptin í Dölam Bændur hyggja á aukna sauðfjárrækt EÆNDUR í Dalasýslu munu nú treysta meira á sauðfjárræktina en áður, vegna þess hve fjárskiptin virðast ætla að takast vel. Hefur hin'n nýi fjárstofn dafnað vel og mun fjöldi sauðfjár nú orðinn álíka í sýslunni cg áður en fjárskiptin fóru fram. SKIPTIST SUNNAN LAXÁRDALS Dalasýsla hefur verið á tveim- ur fjárskiptasvæðum og skiptir á milli þeirra varnargirðing sunn an Laxárdals. HEILSUFAR GOTT í vestursýslunni fóru fjár- skipti fram’fyrir fimm árum. Lr fjárstofninn nú orðinn meiri þar en var fyrir skiptin og enn munu bændur hyggja á aukningu. — Heilsufar hefur verið ágætt hjá fénu, nema hvað borið hefur á lambaláti á tveimur eða þremur bæ j um. NOKKUÐ FÓDURFREKT FÉ Hinn nýi stofn hefur reynst ágætlega og er ekki lakari að heilsu og frágangi en stofn sá sem áður var í sýslunni. Hann hefur dafnað vel, en það eina sem menn finna að honum, er að hann virðist ef til vill nokkuð fóðurfrekur. Annars hafa lamb- gimbrar verið látnar fá, alin und- an þeim lömb og þurfa þær þá meiri umhyggju og umönnun. ALMENN ÁNÆGJA Aðeins tvö ár eru síðan fjár- skiptin fóru fram í suðurhluta sýslunnar, svo að þar er ekki fengin eins mikil reynsla. Þó virðist sömu sögu að segjá þaðan og úr vestursýslunni. Hafa sauð- fjárskiptin tekizt svo vel, að al- menn ánægja er með þau og hyggja bændur nú á aukna suuð- fjárrækt. Leitað árangurslaust að í öldruðum Keflvíkingi >} Hvarf að heiman s. I. þriðjudag SÍÐLA dags síðastliðinn þriðjudag gekk Einar Gislason til heimilis að Klapparstíg 3 í Keflavík að heiman frá sér, en síðan hefur ekki til hans spurzt og ekkert er vitað um ferðir hans, þrátt fyrir gagn- gera leit. — Einar er 84 ára að aldri, hrumur orðinn og seinn til gangs og því er talið víst að fótgangandi hafi hann ekki komizt langt. 60—100 MANNS LEITA Leit var hafín að Einari þegar á miðvikudaginn og hafa 60—100 manns leitað daglega. Hefur ver- ið farið um nágrenni bæjarins, heiðarnar í kring og gengið um f jörurnar, en þessi leit hefur eng- an árangur borið. SÍÐASTA LEITARTILRAUNIN í gærdag átti blaðið tal við bæjarfógeíann i Keflavík. Var þá verið aÍ5 skipuleggja hvernig haga skyldi leitinni þann daginn, en það átti að verða úrslitatilraunin yið leitina. Einnig er afráðið að slæða með fram bryggjum í Keflavík, en það er erfitt verk vegna dýpis. Veður hefur ekki verið nægikga gott til þess ennþá, en jafnskjótt og veður leyfir verður verkið framkvæmt. ALDRAÐUR OG HRUMUR Eins og áður segir er Einar 34 ára að aldri. Hann bjó hjá fóstur- syni sínum og er orðinn svo hrumur að hann á jafnvel eriitt með að komast 'mílli húsa. Einar þykir stundum nokkuð undarieg- ur í háttum. Barnahsímiiso ai Laisgarási Nokkur barnanna sem að Laugarási eru. í miðjum hópnum er Þor- steinn Scheving Thorsteinsson, lyfsali, en hann ásamt ýmsum öðr- um hefur varið ótöldum stundum til að hlua að þeim minnstu nieðal okkar. Sjá grcin um barnaheimilið á blsá 3. Togarasöiurnðr fi! Esb Abending ti! Alþýðublaðsins Engar áætlunarferðii’ Hl Þórshafitar 1 ÞÓRSHÖFN, 22. ágúst: — Það .hefur verið til mikils baga 4 Þórshöfn, að engar fastar áætl- unarferðir hafa verið á landi til bæjarins í sumar. Bifreiðarstjóri sá, sem haldiC hefir uppi ferðun- um fram til þessa, treysti séi’ ekki til að annast þær í sumar, þar sem tekjur hafa verið litlar af þeirri atvinnu. Engar flug- samgöngur eru heldur við stað- inn og væri mikil þörf á ein- hverjum aðgerðum til úrlausn- ar þessu samgönguleysi. — Að sumarlagi er opin landleið til Þórshafnar frá Kelduhverfi og yfir Axarfjarðarheiði. —Fréttaritari. ( GÖRING heitinn marská’kur átti mjög stóra átta binda biblíu, sem hann að öllum líkindum stal í Póllandi. — Eftir stríð fann franskur hermaður hana í Berchtesgaden, og nú er hún í eigu St. Wandrilleklaustursins. Faðir Fouquer, sem er í þessu klaustri, segir, að biblían sé prenttið einhvern tíma á árunum 1569—1573. Löngu seinna eignað- ist pólskur háskóli hana, og þar hirti Goring hana í striðsbyrjun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ setti s.l> sunnudag fram þá spurningu i gleiðletraðri forsíðugrein, hvort íslenzkt fyrirtæki keypti saltfiskinn í Esbjerg af ís- lenzku togurunum, og bar fyr- ir sig togarasjómenn, sem höfðu séð íslenzka menn við móttöku fisksins í Esbjerg. — Þetta átti sýnilcga_ að vera æsifregn og var því varpað fram af blaðinu að engar skýringár fengjust um það hvers vegna þörf væri á að selja þennan fisk til Esbjerg. ★ Framkvæmdastjórar SÍF, sem Morgunblaðið hefur, að gefnu tilefni, leitað upplýsinga hiá, vilja í þessu sambandi láta þess getið að þeim sé ekki kunnugt um að íslenzk fyrir- tæki stanði að þessum fisk- kaupum. Fisknrinn er allur seldur dönskum fyrirtækjum, eins og samningarnir bera með sér. Þessir sölusamningar eru fyrir hendi á skrifstofu SÍF hér, og er ekkert til fyrirstöðu að þeir, sem hafa sérstakan á huga fyrir því, hvað kaupend- urnir heita, fái að ganga úr skugga um það, ef þeir óska þess. Töðulezigias' í Dölum er gIb í befra lagi SÆMILEG spretta hefur verið í Dalasýslu á túnum í sumar, svo að menn telja betri en í fyrrasumar. Tíðarfar hefur verið ágætt allan fyrri hluta ágústmánaðar, en nú hefur brugðið til votviðra síðustu daga. SLÁTTUR HÓFST SEINT i orðinn allsæmilegur víðast hvar. Sláttur hófst yfirleitt ekki í Dölum fyrr en í síðari hluta júlí- ÚTENGI EKKI GÓÐ mánaðar, en þar sem tún voru| Hins vegar þykir mönnum út- látin bíða, þá var spretta vel í engi vera lélegra en venjulega. meðallagi. Svo bætti hin góða Er það bagalegt, því að nú um tíð í fyrri hluta ágústmánaðar þessar mundir hyggja Dalamenn svo úr, að heyskapur er þegar mjög á aukna sauðfjárrækt. Fmnst lisr skriðu- orpin fonuMHUMlna? I RÁÐI er eins fljótt og tækifæri gefst að grafa upp leifar af fornri sundlaug við Sæiingsdalslaug í Dalasýslu. Mun Ungmennasamband sýslunnar gangast fyrir því. SVIPAÐ SNORRALAUG » ........... ★ Blaðið talar einnig nm, að einhver leynd sé yfir þessum sölum til Esbjerg eða vegna hvers þær eiga sér stað. Þetta er alveg út I bláinn sagt. SÍF selur engan togarafarm, hvorki til Esbjerg eða anrars staða, nema eftir beiðni út- gerðarfyrirtækja þeirra, sem hlut eiga að máli. Af eðlileg- um ástæðum koma fleiri slík- ar sölur í hlut Bæjarútgerðar Reykjavíkur en annarra togaraútgerðarmanna, en einmitt annar framkvæmda- stjórinn í Bæjarútgerð Reykja víkur, er mikilhæfur og vel kunnur alþýðuflokksmaður. Ætti Alþýðublaðið að geta afl- að sér réttra upplýsinga um þessi mál og sparað sér rangar tilgátur um það hverjir kaupi fisk þennan og hvað því veld- ur, að togararnir yfirleitt sækja svo á með það, sem raun ber vitni um, að selja Grænlandsfisk sinn til Dan- merkur eða danskra fyrir- tækja. ÞaS er talið víst, að þarna hafi áður verið sundlaug, en ekekrt er vitað um stærð hennar eða fyrir- komulag, en menn búast við, að það hafi ekki verið mjög ólíkt Snorralaug í Reykholti. Mestöll verksummerki þarna eru nú kom in undir skriðu og grafin niður. HELLUSTOKKURINN Þó hefur fundizt þar hellu- stokkur, sem menn ætla að heitt vatn frá laugum hafi verið veitt um og vonast menn til að við fornleifagröft mætti fikra sig á- fram eftir hellustokknum, þar til komið væri að lauginni. ÁHUGI UNGMENNAFÉLANNA Ungmennasamband Dalasýslu hefur áhuga á að leita fornleifa þarna. Hefur það fengið nokkurn styrk úr sýslusjóði til fyrirhug- aðs uppgraftrar. Er nú aðeins eftir því beðið að fornminjaverði gefist tími og rúm til að stjórna og lciðbeina með uppgröftrinn, — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.