Morgunblaðið - 24.08.1952, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 24. ágúst 1952
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
tuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla-
Austurstræti 8. — Sími 1600
Asfcriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innamands
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Bætt skipulag
lan dh elgisgæslunn ar
SÚ RÁÐSTÖFUN Bjarna Bene-
diktssonar dómsmálaráðherra að
fá sérstökum manni yfirstjórn
landhelgisgæzlunnar hefur yfir-
leitt mælzt mjög vel fyrir. Þjóð-
inni er ljóst, að með setningu
reglugerðarinnar um hin nýju
fiskveiðitakmörk bar brýna nauð
syn til þess að vanda sem mest
til landhelgisgæz’unnar og fram-
kvæmdar hennar. Öhjákvæmi-
legt var að greina þessa réttar-
vörzlu frá rekstri hins umfangs-
mikla samgöngufyrirtækis, sem
hún var í hominu hjá. I°ví fer
víðsfjarri að sú ráðabreytni þurfi
að teljast vantraust á forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins, sem er
yfirhlaðinn störfum við stjórn
fyrirtækis síns. Má segja að
framkvæmdastjórn þess sé ærið
verkefni einum manni. Ber og
mikla nauðsyn til þess að reynt
verði að draga úr milljónatapi á
rekstri þessa ríkisfyrirtækis.
Allir eru líka sammála um
að mjög vel hafi tekizt til með
vali Péturs Sigurðssonar sjó-
tiðsforingja til yfirstjórnar
landhelgisgæzlunnar. Liggja
til þess ýms rök. Hann hefur
í fyrsta lagi hlotið menntun,
sem er hin ákjósanlegasta fyr-
ir mann, sem slík störf hefur
með höndum. í öðru lagi hef-
ur hann víðtæka reynslu sem
sjómaður á skipum landhelg-
isgæzlunnar. í»að er ennfrem-
ur vitað að Pétur Sigurðsson
er sérstaklega fær og hæfur
maður. Allir þeir, sem eitt-
hvað þekkja íil hans og starfa
hans víta að hann vinnur
hvert verk af einstakri ná-
kvæmni og samvizkusemi.
íslerzks hlaðs, og það mál-
gagns forsætisráðherrans, um
að skipulagsbreytingin á land-
helgisgæzlunni sé gerð til
þess að þóknast innlendum
veiðiþjófum, eru þess vegna
háskalegt tilræði við íslenzka
hagsmuni.
Nei, slíkur málflutningur er
ekki aðeins ósamboðinn - ábyrg-
um stjórnmálaflokki og aðal
málgagni hans. Hann er stór-
hættulegur og gæti háft örlága-
ríkar afleiðingar ef mark væri á
honum tekið.
Kjarni málsins er sá, að með
hinni nýju yfirstjórn land-
helgisgæzlunnar er stefnt að
eflingu hennar, bættri og ör-
uggari réttarvörzlu. Ekkert er
eðlilegra en að sjómenn og
útgerðarmenn, sem hér eiga
mikið í húfi, fylgist vendilega
með framkvæmd hennar. Ef
einhverjir misbrestir verða á
henni éiga þeir að gera yfir-
stjórn landhelgisgæzlunnar
aðvart eða benda á mistökin
opinberlega. Allir þcir, sem
af einlægni vilja sem mest ör-
yggi og fullkomnasta réttar-
vörzlu á þessu sviði verða að
taka höndum saman um að ná
því takmarki. Það er áreiðan-
lega vilji núverandi dóms-
málaráðherra og þess hæfa og
dugandi manns, sem fengin
hefur verið yfirstjórn land-
helgisgæzlunnar.
Á móti rannsékn!
VEGNA blaðaskrifa um eitur-
byrlun af hálfu varnarliðsmanna
á Hótel Borg hefur dómsmála-
Með núverondi verðlngi æfti nð
vera hægt nð framl
Þegar á allt þetta er litið hlýt-
ur það að teljast mikill fengur
að hafa fengið þennan mann til
þess að stjórna landhelgisgæzlu
okkar nú, þegar mest ríður á að
vel sé til hennar vandað. Hæfi-
leikar hans og hið breytta skipu-
lag hennar eru trygging þess að
vel verði haldið á þessum þýð-
ingarmiklu máium í framtíðinni.
Það sætir því ekki lítilli furðu
þegar Tíminn leyfir sér að bera
þá ósvífnu blekkingu á borð fyrir
lesendur sína, að hið nýja skipu-
lag landhelgisgæzlunnar sé bein-
línis upp tekið til þess að auð-
velda landhelgisbrot íslenzkra
skipa!! Þessi staðhæfing er svo
dólgsleg, að til eindæma verður
að telja, jafnvel í dálkum Tím-
ans.
Hver trúir því að þessi ásökun
eigi við allra minnstu rök að
styðjast? Áreiðanlega enginn viti
oorinn maður, ekki heldur rit-
stjóri Tímans, sem stendur á-
oyrgur fyrir birtingu hennar í
olaði sínu.
Sannleikurinn ev líka sá, að
slíkur málflutnir.gur er mjög
hættulegur vegna aðstöðu okk
ar út á við. Þær ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið til/
verndar íslenzkum fiskimið-
um ná jafní til innlendra
skipa sem útiendra. Það er
mikilsvert að þær þjóðir, sem
hafa véfengt rétt okkar til
þeirra sjái og viti, að fram-
kvæmd landhelgisgæzlunnar
gangi jafnt yfir aiia. Dylgjur
[ ráðuneytið nú fyrirskipað opin-
|bera rannsókn. Er með henni
stefnt að því að kanna sannleiks-
gildi fregna um slíka glæpi og
að sjálfsögðu að draga þá, sem
sekir kynnu að reynast til á-
byrgðar fyrir þá.
Það er fyrst og fremst blað
kommúnista, sem flutt hefur
fregnir um þessa eiturbyrlun. —
Mætti því ætla að það yrði alls-
hugar fegið er rannsókn er fyrir-
skipuð til þess að grafast fyrir
rætur málsins. En því fer víðs-
fjarri að blaðið fagni henni. Það
snýst þvert á móti hið versta við.
— Ritstjóri þess neitar að gefa
nokkrar upplýsingar um heim-
ildir sínar fyrir frásögn þess. —
Hann lýsir því jafnvel yfir að
„rannsókn á einu tilteknu atviki“
sé „vitanlega alveg út í bláinn“!i
★
Á þessu stigi málsins skal ekk-
ert fullyrt um niðurstöðu rann-
sóknarinnar. — En óneitanlega
hlýtur þessi afstaða kommúnista-
blaðsins að vekja grun um, að
að það hafi ekki alveg hreint
mjöl í pokanum og að ekki hafi
verið rækilega vandað til heim-
ilda þess fyrir „frygðarpillu"-
fregnum þess! '
★
En almenr.ingur á rétt á að
vita sannleikann í þessu efni.
Þess vegna er rannsóknin
sjálfsögð og sömuleiðis á-
byrgð á hendur þeim, sem
kynnu að reynast sekir um
þau alvarlegu afbrot, sem úm-
rædd blaðaskrif hafa gefið í
skyn að framin hafi verið.
UNDANFARIN ár hefur Gunnar
Böðvarsson verkfræðingur rann-
sakað sérstaklega jarðhitann hér
á landi, allt sem að honum lýtur,
að hvaða gagni jarðbitinn getur
komið, svo og jarðefni þau, sem
sérstaklega eru eða verða fundin
á jarðhitasvæðum.
BYRJUNIN í FYRRA
Nýlega spurði ég Gunnar sér-
staklega um boranirnar sem farið
hafa fram í Námáskarði við
Reykjahlíð. Að þeim var unnið
í allt fyrra sumar og þeim haldið
! áfram í sumar. Ég spurði Guniiar
hvaðá fyrirætlanir verkfræðing-
i arnir hefðu viðvíkjandi hugsan-
j legum námurekstri þar nyrðra,
■ og fékk m. a. hjá honum nokkra
! skýringu á því hvernig brenni-
steinsmyndunin í Námaskarði fer
fram að áliti vísindamanna.
Hann skýrði svo frá:
Við gerðum tvær borholur á
námasvæðinu í fyrrasumar. Þær
| voru til þess að gera mjög grunn-
’ ar, 35 og 56 m djúpar. Upp úr
þeim komu 2Ö lestir af gufu á
klst. En sú gufa hafði að geyma
það mikið af brennisteini að
hægt mundi vera að vinna úr
henni 200 tonn af brennisteini á
ári.
HRAUNKVIKUHLEIFUR
í FJALLINU
Mér virðist, segir Gunnar, allir
vera sammála um, að jarðhitinn
í Námafjalli myndist þar vegna
þess að kvikuhleifur eða óstorkn-
, að hraun er þarna tiltölulega
jskammt frá yfirborði jarðar,
j grunnvatnið sígur það langt nið-
, ur, að hringrás myndast (líkt og
í miðstöðvarkerfi) kringum þenn
an heita hleif.
Við eldsumbrot hefur þessi
kvikuhleifur staðnæmzt undir
yfirborði, og samkvæmt útreikn-
ingum okkar virðist rúmmál'
hans varla vera minni en 10—15
tenings-kílómetrar.
Á leið sinni tekur hringrásar-
vatnið í sig ýmsar lofttegundir
frá kvikunni eða næsta nágrenni
hennar, þar á meðal brenni-
steinsvetni og er magn þess i
gufunni um 2—3 af þúsundi.
1 KG ÚR SMÁLEST AF GUFU
Við ætlum okkur, að skilja
brennisteinsvetnið úr gufunni
með því að þétta hana og vinna
brennisteininn síðan úr þessari
lofttegund.
Við erum þeirrar skoðunar, að
hægt sé að gera ráð fyrir því,
að brennisteinsmagnið í gufunni
muni haldast það mikið að hægt
verði að vinna 1 kg af brenni-
steini úr hverri smálest.
stein I
segir Gunnar Böðvarsson, verfcfræSEngur
FRAMLEIÐSLAN 2—3 ÞUS.
TONN Á ÁRl
Nú er unnið að tveimur bor-
holum í viðbót til þess að ná í
meira gufumagn. Vonumst við
eftir að geta gert 3—4 öorholur í
sumar.
Enginn vafi er á að þarna er
hægt að vinna brennistein, en
vinnslan þarf vitanlega að vera
byggð á fjárhagslega öruggum
grundvelli til þess að hún komi
til mála. Að óbreyttum aðstæðum
um verðlag á brennisteini ætti
að vera hægt að framleiða þarna
2—3 þús. tonn á ári.
VON UM BRENNISTEIN
FYRIR 3—5 MILLJ. KR.
Brennisteinninn er ein af þeim
nauðsynlegu efnivörum í heim-
inum er mjög gengur nú til
þurrðar. Verðlag á brennisteini
í Evrópu er nú 1500—2500 kr.
tonnið, en á amerískum brenni-
Steini er hámarksverð svo verð-
laginu hefur verið haldið þar
niðri. Gerum við okkur því von-
ir um að fyrir ársframleiðsluna
í Námaskarði yrði hægt að fá um
3—5 milljónir króna.
! Ráð er fyrir gert að vinnslu-
stöð verði reist þar á staðnum.
Má gera ráð fyrir að vinnslu-
stöðin sjálf og nauðsynlegar bor-
holur kosti 8—10 milljónir kr.
að langmestu leýti innlendur
kostnaður.
V. St.
Velvakandi skriíar:
ÚEK DAGLEGA LÍFIAIU
— Guðbrandsdeild
Fraxnh. ai bls. 2
son alþingismaður á Reynistað,
en síðan urðu umræður, sem bæði
prestar og sóknarmenn tóku þátt
í. Milli ræðanna var almennur
söngur undir stjórn Jóns Björns-
sonar bónda og söngstjóra á Haf-
steinsstöðum. Fundinum lauk
með því að sf. Friðrik Friðriks-
son flutti bæn og drottinlega
blessun og fundarmenn sungu.
Að loknum þessum almenna
fundi héldu prestarnir félagsfund
sinn. Formaður minntist ?r. Guð-
brands Björnssonar prófasts í
Hofsós, sem flutt hefur af félags-
svæðinu, og vottaði honum þakk-
ir. Þá bauð form. velkominn nýj-
an félaga, sr. Ragnar Fjalar I.árus
son í Hofsós. Samþykkt var að
halda í framtíðinni þeim hætti,
sem nú er tekinn upp, að messa
fundardaginn á eins mörgum
kirkjum og unnt er. í nánd við
fundarstað. Síðan var rætt frek-
ar um framtíðarstarf deildarinnar
og kosin stjórn hennar. Skipa
hana þeir‘sr. Gunnar Árnason,
ÍQrmaður, sr. Helgi Konráðsson
og sr, Þorsteinn B. Gíslason.
— jón.
Annars staðar.
GOSBRUNNURINN, sem
Philips ætlar að skrautlýsa í
Tjörninni er enn eitt aðalum-
ræðuefnið í bær.um. Eru-úfar all-
miklir með mönnum og flokka-
drættir, enda þótt gosbrunnur á
þessum stað eigi sér harðla fáa
formælendur.
Hitt er mesti misskilningur,
sem hlaupið hefir í suma, að feðr-
um gosbrunnsins séu allar bjarg-
ir bannaðar, þó að þeir láti af
Tjarnarhugmyndinni. Má ekki
setja hann á Miklatorg eða Mela-
torg? Um þessar mundir er hvort
sem er verið að róskotast á báð-
um þessum stöðum.
Skyggður vatnsflötur
eða ..
DAGLEGA lífinu hefir borizt
eftirfarandi bréf frá dr. Sig-
urði Þórarinssyni:
„Velvakandi góður!
Mætti ég í dálki þínum ítreka
þá frómu ósk, sem ég lét í ljós í
útvarpserindi fyrir ári, að stjórn
Reykvíkingafélagsins, helzt for-
maður félagsirs, gerði í blöðum
eða útvarpi grein fyrir rökum
þeim, er liggja til þess, að félag-
inu er svo mikið áhugamál að
koma gosbrunni i Tjörnina. Má
vera, að þessi rek, sögules, fag-
urfræðileg eða sálræn, séu svo
j veigamikil, að ég og fjölmargir
| aðrir, sexn heldur kjósum néttúr-
| legan, skyggðan vatnsflöt Tjarn-
arinnar en einhverja vélknúna
I uppíloftmigu, jafnvel þótt hún sé
í regnbogans litum og með hita-
! veituhita, hljótum að beygja okk-
ur fyrir þeim. Hví ekki skýra
málstaðinn í stað þess að bara
segja: Við ætlum að setja’ gos-
brunn í Tjörnina.
S. Þ.“
Spánarferð.
ÞÁ nálgast hin langþráða stund,
að íslenzkt farþegaskip sigli
til Miðjarðarhafsins, þar sem tug-
um manna gefst kostur á suð-
rænni sól og ódýrum lystisemd-
um. Hefur víst fáa órað fyrir því
allt fram á þennan dag, að við þá
væri sagt: — Gerið svo vel herr-
ar mínir og frúr, við gefum ykkur
kost á ódýru ferðalagi til Spánar
og af pesetum ættuð þið að geta
jfengið eins og ykkur þóknast.
Það hefir nefnilega komið upp
, úr kafinu, að varla er nokkurs
staðar ódýrara að ferðast í
Evrópu en suður á Spáni.
| Skemmtileg tilbreyting verðuí
þetta, ef vel tekst!
Til Suðurlanda
um vetur.
ÞÓ að ekki sé ráðgerð nema ein
Spánarferð sem stendur, þá er
lengan veginn ólíklegt, að eitt-
hvert framhald verði á suðurferð-
I um á borð við þessa, ef allt geng-
ur að óskum.
Það virðist ekki óeðlilegt, að
mönnum verði gefinn kostur á að
skreppa til Suðurlanda að vetr-
inum, þegar sólskinsleysi og
þunglyndi hrjáir okkur mest
norður hér. Að minnsta kosti er
það sanngjörn krafa, að kannað
verði, hvort nægileg þátttaka er
ekki fyrir hendi í slíka för.
Ef okkur eru utanfarir nauð-
synlegar á sumrum, þaþeim mun
fremur á vetrum.
i 1
Rýmingarsölur.
SKYNDISÖLURNAR eru allt af
nokkur viðburður í bæjarlíf-
inu. Fara þá margir á stúfana,
einkum þeir auralitlu og barn-
mörgu, og reyna að krækja sér í
ódýta flík, því að það er helzt
álnavara, sem skyndisölúrnar
spinnast um.
Þegar sumri haliar, og haust-
tízkan stingur upp kollinum, er
vörunum, sem þóttu góðar og
gildar í vor, orðið ofaukið. Þá
grípa verzlanirnar til útsölnnna’-
og eins um miðjan veturinn. í
lögum segir þó, að engin verzlun
megi’ halda skyndisölu lengur en
tvo mánuði á ári hverju.
Barnafötin eftir þvngd.
HÉR og þar um bæinn rekumst
við nú á verzlanir, þar sem
útsalan er í fullum gangi. Ösin e-
mismikil eftir því, hve mikíll
slægur er í útsölunni. En það er
þó víst, að aldrei hefir þröngin
orðið á borð við lætin kringum
sumar skyndisölurnar í stærstu
verzlunarhúsunum í Danmörku,
þar sem legið hefir við líkams-
meiðingum vegna ákafans að
komast fyrstur að.
Verðið þar var líka undarlega
lágt á sumum varningi eins og
barnafötunum, sem seld voru
eftir þyngd. . .