Morgunblaðið - 29.08.1952, Side 10

Morgunblaðið - 29.08.1952, Side 10
10 MORGUNBLABIÐ Föstudagur 29. ágúst 1952 KALLI KULA Skáldsaga eftir FALSTAFF FAKIR imtniiifmuiiiHiitiiMmKiiiiiitniiiiiiiiMifiiHiimiimnnii Framhaldssagan 6 Tveim dögum síðar var Ása- trúin einráð í Ásaþorpi — aðeins tveir menn voru enn utan liins nýja safnaðar. Annar var baptist inn og húsmaðurinn Mats. En hefndin fyrir þessa sérvizku hans lét ekki bíða iengi eftir sér. Hann átti hund, sem elskaði að bíta fé. Og dag einn fannst hrútur, sem Kalli Kúla átti, bitinn til dauðs úti í haganum. Almenningsálitið, er einkum kom fram gegnum Lantz, benti strax á hund Mats sem sökudólg. Bæði Mats og hundurinn neituðu ákærunni. Kalli Kúla setti þá Mats tvo kosti af salómonískri visku sinni: annaðhvort að greiða myrta hrútinn fullu verði, en það var sextíu og sex krónur (þar sem hrúturinn var af ágætu kyni) og komast þannig hjá málaferl- um — eða ganga undir „járn- skýrslu“ til að sanna sakleysi hundsins. Þar sem Mats átti ekki sextíu og sex krónur bauðst hann til að taka skýrsluna. En er hann fékk að vita, að hún færi þannig fram, að hann skyldi ganga ber- fættur yfir hvítglóandi plógjárn, varð hann bljúgur og bað um að fá að tala við Kalla Kúlu i ein- rúmi. Þá er hann kom frá samninga- borðinu, var hann sýknaður af hrútsmorðinu og nafn hans stóð í hinni miklu bók. En auk þess hafði hann tvær silfurkrónur í vasanum. Nú vantaði aðeins einn — Mömmu Grétu, þá sömu, sem stundi mest undir fyrirlestrinum. Hún hélt dauðahaldi í sína gömlu villutrú, en þar sem hún var hölt og þurfti alltaf einhvern til að fylgja sér til kirkjunnar á sunnu- dögum, og auk þess sárvanhagaði hana um yfirhöfn, þá tók hún með gleði á móti notuðum kam- garnsbuxum sem efni í hátíða- kápu — og nafn hennar var inn- ritað í hina miklu bók Kalla Kúlu. Og nú voru allir íbúar Ása- þorps orðnir ásatrúarmenn og líkaði það mætavel. Fyrstu dagana gekk allt með ró og spekt. Fyrsti sunnudagur- inn var einkum ljómandi dagur. Þá lét Kalli Kúla fara fram forn- norræna bardaga- og knattleika á stóra grasblettinum bak við aðalbygginguna og lét Lantz til- kynna það á laugardeginum. Þetta varð til þess að allir ása- trúarmenn vanræktu kirkjuna algerlega og köstuðu spjótum í þess stað, hoppuðu yfir snúru og glímdu allan fyrripart sunnu- dagsins. Auðvitað varð kirkjan mjög illa sótt vegna þessa. Leti- garðsmeðlimirnir höfðu allir mætt og séra Jóhannsson þrum- aði um hryllilega refsidóma yfir skelfdum höfðum þeirra, og var með óhugnanlegar illspár, enda var hann i slæmu skapi yfir að sjá engan mann frá Ásaþorpi við guðsþjónustuna. Leíkarnir voru mjög vel sóttir og það var leikið af kappi fram yfir hádegi. Stórkostlegar ölkönn ur gengu á milli manna og slökkti ekki einungis þorsta þátttakenda, heldur og áhorfenda — en þetta var örlæti, sem vakti kærleika, ásamt aðdáun til hins gjafmilda áss, Kalla Kúlu. Erfiðara veittist að setja skálda leikina í gang. Ekki einn einasti í hópnum gat kveðið um stór- dáðir forfeðranna, en Kalli Kúla hafði bent á það" sem viðeigandi efni fyrir norræna gleðihátíð. Að síðustu mannaði undirforinginn sig upp, hinn ágæti Lantz, þrátt fyrir fimmtíu vetra hættulegar Kvennaveiðar. Hann gekk afsíðis og skrifaði dálitla stund, sýndi Kalla Kúlu dálítin pappírsmiða og var feimnislegur á svipinn. Kalli Kúla las það sem á mið- anum stóð. Það var stutt en kjarn gott og gaf góða innsýn í hið leynda tilfinningalif skáldsins: Ég elska hina litlu villtu Valkyrju Pernillu. Þetta, að nokkru leyti nýtízku- lega Ijóð, var þakkað með ánægjulegu klappi og hrósyrðum. Pernilla valkyrja — ein af hinum þjónandi stúlkum Ásaþorps — roðnaði af feimni og hrifningu og nafn Lantz var á allra vörum. Kalli Kúla afhenti stríðsmann- inum skáldalaunin — feita gæs — og gaf honum nafnbótina skáld, á staðnum. Eftir hátíðina gekk nýjasti á- hangandi trúarinnar, Mamma Gréta, til Kalla Kúlu og talaði til hans sem ,,Þórs“ og skýrði honum frá því að hún væri gift eineygða húsmanninum, honum Páli, en héðan í frá hefði hún ákveðið að gefa honum nafnið Höður. — Hvers vegna? spurði Kalli Kúla. — Jú, hann er nærri blindur — og það var Höður, herra Þór! Eftir nokkra umhugsun og efa- semdir samþykkti Kalli Kúla uppástungu hennar, enda þótt honum þætti nóg um þessa ása- æsingu. Eftir þetta hefndi hann þau Mömmu Grétu og Höður „hin ásaheilögu" til aðgreiningar frá þeim, sem voru veikari í trúnni, þegar hann ræddi við Lantz. „Norræn goðafræði" naut svip- aðrar virðingar og hinar fimm bækur Móse. Sem „apokrýfar" og þó áreiðanlegar bækur töldu menn „Friðþjófs sögu“ og nokk- uð af ritum Lings, einkum kvæð- ið „Æsirnir", sem hafði djúp áhrif á fólk vegna hins íburðar- mikla orðskrúðs — og sennilega líka vegna lengdasinnar. Oll þessi rit voru lesin og rædd á kvöldin, þegar striti dagsins var lokið. Lantz hlaut mikla aðdáun er hann uppnefndi organtroðann, en hann var ekki sérlega vinsæll, og kallaði hann Hrímþursa. Séra Jóhannsson var oft nefndur Fernisúlfurin, en ekki fór það hátt. Mamma Gréta kallaði sókn- arprestinn Miðgarðsorminn og nokkrir tóku það eftir henni. Sama klíka leit á kirkjuna sem eitthvert óhugnanlegt Ginnunga- gap. Allt hið daglega líf komst þann- ig undir áhrifavald Ásatrúarinn- ar. Undrun og reiði séra Jóhanns- son, þegar hann komst að þess- ari hræðilegu vantrúarhreyfingu, var alveg takmarkalaus. Hann var utan við sig yfir þessari frek- legu afneitun trúarinnar, sem vel gat haft það í för með sér að hann fengi ekki aðra áheyrendur en fátækralimi, þegar hann boðaði orðið í kirkjunni. Hann kvartaði sáran, og ásakaði sóknarprestinn fyrir þetta. Séra Andrés stundi, en lét í ljós þá von sína, að þetta myndi lagast. Þetta haldlausa svar jók á reiði Jóhannssons, svo að hann þaut út í skóg og eigraði þar ráðalaus í átta klukkutíma, einna líkastur brjáluðum manni. Svo fór hann á safnaðarfund, sem átti að halda þennan sama dag Honum var tekið með ískaldri kurteisi. Ástæðan til slíkrar mót töku var sú, að eftir að Kalli Kúla hafði komizt á snoðir um Akkillesarhæl prestsins: hina slæmu einkunn í kirkjusögu, unni hann sér engrar hvíldar fyrri en hann hafði boðað nokkra menn heim til sín og sagði, eins og utan gátta, við hina áhrifaríku bændur, sem mættir voru: Það er ákaflega leiðinlegt að séra Jó hannsson er svo illa að sér í hinni þýðingarmiklu grein prestsktarfs- ins, því, sem við nefnum kirkju- sögu! En er bændurnir komu með forvitnar spurningar um þetta efni, dró hann sig í hlé, andvarp- aði aðeins og sagði: Við skulum ekki tala um það. Nei, við skul- um ekki tala um það. Skál! Skál! 11L SÖI.U . .' D ERBER-GI « -frflnihrétlí ásamt =«#nÍ:lÁeÓ- ’ til leígu •■’ÞJÍl'fBbæbiíri fyrh- um á Ford ’37. Uppl. Skipa reglusama stúlku. — Hvít - sundi 71 í kvöld milli kl. 8 amerísk kápa til sölu á sama o o 1 stað. Uppl. í síma 81615. SOFASETT með rauðu áklæði, hreint og vel með farið til sölu. Tæki færisverð. Upplýsingar í síma 6949 í dag kl. 2—4. IBUO Barnlaus hjón. óska eftir 1 —2 herb. og eldhúsi strax. Atvinna: húsasmiður. Skil- vís greiðsla og góð um- gengni. Sími 81947. STULKA óskast til léttrar vinnu. — Uppl. á Barónsstíg 20 frá kl. 2—5 í dag. Maður í fastri atvinnu og með góðar tekjur óskar eftir 15—20 þús. kr. láná í 3 ár. — Skilvís greiðsla. " Tilboð sendist afgr. Mbl. jS/ fyrir 1. sept. merkt: „Far- maður — 127“. Fuglinn Griff eftir Grimmsbræður Hann sagði mér til dæmis, að hann hefði komið í höll, þar sem lykillinn var týndur af peningaskápnum." „Þetta eru nú meiru heimskingjarnir,“ sagði þá Griff. „Lyk- illinn er undir eldiviðarstaflanum í skemmunni.“ „Hann kom einnig við í annarri höll,“ sagði frú Griff. „Og þar var veik stúlka, sem virtist vera með ólækpandi sjúk- dóm. Hefir þú nokkra hugmynd um, hvort nokkur ráð eru til, svo að hún verði heilbrigð?“ „Ekkert er auðveldara,“ sagði Griff. „Undir kjallarastigan- um í höllinni er froskamóðir, sem gert hefir sér hreiður úr hári af stúlkunni. Ef stúlkan fær nú þetta hár aftur, þá mun hún verða heilbrigð aftur.“ „Að lokum sagði hinn kristni maður mér fcé því, að hann hefði komið að vatni, þar sem maður hefði verið, sem yrði að bera alla á bakinu yfir það. Manninn langaði aítur á móti mjög til þess að losna við þessa vinnu, en hann vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því.“ „Það er leikur einn,“ sagði Griff. „Hann þarf ekki annað en að láta einhvern mann niður í mitt fljótið, og þá mun hann losna við starfið.“ Snemma næsta morgun flaug fuglinn Griff að heiman, og þá skreið Bárður undan rúminu. Hann hafði nú náð fjöðr- inni, sem var mjög falleg og sömuleiðis hafði hann tekið eftir öllu, sem Griff hafði sagt um /hóttina. En til þess að íullvissa sig um, að hann hefði ekki gleymt neinu, þá end- urtók frú Griff allt það, sem fuglinn Griff hafði sagt. Svo lagði Bárður af stað heimleiðis. Hann kom fyrst til mannsins við fljótið. Maðurinn varð mjög glaður þegar hann sá Bárð, og spurði, hvað hann ætti að gera til þess að losna við starfið. Bárður vildi hins vegar ekki segja honum það, fyrr en hann hefði borið sig yfir vatnið. Maðurinn bar Ibúð oskast 2—5 herbergja íbúð óskast 1. okt. eða fyrr. Mjög góð umgengni. — Fyrirfram- greiðsla getur komið til greina. Uppl. í síma 7524. TRETEX 14” trétex, fyrirliggjandi. \Jerzi. Urijnja '_ Sími 4160. Sem ný 3ja hellna Rafha ELDAVÉL til sölu. Verð 1200 kr. Einn ig einhólfa stálvaskur, 44x 36 cm. (án borðplötu). Verð 400 kr. Til sýnis á Fossvogs blett 35 við Bústaðaveg frá kl. 10—4 e.h. í dag. Kanarifug! Gulur kanarifugl tapaðist frá Freyjugötu 25. Finn- — andi gjöri svo vel og gjöri aðvart í síma 5612. e í dag 89 RS 110 cm. kr. 14.90. — Mol- skinn, rifflað, kr. 37.90 og kr. 45.00. — Borðdúkaplast munztrað, kjólastrig í mörg um litum. DÍSAFOSS Grettisgötu 44. Sími 7698. Dodge ’47 einkabifreið til sölu við Sundhöllina kl. 6—8. Skipti á eldri bíl koma til greina. TIL SOLU slcúr úr timbri, klæddur með bárujárni, stærð ca. 614-—314. Til niðurrifs eða flutnings. Hentugur sem bílskúr. Uppl. í sima 80280 eftir kl. 1. Deiidsalar Við óskum eftir sambandi við stór heildsölufyrirtæki, sem hafa áhuga á að seija norsk kerti, sápur og snyrti vörur, af hinni viðurkenndu framleiðslu vorri. S. Mauritzens Sönner A/ S EtaUert 1878. Stavanger — Norge. Fyrsti vélstjóri á milli- ferðaskipi óskar eftir 3-4 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu. Fyrir- framgreiðsla á húsaleigu kemur til greina. Uppiýsing ar í síma 6284. Árni Thorlacius. Vil selja lítið hús viðbótarteikning, byggingar- og fjárfestingarleyfi fyl'gja og hálfan hektara erfða- festulands. Samkvæmt skipn lagi 5 lóðir, allt sléttað. — Tilboð skilist á afgreiðslu blaðsins fyrir 5. sept. merkt „Kópavogur — 119“. Bifreiðast|óri Bifreiðastjóri sem hefur ekið leigubifreið í 12 ár hér í bæ óskar eftir góðum bíl til að aka frá stöð. Keyra á móti öðrum kemur líka til greina. Tilboð sendist blað- inu fyrir hádegi á laugar- dag merkt: „9-10 — 115“. íbú.ð — Gjaldeyrir 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast í Reykjavík eða Hafn arfirði. Þrennt í heimili. — Gæti útvegað stúlku í vist. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð leggist á afgr. Mbl. fyrir 5. september, — merkt: „íbúð — 114“. í fjarveru minni næsta mánuð gegnir hr. læknir Skúli Thoroddsen, sjúkrasamlagsstörfum mín- um. Lækningastofa hans er í Bankastræti 6. Viðtalstími 1—3. Sími 5459, heimasími 3704. — Óskar Þ. Þórðarson dr. med. íbúð öskast Hjón með eitt barn óska eft ir íbúð 1—2 herbergi og eld hús, helst í Kleppsholti eða Laugarneshverfi. — Tilboð merkt: „Góð umgengni — 117“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir næstkomandi þriðjudagskvöld. GÆFA FYLGIR trúlofunarhring unum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu — — Sendið ná- ) kvæmt mál — J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.