Morgunblaðið - 09.09.1952, Side 8

Morgunblaðið - 09.09.1952, Side 8
8 MORGVNBLAÐiÐ Þriðjudagur 9. sept. 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSaxm.). Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Uigiýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanland*. í lausasölu 1 krónu eintakið. Raunhæfasta úrræðið gegn atvinnuleysi ÞEIR, sem lagt hafa leið sína um landið á þessu sumri og undan- farin sumur geta ekki komizt hjá að fylgjast með þróuninni í rækt- unarmálunum. í öllum landshlut- um hafa stór spor verið stigin á sviði túnræktarinnar. í hverri einustu sveit teygja nýjar sáð- sléttur sig út frá gömlu túnun- um, sem sjálf verða með hverju árinu sléttari og fegurri. Hið ræktaða land er markvíst og örugglega að leysa óræktina og rányrkjuna af hólmi. Þessi staðreynd hlýtur að vekja í senn mikinn fögnuð allra þjóð- hollra manna og miklar vonir og trú á framtíðina í þessu landi. Undanfarnar vikur hafa von- brigði og vandræði vegna afla- brests á sildveiðum mótað um- ræður um efnahagsmál okkar. Það er enn ein sönnun þess, ’nversu svikull sjávaraflinn getur verið og hversu varhugavert er að treysta eingöngu á hann. Ef vel gengur getur hann gefið mik- inn arð og skapað mikla atvinnu og blómleg lífsskilyrði. Og víst hefur sjórinn oft verið íslending- um gjöfull. Með því fjármagni, sem sjávarútvegurinn hefur skap að hefur Grettistökum verið lyft á skömmum tíma í þessu landi. Þrátt fyrir það væri það hin mesta heimska og óforsjálni að treysta nær eingöngu á hann um allan aldur. Við þurf um þessvegna að leggja megináherzlu á að rækta landið, gera það betra og byggilegra. Við eigum mikið af góðu landi, sem auðvelt er að rækta. Það getur skapað þúsundum manna, sem nú búa við öryggisieysi um afkomu sína við sjávarsíðuna, trygga og góða atvinnu. Því meira sem við ræktum, því fleira fólk, sem getur Iif- að góðu lífi í sveitum lands- ins, þeim mun minni hætta er á því, að misæri, afiabrestur eða lélegar gæftir til sjávarins skapi atvinnuleysi, skort og vandræði á fjölda heimila í landinu. Atvinnubótavinna á vegum hins opinbera, bæja og ríkis, get- ur aldrei leyst þann vanda, sem að fólkinu steðjar vegna atvinnu- leysis af völdum aflabrests. Eina varanlega úrræðið gegn böli þess er sköpun aukins jafnvægis milli hinna einstöku greina at- vinnulífsins. Ef fólkið heldur áfram að streyma til Reykjavík- ur og hinna stærri kaupstaða og útgerðarbæja verður aldrei hægt að koma i veg fyrir árstiðabund- ið' atvinnuleysi. Þó vofir jafnvel sú hætta yfir að atvinnuskort- urinn verði að varanlegu ástandi, beinlínis vegna þess, að folkið er orðið of margt í kaupstöðunum. Það eru ekki til verkefni fyrir það. I Það er staðreynd að mikið skortir á að framleiðsla einstakra landbúnaðarafurða fullnægi þörf þjóðarinnar. Á það fyrst og fremst við um kjöt, garðávexti og grænmeti. Víða um land er efi^nig oft og einatt verulegur mjólkurskortur. I Úr þessu verður ekki bætt nfima með því, að fleira fólk vilji stúnda búskap og framleiða þess- ár landbúnaðarafurðir. Til þess þarf ennfremur aukna ræktun og uppbyggingu í sveitum lands- ins. Því er höfuðnauðsyn einmitt nú, að reynt verði að skapa sem flestu fólki, og þá ekki hvað sízt ungu fólki, skilyrði til þess að hef ja búskap. Örugg asta leiðin til þess er að veita auknu f jármagni til ræktunar og húsbygginga í sveitum. Eins og nú er komið bendir allt til þess að fjöldi fólks vilji hefja búskap, ef aðstaða er að- eins fyrir hendi'til þess. í mörg- um sveitum er eftirspurn mjög mikil eftir jarðnæði. En margir stranda á því, að lán eru Htt fá- anleg til byggingaframkvæmda. Eins og áður er sagt er óhætt að fullyrða, að ein varanleg- asta og raunhæfasta leiðin til þess að koma í veg fyrír at- vinnuleysi í landinu sé að styðja það fólk öfluglega, sem vill hefja búskap. Þess vegna má ekki láta það undan fall- ast. Þessi þjóð hefur ekki efni á því, að varanlegt atvinnu- leysi skapist vegna offjölgun- ar fólksins við sjávarsíðuna. Okkur vaníar meira af land- búnaðaiafurðum, fleira fólk út í sveitirnar, aukið jafnvægi milli hinna einstöku greina atvinnulífsins. Úr öskunni í eldinn ÞAÐ hefur verið órólegt fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarið. í Persíu má segja að ríkið hangi á barmi gjaldþrots vegna olíu- deilunnar, sem ekki hefur ennþá tekizt að leysa. Mosadek forsæt- isráðherra virðist ennþá vera hinn sterki maður landsins, enda þótt margir óttist að hann kunni fyrr en varir að vakna við það, að kommúnistar hafi gert bylt- ingu í landinu og tekið þar völd- in með aðstoð Rússa, sem fylgjast mjög vel með hverju fram vind- ur. í Egyptalandi náði ólgan há- marki sínu með byltingu hersins og valdaafsali Farúks konungs. Má nú heita að Naguib hershöfð- ingi hafi tekið sér algert ein- ræðisvald. Eftir afsögn Aly Ma- her hefur hershöfðinginn tekið bókstaflega öll völd í sinar hend- ur. Tilgangur þessarar stjórnar- byltingar er sagður vera sá, að útrýma spillingu í opinberu lífi þjóðarinnar og skapa aukið jafn- rétti. f því skyni hefur verið á- kveðið að skipta jarðeignum milli hinna örsnauðu leiguliða, sem áð- ur hafa orðið að vinna fyrir góss- eigendur landsins. Þetta fyrirheit er út af fyrir sig líklegt til þess að hljóta vin sældir. En margt bendir til þess að spillingunni verði trauðla útrýmt úr stjórnmál- um Egypta með þeim aðferð- um, sem herinn beitir þar. — Hið algera einræði, sem Nag- uib hershöfðingi hefur tekið sér er engan veginn líklegt til að hafa þroskavænleg áhrif á líf þjóðar hans. Má því vera að Egyptar hafi farið úr öskunni í eldinn með byltingu þeirri, sem herinn hefur framkvæmt. Úr því mun tíminn að sjálf- sögðu skera. 12 SP8JRN AR FVRIR Það er alkunna að i hvert sinn, sem Kominform-menn verða uppvísir að blekkingar- áróðri, reyna þeir jafnan að bjarga sér úr ógöngunum með nýjum áróðursbrögðum. Hið rétta andlit á bak við „friðar- ávörpin“ svonefndu er löngu afhjúpað og allir þekkja nú friðardúfuna eldspúandi. NÝJASTA herbragð kommúnista á Norðurlöndum er að bera fram opinberlega hinar og aðrar spurn ingar í áróðursskyni og.efna.til atkvæðagreiðslna um ýmis mál og þá fyrst og fremst Atiantshafs- bandalagið. Eitt dönsku blaðanna hefur í þessu tilefni varpað fram 12 spurningum til komm- únista sjálfra, en þar sem blaðið telur ekki sennilegt að skilmerki- leg svör fáist, birtir það með hverri spurningu bau svör, rem Sovétstjórnin með Stalín í broddi fylkingar, hefur þegar gefið við þessum spurningum, með bein- um athöfnum og ummælum. Spurningar þessar fara hér á eftir með tilheyrandi svörum: 1. Álítur þú, að friðinum stafi hætta af þeim áformum Rússa, að endurhervæða Austur-Þjóð- verja og koma upp miklum flota- og flugbækistöðvum við Eysíra- salt skammt frá dönsku landa- mærunum? Stalín og danskir kommúnist- ar segja: Nei. 2. Álítur þú, að stofna eigi til frjálsra kosninga í Þýzkalandi áður en samþýzk stjórn er mynd- uð? Stalín og kommúnistar r>egja: Nei. 3. Álítur þú, að ágreiningi Svía og Rússa í sambandi við sænsku vélfluguna, sem Rússar skutu niður óvopnaða yfir Eystra salti eigi að skjóta til alþjóða rannsóknarnefndar? .66 cg „atkvæða- 1 liýjEistaa áréfksrs- brögð þelrra á Fimm ríki í Suður- ^meríku í efnahags- bandalagi FIMM ríki í Suður-Ameríku at- huga nú möguleikana á því að ganga í efnahagsbandalag, sem yrði miklu víðtækara en Benelux kerfið og allar fyrirætlanir um norræna samvinnu á sviði efna- hagsmála. Nágrannaríkin Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala, Honduras og Nicaragua vilja skipuleggja svo landbúnað sinn og iðnað, að löndin hafi sem mest' an hagnað af þessum atvinnu- greinum og hægt verði að kom- ast hjá skaðlegri samkeppni milli þeirra á þessu sviði. Einnig er ráð gert að bæta samgöngukerfið þannig, að flutningar frá einu landi til annars geti gengið sem fljótast og verið sem ódýrastir. Loks hafa löndin í hyggju að hafa með sér samvinnu um útflutning og innflutning. Undirbúningsvið- ræður um stofnun þessa banda- lags hefjast í þessum mánuði í Honduras í samráði við Efnahags nefnd S. Þ. fyrir Suður-Ameríku (ECLA). 2500 sfyrkir SÞ á þessu ári SAMEINUÐU þjóðirnar og sér- stofnanir þeirra geta k þessu starfsári boðið upp á 2500 styrki til ferðalaga og þjálfunar erlend- is. Fyrir tveimur árum gátu sam- tökin ráðstafað um 1000 styrkj- um, í fyrra var tala þeirra orðin tvöföld og á þessu starfsári eru styrkirnir orðnir enn fleiri. Styrk ir þessir eru einungis veittir sér- fræðingum til þess að gera þeim kleift að stunda framhaldsnám í sérgrein sinni erlendis. ' Stalín og kommúnistar segja: Nei. 1 4. Álííur þú að halda eigi 1. maí hátíðlegan með hersýning- jm? Stalín og kommúnistar segja: .Tá. 5. Telur þú að Pólvcrjar séu ánægðir með að rússneskur hers- höfðingi skipi emhætti hermáia- ráðherra í landi þeirra? Stalín og kommúnistar segja: Já. 6. Finnst þér það í samræmi við „friðar“-áróður Rússa að yfir- gangsárásin í Kóru var gerð með þeirra samþykki og þeir stvðja enn að áframhaldi hildarleiksins? Stalín og kommúnistar segja: Já. 7. Eiga kommúnistar að láta það híndra sig í að hrifsa völdin í sínar hendur, að þeir eru í minni- I hluta meða! þjóðar? I Stalín og kommúnistar segja: Nei. 8. Er réttlæíanlegt að Ieggja undir sig með hervaldi hlúta af landi vesturevrópskrar þjóðar og koma þar upp vígvirkjum eins og Rússar hafa gert í Finnlandi? Stalín og kommúnistar segja: Já. 9. Álítur þú það rétt af Rúss- um að verja um 2340 kr. á hvern uorgara íil hernaðarþarfa, en | rangt af Dönum að verja tæpum ' 500 kr. á hvern borgara til land- varna? | Stalín og kommúnistar svara: .Tá. J 10. Er 2-^5 ára herskvIUuíimi eðlilegur í Rússlandi, en hálft Jannað ár of langur herskyldu- tími í Danmörku? Stalín og kommúnistar segja: .Tá. U. ÁIítur þú, að Ðanir eigi að í'ylgja þeirri hlutleysisstefnn að hervæðast ekki, sem viss samtök manna reka hér áróður fyrir? Stálín og kommúnistar segja: Já. 12. Álííur þú að Danmörk eigi að vera óvarin fyrir árás að ausí- an? Stalín og danskir 'kommúnist- ar segja: Já. Bæta mætti við fleiri spurning- um, segir hið danska blað, en þetta ætti að rægja til þess að sýna, að kommúnistar ættu ekki að gerast spyrjendur meira en góðu hófi gegnir, heldur leitast við að svara og gefa viðhlítandi skýringar á ýmsu, sem fólgið er í hinni þjóðhættulegu stefnu þeirra og pólitískum loddaraskap. Hitt er annað mál að svör eru oft óþörf. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFKNU .E’ Kunna ekki að skammast sín. KKI kunna þeir að skammast sín“ varð mér að orði fyrir skömmu, er ég sá, að Þjóðviljinn var að víta útvarpsráð fyrir að láta flytja leikrit Hugrúnar, „Dregur að því, er verða vill“. Ég hefi lesið Rutarbók og sé ekki betur en leikritið sé ógætur Sitt sýnist hverjum „minnisvarði þessa merka rits“, en siður en svo „lélegur“. Eiga þakkir skyldar. YFIR leikritinu hvílir mildur, hugþekkur blær eins og yfir Rutarbók og meðferð leikenda var með afbrigðum góð. Finnst mér ástæða til að þakka bæði út- varpsráði, höfundi og leikendum. Mættum við fá meira af hreinum og göfgandi leikritum. Tækifærið vil ég Iíka nota til að láta í ljósi ánægju mína og margra annarra fyrir það, sem skáldkonan flytur sjálf í útvarpið bæði fyrr og síðar. Væri ánægju- legt að fá að heyra til hennar enn oftar. S.T.“ Að því er snertir — um. MJOG tíðkast það nú í íslenzku, að menn beri fyrir sig orða- sambandið að því er snertir eða önnur sömu merkingar, en álíka klaufaleg. Enginn vandi er þó að snúa sig út úr þessu. — Iðnsýningin er merkileg heimild um þróun iðnaðar- ins í stað þess að segja, að hún sé merkileg að því er snertir þróun þessa atvinnu- vegar. I gamalli og góðri íslenzku var forsetningin um notuð, þegar svona stóð á — hann var óreiðu- maður um kvennafar, segir í fornri bók um góðan íslending, og sjá allir, hve hátterni manns- ins er miklu snjallar lýst með þessum orðum heldur en sagt væri: Hann var óreiðumaður að því er snertir kvennafar. Oft má líka víkja orðalaginu við að skaðlausu. Hér mætti jafn- vel segja: Hann var óreiðumaður í kvennamálum. En að því er snertir (viðvíkur) er óhæft. Merkilegí tæki. I^YRIR fáum dögum hefir náðst stórmerkur áfangi í íslenzkri' vélsmíði, og er trúlegt, að héðan af verði skammt stórra högga í milK í þeirri grein. Fyrsti disil- hreyfillinn hefir verið smíðaður hér á landi og gengur þýtt og Ijúflega eins og vera ber. Rétt sömu dagana sagði frá því í fréttum, að dísiltogararnir, sem Bæjarútgerðin rekur, beri sig sæmilega á sama tíma, sem aðrir togarar séu reknir með halla. Dísilvél. DÍSILVÉLIN er orðin þáttur daglegs lífs okkar, ef svo mætti segja, og því er nú komirtn tími til að hafna erlenda rit- hættinum, diesel. Úr því að mönnum hefir ekki lánazt að finna íslenzkt orð yfir slíka hreyfla, liggur næst að taka upp útlenda orðið, en þá vitaskuld með stafsetningu eftir íslenzka framburðinum, dísil-vél. Það ó alls engu að ráða um rit- hátt íslenzka orðsins, þó að dreg- ið sé af nafni Þjóðverjans Rudolfs Diesels, sem átti frumkvæðið að smíði dísilvélarinnar fyrir sein- ustu aldamót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.