Morgunblaðið - 11.10.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1952, Blaðsíða 12
12 MORGUN BLAÐIÐ Laugardagur 11. okt. 1952 ínagrem Framháld af bls. 9 göngu, hafi fœkkaS úr þrjú hundr u6 þúsund niður í tæp þrjáííu þúsund. Eftir varð tíundi hluti hersins og var það úrvalslið, enda er það nú talinn mikill heiður ttð vera í þeim hópi, sem iék bátt í þessari göngu, enda hafa þeir eng ir hefglar verið, sem komust alla leið. Upp frá þessu er Mao Tse 'fang aðal-!eiðtogi hersins og flokksins. ÞEIR VILJA ÍIÆTTA BOP.GAHASTYRJÖLDINNI Nú var ekkert að óttast að norð an og vestan, því þar var oyði- mörk og veidi .Háðstj'órnarríkj- anna þar handan við. Chiang gat nú aðeir.s sótt að þeim að sunr.an, en Japanar virðast ekki hafa kært sig um að ógna þeim að austan, því þeir vildu helzt af öllu brjóta hina viðurkenndu stjórn Kína á bak aftur eða fá hana til að láta undan með samningum og hrossa- kaupum. í>rátt fyrir þsssar ægilegu þrautir og raunir hélt kommún- istnflokkurinn fast við slagorð sitt og áróður. „Hættið borgara- styrjöldinni, sameinist í andstöðu gegn Japan“. í maí 1936 sendu þeir KMT orðsendingu, þar scm þeir lögðu til að flokkastyrjöld- inni yrði hætt, samið yrði um frið, og sameiginleg átök skyldu gorð til varnar gegn Japönum. Chiang Kai Shek var auðvitað órús til þessa. Hann gat a'ðeins viðurkennt einn flokk, Kuoming- tahg, enda var þessi hugsunar- háttur arfur frá Sun Yat Sen. í flokknum gátu verið menn af all- ólíkum skoðunum, en kommún- istar ekki, frá 1927 að telja. Rauði herinn gat, eins og skilj- anlegt cr af því, sem að framan er greint, engan vegin skilyrðis- laust gengið til samvinnu og látið erkióvin sinn segja sér fyrir verk- um. En samt var þetta tilboð sá skynsamlegasti áróður, sem fram varð borinn. Til voru áhrifamenn, sem stóðu mitt á milli Chiangs og rauðliða. Þar á meðal voru þeir Chiang Hsueh-Liang og Yang Hu- Cheng, herforingjar í Norðvestur Kína og höfðu verið Chiang Kai Shek hollir, en vildu ekki berj- ast gegn kommúnístum, heldur vildu semja viö þá. Þessir menn tóku Chiang Kai-Shek fastan í Sían 12. des. 1936, en létu hann aftur lausan eftir alllangt þóf og vildu að hann hætti allri vopnaðri baráttu gegn kommúnistum, en til þess gekk Chiang auðvitað mjög nauðugur. CHIANG K.S. SLEPPT LAUSUM Að menn, sem voru kommún- istum vinveittir að einhverju leyti skyldu ná Chiang Kai-Shek og sleppa honum lausum aftur, finnst oss ef til vill hreinasta ráð- gáta eftir það, sem á undan er gengið. Að því liggja þó margar orsak- ir, sem of langt yrði hér að rekja. En það var stjórnkænska að drepa hann ekki: Mikill meiri hluti þjóðarinnar treysti honum bezt allra sinna leiðtoga og hann hafði allgóð sambönd við önnur lörid. Gegn um hann kunni svo að fara að Kína fengi einhvern tíma hjálp frá Vesturveldunum í bar- áttunni gegn Japan. Kommúnistar áttu ■ um þessar mundir rauðan her, sem var ó- háður, flokk, sem gat einbeitt sér í ró og næði að stjórna fremur litlu svæði, sem þeir höfðu á valdi sínu. Vinalausir voru þeir ekki með öllu meðal- herforingja og menntamanna. Hitt er auðséð mál af hernaðarkortum frá styrj- öldinni að Japanar beittu nálega allri sinni orku, til þess að berja á herforingjum Chiang Kai-ShekS: og ná undir sig landsvæðum KMT stjórnarinnar, enda voru það auð- ugustu, hlýjustu og bezt skipu- lögðu fylki landsins. MAO SKRIFAR BÆKUR L Það var varla við því að búazt að þeir : gæfú mlkífin -'gaum að rauða hernum í Shensi, sem þeir vissu að Chiang hafði leikið mjög hart skömmu fyrir upphaf styrj- aldarinnar. Mao Tse Tung var þá heldur ekki að spreyta sig á styrj öldinni, eins og sjá má af hinni rauðu. sögu, því hann skrifaði á þessu tímabili bækur, þar á meðal um vandamál í styrjöldinni innan lands, þar sem hann dregur sam- an reynsluárangur sinn í flokka- styrjöidinni 1927—1936. Þá gagn rýnir hann einnig „hægrivillu" og jafnvel cnn meir „vinstrivill- ur“ í sjálfum kommúnistaflokkn um og það var ekki sízt þessi gagnrýni sem kom því inn hjá mörgum að hann væri aðeins hægfara umbótamaður, sem vildi lagfæra lítilsháttar það sem mest aílaga fór í sveitum Kína. Áttræð — Kjötútfiulningur Framhald af bls. 2 óskiljanleg með öllu. Allir íslend- | ingar, sem komnir eru til vits og ‘ ára, vita vel að án landbúnaðar j veiður hér ekki lifað menningar- j lífi, og að landbúnaðurinn á sér í enga framtíð, ef framleiðslan á að miðast við innanlandsmarkað- inn eingöngu. Það orkar heldur ekki tvímælis að dilkakjötið er sú framleiðsluvara landbúnaðarins, sem með tilliti til gæ'ða og fram- leiðslukostnaðar stendur bezt að vígi á heimsmarkaðinum, enda var fryst dilkakjöt á tímabilinu frá 1922 allt til styrjaldarloka árlega flutt úr landi og selt til Bretlands og Norðurlandanna. A þessu tímabili voru engir „siða- meistarar“ í blaðamannastétt svo vandir að virðingu þjóðarinnar, að þeir vörpuðu af sér allri dóm- greind og öllu velsæmi vegna þessa útflutnings, eins og tíðkast nú síðan fárið var að gera til- raunir með sölu á kjöti í Banda- 'ríkjunum. Reykjavík, 9. okt. 1952. Helgi Pétursson. í DAG, 11. okt., á Pálína Jóns- dóttir, til Leimilis í Þingholts- stræti 15 hér í bænum, áttræðis- afmæli. Hún er fædd suður á Vatns- leysuströnd og sleit þar barns- skónum, en lagði síðan land unS- ir fót austur og vestur, og röskan helming ævinnar hefur hún átt heima í Reykjavík. Það gerist margt á langri ævi, og ýmislegt misjafnt og mót- drægt, og hefur Pálína ekki far- ið varhluta af því, frekár en margur annar. Stórir sjóir og þungir hafa skollið á henni, en svo vel er hún gerð og gefin, að hún heíur stækkað við hverja raun og staðið sem hetja eftir brotið, með Guðs hjálp. Ægir hefur oft — of oft — verið þung- höggur í raðir þjóðar okkar og tekið af henni dýrar og dýrmæt- ar fórnir, og margur hefur gef- ið mikið, sumir aleiguna. Pálína Jónsdóttir er ein beirra. Allt um það hefur lífið verið. henni verðugt þakklætis og lof- gjörðar, og mikla blessun hefur hún af því þegið. Það mun hún sjálf fúsust vilja játa. Enginn man betur en hún hvað samferða fólkið hefur oft reynst henni vel á lífsleiðinni, og sumum segist hún aldrei fá fullþakkað samúð, tryggð og kærleika þeirra, sem hefur skinið henni sem skærir 1 og vermandi geislar í dimmviðri ' áranna. Öllum þeim tryggðavin- 1 um flyt ég nú á þessum degi, og í hennar nafni, hjartans beztu þökk. Starfsgleðin hefur verið henn- ar mikla lífsins gjöf, og enn er j hún að starfi og þakkar þeim, sem hefur gefið henni hennar mikla starfsþrek, hvern nýjan náðardag, er hún kemst að rokkn um sínum til að spinna band í sokk og vettling á barnabarnið sitt. Pálína! Við vinir þínir eigum þér svo margt að bakka. Þú hef- ur. aldrei brugðizt þinni helgustu köllun. Okkur ekki heldur. Guð blessi þig fyrir það, og gefi, að afmælisdagurinn þinn verði þér hlýr og yndislegur og allar stund ir, sem á eftir koma. J. M. Guðj. Kenfi)arafufii(Sur — Krafa Frakka Framhald af bls. 1 þriggja ára í senn en ekki eins árs. Telur stjórnín að með þeim hætti sé gert stórum auðveldara að framkvæma róttækar áætlan- ir einkum með tilliti á efnahags- getu. Er það almenn skoðun í Frakklandi að Bandaríkjunum beri að leysa þetta mál með því miða aðstoðina við 3 ár í stað MARGAR SKYRINGAR í sambandi við hin einbeittu mótmæli Pinays til Bandaríkja- stjórnar hafa komið fram margar skýringar og eru þær yfirleitt ekki á einn veg. Telja sumir að Pinay hafi með þeim ætlað að gera tilraun til að efla fylgi sitt á þingi. Opinberir aðilar í Was- hington hafa ekkert viljað um mál þetta segja. - Yfirtýsing Framhald af bls. 1 hingað til ekki tilkynnt blöðum og útvarpi með löngum fyrirvara hvaða verkefni liggja fyrir á starfsárinu af þeirri ástæðu, að það er reynsla félagsins, að oft þarf að breyta til. Það er gegn vilja forráða- manna Leikfélags Reykjavíkur að þetta hefur verið gjört að blaðamáli, enda þótt það hafi verið á vitorði margra, að félag- ið ætlaði sér að taka þetta verk- efni, og teljum við ekki ástæðu til að ræða það frekar opinfcer- lega á þessu stigi máisins. Deila sú, sem risin er milli þjóðleikhússtjóra og Lárusar Sigurbjörnssonar út af bóka- safninu er Leikfélagi Reykjavík- ur algjörlega óviðkomandi. Framhald áf bls. 5 gera kennslubók í íslonzkri mál- fræði, við hæfi alls skyldunáms- stigsins, enda fullnægi námsefni bókarinnar kröfum bæði til barna og unglingaprófs. 4. Áttundi aðalfundur K.S.A. beinir þeim tilmælum til íræðslu málastjórnar að 1. hefti kennslu bókar í dönsku sé endursamin. Aðaláherzla sé lögð á léttar sög- ur og daglegt lifandi mál. Sneitt sé hjá málfræðiatriðum nema þeim, sem bráðnauðsynleg má kalla, enda séu þau í sam nán- ustu samræmi við þekkingu nem enda á íslenzku máli. 5. Áttundi aðalfundur K.S.A. lítur svo á. að brýna nauðsyn beri til, að íslandssaga sé ein höfuðnárnsgrein unglingaskólar.s, og í þeirri kennslu lögð höfuð- áherzla á atvinnusögu þjóðarinn- ar að fornu og nýju og írelsis- baráttu þjóðarinnar. Rík áherzla sé lögð á persónusögu þeirra manna, sem dýpst spor hafa markað í sögu þjóðarinnar á sviði menningar, atvinnu og þjóðmála. Námskröfurnar séu , fast ákveðnar með nýrri .kennslu bók. Námsbók barnaskólans í sögu sé endurskoðuð og stytt í samræmi við námskröfur ung- lingastigsins. 6. Fundurinn leggur til, að all- ar námsbækur skyldunámsins verði lagðar nemendum til af Ríkisútgáfu námsbóka. 7. Fundurinn ályktar að setja beri nánari ákvæði í námsskrá og prófreglum um það hvað kenna berl í þeim fjölmörgu skól um, sem ekki hafa aðstöðu til framhaldskennslu. 0. Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir þvi. að ekki skuli vera fastur námsstjóri á Aust- urlandi, búséttur á námsstjóra- svæðinu, og lítur á þá tilhögun sem freklega móðgun við Aust- firðinga. Fundurinn telur á eng- an hátt sæmandi, að heill lands- fjórðungur sé þannig afskiptur ár eftir ár. Skorar fundurinn mjög eindregið á fræðslumála- stjórn að ráða bót á þessu með því að skipa nú þegar einn :iáms- stjóra fyrir bæði stig skyldu- námsins. Framhald af bls. 5 ÁLLIR AÖILJÁR 'HÁFÁ HAG AF GERNÝTINGU Hver hagnast svo á gernýtingu iðnaðarins? Þegar svara á þeirri spurningu, er aðeins eitt svar til við henni. Það er að allir hagnast af ger- nýtingu iðnaðarins. Bæði neyt- andinn, framleiðandinn, verka- fólkið, þjóðin öll. Neytandinn fær betri vörur á lægra verði og þar af laiðandi getur hann varið meiru íil kaupa á öðrum nauðsynjum, sem hann annars myndi þurfa að neita sér um, eða hann getur lagt fé til hliðar, sem hann getur svo varið á annan hátt síðar meir. Framleiðandinn ber meira úr býtum með aukinni framleiðslu og minni framleiðslukostnaði, Hann getur því varið meiru fé í endurnýjim á vélum, stækkun verksmiðjunnar og skapað stárfs fólkinu betri aðbúnað, lagt fé í önnur fyrirtæki sem svo aftur skapa aukna atvinnu o. s. frv. Verkafólkið ber meira úr být- um, bæði hærra kaup og betri aðbúnað á vinnustað, fær ódýr- ari og betri vörur. BETRI LÍFSKJÖI! ÞJÓDARÍNNAR Með öðrum orðum, öll þjóðin nýtur góðs af aukinni gernýt- ingu iðnað&rins. Með aukinni framleiðslu og minni framleioslu kostnaði getur hún selt meira á erlenda markaði, minnkað inn- flutning á erlendum vörum og þar með bæði skapað og sparað dýrmætan gjaldeyri. Þjóðin býr við betri lífskjör, sem felur í sér minni írarníærslukostnað ein staklirigsíns, . minna eða ekkert atvinnuleysi, einstaklingurinn ber meir úr býtu.m og getur veitt sér meiri þægindi, kaupmáttur- inn eykst og þjóðárbúskapufinn verður heilbrigðari á allan hátt. Það er sýningarnefnd Iðnsýn- ingarinnar, sem hefur sett sýn- ingardeildina um gernýtingu upp með aðstoð Iðnaðarmálanéfndar og skrifstofu M.S.A., það er Gagn kvæmu öryggisstofnunarinnar. Helgi Bergs framkvæmdar- stjóri Iðnsýningarinnar, Frank Á. Stefánsson verkfræðingur Iðn- aðarmálanefndar og Þórður Ein- arsson, fulltrúi í bandaríska sendi ráðinu sem völdu eíni og skipu- lögðu gernýtingarsýniriguna. Þ. Th. FGGERT CLAESSEN og GUSTAV A. SVEINSSOSi hæstaréttarFögiiaeun Þórshamri við TempiaraðiraeL Sími 1171. austrevýjan Sýníng í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. A.ðgöngumiðar seldir frá kl. 2. Sími 2339 Markús: MARK. THGRE'S SOMETWIN& \ MUST... I MUST... x TSLL VOU... ik £t mÁríLTY'*a^JThavTto ---MN ANV TO A4E/ Eftir Ed DodtL EVPLAtN ANVTtviíVG M 1) — Markús, ég verð að segja áálítið við þig. 2) — Við skulum ekki tala meir um það, .... ég vissi að Jafet ætlaði að kyssa þig á garð- svölunum. En nú veit ég, að þú clskar riiig. 3) — En, Markús. — Þú þarft erigar skýringar að gefa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.