Morgunblaðið - 14.10.1952, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. okt. 1952
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
lausasölu 1 krónu eintakið.
Hlý lína á komiTtúnistafiMdir^jm
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var
frá því skýrt í Þjóðviljanum, að
stjórnandi þrælabúðanna í Sovét
ríkjunum yfirmaður leynilögregl
unnar þar, Beria, hafi skýrt frá
því fyrir nokkrum dögum á
f’okksfundi kommúnista að
Bandaríkjamenn væru að steypa
heiminum út í þriðju heimsstyrj-
öldina, enda þótt sú styrjöld
myndi vafalaust styðja að því, að
Bandaríkin liðu undir lok.
Hér er vikið að því sama, sem
Stalin sagði í greinargerð sinni
um daginn, að friðnum stafaði
ekki mest hætta af því að Vestur-
veldin hugsuðu til, að gera árás
á Sovétríkin. Hætta sú færi
minnkandi.
Aftur á móti benti margt til
þess, að samkomulag Vestur-
veldanna innbyrðis færi versn
andi og þau mundu lenda í inn
byrðis styrjöld!
Að vísu hefur það alltaf verið
kenning kommúnista, að auð-
valdsríkin mundu slíta kröftum
sínum í innbyrðis illdeilum og
styrjöldum, og þannig opna
kommúnistum leiðina til lang-
þráðra heimsyfirráða.
Ekki er gott að átta sig í fljótu
bragði, á þvi, hvers vegna Stalín
breytir svo skyndilega um línu í
áróðri sínum, og s’ær áróðurs-
vopnið úr höndum flokksbræðra
sinna og sendisveina, er á undan-
förnum árum ha’fa'sí og æ básún-
að það út um allar jarðir, að yfir-
vofandi hætta væri á því að Vest-
urveldin réðust á Sovétríkin.
Vera kann að Stalín og félögum
hans í Kreml finnist þessi áróður
sinn vera óheppilegur, úr því sem
komið er. Vera kann að þeir finni
til þess, að síðan Kominform tók
unp þennan eindregna og svæsna
áróður, nokkru eftir lok síðustu
styrjaldar, hafi viðhorfið breytzt
allmikið í heiminum.
Þeir hafa kannske áttað sig á,
að einmitt þessi svæsni áróður
hefur kennt hinum vestrænu lýð-
ræðisþjóðum að standa saman,
þrátt fyrir smávægilegan ágrein-
ing sín á milli. Þessi samstaða
vestrænu þjóðanna sé orðin svo
eindregin að þar verði engu um
þokað og því verði þeir austrænu
herrar að breyta um starfsaðferð-
ir, hvað sem það kostar.
Ef það kemur á daginn, að
Stah'n og kumpánum hans sé
alvara að breyta til í áróðri sín-
um, þá standa flokksmenn þeirra
í vestrænu löndunum álíka ber-
skialdaðir eins og þegar Stalín
í ágústmánuði 1939 breytti skyndi
lega um afstöðu sína gegn Hitler
og gerði vir.áttusamning við hann
sem átti að gilda um aldur oar
ævi, og batzt tryggðaböndum við
þennan einræðisherra, a!lt til
þeirrar stundar er Hitler sigaði
hersveitum sínum á ríki Stalíns.
Eftirminnileg er hin vandræða-
lega afstaða kommúnista eftir
þessa kúvendingu Stalíns gagn-
vart Hit’er, er þeir bæði hér á
landi og í öð^um vestrænum lönd
um vissu ekki sitt rjúkandi ráð,
fyrr en þeir höfðu fengið línuna
frá Moskvu um, að þeir skyldu
tsfarlaust eta ofan í sig öll stór-
yrðin og smánaryrðin um Hitler
og ofríki hans, og það gerðu þeir,
eins og fyrir þá var lagt.
Þrátt fyrir þessi snöggu til-
b''jgði í áróðri kommúnista gegn
lýðræðisþjóðunum, gegn frelsi og
mannréttindum í heiminum, eru
komrriúttistar að sjálísögðu jafn
eindregnir í stefnu sinni gegn
mannréttindum og frelsi og
byggja sem fyrr á undirokun smá
þjóðanna.
En ef þeir telja sér ráðlegast
að víkja frá öfgafullum áróðri
sinum um styrjaldarhættu frá
hendi Vesturveldanna, þá ligg
ur nær að halda, að fráhvarf
frá þeim áróðri sé af því sprott
I ið að varnarráðstafanir
Atlantshaísbandalagsins séu
þegar farnar að hafa tilætluð
a..r if.
Ber að sjálfsögðu að fagna því,
að þá er komin sönnun þess að
Vesturveldin hafi frá öndverðu
haft rétt fyrir sér að bezt verði
friðurinn varðveittur, með því að
varnirnar verði svo öflugar að hin
stálbrynjuðu Sovétríki telji sér
það ekki hagkvæmt, eða árenni-
legt, að brjóta þær varnir á bak
aftur.
En það er þá líka fyrst og
fremst vegna þess að þau líta svo
á, að í þá varnarkeðju vanti eng-
an hlekk, viðleitni flokksdeilda
þeirra í lýðræðislöndunum til að
eyðileggja varnirnar til að koma
í veg fyrir hervæðinguna, að ósk
Sovétríkjanna hefir orðið árang-
urslaus.
0S1
nnnm nð nn
í IgsnfMiiií
BANDARÍKIN tvö, Indíana og
Minnesota, mætti vel kalla „Taft-
löndin“ vegna þess, hversu Taft,
öldunardeildarþingmaður á þar
miklu fylgi að fagna. í fyrstu virt
ust þessi ríki ætla að verða Eisen-
hower hershöfðingja, þung í
skauti, en eftir að hann gerði
„friðarsamninginn“ við Taft var
sá ótti stuðningsmanna hans úr
sögunni. Og er hann hafði farið
um þessi fylki, sannfærðist hann
um það, að Republikanaflokkur-
Sevensoi?! er Eisenlsow-
á skonati
Svo virðist einungis sem hann
hafi lofað Taft, að hann skvldi
hafa síðasta orðið í öllum innan-
ríkismálum. Hann ætlar ekki,
eins og fyrr getur, að afnema
Taft-Hartley-lögin, en er þó á
því, að þeim beri að brevta ’ítil-
lega til samræmis við kröfur
erkamanna. Hann ætlar, ef
hann verður kosinn forseti, að
færa saman skrifstofubákn rík-
isins og vinna gegn áhrifum jafn-
ðarmennskunnar í Bandaríkjun
um, enda er hann ihaldsmaður
í húð og hár. Fyrir löngu lýsti
hann þeirri skoðun sinni, að a!l-
ar olíulyndir, sem fydnust und-
m ströndum landsins, ættu að
heyra til þeim fylkjum, sem ættu
landgrunnið, þar sem olían fynd-
ist. En á þetta siónarmið hefur
ríkisstjórnin ekki getað fallizt.
Einnig hefur 5iann krafizt þess,
að ríkið verndaði full mannrétt-
indi negra í Bandaríkjunum.
GENGUR FRAM HJÁ SCMUM
STUBNINGSMÖNNUM SÍNUM
Vafalaust eiga þeir repubhkan-
ar, sem studdu Elsenhower sem
msst á flokksþinginu, erfitt með
að kyngja því möglunarlaust, að
hann gangi svo langt til móts við
kröfur Taftmanna og raun ber
vitni um. Hann ætlar að : setja
marga þeirra í mikilsve'-ðust.u
embættin og ganga þar með alveg
fram hjá aðaistuðningsmönnum
sír.um. En m°ða' þeirra em bæði
Framhald á bls. 11
/elvokandi skrifar:
ÚB DAGLEGA LfFINU
Eísenhower fyrrv. hersnotðingi.
Framtíð
„IDNAÐURINN þurfti að gera
sér grein fyrir hvar og hvernig
hann stóð, eftir að hafa lifað í
skjóli innflutningshafta í mörg
ár“, sagði Björn Ólafsson ráð-
herra í viðtali við Morgunblaðið
um síðustu helgi. Þar svaraði
hann m. a. fráleitri staðhæfingu
um það, að linun á innflutnings-
höftunum hafi verið ætluð til
þess og jafnvel yrði til þess, að
reiða exina að rótum iðnaðarins
í landinu og leggja hann i auðn.
Þetta er fráleit staðhæfing, sagði
ráðherrann.
Þessar ráðstafanir hafa valdið
stundarerfiðleikum fyrir ýms
iðnfyrirtæki. En sýningin -sannar
að einmitt þessir erfiðleikar
hafa vakið iðnaðarmenn til
dáða, svo hér verða mörkuð tíma
mót fyrir iðnaðarframleiðslu í
Iandinu til gagns fyrir aldna og
óborna.
Sá iðnaður, sem þanmg hristir
rykið af fótum sér og býr sig
undir nýtt framfara tímabil, á
kröfu til þess að þing og stjórn
geri sér grein fyrir hvaða ráð-
stafanir þarf að gera til að skapá
varanleg skilyrði fyrir heil-
brigðri þróun iðnaðarins í land-
inu, sagði ráðherrann.
Á þessa leið verður sá dóm-
ur, sem Iðnsýningin fær í vit-
und þjóðarinnar en henni er
nú, sem kunnugt er að ljúka
og hver síðastur fvrir þá sem
vilja kynnast henni nánar, en
orðið er.
Þessi sýning hefur orðið merk-
isatburður í bæjarlífinu m. a.
vegna þess að hún er langsamlega
stærsta sýning og fjölbreyttasta,
sem hér hefur verið haldin.
Hún hefur verið iðnrekendum
og forstöðumönnum sýningarinn- ,
ar til sóma, verðug minning braut
ryðjandans er hóf hér iðnrekstur
fyrir 200 árum og lagöi grund-
völlinn'að borginri Reykjávík.
Fáein orð um ost.
NÝLEGA var ég staddur inni í
matvöruverzlun. Þá bar þar
að unga húsmóður, sem bað um
rifinn ost. Nei, hann höfum við
ekki, sagði búðarþjónninn.
Hafið þið ekki haft hann áður?
Nei, aldrei áður.
Við svo búið fór viðskiptavin-
urinn, án þess að fá rifinn ost.
Sennilega hefur þessi húsmóðir
ætlað að hafa „spagetti'‘ til há-
degisverðar og viljað spara sér
ómakið við að rífa óstinn.
Stevenson ríkisstjóri.
inn styddi hann sem einn maður.
En „friðarsamningur" þessi var
| Eisenhower þó dýru verði keypt-
ur, og mun hann aldrei hafa fund-
ið betur fyrir því en þegar hann
hélt ræðurnar á fundum verka-
lýðsfélaganna bandarísku, AFL
og CIO, því að þar treysti hann
sér ekki til að taka afstöðu gegn
hinum óvinsælu Taft-Hartley lög
um, og varð hann því af stuðn-
ingi þessara félaga. Er vafalaust,
að þar hafi hann orðið af þúsund-
um atkv., svo að ekki sé meira
sagt. Einnig er þess að mfnnast,
að eitt helzta trompf Eisenhowers
á landsfundi republikana í Chí-
cago var einmitt það hald manna,
að hann yrði sá republikaninn, er
helzt gæti viðað að sér atkvæð-
um bæði óánægðra demókrata
og óháðra kjósenda, en vegna
þjónkunar hans við stuðnings-
menn Tafts virðist þó vafasamt
að honum takist það.
ERU ÞÓ Á ÖNDVERÐUM
MEIÐ í UTANRÍKISMÁLUM
Að vísu væri það á misskilningi
byggt, að leggja um of áherzlu
á íilslakanir Eisenhowers við
þann arm Republikanaflokksins
— Taft-arminn, — er hann sigr-
aði á landsþinginu. Og m.a. hefur
hann alls ekki verið sammála
Taft um utanríkismál. f ræðum
sínum hefur hann sagt, að hann
ráðist ekki á demokrata fyrir
Kóreustríðið, þótt ekki sé því að
neita, að orsakir þess megi að
nokkru leyti rekja til glappa-
skota stjórnarinnar bandarísku,
eins og hann hefur orðað það.
Einhver kann nú að segja að
fyrr megi nú vera letin í mann-
eskjunni að nenna ekki að rífa
ostinn á sitt eigið borð. En ég'
tek ekki undir þá skoðun. Ég spj'r
þvert á móti: Hversvegna hafa
ostaframleiðendur eða verzlan-
irnar ekki rifinn ost á boðstólum?
í öðrum löndum er oftast hægt
að fá rifinn ost í hverri ostabúð
og jafnvel almennum matvöru-
(verzlunum. Þar er það talið til-
heyra sjálfsagðri þjónustú við
neytendur að gefa þeim kost á
að kaupa ostinn í þessu ástandi
einnig.
Vill oft brenna við.
EN þetta vill einmitt oft brenna
við hér hjá okkur. Þeir, sem 1
annast verzlun og yiðskipti sýna j
ekki nægilega viðleitni til þess að
þóknast viðskiptavinum sínum í
ýmsum smáatriðum, sem fela í sér |
þægindi og notalegheit. Þess
vegna er líka oft mjög erfitt að |
fá hér keypta ýmsa smáhluti, sem
fást í hverri búð í nálægum lönd-
um, og eru til gagns og þæginda.
Nú eru til rúm 200 tonn af osti
|í landinu. Eru það óvenjulega
, miklar bírgðir. Vildu nú ekki
mjólkurbúin taka sig til og láta
rífa dálítið af osti og gefa neyt-
endum kost á honum í þvi ástandi
einnig?
Þetta er ekki til svo mikils
mælst. Ýmsar fleiri húsmæður en
sú, sem minnst var á hér að fram-
an myndu fagna því og telja það
vott þess að framleiðendurnir
vildu þoktiást þeim, þó í smáu sé.
Velkominn Ólafur
Liljurós.
SVO er hér bréf frá J. G.:
„Kæri Velvakandi.
Ég bíð með óþreyju og tilhlökk-
un eftir að sjá ballettinn okkar
íslenzka í Iðnó, Ég hefi alltaf haft
mikið dálæti á Ólafi Liljurós, og
ég er vongóður um, að hann muni
sóma sér hið bezta á leiksviðinu
í Iðnó. En — samt sem áður —
það er ekki laust við, að í mér
sé óljós uggur um, að ég kunni
að verða fyrir vonbrigðum. Ég
hefi nefnilega þó nokkuð auðugt
ímyndunarafl, og þegar ég les
þjóðsögurnar okkar, þá hrífst ég
eins og ósjálfrátt inn í hina furðu
legustu töfraheima, og mér finnst
ég þekkja söguhetjurnar eins og
gamla vini, þar á meðal Ólaf
Liljurós og álfameyjarnar fjórar.
Nú er ég að bijóta heilann um,
hvort mögulegt sé, að Liljurósin
þeirra í Iðnó muni, á nokkurn
hátt, líkjast mínum Ólafi Lilju-
rós, þeysandi á hvítum gæðingi
með fram skuggalegum björgum.
Skyldi rauði loginn brenna fyrir
framan litla, hvíta álfahúsið og
ætli ég megi vonast eftir að sjá
silfurkönnuna fallegu, sem álfa-
mærin önnur hélt á, eða þá þriðju
með gullbeltið?
Nýgræðingur, sem
hlúa ber að.
EN hvað um það. — Það er
sannarlega gleðiefni, að hér
skuli kominn fram vísirinn að
islenzkum listdansi, á þjóðlegum
grundvelli. Vonandi er þetta að-
eins fyrsta spor hans á giftusam-
legri bróunarbraut 'ramtíðinni.
Listdansinn er r.ýgræðingur í
menningar- og listalífi okkar, sem
okkur ber að hlúa að með alúð
og áhuga. íslendingar hafa sýnt á
öðrum sviðum, t. d. á sviði leik-
listarinnar, að þeir kunna að meta
gildi þjóðsagnanna okkar sem
merkan þátt í íslenzkri menningu.
Eru ekki t. d Fjalla-Eyvindur,
Nýjársnóttin og síðast en ekki
sízt, Gullna hliðið hans Davíðs,
á meðal óskabarna íslenzkra leik-
húsgesta?
6g er þessvegna bjartsýnn um
framtíð listdansins á Islandi, og
ég er fyrirfram ákveðinn í að
láta ekki hugfallast, þó að ég
kunni að verða fyrir vonbrigðum
með Ólaf okkar Liljurós?“.
»
{