Morgunblaðið - 19.10.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.10.1952, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudágur 19. okt. 1952 ' Úfg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. lausasölu 1 krónu eintakið. Hvað sagði Ólafur Thors í London? EINS OG KUNNUGT er, gekk rendiherra íslands í London, ásamt Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðing á fund Anthony Edens utanríkisráðherra Breta, hinn 11. þ. m. og afhenti honum þar orðsendingu íslenzku ríkis- stjórnarinnar varðandi ráðstaf- anir íslendinga til verndar fiski- miðum sínum. Þessi orðsending var í fyrradag afhent íslenzkum blöðum og útvarpi til birtingar. í henni er fyrst og fremst lögó áherzla á það ,að afstaða íslendinga til þessara mála :;é óbreytt þrátt fyrir andmæli brezku stjórnarinnar. Þar eru enn á ný leidd rök að því, að íslenzka þjóðin hefur í öllu farið að lögum í viðleitni sinni til þess að verja rétt sinn. Hún hefur ekki gert neitt annað en það, sem lífsnauðsynlegt var fyrir afkomu hennar og fram tiðar heill. Á þetta er bent af fullri ein- urð og festu í þessari síðustu orðsendingu ríkisstjórnarinn- ar. Af afstöðu kommúnistablaðs- . ins í .gser til' þessara mála, er tVennt auðsætt. í fyrsta lagi það, að kommún- istar hafa aðallega áhuga fyrir því, að nota þessa viðkvæmu deilu til þess að egna til illinda milli íslendinga og Breta. Fimmtuherdeildinni er nokkurn veginn sama um, hvernig ís- lendingum tekst að koma þessu t mikla hagsmunamáli sínu í höfn. Hún leggur mesta áherziu á að halda uppi æsingum um það og ausa brezku þjóðina auri og svívirðingum. Það halda kommúnistar að henti hagsmunum Islcndinga bezt í þessu stórmáli. Svo ger- samlega er þessi upplausnarlýður skilingslaus á eðli þess. í öðru lagi reynir blað kóm- múnista eftir megni að gera rík- isstjórn íslands tortryggilega í aðgerðum hennar og baráttu fyr- ir rétti lands síns. Síðustu tilraun blaðsins getur að líta í forsíðu- grein þess í gær. Þar er reynt að smeygja þeirri skoðun inn, . að Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra hafi sýnt einhverja lin- kind í viðræðum sínum við brezk stjórnarvöld um landhelgismál- in í för sinni til London í jan- • úarmánuði s.l. Byggir komm- únistablaðið þennan áróður sinn | á orðalagi 3. mgr. síðustu orð- j scndingar íslenzku ríkisstjórnar- innar, en þar er komizt að orði á þessa leið: ! ,,Af íslands hálfu er þannig talið, að efni og. eðli samtala Ólafs Thors atvinnumálaráð- herra, við stjórnarvöldin í Lund- únum hafi verið annað heldur en kemur fram í brezku orðsending- unni og að brezk stjórnarvöld geti ekki með réttu kvartað nnd- an, að þeim hafi ekki verið gert aðvart um, hvað í vændum var“. Þetta taka kommúnistar sem sönnun þess, að Ólafur Thors hafi ekki gert brezkum stjórnar- völdum fyrirætlanir íslendinga i lándhclgismálunum nægilega kimnar. | í þessu sambandi er rétt að rifja upp, hvað ríkisstjórnin hef-1 ur sagt í fyrri orðsendmgum sín- j um um málflutning ólafs Thors I»ondon í fyrrgreindum viðræð- 1 um við brezk stjórnarvöld. Kem- ur það greinilega fram í orð- sendingu frá 12. maí s.l. Þar segir svo m. a.: „Þegar samningnum frá 1901 var sagt upp, var samkomu- lag um, að æskilegt væri fyrir báða aðilja, að viðræður færu fram um fyrirætlanir ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. í samræmi við þessar ráðagerð- ir fór Olafur Thors atvinnu- málaráðherra til London í jan- úar mánuði s.I. og átti þar viðræður við brézk stjórnar- völd, þar sem skipzt var á skoð unum um fyrirhugaðar ráð- stafanir íslenzku ríkisstjórn- arinnar varðandi verndun fiskimiðanna. Ráðherrann skýrði ítarlega skoðanir ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, þ. á. m., að hún gætí ákveðið fiskveiðilandhelgina á sama hátt og gert hefði verið í Nor- egi, og að málið væri í undir- búningi á þeim grundvelli“. Þetta sagði Ólafur Thors í London. Hann lagði ennfremur áherzlu á, eins og ennfremur segir í fyrrnefndri orðsendingu að „íslenzka ríkisstjórnin áliti, að hinar fyrirhuguðu ráðstaf- anir væru í samræmi við al- þjóðalög, og að ekki væri hægt með milliríkjasamningi að af- sala réttinum til að taka ein- hliða ákvarðanir um mesta vel- ferðarmál þjcðarinnar“. Það er af þessum ummælum auðsætt að brezka cíjórnin þurfti ekki að vera í neinum vafa um fyrirætlanir íslend- inga í landhelgismálunum. Um þær höfðu orð Ólafs Thors í viðræðunum í London íekið svo greinilega af skarið að ekki varð um villzt. Hitt er svo annað mál, að Ijóst er, að Bretar höfðu mikinn hug á að frekari umræður og það samn- ingaviðræður færu fram um mál- ið, og kom það mjög greinilega fram í þeim orðsendingum, sem frá þeim hafa borizt. En íslenzka ríkisstjórnin vildi ekkert um mál ið semja. ' Þegar brezka stjórnin lætur nú liggja að því, ?.ð hana hafi skort vitneskju um fyriræíl- anir íslendinga, situr það s'zt á íslenzkum mönnum að taka undir aðfinnslur með árás- um á þá menn, sem ótullegast hafatúlkað hinn 'slenzka : iál síað, og af mikilli fyrirhyggju og dugnaði hafa undirbúið að- gerðir okkar til verndar ;s- lenzkum fiskimiðum. En kom- múnistar telja sér slíka fram- komu samt sæmandi. Á því þarf raunar enginn að furða sig. Það er háttur fimmtuher- deildarinnar hér eins og ann- arsstaðar, að gerast ævinlega níðhöggvar sinnar eigin þjóð- ar. Að lokum er ástæða til nð . taka undir þau ummæli síð- ustu orðsendingar íslenzku | ríkisstjórnarinnar, að þar væri mikið áfall íyrir traust íslendinga "á Bretum, gem öndvegisþjóð frelsis og lýð- ræðis, ef niðurstaðan yrði sú, að þeir beittu minnstu lýð- ræðisþjóð heimsins ofbeldi og rangindum í viðleitni hennar tú þess að verja rett sinn og lííssfkomu. liilii bj í GÆR kl. 2, hófst hátíðieg at- höfn, þegar fyrsta skóflustung an fyrir hinni fyrirhuguðu Æskulýðshöll var tekin. Höllin skal standa á reit sem mynd- ast milli Sigtúns, Laugarnes- vegar og Hátúns. En bæjar- stjórnin hefur gefið lóð þessa. Teikninguna að höllinni gerði Gísli Halldórsson arkitekt, en byggingarkostnaður er áætlaður 5 milljónir. Bæjarstjórn ábyrgist 50% af byggingarkostnaðinum. Formaður B.Æ.R., prófessor Ásmundur Guðmundsson : ram- kvæmdi fyrstu skóflustunguna, og hélt siðan ræðu, sem er birt hér á eftir. Aðrir sem töluðu voru menntamálaráðherra, Björn Ól- afsson, Gunnar Thoroddsen, borg arstjóri, og biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson. I Strax eftir athöfnina hófust byggingarframkvæmdir, en stór jarðýta var farin að ryðja á lóð- inni, er gestirnir hurfu á braut. Fara hér á eftir, fyrst ræða for- manns B.Æ.R., pióf. Ásmundar GuðmundsSonar og síðan ræða borgai-stjóra, Gunnars Tno.odd- sens. I RÆDA PROF. ASMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Háttvirtu gestir, góðir bræður. j Gamalt íslenzkt orðtak hljóðar svo: „Tóftin aflar trjánna“. í , þeirri von verður nú í dag hafinn hér fyrsti undirbúningur að bygg ingu Æskulýðshallar. Reykjavík- uibær með borgarstjóra í broddi fylkingar heíur stutt að honum hið bezta, og gefið þessa storu lóð sem við sjáum hér, um 4 hektara, á ágætum stað. Jafnframt hefur. menntamálaráðherra lagt fúslega það lið, sem hann hefur mátt, og biskup hið sama fyrir kirkjunnar hönd. Er okkur það sérstök ánægja, að þessir 3 menn skuli vera viðstaddir hér á þessari stund, og fiyt ég þeim alúðar þakk.ir. og öllum stuðningsmönn- | um þessa máls, bæði innan B. Æ. R. og utan. í bandalaginu er nú, að ég hygg, full eining um það, hvernig þessu verki skuli háttað, ! og að það verði þegar hafið. Okkur dylst það ekki, að í mikið er ráðist, og að við hinir eldri menn lifum það varla hér að sjá lokið til fulls byggingu Æskulýðshallarinnar. En B. Æ. R. treystir því, að áfram miði, samt örugglega í áföngum, og að hús- ið rísi því örar, sem menn skilja betur nauðsyn þess. Góðu heilli hefur Reykjavíkur- bær hin síðari ár gjört mikið tií þess, að bæta hag barnanna með almennum barnaheimilum og leik völlum. Og nú er að duga æsku- . mönnunum með líkum hætti, J veita þeim aðstöðu til þess, að ! iðka í hollum og veglegum húsa- kynnum alls konar tómstunda- vinnu og bóklestur, og fagrar og göfgandi íþróttir og skemmtanir, þar sem aldrei má nærri koma dropi af áfengi. Einnig á að vera í Æskulýðshöllinni kapella íil guðsþjónustuhalds. Það er vel, að félagsheimili rísa' hvert af öðru bæði í Reykjavík og víðsvegar um landið. En hér ætti einnig að vera einskonar i miðstöð og sameiginlegt heimili æskulýðsfélaga landsins. I í Danmörku er nú hreyfing haf in í þá átt, að sameina sem allra flest æskulýðsfélög á kristilegum grundvellí og skyldum við einnig leitast við að stíga spor í sömu átt. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til einskis. En í trausti til hans er sigurinn vís. RÆÐA GUNNARS THORODD- SEN, BORGARSTJÓRA Nú eru nær 10 ár liðin síðan umræður hófust í bæjarstjórn Reykjavíkur um Æskulýðshöll. 4. febrúar 1943 flutti ég svofellda tillogu í bæjarstjórn og var hún samþykkt. „Bæjarstjórn felur bæjarráði og borgarstjóra að framkvæma ■ra- na;vtoieg-rB a ©í’ fyrstgr, s @ 3S Þegar próf. Ásmundur Guðmundsson hafði stungið fyrstu skófl- unnl við byggingu æskulýðsballarinnar, hófu stórvirkar vélar þegar að grafa grunninn. athuganir og gera áætlanir um á málinu og voru samdar um það Æskulýðshöll og tómstundaheim- 1 greinargerðir og tillögur. ili fyrir æskulýð höfuðstaðarins." I í febrúar 1948 samþykkti bæj- í framhaldi af þessari sam-1 arstjórn eftirfarandi ályktun: þykkt fór frarn ýtarleg athugun 1 Framhald á bls. 12 Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFIMU Krefjast fullkomnunar ' af öðrum. EINN af lesendum mínum á Akranesi sendir mér eftirfar- andi bréf og er töluvert niðri fjrrir: „Velvakandi minn. Viltu ekki leyfa mér að vekja athygli á því, og undirstrika það með mér, hversu mikið ósamræmi er oft í aðfinnslum manna um frámkomu og háttvísi æskufólks, þegar tekið er tillit til þess skorts sem oft er á um háttvísi þeirra sjálfra. Af hverjum á unga fólkið að læra, ef ekki hinum eldri? Og hverja eiga unglingarnar að taka sér til fyrirmyndar, ef ekki hina fullorðnu? En sannleikurinn er sá, að fjöldi manna virðist telja sér þau forréttindi, að geta kraf- ist fullkomnunar af öðrum, án þess að þurfa að gera nokkra tii- raun til fullkomnunar á sjálfum sér. Fordæmin ekki einskis virði. EITT lítið dæmi um skort á háttvísi fullorðinna manna, er það, að margir eru, að leggja nið- ur kveðjur, er það noklcuð áber- andi sérstaklega í símtölum, að þegar samtali er lokið, þá leggja menn heyrnartalfærið á án nokk- urrar kveðju. Þetta þætti ókurt- eyst af unglingum og þekkist ekki reyndar í sæmilega siðmennt uðum löndum. Nei, fyrirmyndina sýnir jafnan hver einstaklingur og hlýtur að dæmast eftir því. Sýnið það upp- alendur, á heimilum, í starfi og í daglegri umgengni og þá munu unglingarnir breytast líka. For- dæmin eru ekki einskis virði. Velheyrandi." Flísin í auga bróður okkar .... ER þetta ekki gamla sagan um flísina, sem við sjáum betur í auga bróður okkar en bjálkann í okkar eigin auga. Við gerum oft allt aðrar kröfur til annara en okkar sjálfra. Stundum finnst mér hneigð okkar Islendinga til dómhörku ganga úr hófi fram og nálgast að vera dómsýki. Það er eins og sumt fólk þurfi alltaf að vera í dómarasess yfir náungarr- um. Því finnst.það beinlínis vera fæít til þess að skvetta úr sér vandlætningargusum yfir um- hverfi sitt. Ég held ekki að þetta fólk sé neitt fullkomnari mann- eskjur en við hin, nema síður sé. Hófleg og rökstudd gagnrýni er góðra gjalda verð og raunar nauð synleg. En dómsýki er leiðinlegur löstur, sem fer öllum illa, hvort sem hún beiriist gegn ungum eða gömlum. Æskan og ellin. N þótt fullorðna fólkið setji sig stundum á óþarflega háan hest yfir unglingunum og áfellist þá fyrir yfirsjónir, sem það gerist sjálft sekt um, er ástæða til þess að minna æskuna á það, að henni ber að sýna eldra fólki og þá ekki hvað síst öldruðu fólki virðingu og kurteisi. Á það virðist oft tölu- vert bresta hjá okkur. Það er t. d. óviðkunnanlegt að heyra krakka og jafnvel unglinga kalla aldraða karla eða konur ,,gamla“ sinn eða „gömlu“ sína. Þetta er skortur á háttvísi, sem oft sprettur af lé- legu uppeldi. Töluvert brestur á aS æskan sýni ellinni tilhlýðilega virðingu. Einstök aðsókn. A ÐSÓKNIN að málverkasýn- i*. ingu Veturliða Gunnarssonar varð meiri en að flestum öðrum listsýningum, sem hér hafa verið haldr.ar. Hátt á 5. þúsund manns sóttu hana og 74 myndir seldust. Um það þarf ekki að íara í neinar grafgötur, að átök þau, sem urðu milli listamannsins cg listdómara kommúnistablaðsins, hafa átf töluverðan þátt í þessari miklu aðsókn. Þau voru ágæt aug lýsing fyrir sýninguna. En hvað sem um þau má segja er hitt víst, að Veturliði Gunnars- son er duglegur og markvís lista- maður, sem verðskuldar bæðí athygli og sölu á verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.