Morgunblaðið - 18.11.1952, Page 2

Morgunblaðið - 18.11.1952, Page 2
MORGVNBLAÐIÐ 7 Þriðjudagur 18. nóv. 1952 ] Préfmái ekki skSlyrðl Sif 1 iel hæstarétfarmáifiyfnings Vandasamasfi þátturinn fyrir héraðsdémi 3jAGT var fram á þingi í gær frumvarp til laga um breytingu á J.óg im frá árinu 1942, um málflytjendur. Er það meiri hluti alls- 3rerj irnefndar, sem frumvarpið ber fram, en þar segir: Veglegasti dýrgripur íslenzkrar kirkju i lútherskuum sið Ræðismannshjónin Ryel gefa kirkju sinni forkunnar fagran skírnarfont j 1 1 ..^=*AKUREYRI, 17. nóv. — Síðastliðinn sunnudag fjölmenntu Akur< eyringar til kirkju sinnar. Var þar hvert sæti skipað. Auk venju- legrar messugjörðar skyldi þar afhenda og vígja nýjan skírnar* font. Gefendurnir voru ræðismannshjónin frú Gunnhildur og Balduin Ryel stórkaupmaður og börn þeirra. fcEiILYRÐI FYRIR WRL.-GRÁÐr Dómsmálaráðherra veitir leyfi ti'l málflutnings við hæstarétt J.iVerjum þeim, sem: 1. er -30 ára gamall, 2. er lögráður og hefur forræði íjár síns. 3. hefur óflekkað mannorð, 4. hefur islenzkan ríkisborg- orarétt, 5. hefur lokið embættisprófi í lögfræði í Háskóla íslands eða jafngildu prófi í öðrum háskóí- um samkvæmt íslenzkum lögum «g 6. er héraðsdómslögmaður og liefur ennfremur samtals 10 ár gegrú föstu dómaraembætti eða opinberu starfi, sem þarf til þess a.ð verða skipaður í fast dómara- ísæti. eða verið héraðsdómslög- maður eigi skemur en fimm ár og flutt eigi færri en 30 mál fyrir ■dómstólum, þar af séu að minnsta Ikosti 20 munnlega flutt. Hæsti- réttur getur veitt manni undan- þágu frá þessum skilyrðum um starfstíma, ef dóminum er það kunnugt, að hann sé hæfur til •að flytja mál fyrir hæstarétti. ERFITT AÐ FÁ PRÓFMÁL T'ÍL FLUTNINGS í greinargerð segir: Reynslan hefur sýnt, að næst- uia ógerningur er að fá prófmál fyrir hæstarétti, er rétturinn tel- xir hæf til prófflutnings. En enn Tneiri erfiðleikum veldur það, er hæstiréttur mælti svo fyrir, að framvegis verði eigi önnur mál tekin gild sem prófmál fyrir hæstarétti en þau, er þeir héraðs- dómslögmenn, er próf vilja taka, hafi sjóifir flutt fyrir undirrétti. 3Þá er það og skilyrði, að próf- mál séu vandasöm í flutningi og veigamikil. Slíkum málurn er alla jafna í öndverðu ætlað að fara fyrir hæstarétt, en af því leiðir, að hæstaréttarlögmönnum er yfirleitt falinn flutningur þess- ara fnálá fyrir undirrétti. Er það út af fyrir sig mjög eðlilegt, að aðilar máls óski fremur eftir því, að sami lögmaður flytji mál- ið fyrir báðum dómstigum. Sam- band aðila og málflutnmgsmanns. er jafnan reist á gagnkvæmu trausti og er á sinn hátt eins og samband (sjúklings og læknis, enda er þetta gagnkvæma traust- samband viðurkennt í íslenzkri löggjöf. Má í því sambandi benda á þagnarskyldu lögmanna um þau mál, er þeim er trúað fyrir í starfa sínum. Þá er það og stað- xeynd, að starfsheitið hæstarétt- srlögmaður eitt út af fyrir sig heftir þau áhrif á almenning, að hann telur málum sínum betur horgið í höndum hæstaréttarlög- manna en héraðsdómslögmanna. ÁÍSAMBOÐIÐ ATVINNUFRELSI Af framangreindri tilhögun leiðir, að mjög erfitt er að öðl- ást rétt tii málflutnings fyrir hæstarétti. Er nær útilokað, að menn geti náð þessu takmarki með eðlilegum hætti. Slíkar hindranir eru óþekktar í öðrum hliðstæðum atvinnugreinum og . verða að teljast ósamboðnar þjóð tfélagi, þar sem atvinnufrelsi irianna er viðurkennt. Það er alkunna, að vandasam- 4sti þáttur málsmeðíerðarinnar íer fram fyrír héraðsdónli. Þar ■er- lagður grundvöllur málsins, hröfur gerðar og reifaðar. Þar íara fram vitna- og aðilayfir- heyrslur, og þar á yfirleitt að íavér fran> öíIhh ■aílra.gagna-máls- ins og síðast en ekki sízt alla- jafna munnlegur málflutningur þess. Það er og athyglisvert í þessu sambandi, að menn þurfa ekki umfram embættispróf í lögum að þreyta neins konar prófraur.ir til þess að verða dómarar í liéraðs- J dómi eða hæstarétti. Verða vand- fundin rök fyrir því að gei'a strangari kröfur til þeirra, cr flytja mál fyrir dómi, en þeirra, '• sem dæma mái. AÐ gefnu tilefni uppiýsir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri ASÍ, að Edvard Sigurðsson sé ekki formaður hinnar sameigin- legu samninganefndar verkalýðs- félaganna. Nefndin hefur enn engan formann eða framsögu- mann kosið sér. Skoifélap-mensi sigruðu sjóUðana af beitiskipinu Á LAUGARDAGINN hinn 15. { GREIN sem próf. Gylfi Þ. Gíslason skrifaði s. 1. laugardag í Alþýðublaðið um sarnþykktir og störf B.S.R.B. langar mig til þess að leiðrétta eitt atriði. Pró- fessorinn leggur þann skilning í kröfu þingsins um „fulla dýrtíð- aruppbót“ eins og það er orðað, sbr. og ályktanir þingsins um endurskoðun vísitölu, að með því sé átt við það, að bætt séu upp þau vísitölustig, sem munar á kaupgjaldsvísitölu og vísitölu framfærslukostnaðar, vegna þess að verðhækkun landbúnaðaraf- urða vegna hækkunar á kaupi bóndans er ekldljætt^upm — Þessi skilningur er ábyggi- lega rangur. Hann kom að vísu fram þar á þinginu, en ég benti m. a. á það, að þetta bil sem er á milli kaupgjalds- og framfærsluvísitölu yrði ekki brú- að með því að greiða kaup sam- kvæmt framfærsluvísitölu. Ef gengið er út frá því, að verð- lagningargrundvöllur landbúnað- arvara sé réttur, yrði að hækka landbúnaðarvörurnar til sam- ræmis við hækkun kaupgjalds- ins um leið og það hefði verið hækkað, og stæði launþeginn þá í sömu sporum og áður þótt kaup sé greitt samkvæmt framfærslu- vísitölu. Ef bóndinn hinsvegar sættir sig við það að bíða með hækkun til næsta hausts, þá væri honum eins hagkvæmt að sætta sig við óhagstæðari verð- lagningargrundvöll. Þingið taldi þó ekki réttmætt né sanngjarnt að gera -þá kröfu að bændur væru látnir taka á sig þessa byrði, og skil ég því samþykkt þingsins um „fulla dýrtíðarupp- bót“ þannig, að það sé almenn krafa um óskertan kaupmátt launa, og sé til þess beitt öllum tiltækilegum ráðum. Að öðru leyti vísa ég varðandi grein próf. Gylfa, sem í he.ild er miður heppilegt „innlegg“ kjara- málum opinberra starfsmanna til framdráttar, til greinar minnar í Mbl. s. 1. laugardag. í GÆRDAG fór fram í annað sinn kjör fulltrúa Prentmynda- smiðafélags íslands á væntanlegt Alþýðusambandsþing. — Fyrri kosningin var kærð og stjórn Al- þýðusambandsins dæmdi hana ó- lögmæta, þar eð tveir félags- menn höfðu ekki verið boðaðir á fund þann er fulltrúakjörið fór fram, en lög félagsins mæla svo fyrir. Við kosningu fulltrúa í gær var kosinn sem aðalfulltrúi Gunn ar Heiðdal og til vara Sverrir M. Gísiason. í Prentmyndasmiðafélaginu eru nú tveir kommúnistar og hafa þeir, svo sem þeirra er hátt- ur, reynt að beita hverskonar brögðum og lögleysum, í þeirri von að ná yfirráðum í þessu fá- nóv. fór fram keppni í skotfimi milli liðs af enska beitiskipinu H.M.S. Swiftsure og liðs úr Skot- félagi Reykjavíkur. Keppnin fór fram að íþrótta- húsinu Hálogalandi. Skotið var á 25 yards færi með -rifflum cal. 22, liggjandi með járnsigti. Hver keppandi skaut 10 skotum og mögulegur stigafjöldi hvers 100 stig. Jafnmargir menn eða 8 voru í hvorri sveit og mögulegur stiga- fjöldi hvorrar sveitar því 800 st. Foringi brezka liðsins var Lt. S. Andrews, en þess íslenzka Njörður Snæhólm. Leikar fóru þannig að sveit ís- lendinganna vahn með 738 stig- um. Stigafjöldi Bretanna var 659 menna félagi, sem telur 16 með- limi. Hafa þessir menn haldið uppi nokkrum skrifum í „Þjóð- viljanum“ og borið þar á félags- menn hverskonar lygi og áróður, sem ekki er flugufótur fyrir. — M.a. báru þeir að tveir félags- manna, Gunnar Heiðdal og Sverrir M. Gíslason, væru at- vinnurekendur og skulduðu auk þess félagsgjöld. Fyrra atriðið var hrakið í greinargerð meirihluta stjórnar- innar fyrir kærunni yfir kosn- ingunni til A.S.Í.,á þeim grund- velli, að aldrei hefði orðið úr því að þeir félagar tækju prent- myndagerð Ól. Hvanndals á Ak- ureyri á leigu, þar eð hún var lögð niður. Þetta vissu kommún- istarnir tveir, enda lagði Hvann- dal sjálfur fram vottorð í mál- inu. Varðandi hin ógreiddu fé- lagsgjöld gerðu þeir Gunnar og Sverrir strax skil og farið var fram á það við þá, þó það hefði kostað stímabrak vegna þess að meirihluti stjórnarinnar, komm- únistarnir tveir, Benedikt Gisla- son og Sigurbjörn Þórðarson, . bönnuðu gjaldkera að veita félags gjöldunum móttöku. — Geta má þess að forkólfur rógskrifanna, Benedikt Gíslason, skuldar enn hluta af árgjaldi yfirstandandi árs. Nauðsynlegt er að bera til baka þann kafla í hinurn ódrengi- legu skrifum Benedikts um sam- starfsmenn sína í prentmynda- iðninni, Gunnar og Sverri, að þeir hafi farið í smiðju til þeirra Gunnars Ilelgasonar og Þor- steins Péturssonar, er þeir á- kváðu að kæra kosninguna. Þær fullyrðingar eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar^ enda viður- kenndu þeir báðir, Benedikt og Sigurbjörn, í samtölum við fé- lagsmenn, að fyrri fulltrúakosn- ingin á AlþýSusambandsþingið hefði verið ólögleg. Svona eru nú heilindin hjá þessuna .komjrjún- istum. Heldur hljómleika í kvöSd * n■ rnintmnrmmaatmmmrnmumam * ÍMmmmmmn nitMiiiiínniinifn i Sinfóníuhljómsveitin heldur í kvöld hljómleika í Austurbæjarbíói, og mun Ruth Hermanns fiðluleikari verða einleikari með hljóm- sveitinni er fluttur verður konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mozart. — Þá leikur hljómsveitin verk eftir Wagner: Forleikur og dauði Jsoldars. pg. atf lojtum. leikqr hljómsveitin Fyrstu Sinfóníu Beethovens. — Olav Kjelland stjórnar hljómsveitinni. Ólafur Björnsson. Rommúnistarnir í Prentmíynda- smiðafélaginu algjörlega knésettir ♦mörg ár og mikil FYRIRHÖFN Að lokinni messugjörð, er sérai Pétur Sigurgeirsson flutti, gekk hinn virti, aldni ræðismaður í kórdyr. Skýrði hann þar frá til- drögum þess að þeim hjónum kom saman um að gefa hinnl nýju Akureyrarkirkju skýrnar- font og var það skömmu eftir að hún var byggð, en kirkjan er 12 ára í ár. Upphaflega höfðu þau hjón ætlað að hafa fontinn alíslenzkan að efni og formi til og íslenzkur listamaður átti aS vinna verkið. Ýmsir örðugleikar urðu þess valdandi að frá því varð að hverfa. Að lokum var horfið að því ráði að hafa til fyrirmyndar skýrnarfontinn ' í Frúarkirkjunni í Kaupmanna- höfn, en hann er sem kunnugt er gerður eftir listaverki hálf- Islendingsins Bertels Thorvald- sens, skýrnarenglinum. Sóknar- nefnd Frúarkirkjunnar gaf góð- fúslega leyfi til þess að þetta væri gert, en setti það eina skil- yrði að eftirlíkingin væri ná- kvæmlega eins og fyrirmyndin. V ár skírnarfontur Frúarkirkj- unnar því Ijósmyndaður og af honum tekið nákvæmt mál, sem síðan var sent til Ítalíu, en þar hjó hinn kunni ítalski listamað- ur Corrado Vidni frá Flórenz fontinn í hvítan ítalskan marm- ara. Er gripurinn frábærlega vel gerður. Hefir honum nú verið kornið fyrir vinstra megin við kórdyr Akureyrarkirkju á sér- stökum þar til gerðum palli. , i AFIIJÚPUN OG VÍGSLA Að lokinni ræðu Ryels gengu þær kona hans og yngsta dóttir* þeirra hjóna, Hjördís, að skírn- arfontinum og afhjúpuðu hann. Þá gengu í kórdyr þeir vígslu- biskup, séra Friðrik Rafnar og Ryel ræðismaður, er las þar upp gjafabréf það er fontinum fylgir og afhenti hann formlega söfn- uðinum, með því eina skilyrði að hann yrði aldrei fjarlægður úr Akureyrarkirkju. Vígslu- biskup veitti gjöfinni móttöku og þakkaði hana með ræðu. Gat hann þess,. að þetta væri vegleg- asti gripur, er nokkurri islenzkri kirkju hefði verið gefinn í lútherskum sið. Líkti hann hon- um við hina miklu altaristöflu er Jón biskup Arason hefði gef- ið Hólakirkju á fyrstu biskups- árum sínum. Flutti hann þeim Ryelshjónum hinar beztu þakkir Akureyringa. Að lokinni ræðu sinni í kórdyrum vígði séra Friðrik skírnarfontinn. . Þá var framkvæmd hin fyrsta skírn við þenna mikla dýrgrip og hlaut þar ungur sveinn nafnið Þorvaldur sonur frú Þórgunnar Ingimundardóttur og Friðriks Þorvaldssonar menntaskólakenn- * ara. Akureyringar flytja hr. og fró Ryel og börnum þeirra alúðar- fyllstu þakkir fyrir þenna veg- lega og forkunnarfagra grip. , —Vignir. | HANNOVER, 17. nóv. — Kring- um 80 fyrrverandi meðlimir I hinum bannaða nýnasistaflokkl hafa verið kosnir í bæjar og sveitastjórnir í kosningunum, sem fram fóru nýlega í Neðra- Saxlandi. Flestir voru í framboði hjá flóttamannaflokknum eða hji -ipmni. hægrisinnuðum flokk- um. —NTB. **

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.