Morgunblaðið - 18.11.1952, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.11.1952, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. nóv. 1952 Kristján Albertson: * I LEIKH í. ÞETTA æfintýri átti ég þá eftir, eitt hið mesta, sem fyrir mig hef- ur komið, — að sveigja eitt kvöld í bílaþvögunni upp að stóru, veg- legu leikhúsi í Reykjavík, Þjóð- leikhúsi Islendinga; berast með straumnum af samkvæmisklæddu fólki upp hinar breiðu hallar- tröppur, inn í salarkynni, sem fremur minna á heimsborg en strandbæ við yztu höf. — Þetta áttum við eftir, sem vorum að byrja að horfa á heiminn upp úr aldamótum, í kálgarðabæ með stakkstæðum, þar sem erlendur fáni biakti yfir bárujárnsbyggð- inni milli bryggjuhúsa og Tjarn- ar. Skuggar tveggja styrjalda hvíla yfir meginlandi Evrópu. Glæsi- bragur og lífsþróttur borganna er ekki hinn sami og áður, yndis- leiki og menning líkt og á undan- haldi, lífið orðið harðara, örð- ugra, fátæklegra. Ég kom til Hafnar í sumar. Hljómleikasalur- inn í Tivoli, þar sem ég hafði setið á sumarkvöldum minna stúdentsára, var horfinn, skran- búðir og spilavíti á rústum hans, mikill hluti hins gamla skemmti- garðs orðinn að öðrum Dýragarðs bakka. London erfiðar og ber sína harma í hljóði, en man betri daga. Jafnvel París brosir ekki lengur sínu gamla, fjörmikla, á- hyggjulausa og blóðheita brosi, einhvér þreyta hefur sezt að í hjarta hinnar miklu kraftþjóðar. Borgir Þýzkalands eru enn að miklu leyti í rústum; og helm- ingurinn á hraðri leið austur í kommúnistískan ömurleika, bráð um orðinn að þorpum í Galizíu. í allri álfunni er hinn litli höf- uðstaður íslands kannske eini Ijósi blettur stórra og geystra framfara, þar sem allt hefur á siðasta mannsaldri tekið stakka- skiptum til meiri menningar- brags (þó að hér og þar blasi við ryðgað bárujárn, sem þarf nauð- synlega að mála, fremur í dag en á morgun). Bærinn hefur vaxið ört í allar áttir að nýjum hverfum vand- aðra húsa, og hinar miklu fram- farir í blómarækt og trjárækt gert ásýnd hans bjartari, yndis- legri — það er líkt og Reykjavík hafi þokazt nokkur breiddarstig til suðurs. Þetta er ekki lengur bærinn, þar sem ég ólst upp, hef ég hlotið að segja við siálfan mig á göngum mínum um Reykjavík í sumar, jafnvel um gamlar götur eins og Suðurgötuna, þar sem spor minnar æsku lágu. Þá voru þar grasblettir og kálgarðar við húsin, ekki önnur tré en nokkrir lágir rifsberjarunnar. Kartöflu- garðabærinn hefur breytzt í trjá- garðrborg. Og svipaðar framfar- ir hafa orðið um allar sveitir landsins. Hinir lágu, dimmu torf- bærir, sem maður sér eftir. eins og gamalli flík, sem manni þykir vænt úm, en verður að leggja niður. — þeir hafa þokað fyrir hollari og reisulegri húsakynn- um, með fána á bust og trjám kringum hlaðið. Hvergi finnst manni þó stökk- breytingin til stærri og betri tíma hafa orðið furðulegri en þegar m=ður fvrsta sinn kemur í leikhús þjóðarinnar. 2 Vel fer á að byrja með að heilsa upp á Indriða Einarsson, þar sem mynd hans gnæfir líkt qg í forsetasæti x skáldasal leik- Íússins. Ertu nú ánægður, gamli eiðursmaður? : Þegar ég var að stálpast voru ^msir kallaðir vitrir, til aðgrein- Jngar frá draumamönnum og skýjaglópum. Indriði Einarsson vartæpast talinn beinlínis vitur, hinn léttstigi, síungi vinur menntagyðjanna, sem gekk í ljósu vesti hvernig sem viðraði, af tómri bjartsýni; sagði að Reykjavík myndi þá og þegar verða fimmtíu þúsunda borg, og heimtaði að reist yrði stórt Þjóð- leikhús. Vitrir menn hristu höf- uðið — hann Indriði .... Hugsjónamenn fara ósjaldan í taugarnar á vitrum mönnum, af því að það sem þeir vilja er nær aldrei sprottið upp af blákaldri skynsemi einni saman. Hins veg- ar hafa þeir oft, öðrum fremur, líkt og haft veður af því sem framundan var, og enda þá með að gera hinum grandvörustu mönnum þar.n grikk, að hafa haft algerlega rétt fyrir sér. Að- eins fám árum eítir að leik- húsið tók til starfa löggðu örlögin blessun sína yfir spár og drauma Indriða Einarssonar með því að gera Reykjavík að sextíu þús- unda borg. Hann hafði ekki haft pólitísk völd til þess að hrinda hugmynd hinni í framkvæmd. Það vildi svo til að fyrsta kvöld rnitt í leikhús- inu sat á bekknum fyrir framan mig sá maður, sem fyrstur tryggði rnálinu fylgi og fram- kvæmd á Alþingi, Jónas Jónsson. Ég hlaut að hugsa til þess að án hars aðgerða hefðum við orðið að bíða eftir Þjóðleikhúsinu — hver veit hvað lengi. Á þessu hausti hafði ég ekki séð leikið á Islandi í 17 ár. Það má því ef til vill ætla að ég hafi setið þar með gestsins glöggu heyrn. Engin spurning var mér ofar í huga, áður en tjaldið fór upp, en sú, hvernig talað væri af leiksviði landsins; hvernig íslenzk an hljómaði út í hinn stóra sal, og þar með hvað leikhúsið megn- aði sem musteri orðsins. Leikhúsið er myndir og hreyf- ing, gervi, svipbrigði, þögull leik- ur, en þó fyrst og fremst list hins lifandi orðs. Þó að leiklistin sjálf geri ekki upp á milli sinna ýmsu möguleika til tjáningar og áhrifa, og leikarinn segi oft meira með þögn eða tilliti, en virðast má að nokkur orð fái sagt, þá er hið talaða orð samt kjarni hvers dramatísks verks, á það treystir skáldið og mest þegar andi þess ílýgur hæst og ristir dýpst. Auk þess hefur leikhúsið þá sérstöku skyldu við sína þjóðtungu að vera fremst í fararbroddi . um mennilegan og göíugan framburð málsins. En í þessu efni hlýtur leiklist hverrar þjóðar að vera fálmandi fyrsta kastið, ekki sízt þjóðar með nýtilkomna bæjarmenningu; og þó sérstaklega í meðferð þeirra leikja, sem að stil eru fjærst daglegu tali. Leikhúsin verða í vissum skilningi að skapa Styíta Indriða Einarssonar í Þjóðleiklxúsinu. nýjan talanda (diktion). Ef við förum að tala í daglegu lífi eins og gera verður á leiksviði, þá verður þao broslegt — „leikara- legt“. Og ef leikararnir ekki tala óherzlumeira og sítilbreytilegar en gert er í daglegu lífi, þá verð- ur úr því bragðlaus leikur — líkt og vanti vind í seglin. I Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Leikhúsin verða að skapa hinn sérstaka talanda leiksviðsins, sem er hin náttúrlega rödd lífsins, I varðveizla á sönnum, eðlilegum I málhreim — en þó jafnframt' merkingarmeiri, bersögulli og blæríkari en talandi daglegs lífs. Og eins og málaralistin kepp ir að sterkustu áhrifum, sem hægt er að seiða fram með litum, án þess að hirða um hvort þessir litir eru til í umhverfi okkar, eins lýsir leiklistin því sem í rnanninum býr með hljómi orðs- ins sem lifnar á tungu hans — og nær stundum sínum kynlegustu Þjóðleikhúsið áhrifum í talanda, sem ekkí er af heimi hversdagsleikans. í þessum efnum verður hver þjóð að byggja frá grunni og læra nálega allt af sjálfri sér. Hin skapandi gáfa leikarans vrk- ir út frá rödd fólksins, og lyftir henni upp til listrænnar, það er að segja sterkari og göfugri tján- ixigar. En á þessari leið eru marg- ar hættur, sérstaklega í byrjun. Ekkert er fjær mér en að vilja kasta rýrð á frumherja íslenzkrar leiklistar, sem margir höfðu mikl ar gáfur og unnu list sinni ómet- anlegt starf. En allir, sem muna leiklist okkar nokkra áratugi aft- ur í tímann, vita hve talanda, jafnvel beztu leikara, var oft á- bótavant; hve erfitt margir áttu með að varast margskonar óeðli- legan són, ýmist of tilfinninga- saman, eða fullhátíðlegan, eða teprulegan; són, sem stundum var líkt og utan og oían við eðlilegan málhreim, án þess þó að öðlast neina listræna merkingu; són, sem var tilgerð, fálm, leit að ein- hverju, sem ekk-i tókst að finna, og myndi láta enn undarlegar í eyrum nú, en á þessum frum- vaxtarárum nýrrar listar. íslenzk leiklist var að prófa sig áfram, í litlum byrjandi bæ. En leiklistin er framar öðrum listum afkvæmi fjölmennra borga, þar sem fólkið verður frjálslegra og fágaðra í framgöngu og tali, en jafnan vill verða í fámenninu, lífið örara, margháttaðra, og þar með tján- ing þess í svip og orðum. Það, sem meir en allt annað gladdi mig í leikhúsi landsins, og það, sem kemur mér til að skrifa þessa grein, er hin mikla almenna framför, sem orðið hefur á Is- landi á síðustu tveim áratugum í listinni að tala af leiksviði, jafnt hjá hinni eldri sem yngri kyn- slóð leikara. Undirstaða stórrar leikmenningar er íengin. Fram- burður málsins er eins og íslenzk- unni sæmir, áheyrilegur og skír, en talandi eðlilegur og lifandi — laus við hjáróma són og tilgerð- arlegan hreim. Og þó er hægt að gera betur, og betur mun verða gei’t, af þeirri kynslóð, sem nú lifir, og þeim, sem koma. Islendingar eiga al- mennt eftir að tala miklu fegur en þeir gera á okkar dögum. Yfir máiróm margra íslendinga er líkt og liggi lágur himinn, eitt- hvað, sem bælir hljóminn, heldur honum niori; og stundum eins og þungt loft í nefgöngunum, leyfar af gömlum moldarhúsa-mál- hreim, ásamt uppburðarleysi hins niðurnídda manns. Einhvers slíks gætir enn lítiliega jafnvel í mæli sumra leikara. Þegar við lesum fornar sögur og forn kvæði þá finr.st okkur að feður vorir hljóti að hafa talað ís- lenzkuna með sterkara og tígu- legra hljómi en gert er nú á dög- ( um. Vafalaust hafa þeir átt gaml- ar framsagnarhefðir, og þær hafa verið fyrsti vísir til íslenzkr- ar leiklistar. Egill Skallagríms- son gekk fyrir Eirík blóðöx til að flytja honum Höíuðlausn, „ok hóf upp lcvæðit ok kvað hátt ok fékk þegar hljóð“, segir sagcn. Og þegar lokið var drápunni mælti konungur; „Besta er kvæð- ' it fram flutt“. Áf þessari frásögn og öðrum sést hve feður okkar unnu snjöllum og skörulegum flutningi, — hljómandi máli. Enda var list drápunnar fyrst og fremst fólgin í því að fá málið til að hljóma; gera sjálfan hljóm tungunnar að hásöng hetjudáð- ar og hreysti Æins og hún birtist í gný bardagans. Ómlist drápunnar og sá flutn- ingur, sem hún heimtar, hin skíra, nákvæma, harða, fast- mælta framsögn, sem dróttkveð- ir.n háttur krefst, hvorttveggja hlýtur að vera beint framhald af hárri almennri menning í fram- burði hins talaða orðs í daglegu lífi. Enda heyrum við í samtölum íslendingasagna sterkari hljóm og veglegri málhreim en tiðkast á okkar dögum. Hver kynslóð hlýtur að tala með sinum hætti, og eins og henni er eðlilegast. Öll bein stæling á forn- um framburði og talanda myndi aðeins leiða til tilgerðarlegrar eftirhermu. Eina undantekning, ! sem ég veitj er Bénedikt Sveins- son, yngri, sem getur mælt svo fallega og eðlilega á forna tungu, að maður skyldi halda að hann hefði verið í fóstri hjá hofundi Eglu; enda mun svo verið hafa. En hið mikla bil, sem hefur myndazt á niðurníðsluöldunum milli forns talanda og nýrri tíma málhreims á eftir að minnka. Við cigum eftir að tala mennilegar og snjallar en nú er gert — nær hinum stóra stíl í raddhljómi og mælanda þess íslendings, sem fegurst hefur talað á þessari öld, Einars Benediktssonar. Og í þeirri þróun er Þjóðleik- húsinu framar öllum öðrum menningarstofnunum skylt að hafa þá forustu, sem mestu varð- ar. 4. Hvað er að öðru leyti að segja um íslenzka leiklist á fyrstu ár- um leikhússins? Því miður átti ég ekki kost á að sjá nema þrjár sýningar áður en ég færi af landi burt. Hin mikla framför í sviðs- búnaði og tjöldum var ekki ann- að en maður gat átt von á af góð- um kunnáttumönnum, á í’ýmra sviði og með meira fé á milli handa en áður í gömlu Iðnó — en þó á þessi framför sinn stóra þátt í því að gera leikhúsið að furðulegu og algerlega nýju æfin- týri í Reykjavík. Ég sá tvær sviðsetningar eftir Lárus Pálsson, Tyrkja-Guddu og Júnó og páfuglinn, báðar vand- aðar, öruggar og hugmyndarík- ar, verk listamanns, sem kann að draga upp áhrifamiklar myndir á stóru leiksviði, og blása i þær lífi. Það er ómetanlegt fyrir leik- húsið að eiga leikstjóra eins og Lárus Pálsson og Indriða V/aage á þessum fyrstu árum æfi sinnar. Kanske geri ég einhverjum órétt, með því, að nefna þá ekki, en þessa tvo hef ég vitað setja bezt á svið af núverandi kröftum Þjóð leikhússins. Mér kom á óvart að sjá Vínar- óperettu svífa eins fjörlega og léttilega yfir íslenzkt leiksvið og Leðurblakan gerði. Að vísu er hér sænskur leikstjóri að verki — en það var þó okkar leikhús, sem lagði til jafn-ósvikna Vínar- stúlku og Sigrúnu Magnúsdóttur og jafn hirðmannlegan Vínar- greifa og Bjarna Bjarnason, — og allan hinn ágæta söng. Þeir tveir leikir, sem ég sá, voru yfirleitt vel leiknir, víða ágætlega — og þó annað veifið ekki nógu sterkt (intensivt), dauf og litlaus augnablik inni á milli. Þessari grein er ekki ætlað að vera leikdómur, en þó vil ég leyfa mér nokkrar almennar athug- anir, sem snerta sjálfa innstu taug þeirrar listai*, sem hér ræðir um.- Ég sá leikara skapa góða per- sónu, einkenna hana vel, leika margt í fari hennar skemmtilega eða fallega eða átakanlega — en þess á milli líkt og bregðast þess- ari persónu, hætta að hafa áhuga á henni. Hin algera sjálfs- gleymzka og hinzta innlifun bregzt, hæfileikinn til að ljá Framhald á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.