Morgunblaðið - 18.11.1952, Side 9
Þriðjudagur 18. nóv. 1952
MORGVKBLAÐIÐ f
9
11 Ijóðum góðskóldanna hei ésj
bezt numið íslenzka tungu
HER I BÆNUM hefur dvalizt
undanfarið Bjöm J. Blöndal,
bóndi og rithöfundur, og not-
aði Mbl. tækifærið til uö ná
tali af honum, en harnt hef-
ur, eins og kunnugt er, sent
nýlega frá sér bók sína, AÐ
KVÖLDI DAGS. — ÁSur
hafði komið frá bans hendi
bókin HAMINGJUDAGAR,
cr vakti geysilega athygli,
þcgar hún kom út árið 1950 og
varð þá metsöíubók.
— Ég bý í Laugarholti £ Bæj-
arsveit í Borgarfirði, sagði Björn,
er Mbl. hitti hann að máii, en
það er r.æsta jörð við Stafholts-
eý, þar sem ég er fæddur. En
Páll Blöndal, afi minrt, átíi báð-
ar þessar jarðir.
• BYRJABI AÐ SKRIFA
UNGUR
— Er ekki langt síðan þú
byrjaðir að skrifa, Bjöm?
— Jú, ég byrjaði að skrifa þeg-
ar ég var stráklingur. Annars
segi ég frá tildrögum þess i kafl-
anum Þrá í síðari bók roinni, Að
kvöldi dags; sá kafli er nokk-
urs konar skriftaroáí mín til les-
andans, og fjallar um það, hvers
vegna tg fór að fást við rit-
störi.
Ég hætti síðan að skrifa í mörg
ár og brenndi flest það, er ég
hafði sett á pappír, vegna þess
að mér likaði það ekki. Er það
góður siður. Hins vegar hef ég
alltaf ætlað mér að fara út á
rithöfundabrautina, aíit frá því
er ég var lítill snáði og ortí mín
fyrstu kvæði til norðurljósanna,
sem nú hafa raunar öll orðið eld-
ínum að hráð.
— Hefur þú ekki fengízt við
Ijóðagerð síðan?
— Jú, að vísu, en ég man ekki
til þess, að ég hafi birt eitt ein-
asta kvæði eftir mig á prenti. Og
það er einkum síðasta árið, sem
ég hef reynt að kanna íitillega
dularheima Ijóðadísarinmr, en
þó hef ég ekki í hyggju að senda
frá mér nein kvæði til birtingar
að svo stöddu.
Hins vegar langar míg tíl þess
að geta þess hér, að ég tel mig
hafa lært íslenzku einna foezt af
því að lesa mikið af Ijóðum góð-
skáldanna okkar og ekki síður af
hinu að fikta sjálfur við Ijóða-
gerð.
• ,.í RÖKKRINU, ÞEGAR ÉG
ORÐINN ER ESNN"
— Þú sinnir ritstörfum auð-
vitað aðallega á kvöidin,, þar sem
bóndastarfið leyfir ekki annað
— eða er ekki svo?
— Jú, aðeins á vetrarkvöldum,
því að ég get því miður ekki
skrifað neitt á sumrin vegna ann-
ríkis, þótt mig á hínn bóginn
dauðlangi oft til þess. Og starfið
og lífið kallar, — hjá því verð-
ur ekki komizt. — En á and-
vökustundum reika ég oft um
aevintýralönd, sem hvergi eru til
nema í hugheimum. Stundum er
það eina ráðið til þess að verða
ekki þræll sorgarinnar.
Annars hef ég þann háttinn á,
að. ég skrifa aldrei staf, fyrr en
ég er búinn að láta efnið liggja
í huganum langan tíma, velta
því fyrir mér og móta það, eins
og mér bezt þykir. Þá sezt ég
niður og skrifa það, eins vel og
ég get, en yfirleitt tviskrifa ég
handritin aldrei. Það eru e. t. v.
ekki góð vinnubrögð, en tíminn
leyfir það ekki. En þó finnst mér
ég geta réttlætt þessi vinnubrögð
mín með þvi, að þennan hátt
hafði skáldið og vitmaðurinn
Stephan G. Stephansson á, þótt
ég beri mið auðvitað ekki saman
við hann á nokum hátt. Við
ritstörfin finnst mér einna erfið-
ast að þurfa að vera sjálfs sín
dómari. Er þá gott að eiga ein-
hvern að, sem maður getur leitað
til og spurt ráða, ef í nauðímar
rekur. Á ég þar hauk í horni, þar
sem æskuvinur minn, Þórarinn
læknir Sveinsson, er, en hann er
eini maðurinn, sem Iesið hefur
Viðtal við Björri J. BlöndaE rith.
um skáldskap, veiðimennsku o.f I.
Aííar félagsbækur MenningðÞ>
sjoðs og Þjéivinafélapms ]
á þessu óri komnar úf *
Björn J. Blöndal.
yfir öll mín handrit, auk þess,
sem hann hefur hvatt mig til rit-
starfa og stuðlað að því að æsku-
draumurinn hefur orðið að veru-
leika.
| Hins vegar los ég mikið bæði
á sumar- og vetrarkvöldum og
hin síðari ár hef ég einkum lagt
mig eftir erlendum höfundum,
þótt málakunnátta mín sé ekki
niikil, enda er hún algerlega
sjálflærð.
| — Þú sagðist áðan hafa hætt
ritstörfum með öllu um langt
skeið. En hvenær tókstu þá til
iþeirra aftur?
) — Það var ekki að neinu
marki fyrr en 1948. Þá byrjaði
|ég að skrifa Hamingjudaga og að
henni lokinni hófst ég þegar
handa urn að skrifa síðari bók-
ina, Að kvöldi dags, sem nú er
komin út fyrir skömmu. — Uppi-
staða þessara bóka beggja — að
ævintýrunum undanskildum —
eru sannir atburðir. Sumir eru
jlítið sem ekkert breyttir í með-
jferð minni, en aðrir eru aðeins
notaðir sem nokkurs konar
beinagrind ýmissa hugleiðinga
og heilabrota. í frásögn minni
hef ég alltaf reynt að vera ein-
lægur, en á það finnst mér ein-
mitt skorta hjá sumum nútíma
rithöfundum okkar.
O AF SIÍÁLDAÆTTUM
I — Hver þeirra finnst þér hafa
einna fegurstan og tiikomumest-
an stíl?
j — Ja, það er nú reyndar ekki
gott að segja, en ég er mjög hrif-
ínn af Þórbergi Þórðarsyni hvað
stílsnilid allri viðkemur og finnst
mér bækur hans sérlega vandað-
ar að því leyti. — Hins vegar
held ég, að ég hafi einna mest
lært af hinum tæra og tigna stíl
Islendingasagnanna, eins og
raunar svo margir aðrir íslend-
íngar. Enn fremur mætti geta
þess, að Theodóra Thoroddsen
hefur sagt mér, að mér svipi
r.okkuð til langafa míns, Jóns
Thoróddsens, skálds, þótt ég sé
auðvitað ekki dómbær um það
sjáhur.
— Þú ætlar þér auðvitað að
halda áfram að skrifa?
— Já, en ég veit ekki, hvað
það verður. Ég er ekki búinn að
ráða það við mig enn þá, því
að það er raunar svo margt, sem
mig langar til að skrifa. Senni-
lega hefst ég handa um að skrifa
eitthvað, þegar ég er kominn
heim aftur í sveitakyrrðina og
hauströkkrið færist yfir.
• MIKILL VEIÐIMAÐUR
— Þú hefu skrifað mikið um
veiðiferðir, sérstaklega í fyrri
békinni þinni.
— Já, ég hef mikið stundað
veiðar- um dagana, einkum lax-
xveiðar við Svarthöfða í Hvítá. —
Kosturinn við þessar veiðar er
einkum sá, að maður fær tæki-
færi til að vera úti í náttúrunni,
njóta töfra hennar og friðar og
hlusta á árniðinn.
Fyrr á tímum var mikið um
seli í Hvítá, en nú sjást þeir
varla. Hins vegar er minkurinn
kominn í staðinn. Þótt ekki sé
beinlínis skemmtilegt að veiða
hann, þá er það nauðsynlegt, því
að hann er að eyðileggja allt
fuglalíf hjá okkur, auk þess sem
hann leggst á fiskistofninn. Og
er ekki úr vegi að geta þess, að
eir.u sinni fann ég í minkagreni
við Flókadalsá heilan hóp af 10
—15 sm. löngum laxaseiðum, og
hafði minkurinn raðað þeim öll-
um hlið við hlið í greninu. —
rJpp á síðkastið er tófan einnig
'arin að láta nokkuð á sér bæra
hjá okkur, en hún sást ekki í
’amla daga, og ekki alls fyrir
löngu skutum við bláref, sem
vafalaust hefur sloppið úr ein-
hverju búrinu.
© ERLENDIR VEIÐIMEXN
— Það hafa auðvitað margir
útlendingar sótt þig heim á und-
anförnum árum til að stunda
laxveiðar?
— Já, einkum Englendingar.
Og allir hafa þeir verið indæl-
ismenn, látlausir og skemmtileg-
ir í allri framkomu, og eru marg-
ir hinir ágætustu vinir mínir.
Meðal þeirra vil ég einungis
nefna Sir Stanley Unwin, hinn
mikla enska bókaútgefanda.
Einnig hafa landarnir verið
þarna á ferð, og má af þeim m. a.
nefna læknana Matthías heitinn
Einarsson, Halldór Hansen og
Guðm. heitinn Magnússon, próf.
— Getuf þú ekki sagt mér ein-
hverjar veiðisögur að lokum?-
— Jú, það er vel til. Einu sinni
vorum við Þorvaldur, bróðir
minn, að veiðum ásamt enskum
blaðamanni, sem hjá mér var.
Hann hafði aldrei veitt lax, en
hafði hins vegar mikla lör.gun
til þess að láta taka af sér mynd,
þar sem hann væri með álitleg-
an lax, er hann hefði veitt sjálf-
ur. — Laxinn tók illa þennan
dag, en loks gat Þorvaldur fest
í fiski. Var þá uppi fótur og
fit, blaðamaðurinn fékk stöngina,
en Þorvaldur varð að stjórna
höndum hans — og ég að styðja
hann. En allt gekk þó vel að
lokum, laxinn náðist á land og
blaðamaðurinn var hinn ánægð-
asti. En næsta dag, þegar taka
átti myndina, var blaðamaðurinn
alveg ófáanlegur til þess, því að
hann kvaðst ekki hafa veitt lax-
inn sjálfur. Og ekki lét hann
tilleiðast, fyrr en við höfðum
sannfært hann um, að sjálfur
Danakonungur hefði með sér að-
stoðarmenn á laxveiðar.
Þessi enski blaðamaður sagði
mér einu sinni frá því, að hann
hefði komizt í hann krappann
tvisvar á ævinni. í annnað skipt-
ið, er hann var á tígrisdýraveið-
um í Indlandi og i hitt skiptið,
er tiann einu sinni á ferðalagi í
Flóanum kyssti unga og fallega
íslenzka nótentátu, sem hann
hafði hitt þá um daginn — og
ætlaði alörei að losna við!
O TVINNI NR. 36
Að lokum skal ég segja þér
smáveiðisögu, sem ég skriíaði
einu sinni niður, en henti. — Svo
er mál með vexti, að eitt sinn,
er ég var ungur, kom ég til veiði-
manns við á eina í Borgarfirði.
Hann hélt víst, að ég, snáðinn,
kynni ekki að veiða lax, en
hvað um það — hann tók rð
segja mér veiðisögur og er ég
búinn að gleyma oilum uen.a
einni. Hún var á þá leið, að hægt
væri að veiða lax á ótrúlega‘'ó-
nýtt færi, ef rétt væri að farið.
— í gær veiddi ég, sagði hann,
18 punda lax á hvítan tvinna nr.
36. Ég sagði honum þá, að ég
Frh. á bls. 12.
ALLAR félagsbækur Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina''
félagsins fyrir þetta ár eru nú komnar út. Bækurnar eru þessarí
Þjóðvinafélagsalmanakið 1953, „Indíalönd“, eftir Björgúlf Ólafs-
son lækni, skáldsagan „Elín Sigurðardóttir", eftir Johan Falk-
terget, Andvari, 77. ár og Ijóðmæli eftir Stefán frá Hvítadal. —
Félagsmenn fá allar þessar bækur fyrir 55 kr. ársgjald.
! í Þjóðvinafélagsalmanakinu er
Árbók íslands 1951, eftir Ólaf
Hansson menntaskólakennara;
ritgerð um ameríska lækrtinn
William Goorgas og gulu sótt-
ina, eftir Níels P. Dungal pró-
, fessor islenzk ljóðlist 1918—1944
j (Skáld nýrra tíma I. j, eftir Guðm.
G. Hagalín rithöfund og kaflar úr
íslénzkum hagskýrslum eftir
Klemenz Trj'ggvason hagstofu-
stjóra. Nokkrar myndir eru í al-
manakinu.
„Indíalönd“, eftir Björgúlf Ól-
afsson lækni er fjórða bókin, sem
kemur út í safninu „Lönd og
lýðir“. í þessu bindi segir frá
eftírtöldum lönöum: Indlandi og
Pakistan, Ceylon, Burma, Síam,
Franska Indókína, Indónesiu og
Filippseyjum. — Bókin er 238
bls. að stærð með 58 myndúm. —
Bókaflokkurinn „Lönd og lýðir“
á að verða alls 24 bækur. Yfir-
lit um fyrirhugaða skiptingu í
bindi, er aftast í þessari bók. —
Ætlunin er að gefa út tvö bindi
árlega svo fjótt sem fjárhags-
ástæður útgáfunnar leyfa.
Efni „Andvara“ er að þessu
sinni svo sem hér segir: Sveinn
IBjörnsson forseti, æviminning
eftir Steingrím Steinþórsson for-
sætisráðherra: Skúli Magnússon
og nýju innréttingarnar, eítir
Þorkel Jóhannesson próíessor;
Nútízka í ljóðagerð, eftir dr.
Svein Bergsveinssson; Sveinbjörn
Egilsson, hundrað ára dánar-
minning, eftir Vilhjálm Þ. Gísla-
son skólastjóra; Vísindi og styrj-
aldir, þýdd grein eftir G. Russel
Harrison og Móðurvernd og föð-
urhandleiðsla, eftir Símon Jóh.
Ágústsson prófessor. — Ritstjóri
Andvara og almanaks Þjóðvina-
félágsins er Þorkell Jóhannesson.
Skáldsagan „Elín Sigurðar-
dóttir“, eftir norska skáldið Jo-
han Falkberget er 191 bls. að
stærð. Guðmundur G. Iíagalm
hefur íslenzkað söguna. Hann
skrifar einnig nokkur orð un
höfundinn og verk hans.
Ljóðmæli cftir Stefán frá
Hvítadal eru ellefta bindið í
bókaflokknum „íslenzk úrvals-
rit“. í því eru 55 kvæði. Sveinn
Bergsveinsson hefur séð um út-
gáfuna og skrifað ritgepð um
skáldið.
Samtímis félagsbókunum gef-
ur Bókaútgáfa Menningarsjóðs
út úrval úr Hómersþýðingunt
Sveinbjarnar Egilssonar rektors.
Úrval þetta nefnist „Guðir og
menn“ og hefur dr. Jón Gísla-
son séð um útgáfu þess. Hann
ritar inngangsorð og ítarlegar
skýringar, þar sem rakinn er
söguþráðurinn í Ilíóns- og
Odysseifskviðu. Menn geta því
haft þessa úrvals full not, án þess
að lesa Kviður Hómers í heild.
Aðrar bækur, sem Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hefur gefið út í
ár, eru þessar: „Lög og réttur“,
handbók um lögfræðileg efni eft-
ir Ólaf Jóhannesscn prófessor,
„Facts about Iceland“ 2. og 3.
útgáfa, Árbók íþróttamanna 1952
og Goifreglur. Leikritasafn Menn
ingarsjóðs, 5. og C. hefti, „Pilt-
ur Stúlka“ og „Skugga-Sveinn",
koma út um næstu mánaðamót.
Kjólliim sundraðist i
spreiigingii og konan dó
Sviplegt slys orsakaðis! ai gerttefni
MJÖG óvenjulegt slys, sem kostaði konu nokkra lífið, hefur vakið
óhugnan og skelfingu í Danmörku. Skýnði Extrabladet frá þessu
nýlega. Náttkjóll úr gerfiefni, sem umrædd kona klæddist sundr-
aðist í sprengingu, er eldur komst að honum. Svo virtist í fyrstu,
sem henni hefði ekki orðið meint af, en brátt veiktist konan og
kom þá í Ijós að svitaop húðarinnar á miklum hluta likamans
höfðu lokazt. Lézt konan skömmu síðar.
ViRTIST VERA ÚR NÆLON
Kona þessi, sem var nýgift átti
afmæli þennan dag og buðu þau
hjónin vinum. sínum til veizlu.
Um kvöldið var konan að sýna
gestunum gjafirnar og voru
þeirra á meðal fallegur náttkjóll,
hár i hálsmálið og með síðum
ermum. Var hann úr fínu efni,
sem þau álitu að væri nælon eða
orlon. Kom nú fram uppástunga
um að konan sýndi þennan dýr-
indis kjól með því að klæðast
honum og gerði hún það.
SKYNDILEGA VARÐ
SPRENGING
Skömmu síðar fór hún íram i
eldhús til að hita kaffi. Þá féll
neisti frá gasvélinni á kjólinn
og skyndilega kvað, við hveilur.
Hafði orðið sprenging í kýólnum,
svo að konan . stóð skyndilega
allsnakin, en askan af kjólnum
féll niður á gólfið.
DÓ EFTIR TVO DAGA
Konunni varð að sjálfsögðu
bylt við, en að öðru leyti sá ekki
á henni. Hún var ekkert brunn-
in, en þegar lengra leið fór hún
að finna til óþæginda. Daginn
eftir leið henni illa og fór til
læknis. Hann gaf henni töflur og
sagði henni að leggjast fyrir er
heim kæmi.
Skipti það nú engum togurn að
konan andaðist tveimur dögum
siðar. Kom í ljós að svitaholurn-
ar í húðinni höfðu lokazt og varð
ekkert aðgert til hjálpar.
TILRAUNAEFNI
Mál þetta hefur vakið umtal í
Danmörku og hafa sérfræðingar
lýst því yfir að slík sprenging
geti hvorki orðið í nælon, perlon
né orlon. Hins vegar bendi líkur
til að náttkjóllinn sem hér var
um að ræða, hafi verið gerður
úr tilraunaefni og þá hafi efna-
samsetningin i gerfiefninu verið
of skyld nitroglyserini, sem er
cflugt sprengiefni.