Morgunblaðið - 25.11.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.1952, Qupperneq 1
16 síður 39. árgang^ur 170. tbl. — Þriðjudagur 25. nóvember 1952 Prentsmiðja Morgrunblaðsin*. Verða olíuBindir >» iraks þjóðnýttar? Miklar óeirðir í Bagdad. Stjórnmálaflokkarnir leystir upp Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. BAGDAD, 24. nóv. — í Bagdad gilda nú herlög eftir óeirðir þær, sem þar geisuðu um helgina. Hefur mikill herstyrkur verið kall- aður út og má hvarvetna sjá hermenn með alvæpni á götuhornum og skriðdreka þeysast eftir götum borgarinnar. BLOÐ BONNUÐ Forsætisráðherra landsins, Mahmoud, hefur skipað Abdul Mutalib Amin, hershöfðingja, til áð annast yfirstjórn hersins í Bagdad og reyna að halda lýðn- um í skefjum. Fyrsta verk hers- höfðingjans var að leysa stjórn- málaflokka landsins upp og banna útgáfu allra blaða og tíma- rita. í dag fór fram greftrun þeirra tíu manna, sem létu lífið í óeirð- unum um helgina og var saman kominn múgur manns. Bar hann spjöld með ýmsum vígorðum, s.s. „Niður með þrælahald heims- veldisstefnunnar" og „Niður með stjórnina". Nokkrir menn, sem voru við jai'ðarförina, voru hand- teknir. — í dag ákvað stjórnin að láta herrétt dæma alla þá, sem gerast sekir um spellvirki og óeirðir. Sagði forsætisráðherr- ann, að engum yrði hlýft, sem fremdi einhver óhæfuverk. — Ekki hefur komið til átaka nema í Bagdad. VEKUR MIKLA ATHYGLI Fylgzt er, um allan heim, af áhuga með þeim atburðum, sem nú eru að gerast í írak. Einkum er þeim veitt mikil athygli í Lundúnum, því að menn þar ótt- ast, að eitthvert samband kunni að vera á milli óeirðanna í írak og þeirra atburða, sem gerzt hafa í íran. Álitið er, að óeirðir þessar eigi að nokkru rót sína að rekja til þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að láta ekki kjósa í þingkosn- ingum þeim, sem fram áttu að fara í desember n. k., eftir hin- um nýju kosningalögum. Hins vegar kemur þar ýmislegt fleira til greina, s. s. breytingar á jarð- eignaskipulagi, eins og kom í framkvæmd í Egyptalandi, er Naguib tók þar við völdum, krafa um það, að þingmenn Öld- ungadeildarinnar verði kosnir en ekki valdir, eins og tíðkazt hefur og síðast, en ekki sízt, að fulltrúadeildin hafi vald til að skipa ríkisstjórnir á eigin spýtur. Að þessum kröfum standa fjórir af fimm stjórnmálaflokkum landsins. Enn fremur hafa verið uppi um það háværar raddir, að nauðsyn bæri til þess að þjóðnýta olíulindir Iandsins, eins og gert hefur verið í ír- an. — Að lokum má svo geta þess, að fjórir stjórnmála- flokkanna hafa krafizt þess, að milliríkjasamningurinn við Bretland verði endurskoðað- ur hið fyrsta, en hann renn- ur ekki út fyrr en 1955. Löndunarbannið ræil í brezka þinginu LUNDÚNUM 24. nóv. — Sir Thomas Dugdale sjávarútvegs málaráðherra brezku stjórnar- innar svaraði í dag spurning- um í brezka þingingu varð- andi löndunarbannið á íslenzk- um fiski. Hann sagði, að ekki væri hætta á alvarlegum fisk- skorti þótt íslenzkir togarar fengju ekki að ieggja afla sinn á land. Taldi hann fiskaðflutn ingana lítið minnka fyrir það. í desember s.l. árs hefðu íslend ingar landað aðeins 10% af fiskmagni því er Bretar hefðu nevtt. Engar hindranir væru heldur á löndunum úr togur- um annarra þjóða. Þingmaður úr verkamanna- flokknum taldi hættu á að úti- lokun íslenzku togaranna myndi valda verðhækkun á fisk. Krafðist haim þess að fast fiskverð yrði sett á. Ráðherr- ann varð fyrir svörum. Taldi hann ekki ástæðu til þess að festa verðið. Það væri lægra nú en það hefði verið fyrir einni viku. — Reuter. Fráleituai orðrómi um amerísk áhrif í togara- o deilunni dreift í Ensflandi löndunarbannið nær einnig li! Aberdeen Frá fréttaritara Mbl. í Grimsby í gær. ÓTVÍRÆBUR áhugi og ánægja fiskkaupmannanna í Grimsby, þeg* ar togarinn Jón forseti landaði afla sínum hér s. 1. miðvikudag, sýnir greinilegast, hve mikil þörf er á góðum íslenzkum fiski í Englandi. Það er einnig ljósasti vottur þess, að talsvcrðri þvingun. lilýtur að hafa verið beitt til þess að fá fiskkaupmennina til að breyta um afstöðu og gera samtök um að útiloka kaup á íslenzk- um fiski. Brezkir útgerðarmenn ætlast til að bann þetta gildi þar til íslenzka rikisstjórnin fellzt á aðra landhelgislínu. Fái brezkir togaraeigendur vilja sínum framgengt, vilja þeir semja um land- anir á nýjan leik í Grimsby. Stevenson heldur ræðu LUNDÚNUM — Adlai Steven- son, ríkisstjóri í Illinois, mun ávarpa þing ClO-sambandsins á fundi, sem haldinn verður í Atlantic City, 3. des. n. k. — Fréttaskrifstofa ClO-sambands- ins sér í borg segir, að Steven- son muni tala við minningarat- höfn Philip Murrays, hins látna forseta sambandsins. Eisenhower skipar nýjan ráðherra NEW YORK, 24. nóv. — Eis- enliower skipaði i dag Ezra Benson til að gegna landbún- aðarráðherraembættinu í stjórn þeirri, sem hann mynd- ar 20. janúar n.k. — Benson hefur verið ritari hins vold- uga Búnaðarsambands Banda- ríkjanna. Hann er 53 ára að aldri. NTB-Reuter Viltn kaupa eigur Farúks? KAIRÓ — Egypzka ríkisstjórnin gerir nú allt, sem hún getur til þess að laða ferðamenn til lands- ins sólheita við Nílárdalinn. Eitt af þvi sem stjórnin hyggst mjög efla ferðamannastrauminn með, er sýning á höll Farú’.cs, fyrrv. konungs og uppboð, sem halda á á munum hans öðru hverju. Kotnmúnisfaréffarhöldin í Sakborningar rr Prag halda áfram: jáfa" viðsföðu- Ríkisstjómiit stcndur fast á retti voruiu í laudliBÍaisdeiiunni Yfirlýsing Ólafs Thors á Aiþingi. LANDHELGISMÁLIÐ og löndunarbannið kom til umræðu í báðum deildum þings í gær. Voru bornar fram fyrirspurnir um það, hvaða ráðstafanir ríkis- stjórnin hyggðist grípa til sökurn löndunarbanns brezku togaraeigendanna og fiskkaupmannanna. Var því hreyft við umræðurnar, hvort ekki bæri að leggja málið fyrir Sameinuðu þjóðirnar til úrskurðar. Ólaf- ur Thors, atvinnumálaráðherra, skýrði svo frá, af hálfu ríkisstjórnarinnar, að í athugun væri hverra ráðstafana skyldi neytt. — Ríkisstjórnin myndi standa fast á rétti íslands, hvika þar hvergi né hopa og halda fram hinum réttmætu kröíum í landhelgis- málinu í öllum atriðum. Meðal þess, sem ef til vill yrði til úrræða væri, að hreyfa málinu á þeim alþjóðafundum, er rödd ís- lands heyrðist. Gætu þar fleiri alþjóðasamtök en Sameinuðu þjóðirnar komið til greina, að því er ráð- herrann skýrði frá. lausf yfirsjónir sinar Eru saksðir uxn samstarf við ,hiita borgaralegu Gyð iitgakléku4 Tékkóslóvakíu Einkaskeyti til Mbl. fi*á Reuter-NTB. PRAG, 24. nóv. — Fyrrum utanríkisráðherra Tékka, Vladimir Clamentis, játaði nýlega fyrir alþýðudómstól í Prag, að hafa reynt að ráða vin sinn, Gottwald forseta, af dögum. Auk þess játaði hann einnig, eins og Mbl. hefur áður getið um, að hafa tekið þátt í njósnastarfsemi í Tékkóslóvakíu fyrir erlent stórveldi og vera þar með sekur um föðurlandssvik. Clémentis var hinn þriðji í röí.* inni af þeim sakborningum, sem þarna voru látnir „játa“ yfirsjón- ir sínar, en þessi réttarhöld miða einkum að því að hreinsa stjórn landsins af öllum Gyðingaáhrif- um, og er þeim ekki líkt við neitt nema hin miklu Moskvuréttar- höld á þriðja tug þessarar aldar. STJÓRNADI GYÐINGA- KLÍKUNNI Hinir tveir, sem á undan hon- um „játuðu“ syndir sínar, voru P.udólf Slanskí, fyrrum aðalrit- ari Kommúr.istaflokks Tékkó- slóvakíu og Bedrich Geminder, fyrrum vararitari flokksins. I . Clementis, er á undanförnum árum hefur verið einkavinur Gottwalds, „játaði" allar hinar fjölmörgu yfirsjónir sínar gersam lega ótilkvaddur. Og það gerðu 1 Framhald á bls. 2. (hurchlll breyfir n sir-m LUNDUNUM, 24. nóv. — Churchiil, forsætisráðh, Breta gerði í dag margar mikil- vægar breytingar á ráðuneyti s'nu. — Var ástæðan einkum sú, að Woolton lávarður, inn- siglisvörður drottningar, hefur orðið að segja af sér embætti vegna lasleika. Eftirmaður hans í embætti innsigiis- varðar verður Saiisbury, lá- varður, sem gegnt hefur sam- veldisráðherraembættinu, en við því tekur Swinton. lá- varður, fyrrum birgðamála- ráðherra. NTB-Reuter. ORÐRÓMI DREIFT Mjög skiptir í tvö horn, um af- stöðu almennings til landana ís- lenzks fisks, enda hefur málið orðið að pólitísku deilumál. Sá orðrómur gengur hér, að það sé aðeins fyrir amerísk áhrif, sem brezka íhaldsstjórnin hefir ekki tekið mál þetta miklu fastari tökum. FUNDUR Á FIMMTUDAG Ákveðið hefur verið að halda fund fulltrúa frá matvælaráðu- neytinu, togaraeigenda og fisk- kaupmanna næstkomandi fimmtu dag. LOKUN I ABERDEEN í dag samþykktu yfirmenn og skipshafnir á togurum í Aber- deen að efna til mótmælastöðv- unar, ef til þess kæmi, að íslenzk- ir togarar lönduðu þar. Togara- menn í Fleetwood hafa sama í hyggju. FISKVERÐ ÞYKIR OF HÁTT Þrátt fyrir það, að togaraeig- endur hafi veitt hundruðum og þúsundum punda í auglýsinga- starfsemi til að réttlæta hið háa fiskverð, þá er samt geysilegur fjöldi fólks, einkum þeirra, sem fylgja verkamannaflokknum að málum, sem álíta fiskverðið of hátt og myndu æskja fiskaðflutn- ings frá íslandi til að halda verð- inu niðri. BEIN SALA VIRDIST ? VAFASÖM Það gæti hugsast að aðstæður væru fyrir hendi, til að landa fisk einhversstaðar og bjóða fiskkaupmönnum úr innhéruð- um hann til sölu beint. Það virðist vafasamt, að slík tilraun takist, enda þótt hún væri vel auglýst. Einnig mætti búast við, að hún myndi og valda mik- illi grernju í fiskveiðihöfnunum, (Að sjálfsögðu er rétt að benda á, að enginn fótur er fyrir amer- ískum áhrifum í þessu máli og er hann jafn fráleitur og hinn áróðurinn, sem áður hefur verið dreift að íslendingar ætluðu að opna landhelgina en aðeins sín- um togurum). í da? heimsótti Eisen- liower, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, aðalbæistöðv- ar S.Þ. Er það í fyrsta skipti, sem hann kemur þangað, síðan hann var kjörinn forseti Banda ríkjanna. — Tryggvi Eíe, aðal ritari S.Þ., o? Lester Pearson, forseti allsherjarþingsins, tóku á móti honum og sýndu honum aðalstöðvarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.