Morgunblaðið - 25.11.1952, Síða 7

Morgunblaðið - 25.11.1952, Síða 7
Þriðjudagur 25. nóv. 1952 MORGUNBLAÐIÐ 7 ) Arni Eylasnds: Starfsíþróttir fjuÓBinundur Jóussou, skólastjóri: frá Hollandi FYRIR nokkru síðan flutti Daníel Agústínusson skemmtilegt erindi í útvarpið og sagði frá íþróttamóti því á Eiðum, sem Ungmennafélag íslands efndi til síðastliðið sumar. Sagðist honum margt vel, er hann dvaldi við starfskeppni þá í þrem ur greinum, sem þar fór fram. Var þar vafalaust merkilegt ný- mæli á ferðinni. Bezt sagðist ræðumanninum, er hann sagði frá því hvernig ungar stúlkur kepptu í þeirri íþrótt að leggja vel og snyrtilegá á borð. Var auðheyrt, að þá keppni skildi ræðumaður til fulls, og hvert gagn og gaman og augnayndi hún getur fært öllum aðilum, bæði keppendum og áhorfendum. STARFSHLAUPID Allgóð var líka frásöghin af starfshlaupinu. En það vakti at- hygli mína hve lítill hlutur sveit- anna — bændanna og bændaefn- anna var gerður við skipulagn- ingu hlaupsins, þar á* meðal að spurningarnar voru í raun og veru ekkert sérstaklega miðaðar við, að þetta væru æskumenn úr sveitum landsins, sem þarna voru 'að leika listir sínar og keppa á hagnýtan hátt. Var ekki nær að hafa, að minnsta kosti eina af spurningunum í sambandi við hlaupið, búnaðarlegs efnis held- uren að hafa tvær úr sögu ung- mennafélaganna og eina urn sjó- sókn á Grænlandsmiðum? Þetta er ekki eins lítið atriði eins og margir munu hyggja. Starfsíþróttirnar eiga mest erindi til æskufólks í sveitum landsins. Þess vegna á að móta þær í sam- ræmi við starfsiífið í sveifunum, að mjög verulegu leyti, þó að al- menn hæfni og þekking eigi einn- ig að koma til gréina óháð sér- þekkingu. TRAKTOR KEPPNIN Svo var það keppni í traktor- akstri. Engin sjónarvottur annar h'efir lýst henni fyrir mér, og satt að segja hafði ég ótrú á því, að slík keppni gæti farið þarna fram svo að í lagi væri, án alls veru- legs undirbúnings. Mér fannst það vera að reyna að stökkva í hæsta haft strax, án þess að fika sig áfram á eðlilegan hátt. Ég veit ekki hvort spá mín hefir ræst eður eigi. Það skiptir heldur eigi máli, og tilraunin er virðingar- verð jafnvel þótt hún hafi verið gerð, að einhverju leyti á röng- um forsendum, það er, án fulls skilnings á því hvers með þárf og hvaða undirbúningsæfingar þurfa að fara fram heíma fyrir í sveitunum áður en hægt er að stofna til landsmóts í slíkri keppni. Af frásögn Daníeis var mér full ljóst, að á hvort tveggja skorti nikkuð, að sú keppni hafi verið réttilega undirbúin og sett á svið, og að hann næði fyllilega utan um það að lýsa keppninni svo að fram kæmi hve mikiisverð slík keppni er í eðli sinu. Frásögn Daníels af traktorkeppninni var lang daufust, þótt um væri að ræða merkilegustu keppnina af þeim þremur er þarna fóru fram. Þetta tel ég rétt að benda á, ekki til þess að neinn missi móðinn, sem vel vill í þessum málum, heldur til þess að reyna að auka skilning á því, að við slíka keppni þarf annað og fleira tii heldur en almennan íþróttaáhuga og æfingu að skipuleggja venjulegar íþrótt- ir. Það þarf starfsþekkingn á bún aðarsviðinu. Þess vegna þurfa ungir fróðir búnaðarmenn að vera með í ráðum og leik, að und irbúa og skipuleggja slíkar starfs keppnir, og það á auðvitað við um miklu fleira heldur en traktor akstur. í raun og veru á það við flestar starfsíþróttir, sém ung- um mönnum uppvöxnum í sveit- um hentar bezt að stunda, ef þcir ætla sér að verða nýtir msnn við búskap, og ef það er tilgangur þeirra, sem að starfsíþróttahreyf ingunni standa, að vinna æsku- lýð sveitanna gagn með hreyfing unni. Þegar ég tala um sveitir í þessu sambandi tel ég auðvitað með smáþorp og þéttbýli þar, sem tilveran er enn mótuð að meira eðá minna leyti af gróðri og gras- nyt. Starfsíþróttir æskufólksins, sem sveitirnar byggir þurfa aldrei og eiga aldrei að verða í neinni mótsögn né andstöðu við unga íólkið, sem að í slíkum smá- þorpum og þéttbýli býr. Við að stunda starfsíþróttirnar geta þesssr aðilar átt fulla sam- leið, að því marki að efla virðingu fyrir vinnunni, verksvitinu, starfs snillinni og starfsgleðinni, og virðiiiguna fyrir sjálfum sér, sem starfandi manni. AFBURÐA FRAMMISTADA? Af frásögninni af traktorkeppn inni á Eiðum var Ijóst að þeir sem höfðu sett hana á svið höfðu ekki vitað glögglega hvað þeir voru að gera. Mig minnir fastlega að Daníel segðist svo frá, að allir keppendur hefðu hlotið um og yfir 100 stig í keppninni. Hins vegar ræddi hann ekki um, að hverju leyti þeir hefðu leyst þrautir þær, er leysa skal við aksturinn, eða mistekist það. Nú þarf afburða frammistöðu til þess að nú 100 stiga árangri, ef hlaup- ið er rétt á svið sett. Það þóttu mikil tíðindi, er hinn frækni traktormaður, unglingurinn Arne Braut frá Jaðri sigraði í Noregs- keppni í fyrra og „sprengdi keppnina,, með því að ná rúml. 100 stigum. Þó felldi hann einr, hliðstaur ef ég man rétt. Varla hafa piltarnir á Eiðum farið í förin hans? Þess vegna þurfa þeir ungu piltar sem nú fara að æfa sig í keppni í traktorakstri að fá að vita nánar um traktorkeppnina á Eiðum og frammistöðu piltanna þar. Ég efast ekki um að hún hefir verið góð eftir aðstæðum. En hvað veltu þeir mörgum hlið- staurum? Hvernig leystu þeir aksturinn yfir plankann af hendi? og hvernig gekk þeim að snúa við í þrengslunum? Þeir sem æfa sig hugsa til frama í íþróttinni þurfa að vita að 100 stiga afrek hanga ekki á lægstu greinum. ÞAD SKAL FRAM SEM FRAM IIORFIR! En hvað sem Eiðamálinu líður, verður að halda áfram og byggja betur frá grunni á margan hátt. Næg eru verkefnin og ihöguleik- arnir til aðgerða eru líka við hendina. Því ekki að nota þá? Er það vantrú, einhver feimni, eða | leti, sem veldur að svo hljótt er um þetta. Hvar eru búfjárræktar- mennirnir? Því reyna þeir ekki að efna til keppni í að dæma kýr og kindur i sambandi við sýning- ar og námskeið? Er slíkt ekki nógu fínt handa fólkinu? eða með nógu miklum lærdómsbrag? Ef einhver heldur það, þarf hann að læra betur. Og hvar eru hesta- mennirnir? Því efna þeir ekki til reynslu og keppni í að dæma hesta? Það væri áreiðanlega holl- ara og meira fyrir fyrir sanna hestamenn, heldur en fylliríis út- reiðartúrarnir, sem svo mjög lýta hestamennskuna oft og einatt — því miður. Nú á að fara að kenna búfræði við héraðsskólar.a. Þar er sann- arlega jarðvegur fyrir starfs- íþróttir. Þar mætti leggja grund- völl að þeim, ef búfræðikandidat- arnir sem þar kenna vildu ljá málinu brautargengi. Vonandi gera þeir það. Þannfg má íengi telja. Nú er um að gera að byrja heima fyrir í sem fiestum sveitum. Þannig verður að undirbúa stóru tökin á næsta landsmóti ungmennafélag- anna. Og forráðamenn ungmenna Framh. á bls 1S ÉG ÁTTI þess kost að heimsækja Holland í júlímánuði 1952 og dvelja þar fáeina daga og hripa hér niður nokkuð af því, er ég sá þar og heyrði. Holland er tiltölulega lítið land, aðeins um 46 hlutar af flat- armáli íslands, en íbúatalan er yfir 10 millj. manns. Það er eitt þéttbýlasta land í Evrópu og rækt un og iðnaður á háu stigi. Meðal- hiti í júnímánuði er 17—18° og regnmagn víða nálægt 600 mm á ári. Ræktaða landið nemur um 2,4 milij. ha. Bændur eru alls taldir um 215 þús. og garðyrkjumenn um 38 þús., alls um 253 þús. Með- alstærð af landi hjá hverjum bónda og garðyrkjumanni er þá 9—10 ha. Lang flestir hafa land- stærð milli 1 og 20 ha. Auk þess hafa margir verkamenn nokkurt landrými ¥2—1 ha., rækta þar grænmeti, en vinna hjá bændum og hafa þaðan aðal tekjur sínar. Af búfé ber lang mest á naut- gripum. Nautgripir eru alls árið 1950 2,7 millj. að tölu, þar af 1,5 miilj. kýr og kelfdar kvígur. Þegar komið er til Hollands þá virðist mér þrennt fyrst og fremst vekja athygli: í fyrsta lagi hreinlætið. Úti og inni er allt hreint og vel um gengið, svo ég hef hvergi séð það nns. Hús eru jafnaðarlega þvegin rð utan, svo og stéttar í kring um oau. Hollendingar nota mikið réskó, sem þeir draga af fótum sér, er þeir ganga inn og hafa þá nniskó til taks. í öðru dagi veitingarnar. Það rr miklu minna haft fyrir þeim rn hér heima. Þegar gest ber að jarði á öðrum tímum en mat- nálstímum, þá er fyrst spurt um, avort hann vilji heldur te eða caffi og hvort hann ós'ki eítir rykri og mjólk með eða ekki. Jíðan ber húsmóðirin fram kaff- ð eða teið, setur sjálf í það syk- rr og mjólk, ef þess er óskað. iíðan tekur hún blikkkassa með cökum í og ber milli gestanna. I kassanum eru tvær eða í mesta lagi þrjár teg. af kökum. Eftir góðgerðirnar er kassinn settur inn i skáp og bollar bornir fram. Oft er kaffið eða teið hitað með rérstökum litlum lampa inni í stofunni sjálfri. Hollenzka hús- nóðirin hefur á þennan hátt miklu minna fyrir góðgerðúnum an stallsystir hennar hér heima, en þær koma í sjálfu sér að sömu notum. í þriðja lagi eru það hinir mörgu skurðir (kanalar), sem iiggja um landið þvert og éndi- langt. Eftir þeim ganga skip og bátar, sem flytja vörur milli sveita og bæja. Á skipinu er oft aðeins einn karlmaður. Hann er þar með konu sína og börn. Skip- ið er heimili þeirra. Viða sjást gluggatjöld fyrir gluggum og á sumum skipunum eru tvær hæð- ir sem búið er í. Á skipaskurðun- um eru auðvitað margar" brýr. Við hverja þeirra er brúarvörð- ur, sem hefur það hlutverk að vinda brýrnar upp þegar skip ber að og stöðvast þá öll Umferð á meðan. Getur það tekið nokkrar mínútur. Skipsmaðurinn greiðir svo visst gjald til brúarvarðarins fyrir. Allviða eru skipastigar í skurðum þessum og sá ég hann notaðan á einum stað. Fyrr á timum voru skipaskurð- irnir lífæðar Hollands. Nú hafa bílar og járnbrautir tekið mikið af flutningi frá bátunum. Þá vil ég segja lítið eitt frá nokkrum stofnunum, er ég heim- sótti í Hollandi: Búnaðarskólar. Ég skoðaði tvo slíka. Búnaðarmenntunin er í mjög góðu lagi í Hollandi. Búnaðarháskóli er í V7agering- en. Námið þar tekur 5 ár og er sérgreint, þannig að menn geta lagt stund á jarðrækt, búfjárrækt, hagfræði, vatnsmiðlun o. fl. Ekki er nauðsynlegt að menn hafi ver- ið í búnaðarskóla, en aðeins' stúdentar eru teknir inn til náms. 1 Æðri búnaðarskólamenntun stendur yfir tvo vetur, en ekk- | ert verklegt nám. Nemendur koma ýmist úr lægri búnaðarskól um eða eru gagnfræðingar. Ekki heimavist, nemendur fara heim á kvöldin. | Lægri búnaðarskólar. Þeir eru víða og er kennslunni þannig háttað, að nemendur eru aðeins 1—2 daga í hverri viku, hjóla vanalega á milli. Þeir standa yfir í 4 vetur, fyrsta veturinn 2 V2 dag í hverri viku, en hina veturna 3 aðeins 1 dag í viku. Fyrsta árið er námstíminn 40 vikur, hin þrjá árin 30 vikur á ári. Nemendur byrja oft 14 ára og enda þá 17 | ára gamlir. Með þessu móti eiga nemendur tiltölulega hægt með að vinna heima samtímis því sem þeir eru í skólanum. Loks eru margs konar búfræði- námskeið. Þau standa fyrir hvern hóp nemenda 2 kvöid í viku um 3 klst. í hvert sinn og ná þannig yfir 1 eða 2 vetur. Frá æðri og lægri búnaðarskól- 1 um útskrifast árlega um 6000 ' nemendur eða 1 nemandi fyrir hverja 40 bændur og garðyrkju- menn. Þetta er mjög mikið, þeg- ar tekið er tillit til þess, að þar fyrir utan er mikill fjöldi ungra manna á kvöldnámskeið- um, líklega um eða 20 þús. árlega. Búnaðarfræðslan nær því til mjög margra ungra manna í Hol- landi og standa sennilega íáar fáar þjóðir Hollendingum jafn- fætis á því sviði. Húsmæðraskólar eru 200 í Hol- landi. Einn þeirra heimsótti ég Þar voru 52 nemendur, engin heimavist, því að stúlkurnar fóru | heim til sín á hverjum degi að lokinni skólavist. Þetta var mynd arlegur skóli, vel út búinn að kennslutækjum. En það vakti furðu niína, að námsmeyjarnar voru flestar á aldrinum 12—14 ára og mjög fáar eldri. Auk mat- reiðslu og nokkurra bóklegra greina, læra námsmeyjarnar einnig saumaskap, en vefstól sá ég engan. 1 Mjólkurbú skoðaði ég á einum stað. Það tekur árlega á móti 10 millj. kg af mjólk. Mjólkin er flutt tvisvar hvern dag til búsins. Við það vinna 21—25 manns og vinnslukostnaður er um 12 aur- ar (umr. í ísl.) á kg. Meðalfita mjólkur 3,7%. Bændur fá um 21 cent fyrir mjólkina pr. kg eða umr. í ísl. peninga um 90 aura. Útsöluverð mjólkurinhar er ná- kvæmlega það sama og bændur fá. Allur kostnaður og sölulaun fæst á þann hátt, að mjólkin er „standardiseruð“ þ. e. tékin úr henni feiti, svo að meðalfeitimagn hennar er aðeins 2,5%. Þetta gild- ir um allt Holland. Mest er fram- leitt af smjöri og ostum. Rjómi er mest notaður með 9% feiti, hæst uþp í 23% feiti. Mjólkin er hvergi flutt lengra að til þessa mjólkurbús en 6 km vegalengd. Nálægt mjólkurbúinu var hey- þurrkunarstöð allstór. Heyið er þurrkað með hráolíu. Bændur aka þangað grænfóðri, fá það þurrkað fyrir 12 eent (52 aura) hvert kg miðað við þurrt hey. Stöðin þurrkar 500—700 kg á klst. miðað við þurrt hey og unnið er nótt og dag yfir heyskapartímann og fá færri bændur en vilja að lsomast þar að. Eftir þeim tölum, er ég fékk gefnar upp, ætti að þurfa um 0,2 kg af hráolíu íyrir hvert kg (þurrt hey). Slikar stöðvar eru til á 6 stöðum í Hol- landi. Sæðingarstöðvsr eru margar í Hollandi. Eina þeirra skoðaði ég. Þar eru 20 naut ,og sæddar árlega um 26.000 kýr. Yfirmaður stöðvar innar er dýralæknir, en sæðing- ar eru framkvæmdar af mönn- um, er háfa verið á stuttum nám- skeiðum. Gjald fyrir hverja kú er 10 gyilini (43 ísl. kr.), en stundum er gjaldið tvöfalt. Einn daginn heimsótti ég bónda í Norður-Frieslandi. Hann hafðí litla akuryrkju, aðallega kúabú. Skal ég nú lýsa í stórum dráttum búskapnum hjá honum: Lanstærðin var alls 27 ha., þar af 2 ha. með kartöflur og sykur- rófur, en 25 ha. með grasi. Hann hafði 40 mjólkurkýr, 1 naút, 5- kvígur til sölu og 27 kvígur og kálfa til viðhalds stofninum. Al!s er 73 nautgripir og fóðureyðsla þeirra á að gizka við 55 mjólk- urkýr. Það gerir 2 kýr á hvern ha. og er það miklu meira en venjulegt er í Hollandi. Mjólkurmagn er 4500 kg pr. kú með 4,05% feiti, meðalverð mjólkur 21,30 cent. Kjarnfóður notar hann mjög iítið alls um 6000 kg yfir árið. Kostaði það s.I. ár alls 2600 gyllini eða 43 cent á hvert kg eða um kr. 1,85 ísl. Auk þess notar hann heymjöl, sem hann lætur þurrka og mala fyrir 13,5 cent pr. kg. heymjöl. Kýrnar eru úti í 6 mánuði yfir sumarið og koma alls ekki í hús. Beitilandið er mjög vel ræktað. Fosfórsýran er öll borin á i marz, kalí í apríl, en köfnunarefni 3-—4 sinnum yfir sumarið. Magn af tilbúnum áburði, þegar hann er notaður eingöngu, er þetta: köfn unarefni 150 kg á ha., fosfórsýra (P205) 55 kg á ha, og kalí (K20) 150 kg á ha. Landið er ýmist slegið eða beitt og tekin upp- skera 6 sinnum á hverju sumrr. Nettótekjur þessa bónda voru s.l. ár um 16.000 gyllini, þar af greiddi hann í opinber gjöld 5.000 gyllini. | VinnVitimi er 65'—70 klst. á viku yfir sumarið, en 56 klst. að vetrarlagi. Kaupgreiðsla er 80 gyllin á viku = kr. 344,00 ísl., en. fæða sig sjálfir af því, og sjá sér fyrir húsnæði. Þetta kaup næst ekki fyrr en menn eru 23 ára gamlir. — Vinnutimi hefst að morgni kl. 4 eða 4’i:, morgunverð ur kl. 6—6 ¥2, kaffi kl. 8 >4—9, I miðdagsmatur kl. 11—12,40, te kí. j 3—344 og hætt vinnu kl. 6. Bóndi þessi heldur brireikn- inga. Þeir eru færðir og gerðir upp fyrir hann. Það kostar ár- lega 160 gyllini. Það skal tekið fram, að bóndi sá, sem hér hefur verið sagt frá, mun vera í beztu bændaröð, bú- garðurinn fremur stór og vel rek- inn. Meðaltekjur hollenzkra bænda eru miklu lægri en þetta. Einn daginn ókum við um 50.000 ha stórt land, sem fyrir fáum árum var hafsbotn. Þar var verið að rækta og nema nýtt land. Þar var m.a. að verki plógur, sem plægði um 80 cm þykkarr streng. Þar sá ég opna skurði, sem höfðu verið gerðir með skurðaplóg, sem hefur tvöfalt moldverpi og veltir stréngjum til beggja hliða. Skurðirnir voru um 80 cm djúpir og um 144 m breiðir að ofan. Hollenzka ríkið hefur lagt fram geysi upphæðir til þess fyrst. að hlaða öflugan garð framan við þetta land, síðan ræsa það fram og dæla vatninu út í sjó, bylta, sá og byggja. Allt þetta er áætlað að kosti um 4000 gyilini á ha eða rúml. 19 þús. kr. ísl. Búgarðam- ir eru svo leigðir fyrir 150—250 gyllini á ha, þar í leiga eftir allár byggingar. Þetta land er það fyrsta, sem í stærri mælakvarða er tekið úr greipum sjávarihs og gert að ökrum o<i ið ••'íí'mi éngi. Nú þegar er byrjað á öðru svæði og síðar eiCTa að koma TYiri til viðbótar. Þetta er nýrækt Hol- lands. Land, sem þannie er btivrkað, er yfirleitt mjög frjósamt oggef- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.