Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. nóv. 1952 ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. f lausasölu 1 krónu eintakið. Um það standa allir íslendingar saman lommÉnislar hafa forveldðð sfarf Á. S. I. m alið á sundrungu innan samíakanna BÆÐI samtal það, sem birtist hér- í blaðinu í gær við Markús Guð- mundsson skipstjóra á Jóni for- seta og greinin, sem þýdd er úr Grimby Evening Telegraph bera það glögglega með sér, að afstaðá almennings í Bretlandi er allt önn ur en brezkra togaraútgerðar- manna. Fiskikaupmennirnir tóku fisk- inum úr Jóni forseta með óbland- inni ánægju, segir Grimsby Evening Telegraph. Engar til- raunir voru heldur gerðar til þess að hindra löndun hans. Hið brezka blað hefur það eftir ein- um fiskkaupmanninum, að brýn þörf sé fyrir íslenzka fiskinn, sem sé mjög góð og vönduð vara. Af þessu og ýmsu öðru er það augljóst mál, að það eru fyrst og fremst hótanir og yfir- gangur brezkra útgerðar- ntanna, sem knúð hafa fisk- kaupmennina til þess að neita að kaupa islenzkan fisk. Þeir hafa bókstaflega verið neydd- ir til þess að setja viðskipta- bann á hin íslenzku skip. Af- leiðingamar verða minnk- andi fiskur og hækkandi verð- lag á brezka fiskmarkaðnum. En meðal lýðræðissinnaðra þjóða hlýtur slíkt atferli tiltölu- lega fámennrar klíku, að vekja ríkja andúð og fyrirlitningu. Bretar hafa notið álíts og virð- ingar sem ein þroskaðasta þing- ræðis- og lýðræðisþjóð heimsins. En sú skoðun getur ekki orðið lángæ, ef brezkum fiskkaupmönn um á að haldast uppi uppvaðsla þeúra og ofbeldi án þess að stjórn Bretlands taki í taumana., Um það hefur verið rætt, að við íslendingar kærum þetta at- ferli fyrir þeim alþjóðasamtökum sem við tökum þátt í. Það er sjálfsagt og eðlilegt. En við verðum að láta of- beltíisseggina finna það einnig hér heíma, hvernig litið er á ofstopa þeirra. Það er fráleitt að nokkur brezkur togari fái hér viðgerð, eldsneyti eða nokkra fyrirgreiðslu, aðra en læknishjálp og björgunarað- síog, ef á þyrfti að halda.Slíka aðstoð munu íslendingar aldrei neita brezkum sjómönn um um hversu fólslegar að- gerðir, sem útgerðarmenn þeirra munu framkvæma gagn vart okkur. E. t. v. er þessi framkóma brezkra útgerðarmanna aðeins sorgleg staðfesting á þvi, hve innantómt talið um alþjóðlega samvinnu og gagnkvæman skiln- ing þjóðanna á kjörum hver ann ara er enn þann dag í dag. Ef niðurstaðan yrði sú, að fámennri sérhagsmunaklíku meðal stór- þjóðar héldist það uppi, að fram- kvæma ofbeldi gagnvart minnstu þjóð heimsins, myndu margar vonir bresta um frið og réttindi í heiminum. Við skulum vona að svo fari ekki. Við skulum halda áfram að trúa á mátt laga og réttar. En það er nauðsynlegt að heimur- ínn fái að vita, hverskonar leik nú 'er veríð að leika gagnvart þess- ari litlu þjóð. Þessvegna er cðli- legt, að rikisstjórnin hafi viðbún- að um að láta rödd íslands heyr- ast á hverjum þeim alþjóðavett- vangi, sem við höfum aðgang að. Ólafur Thors atvinnumálaráð- j herra lýsti þvi einnig yfir við umræður á Alþingi, að stjórnin myndi ekki hika við að hafa þann hátt á. Okkur íslendinga greinir á um margt í innanlandsmálum okkar. En þegar þjóðarnauð- syn krefst einingar vegna af- síöðunnar út á við, þá standa íslendingar allir saman sem eiim maður. Þessvegna vann þessi fámenna þjóð þann glæsilega sigur á Þingvöllum við Öxará, að endurheimta frelsi sitt og stofnsetja lýð- veidi í landi sínu 17. júní ár- ið 1944. Vemdun fiskimiðanna, land helgismálíð, eins og það er kallað í daglegu máli, er í dag stærsta sjálfstæðismál þess- arar þjóðar. Þessvegna er að- eins til ein afstaða til þess á íslandi. Þessvegna geta ekki vaknað um það deilur meðal okkar sjálfra. Um það standa alii*- Mendingar saman í órofa fylkingu. Þeir, sem nú fara með of- beldi og ránsskap á hendur okkur mega því vita, að gagn vart þeim stendur einhuga þjóð, að vísu fámenn og lítils megandi. En þessi þjóð hef- ur réttinn sín meginn. Þess- vegna er hún sterk og þess- vegna hljóta allir þeir, sem unna réttlæti og almennu vel- sæmi í alþjóðamálum að veita henni brautargengi. Byttingin etur $ín UNDANFARIÐ hafa staðið yfir í Prag réttarhöld yfir nokkrum háttsettum leiðtogurij kommún- ista í Tékkóslóvakíu. Þeirra á meðal eru þeir Vladimir Clement- is fyrrverandi utanríkisráðherra og Rudolf Slansky fyrrverandi aðalritari kommúnistaflokksins þar í landi. j Eins og stöður þessara manna benda til voru þeir báðir meðal fremstu leiðtoga kommúnista í Jandi sínu. En þeir féllu í ónáð hjá páfanum i Kreml og síðan hjá flokki sínum. Nú standa þessir miklu leiðtogar kommúnista i frammi fyrir ákærendum sínum og játa á sig hina hroðalegustu | glæpi. Clementis hefur meira að segja lýst þvi yfir að hann hafi t reynt að ráða sjálfan Gottwald . forseta af dögum. Ennfremur hafa þeir félagar játað á sig „njósnir“ fyrir hin vestrænu lýð- ræðisríki. I Um það þarf ekki að fara í nein ar grafgötur, hver örlög þessara manna muni verða. Þeir verða annaðhvort dæmdir til dauða eða æfilangs fangelsis. Það hefur vakið mikla athygli að þessum réttarhöldum er mjög beint gegn gyðingum. Bera þau mjög áþekkan svip og gyðinga- ofsóknir Hitlers og þýzkra nazista á sínum tíma. Þannig heldur kommúnista- bvltinsrin í löndunum austan járntjaldsins áfram að eta börn s'n. Allt er holgraf- ið í spillingu og undirferli. Þannig er ástandið í „sælu- rikjum" hinnar austrænu of beldisstefnu. Uíiiræð'nr m skýrslu miðsfjórnar í gær Á ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGI í gær fóru fram umræður um skýrslu sambandsstjórnar. Voru umræðurnar all harðar á köflum. Réðust kommúnistar harkalega á miðstjórn sambandsins fyrir að- gerðarleysi hennar varðandi málefni launþega og reyndu með því að leiða athygli fulltrúanna frá þeim mörgu óhæfuverkum, sem kommúnistar. hafa unnið í samtökunum á undanförnum ár- um og skaðað hafa hagsmuni launþega stórlega. NÝTT FÉLAG málin áður en að einstök verka- Fundur hófst kl. 2.15. Eftir lýðsfélög innan samtakanna að fundargerð síðasta fundar hæfu kaupgjaldsdeilu og boðuðu 1 hafði verið lesinn, var borinn verkfall. upp inntökubeiðni eins nýs fé- Næsti ræðumaður var Her- lags í samtökin, Félags íslenzkra mann Guðmundsson, er ræddi atvinnuflugmanna og var inn- um fjármál sambandsins og ein- taka þess félags samþykkt sam- hljóða. SKÝRSI.A SAMBANDSSTJÓRNAR Þá var tekin til umræðu skýrsla sambandsstjórnar og hafði Jón Sigurðsson, framkv,- stj. sambandsins, framsögu. — Rakti hann helztu viðfangsefni staka kjarasamninga, er gerðir voru á kjörtímabilinu. Sæmund- .ur Olafsson var næsti ræðumað- ur. Sagði hann, að það væri ekki ný til komið, að kommúnistar reyndu að smeygja sér inn í rað- ir lýðræðissinna með skrumi og blíðmælgi, slík væri jafnan ■ AUKIÐ ATVINNUÖRYGGI | Helgi Hannesson, forseti ASf, svaraði ýmsum ásökunum er kommúnistar höfðu komið fram með á miðstjórn samtakanna. Sagði hann m. a. að miðstjórn- in hefði lagt á það áherzlu, að gerðar væru ráðstafanir til auk- ins atvinnuöryggis verkalýðnum til handa. Sagði hann að skipun I atvinnumálanefndar ríkisins hefði verið stórt spor í rétta átt og hann vænti þess, að gott mundi af því leiða fyrir launþega. For- setinn benti á, að það sem komm únistar fyrst og fremst stefndu að, væri að fjötra verkalýðinn í sömu viðjar og þær, sem við- hafðar voru í þeim ríkjum, sem kommúnistar stjórna. íslenzkir launþegar óskuðu ekki eftir slíkri þrælameðferð og mundu því hér eftir, sem hingað tií, berjast ótrauðir gegn auknum áhrifum kommúnista. Friðleifur Friðriksson lagði á- herzlu á, að réttara hefði verið stefna kommúnista er þeir væru í minnihluta, en reynslan hefði að Alþýðusambandsþingið hefði miðstjórnarinnar á kjörtímabil- sýnt á áþreifanlegan hátt, að úti- fengið að kveða á um þá kjara- inu og benti á hversu hin fjand- lokað væri að vinna með komm- deilu, sem nú er framundan. — samlega afstaða kommúnista til únistum í verkalýðsmálum og Rétt hefði verið að hafa samn- ýmissa hagsmunamála verkalýðs- sagðist hann í því sambandi inga lausa, en sambandsþingið ins hefði torveldað sambands- minnast þess, er kommúnistar hefði átt að samræma kröfurnar áttu fultrúa í miðstjórn ASÍ frá og ákveða framkvæmdir í mál- 1942 til 1944 og sýndu þá, að með inu. Verkalýðurinn yrði að vinna öllu var óvinnandi með þeim að að bættum kjörum en nauðsyn- verkalýðsmálum. — Samstarf legt væri að kröfurnar væru verkalýðsins væri nauðsynlegt, þannig, að þær fælu raunveru- stjóm að koma fram ýmsum þýðingarmiklum hagsmunamál- um launþega. Einnig skýrði framkvæmda- stjórinn reikninga sambandsins únista. lum til handa. og sagði m. a., að sú framkoma en það yrði að takast án komm- lega í sér kjarabætur verkalýðn- Dagsbrúnar, að greiða ekki tveggja ára skatt til sambandsins fyrr en einum degi fyrir þing það, sem nú situr, hefði skapað ASÍ vissa fjárhagslega erfiðleika. Að ræðu framkvæmdastjóra lokinni voru borinn upp til sam- þykktar kjörbréf tveggja full- trúa, þeirra: Ingólfs Magnússon- ar frá Bílstjórafélagi Keflavíkur og Einars Árnasonar frá Félagi atvinnuflugmanna og voru kjör- bréf þessara fulltrúa samþykkt með samhljóða atkvæðum. NÝ „LÍNA“ KOMMÚNISTA Næst tók til máls um skýrslu stjórnarinnar framsögumaður kommúnista. Reyrdi hann með rakalausum fullyrðingum að gera sem minnzt úr störfum mið- stjórnar ASÍ, en aðalefni ræð- unnar var pólitísk árás á þá lýð- ræðissinna, sem standa að nú- verandi stjórn samtakanna. Ann- ars var greinilegt, að kommún- istinn lagði áherzlu á að reyna að sundra lýðræðissinnunum á þinginu og er það í samræmi við Velvakandi skriíar: ÚB DAGLECIA LÍFIBIU H’ Barnsrödd ofboðið EYRANDI" hefur skrifað eftirfarandi bréf um dags- skrá útvarpsins s.l. sunnudags- kvöld: ,,Það var gaman að óskastund- inni í útvarpinu s.l. sunnudags- kvöld. Einkum er fróðlegt að kynnast smekk manna að því er | snertir val tónverka. Þar kennir margra grasa, eins og eðlilegt er. Mikla undrun vakti hin fagra rödd hins 12 ára gamla Akur- eyrardrengs. En þeir, sem hafa valið lögin handa honum, virðast ekki hafa mikla þekkingu á því, hvað hæfilegt er að bjóða barns- rödd á þessum aldri. Þrátt fyrir mikla tónhæð raddarinnar varð fyrirfram ákveðna „línu“, er j drengurinn meira að arga en kommúnistar hafa tekið upp nú syngja. Það hefði verið gaman siðustu vikurnar. að heyra hann syngja lög, sem hæfðu vel röddinni. ÞINGIÐ EKKI SPURT RÁÐA , Þá talaði Jón Hjartar. Taldi hann að rétt hefði verið að Al- þýðusambandsþingið hefði feng- ið að fjalla um kaup og kjara- Háskélafyririestur um fornhókmennlir SÆNSKI sendikennarinn við Há- skóla íslands, frú Gun Nilsson, flytur tvo fyrirlestra um Sví- þjóð og íslenzkar fornbókmennt- ir. — Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur á morgun, föstudaginn 27. nóv. kl. 8,30 í fyrstu kernslu- stofu háskólans, hinn síðari föstu ' ITTHVERT brengl hefir orð daginn 5. desember á sama stað ið í þeim kafla bréfs Sigurð- ar á Laugabóli, þar sem rætt var um sagnirnar biðja og bíða. En eins og kunnugt er birtist í fyrra- dag bréf frá þessum myndarlega vestfirzka bónda hér í dálkunum um málspjöll. Nú hefur einn af málvísinda- mönnum okkar sent mér línu og kemst m.a. að orði á þessa leið: Sannleikurinn er sá, að bæði biðja og bíða hafa myndina beðið Ekki hávaði, heldur fegurð í lýsingarhætti þátíðar, og er auð- velt að sanna það. Biðja beygist eins og gefa — gaf — gáfum — gefið, en í nafnhætti er í-hljóð- varp„ e verður i, enda segir bréf- ritarinn það. Bíða ætti hins vegar til fulls samræmis við sinn hljóð- skiptaflokk að hafa biðið, sbr. líta — leit — litum — litið, en myndin beðið hefur komizt í mál- ið einhvern tima fyrir ritöld, og lengra gfetum við ekki haldið aft- ur í tímann til fyrirmyndar um málfar. Vera má, að þetta séu áhrif frá 5. hljóðskiptaflokki (gefa), en svo gæti líka verið um að ræða gamalt a-hljóðvarp“. Ætti að helga sig hljómlistinni ÞEGAR Gústav Adólf Svíakon- ungur átti sjötugsafmæli fyr- ir skömmu var Friðrik Danakon- ungur meðal gesta hans. En hann hefur eins og kunnugt er oft stjórnað hljómsveitartónleikum kAÐ er gamall og hörmulegur < heima í landi sínu. misskilningur hjá mörgum, I Af tilefni konungsafmælisíns voru haldnir hátíðahljómleikar í Stokkhólmi. Var þess þá óskað að Danakonungur stjórnaði ein- hverjum hluta þeirra og varð hann við þeirri ósk. sem telja að ekkert sé varið í söng, nema hann sé nógu hávaða- samur. Nú er almenningur hér orðinn það þroskaður í músík, að hann óskar ekki eftir hávaða, heldur fegurð og listrænum flutn ingi. Það þarf að láta drenginn syngja á ný og þá við betri upp- töku skilyrði, en þau voru ekki göð, upptakan mun hafa farið fram í kirkjunni á Akureyri, sem bergmálaði svo mikið að hljóm- urinn var eins og sungið væri í tómri tunnu. — Heyrandi". Biðja og bíða og tíma. Fjallar sá fyrri um bókmcnnta áhrifin og þýðing þeirra á stór- veldistíma Svía fram til 1720, en á þeim tíma voru nórræn fræði stunduð þar ákaft og til Sviþjóð- ar fóru margir íslendingar og fluttu með sér þangað ýmis hand- rit. Öllum er heimill aðgangur að þessum fyrirlestrum. Eitt Stokkhólmsblaðanna, Morgontidningen, komst þannig að orði í gagnrýni sinni um þessa hljómleika: „Túlkun hans (Friðriks kon- ungs) á verkum Wagners við þetta tækifæri gefur ástæðu til þess að harma, að hann er of störfum hlaðinn á öðrum sviðum, til þess að geta helgað sig tón- listinni algerlega“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.