Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1952, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. nóv. 1952 MORGVNBLA9ID fl ísleifur Bsii isv vorzlifuarstjóri — íáein kveðjuorð — HINN 21. þ. m. andaðist hér í bænum ísleifur Briem verzlunar- stjóri. Hann var fæddur 24. des- ember 1504, sonur Sigurðar Briem fyrrum póstmálsstjóra og konu hans Guðrúnar Isleifsdóttur Briem, sem bæði eru nyíega látin. ísleifur ólst upp í foreldra- búsum og naut ástríkis og um- byggju ágætra foreldra. Er hann komst á legg fór hann í Verzl- unarskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1922. Að lokna námi fór hann utan til framhaldsnáms í verzlunarfræðum og dvaldist um skeið í skóla og við verzlunar- störf ýmist í London, París og Kaupmannahöfn. Má óefað full- yrði, að hann hafi staðið flest- um yngri mönnum á sporði í vöruþekkingu, skreytingu sýn- ingaglugga og öðru þvíumlíku, er nýtízku verzlun £ borgum krefst. Hann var mikill mála- maður og hafði ágæta þekkingu á ýmsum sviðum. Að lokinni nokkurra ára dvöl erlendis kom lsleifur heim. Árið 1935 hóf hann starf í Skraut- gripaverzlun Árna B. Björnsson- ar hér í bæ og vann þar jafnan síðan. Er þsim, sem þetta ritar kunnugt,, að Árni heiíinn hafði mikið álit á ísleifi, taldi hann framúrskarandi starfsmann, trú- an og öruggan í einu og öllu. Er þeim, sem til þekktu kurmugt, að þetta var rétt. ísleifur var dulur, en framúr- skarandi tryggur vinum sínum, glaðvær í vinahóp og hafði kýmni gáfu í ríkum mæli, eins og hann Smósaga dagsins: átti kyn til. Hann var óvenju heimilisrækinn, var öllum stund um heima, þegar hann var ekk .bundinn skyldustörfum. Star 1 hans í veikindum foreldranní var óviðjafnanlegt. Móðir hant jvar t. d. nálega þrjú ár rúm j föst og fórnaði ísleifur öllun Jstundum hjá henni, reyndi at hressa hana og j-ileðja. Um- hyggja hans og fórnfýsi vai framúrskarandi. Mikið afhroð hefur hið glað væra og yndislega heimili Tjarnargata 20, beðið, þar serr á rúmu ári hafa þau þrjú látist húsráðendur báðir og einn sonui þeirra.. Blessuð sé minning þeirra. Vinur. Frá Alþingi: Tillaga Jóhanns Þ. Jósefs- sonar um hætt flusskilyrði #/ 1 í Vestmannaeyjum I GÆR var lögð fraia á Alþingi eftirfarandi tillaga til þingsálykt- unar um bætt flugskilyrði á Vestmannaeyjaílugvelli. Flutnings- maður hennar er Jóhann I*. Jósefsson. Er hún svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta ekki niður faila, heldur hraða svo sera nnnt er framkvæmdum þeim við flugvöll Vestmannaeyja, sem aðkallandi eru, til þess að bæta lendingar- skiiyrði og annað, er að öryggi flugsamgangnanna lýtur. SEX ÁRA GAMALL I greinargerð segir: Vestmannaeyjaflugvöllur var gerður á árunum 1945—46 og tek- inn í notkun um haustið 1946. Ekki þarí' því að lýsa, hve stór- felld samgöngubót flugið hefur reynzt þar sem annars staðar, og þó framar við Eyjar, sem annars eiga allt yfir sjó að sækja. Flugbraut þar er aðeins ein og liggur frá austri til vesturs hér um bil, enda aust-suðaustanátt þar tíðust. Brautin var upphaf- lega 800 metrar, en varð ónóg, er fram í sótti og stærri og þyngri flugvélar voru teknar í notkun en þær, er í fyrstu var byrjað með. Undanfarið og allt. til ársins 1951 hafa því talsverðar fram- kvæmdir staðið yfir til sð lengja flugbrautina, svo að hún er nú um 1000 metrar, en samt mikils til of stutt, svo að fullörugg lengd megi teljast. 1951 var mikið dreg- ið úr vinnu við að bæta og lengja vö’linn, og á þessu árí, sem nú er nær á enda, hefur ekkert verið aðhafzt í þessu efni anmiö en dag legt eftirlit umsjónarmannsins, sem le’tast við að jafna og slétta yfir ójöfnur flugbrautarinnar eft jr hendinni. FLUGBRAUTIN OF STUTT Að dómi kunnustu manna er 1000 metra flugbraut á þessum stað ekki nægilega löng, þer eð Claypso-gjáin oft verður þarna að lenda í nokkr um hliðarvindi, sem krefst lengri flugbrautar en ef vindur stendur beint á flugbrautina. Það er því bráðnauðsynlegt að lenvja flug- braut þessa enn um allt að 200 met''um, til þess að sæmilegt sé, og ekki síður nauðsyrdegt er þetta þegar á það er litið, að á þessum stað er aðeins um eina flugbraut að ræða, sem oft verður að nota, þótt aðstæður hvað vind snertir, réu ekki se'm beztar. Þrátt, fvrir það þótt, þessi flug- völlur sé ekki lengra á leið kom- inn en raun ber vitni, hvorki hvrð lengd snertir né annan þann út- búnað, er til örygais heyrir, lá-'u framkvæmdir allar til , úrbóta nlveg niðri á þessu ári. Ekkert Uugvé’askýli er þarna til og eng- 'n raflvsing á flunbrautirmi. Virð 'st því þörf á að vekja athygli hæstv. rft-isstiórnar á því, að enn er langt frá því, að fiugvallar- "kilvrðin í Vestmannaevjum séu í því horfi, sem þarf að vera við 'pfnfiö]f'jT'na flugleið og vegna þess er þessi till. til þál flutt. WASHINGTON — Landssamtök iðnaðarmanna í Bandaríkjunum kusu í dag George Meany for- mann samtakanna i stað Williams Green er lézt á dögunum.. Meany var einróma kjörinn, en hann hefur verið aðalritari samtak- anna. eftir Norman H. Harrison. VIÐ gengum eftir bryggjunni í Porto Blancó og nutum útsýnis- ins. Paul nam snöggvast staðar og lét nokkra silfurskildinga detta í keltuna á gamalli feitri konu, ’>em sat þar. Hún var að selja krabba úr stórri tágarkröfu. Hún 'af frá sér eitthvert undarlegt iljóð sem minnti einna helzt á ívæs í reiðum ketti, og stakk oeníngunum í svuntuvasann. „Það er undarlegt að láta þakk- æti sitt svona í ljós“ sagði ég, segar við héldum aftur af stað. „Ja-a .. þú segir það“, sagði Hann og hló við. ,JHún er fátæk ;g er ríkur“. Hann hló aftur og ók undir handlegg mér. „Komdu 'S æt’a að trúa þér fyrir leyndar- máli“. Við gengum aftur heim til Paul í glampandi morgunsólinni og ettumst út á svalirnar fyrir fram n hús hans. Hann tók afar stór- m svamp út úr einum horn- kápnum og íleygði honum til ■<ín. „Taktu á honum .. finndu hvrð ann er mjúku'' og þó þéttur. Eg ótti hann sjálfur niður á hafs- otninn. Þetta er bezta svamp- egund serp til er. Þetta sótti ég ka niður á hafsbotn". Paul rétti nér leifarnar af kafarastígvéli . eða öilu heidur blýsólarm af 'iafarastigvéli. Hvorutveggja sótti g niður á botninn í hinni miklu lalypso-gjá. Hún er ekki nema ’okkrar sjómPur héðan“. Hann benti út á gljáandi hafflötinn. | „Er .. er þetta leyndarmálið ritt“, spurði ég undrandi. | „Þetta tvennt er þáttur úr | leyndarmálinu" svaraði Paul.: ,Leyr.darmálið sjálft get ég sagt bér í nokkrum orðum. Ég er iræðileg bleyða“. Hann horfði á mdrunarsvipinn sem kom á and- it mitt og bætti svo við: „Já, ég I vissi að þér kæmi það á óvart. En j bað er satt. Faðir minn heitinn ' ■ar kafari og sótti svampa niður á hafsbotninn .. og hann var Ijúpsjávarkafari. Hann blátt ifram elskaði starf sitt. Hann 'aut þess að ganga um á sendn- um botninum í grænleitri þok- inni . . það var hann sem sagði mér frá gjánni stóru . — í henni fórst vinur hans Calypso. Gjáin var ekki nema mjó rák að ofan Það var engu líkara en risi hefði höggvið hana með exi sinni. Það er afarerfitt að koma auga á hana, þegar maður er kominn nið ur. Beggja vegna við gjána er botninn nefnilega vaxinn þéttu þangi, sem er á stöðugri hreyf- ! ingu með straumunum. Calypso ' fann gjána af hendingu og fór ’ niður í hana, djúpt niður í þangið, þangað til hann sá allt í einu að hann var kominn niður á botniiin og þar var heill skógur af svörnpum. t Hann tók nokkra með sér upp til að sýna þá föður mínum. Svo fór hann aftur niður nokkrum dögum siðar, en þá kom hann ekki aftur upp. Þegar ég var ungur aðstoðaði ég föður minn við svampaveið- arnar .. en ég var alltaf hræddur við að fara niður. Þess vegna vann ég mest upp við ströndina, því það er hættulaust. Svamp- arnir eru auðvitað ekki eins góð- ir þar, en það er þó hægt að hafa vel oían af fyrir sér með því, .. en þá verður maður líka að af- bera fyrirlitningu djúpsjávarkaf- aranna. Þetta starf við ströndina er aðallega fyrir þá yngstu eða þá sem eru farnir að eldast“, sagði Paul og renndi fingrunum yfir mjúkan svampinn. „Þegar ég var tuttugu ára, var ég stór og sterk- ur, en ég var huglaus bleyða. Ég gat ekkert við því gert. Og það var þýðingarlaust að reyna að lýsa fyrir hinum þessari nafn- lausu hræðslu, sem greip mig þeg ar ég fór niður á mikið dýpi. .. Þau skildu það ekki. Faðir minn og móðir mín og bræður mínir fyrirlitu mig öll lítið eitt fyrir þetta. Ég hefði að vísu vel getað afborið það .. en þá varð ég ást- fanginn. „Það var hræðilegt .. alveg hræðilegt. Hún hét Stella og var' afskaplega falleg. Heldurðu að þú getir ímyndað þér hvernig mér leið þegar hún gerði gys að mér og kallaði mig bleyðu? Ég tók út ægilegar sálarkvalir en ég lét ekki á neinu bera. því ég elskaði hana svo heitt, og vegna þess .. já vegna þess að ég , var svona eins og ég var. En þegar hún fór að sýna sig úti með Aldo Pereirés þá var mér öllum lokið. Aldo var myndar- legur maður og ágætur kafari. En hann var líka gortari og tal- aði vart um anr.að en hetjudáð sína á hafsbotninum. Hann réri undir Stellu, þegar hún var að gera gys að mér og þau gerðu sér í sameiningu allt far um að gera mig vitskertan. Og þeim tókst það líka um tíma. Ég ákvað að framkvæma eitt- hvert stórræði, sem Aldo hefði aldrei upplifað. Ég fékk lánsfé, leigði mér bát, og fór að æfa mig við að kafa niður á mikil dýpi. Fvrst fór ég niður á 30 metra. Ég hélt að ég mundi deyja úr hræðslu, en ákvörðunin var tek- in og ekkert gat fengið mig ofan af henni. Þú veizt kannske sjálf- ur, hvað maðurinn getur áorkað, ef hann er ástfanginn. Þegar ég hafði fengið tölu- verða æfingu, fór ég að leita að Calypso-gjánni. Jæja, ég fann hana. Ég fann þangið, grænt og slímkennt, sem bylgjaðist eftir straumnum. Ég tróð mér niður í rifuna og sökk dýpra og dýpra. Ég fann svamp- skóginn og fyllti hverja körfuna á fætur annarri. Næsta dag fór ég aftur niður og enn þriðja daginn. Ég fyllti skipið með svömpum — og sigldi síðan heim hingað til Porto Blanco. Eftir stutta hvíld fór ég aftur af stað og sótti fleiri. Spurðu mig ekki að því hvern- ig ég fór að því að lifa þetta af. Ég veit bara að ég þoldi angistarkvalir á meðan á þessa stóð. Þó hélt ég áfram þangað til ég hafði tekið alla svampana, í síðustu ferðinni tók ég upp blýsólann af skóm Calypso. Jæja, nú gat ég sagt frá af- rekum mínum. Ég gat górtað af ævintýrum mínum eins og hver annar í bænum. Ég man eftir því, að dag einn þegar ég korn í land, þá sá ég hvar Stella og Aldo komu gangandi eftir hafn- argarðinum og leiddust. Ég man nákvæmlega allt sem skeði á næstu augnablikum. Ég sagði þeim fró því, hvað ég hafði gert, Stella hló hátt og kallaði mig lygara og Aldo varð sótrauður í framan af reiði. Það endaði líka með því, r3 hann sló til mín, greip í axlímar á mér og hristi mig, en Stella hló og jós yfir mig háðsyrðum. Eftir það fannst mér hún ekki nærri eins falleg og ég hætti að hugsa um hana. Það er að segja . . . . ég skal vera hreinskilinn ... ég ákvað að vinna eins og hest- ur, þangað til ég yrði ríkur .... miklu ríkari en Aldo. Og þa. mundi Stella verða afbrýðisöm. Það gerði ég líka. Ég seldi alla svampana og græddi stórum. Ég keypti stórt kafaraskip, mörg skip, réði til mín fjölda kafara . . . . og nú er ég stórríkur mað- ur, en vesalings Aldo ....“ „Já“, spurði ég, „hvað varð um hann?“ „Hann giftist Stellu. Vesling- urinn var allt of hugrakkur .... hann drap sig á því, a& vera of lengi niðri á 35 metra dýpi“. „En Stella . . . .?“ Paul leit á mig og brosti dálítíð kaldhæðnislega. „Stella? Hún selur krabba niðri við höfnina". N Ý T T IVSáfakaffBsteS til sölu. Upplýsingar í síroa 7826 kl. 7—8. [ Wp//f d je/77 far/S hefur i |______—ýiijurför um a/fo Fæst nú aftur k filestuín verzEunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.