Morgunblaðið - 30.11.1952, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagu^' 30. nóv. 1952
m:
Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinssoou
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 6 mánuði, innanlanda.
t lausasölu 1 krónu eintakið.
A MORGUN er 1. desember.
Yfir þeim degi hvílir hugþekk-
ur bjarmi í hugum íslendinga.
Þann dag árið 1918 öðlaðist ís-
land viðurkenningu fullveldis
síns. Eitt hundrað ára þrotlausri
baráttu lítillar þjóðar var iokið
með glæsilegum sigri. Eftir var
aðeins að stíga síðasta skrefið
tíl endanlegrar frelsistöku. Veg-
urinn lá beinn framundan. Að
25 árum liðnum voru dyrnar opn-
ar til skilnaðar við yfirþjóðina.
íslenzka þjóðin hefur neytt
þess réttar síns og stofnað lýð-
veldi í landi sínu.
En hvernig er umhorfs hinn
1. desember að þessu sinni í þjóð-
félagi okkar?
Ef við lítum um öxl til síð-
ustu áratuga getur engum dul-
izt að þjóðin heíur sótt fram,
full bjartsýni og áræðis til
betri lífskjara og fullkomnari
þjóðfélagshátta. í þeirri fram-
sókn hefur enginn viljað láta
sinn hlut eftir liggja.
í dag eigum við þessvegna
betri tæki til þess að bjarga
okkur með en nokkru sinni
fyrr. Um það þarf því ekki
að efast, að vinnusöm og dug-
mikil þjóð getur lifað góðu
lífi í þessu norðlæga iandi.
Að þessu leyti má því segja,
að framtíðarhorfur þessarar
þjóðar séu bjartar. Landkostir
og atvinnuhættir eru að visu
þannig, að fólk, sem landið bygg-
ir þarf meira á sig að leggja en
margar aðrar þjóðir, sem eiga
lönd, er auðugri eru að náttúru-
gæðum og búa við hagstæðara
loftslag. En íslendingar hafa sýnt
að þá skortir hvorki þrótt né
áræði til þess að skapa sér skil-
ýrði bjargálna og menningar-
lífs.
Það mál, sem ber hæst i hug-
um íslendinga í dag er vernd
fiskimiðanna. Þær ráðstafanir,
sem rikisstjórnin hefur á þessu
ári gert i þá átt eru fyrst og
-fremst sjálfsvörn lítillar þjóðar,
byggð á skýlausum rétti hennar,
lagalegum og siðferðilegum. Um
þær aðgerðir stendur öll hin ís-
lenzka þjóð saman sem einn
maður. Óbilgjarnar ofbeldisað-
gerðir brezkra útgerðarmanna fá
þar engu um þokað. íslendingar
munu aidrei láta hrekja sig með
ofbeldi frá rétti sínum.
Landhelgismálið er í dag
stærsta fullveldismál þessar-
ar þjóðar. Sú barátta, sem
þar er háð fyrir fullkomnum
sigri er hin öriagaríkasta. Úr-
slit hennar munu sýna, hvort
má sín meira, helgur réttur
smáþjóðar eða skefjalaust of-
beldi sérhagsmunaklíku með-
al stórþjóðar.
íslendingar mega ekkert
spor stiga, sem spillir aðstöðu
þeirra í þessari baráttu.
★ !
En þótt þessi þjóð hafi sótt
fram til betri lífskjara undan-
farin ár eru þó ýmsar óheilla-
vænlegar blikur á lofti í þjóð-
lífi hennar. Margt bendir til
þess að við kunnum síður að
hagnýta okkur unna sigra en að
vinna þá. >að er ekki nóg að
eiga góð tæki til þess að bjarga
ser með. Það verður að vera hægt
áð reka þessi tæki og halda uppi
1 Varanlegri atvinnu fyrir almenn-
ing í landinu. Okkur skortir
ennþá skilning á því grundvall-
ar atriði, að við getum ekki eytt
meiru en við öflum. Lífskjörin
verða alltaf að miðast við arð
framleiðslu ol.kar.
Á þessu hafa nálægar lýðræðis-
þjóðir fullan skilning. Þessvegna
miða launþegasamtök þeirra
kröfur sínar um kaup og kjör
við afkomu bjargræðisvega
sinna.
Þennan skilning verðum við
einnig að öðíast. Ella er voð-
inn vís. Við megum ekki
drekkja þeim sigrum, sem
unnizt hafa í baráttunni fyr-
ir bættum lífskjörum í skiln-
ingsvana dægurbaráttu, sem
rænir almenning öryggi um
afkomu sína og lífskjör. Það
ólán má ekki henda íslenzku
þjóðina, að hún láti flugu-
I menn erlendrar ofbeldis-
stefnu ginna sig til óhappa-
verka gagnvart sjálfri sér.
Alls þessa er hollt að minn-
ast á þeim dögum, sem ,rísa
| úr daganna fábreyttu fylk-
ingr“. Framtið þessarar þjóð-
I ar byggist enn sem fyrr á
heiíbrigðri skyr.se mi og
þroska fólksins. Það mótar
sjálft lífskjör sín og ham-
ingju .
I Orðinn að viðundri
HALLDÓR á Kirkjubóli er nú
orðinn að algeru viðundri fyrir
brennivínsskrif sín í Tímann. —
Þau hafa sannað, að þessum eld
heita andstæðingi Bakkusar ligg
ur í léttu rúmi, hversu mör;
vínveitingaleyfi hans eigb
flokkssamtök hafa fengið o;
kunna að fá. Barátta hans snýs
öll um það, að fólk í öðrur
stjórnmálasamtökum eigi ekk
að neyta víns eða fá leyfi ti
vínveitinga. Er þetta einhvei
bágbornasti málflutningur, sen
um getur í íslenzkri blaða
mennsku.
Þegar við þetta bætist að skri
umrædds blaðamanns eru full a
blekkingum og rangfærslum
verður auðsætt, hversu ógagnle{
þau eru fyrir málstað heiðar-
legra bindindissamtaka.
S. 1. þriðjudag ræðst hann t. d.
á Bjarna Benediktsson dómsmála-
ráðherra fyrir það, að ekki
skyldi fram fara atkvæðagreiðsla
um héraðabann í Vestmannaeyj-
um.
I TIL/EFNI af skrifúm „Þjóðvilj-
ans“ í leiðara í gær, þar sem'
staðhæft er að vinnuveitendur
hefðu ekki viljað taka upp við-
ræður við hina sameiginlegu
samninganefnd verkalýðsfélaga
þeirra, sem nú hafa sagt upp
samningum, snéri blaðið sér í
gær til Vinnuveitendasambands
Is’ands og fékk þar eftirfarandi
upplýsingar.
TILMÆLI
VINNUVEITENDA
Eins og kunnugt er sögðu á
milli 60 og 70' verkalýðsfélög
víðsvegar á landinu upp kaup-
og kjarasamningum við vinnu-
veitendur fyrir s. 1. mánaðamót
og falla þeir því úr gildi í kvöld
kl. 24.
Þrátt fyrir tilmæli Vinnuveit-
endasambandsins um að fá kröf-
ur verkalýðsfélaganna sem fyrst
í hendur, bárust þær ekki fyrr
en eftir kl. 12 á hádegi laugar-
daginn 15. þ. m.
Vinnuveitendasambandið tók
þegar til óspilltra málanna og
oð Slýta fyrír
snmningaviðræðiiiii
ræddi kröfurnar við vinnuveit-
endur hér í Reykjavík og við
deildir VSÍ út á landi, eftir að
VSÍ hafði sent þeim afrit af kröf-
um verkalýðsféaganna.
Þrátt fyrir það að eðlilegum
undirbúningi af hálfu Vinnuveit-
endasambandsins væri naumast
lokið, bauð VSÍ samninganefnd
verkalýðsfélaganna með bréfi
dags. miðvikudaginn 19. þ. m.
til viðræðufundar föstudaginn 21.
þ. m. kl. 16.30 til þess að enginn
tími færi til ónýtis. Á þeim fundi
voru mættir auk fulltrúa VSÍ,
fulltrúar frá Reykjavíkurbæ, Fél.
ísl. iðnrekenda, Mjólkursamsöl-
unni, Vinnumálasambandi sam-
vinnufélaganna og Landssam-
bandi ísl. útvegsmanna.
Þorsfeinn Kjarval gefur Nátf-
úrufræðingnum sférgjöf
SVO SEM mörgum mun kunn-
ugt, er tímaritið Náttúrufræðing-
urinn eina tímaritið um náttúru-
fræði, sem út kemur hérlendis.
Hefur ritið átt við fjárhagslega
örðugleika að striða síðustu ár-
in vegna vaxandi útgáfukostn-
aðar, en þó hefur verið reynt
að slaka ekki á kröfum urn vand-
aðan frágang og myndskreytingu
ritsins. Á síðasta ári var m. a.
ráðizt í að hafa í hverju hefti
um í ritinu næstu árin, og er
tímaritinu að þessu hinn mesti
fengur.
Stjórn Hins íslenzka náttúxu-
fræðifélags og ritstjóri Náttúru-
fræðingsins þakka Þorsteini
Kjarval af heilum hug hina stór-
höfðinglegu gjöf.
VÍSAÐ TEL SÁTTASEMJARA
Þar sem svo mjög bar á milli
deiluaðila, að samkomulag virt-
ist útilokað, lögðu vinnuveitend-
iUr til að málið yrði strax falið
sáttasemjara ríkisins til meðferð-
ar til þess að ekki yrði eitt tíma
að óþörfu, þar sem skammt værí
til mánaðamóta en þá falla
samningarnir úr gildi.
| Eftir nokkrar mótbárur féll-
ust fulltrúar verkalýðsfélaganna
á þetta.
1 Síðan hefur sáttasemjari hald-
ið tvo fundi með deiluaðilum og
2 fundir hafa verið haldnir með
ríkisst j órninni. Allan þennan
tíma hafa fulltrúar vinnuveit-
enda verið viðbúnir að mæta til
samningafunda hvenær sem var,
en fulltrúar verkalýðsfélaganna
hafa ekki gefið sér tíma til að
sitja fleiri samningafundi.
STAriUEYSUR
„ÞJÓÐVILJANS' *
Það er því augljóst mál, að
„Þjóðviljinn“ fer með staðleysur
er hann sakar vinnuveitendur
um að hafa komið í veg fyrir að
samningum yrði hraðað. Þvert
á móti er það samninganefnd
verkalýðsfélaganna sem sökina á,
þó Þjóðviljinn sé að reyna að
losa hana við ábyrgðina á hinu
óvinsæla og yfirgripsmikla verk-
falli, sem nú stendur fyrir
dyrum.
Velvakandi skrifai:
UB DAGLEGA LÍFINU
Þessari ásökun svaraði Ey-
steinn Jónsson fjármálaráð-
herra í Tímanum tveim dög-
um seinna. Lýsti hann því
yfir, að afskipti dómsmálaráð-
herra af því máli hafi verið í
fullu samráði við sig.
Um framkvæmd laganna um
héraðabönn, sem sett voru árið
1943 er það enn að segja, að eng-
inn dómsmálaráðherra, sem setið
hefur síðan, hefúr talið fært að
láta þær atkvæðagreiðslur fara
fram, sem lögin gera ráð fyrir.
Eru þó allar aðstæður gersam-
lega óbreyttar síðan þau voru
sett.
Svo ræðst Halldór á Kirkju-
bóli á Bjarna Benediktsson fyrir
vanrækslu í þessu efni og það
enda þótt hann hafi haft fuRt
samráð við ráðherra Framsókn-
arflokksins um afstöðu sína til
þessarar löggjafar!!
Nei, málstað heiðarlegra bind-
indismanna er áreiðanlega eng-
inn greiði gerður með slíkum
skriftun. Þau eru til þess eins
fallinn að afhjúpa Htilmennsku
þess manns, er fyrir þeim stend-
ur. —
myndaseríu prentaða á sérstakan
myndapappír. Hefur þetta mæizt
mjög vel fyrir meðal áskrifenda
ritsins. En að þessu er allmikill
kostnaðarauki og hefur verið tví-
sýnt um það, hvort hægt yrði
að halda því áfram. En nú hefur
hér úr rætzt. Hinn 26. nóvem-
ber s. L kom Þorsteinn Kjarval
til ritstjóra Náttúrufræðingsins
og kvaðst *~9fa lesið það í „rit-
stjórarabbi’* hans, í ritinu, að
það ætti við fjárhagslega örðug-
leika að stríða. Kvað hann sér
þykja leitt, að slíkt rit þyrfti að
berjast í bökkum í landi, þar
sem út kæmi fjöldi ómerkilegri
rita, hefði hann því ásett sér að
styrkja útgáfu þéss með peninga-
gjöf, að upphæð fjörutíu og
fimm þúsund krönur. Afhenti
hann þegar þessa upphæð. Gef-
andi ákvað, í samráði við rit-
stjóra Náttúrufræðingsins, að fé
þessu skyldi „einkum varið til
að kosta birtingu myndaflokka í
ritinu“. Nú verður því örugglega
hægt að halda áfram myndaserí-
MEKKU, 29. nóv. — Snemma á
næsta ári fá íbúar hér í borg raf- morgun fylkja þeir liði við skóla
1. desember
AMORGUN, hinn 1. desember,
eru 34 ár liðin síðan íbúar
ninnar íslenzku höfuðborgar söfn
uðust saman fyrir framan stjórn-
arráðshúsið til þess að fagna þráð
am atburði: Fullveldisviðurkenn-
mgu hins íslenzka rikis.
Þennan dag var veður hið feg-
ursta, skýlaus himinn, frostlaust
og kyrrt.
Forsætisráðherrann, sem þá
var Sigurður Eggerz í forföllum
. óns Magnússonar, er var erlend-
is, flutti stutta raaðu. Komst hann
m.a. að orði á þessa leið:
„— — Þessi dagur er mikill
dagur í sogu þjóðar vorrar. Hpnn |
er runninn af baráttu, sem háð
hefur verið í þessu landi allt að
því heila öld. Baráttan hefur
þroskað okkur um leið og hún
hefur fært okkur að markintt.
Saga hennar verður ekki sögð í
dag. Húit lifir í hjörtum þjóðar-
innar. Þar lifir einnig mirmingin
um þá, sem með mestri trú-
mennsku hafa vakað yfir málum
vorum-------■"
Hátíðahöld stúdenta
SÍÐAN þetta gerðist heíur ís-
lenzka þjóðm jafnan minnzt
hins 1. desember. Háskólastúdent
ar hafa haft forgöngu um minn-i
ingu hans hér í Reykjavík. — Á
magnsljós, en það er alger nýj-
ung, því að rafmagnsljós hafa
ekki verið notuð hér áður.
smn og ganga til Alþingishússins
en á svölum þess flytur vinsæl- (
lasta núlifandi ljóðskáld fslend-
inga, Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi, ræðu.
Stúdentar, eldri og yngri, ættu
að fjölmenna til þessara hátíða-
halda.
Saga úr viðskiptalífinu
EFTIRFARANDI saga gerðist
hér í Reykjavík fyrir nokkr-
um dögum:
Unglingstelpa kemur í verzlun
og kaupir þar stormjakka á bróð-
ur sinn. Hún tekur flíkina með
sér heim og færir drenginn í hana.
Þá kemur það í ljós að jakkinn
er of þröngur og drengurinn get-
ur ekki notað hann.
„►Telpan fer með jakkann aftur
í verzlunina, þar sem hún gerði
kaupin og óskar þess að fá að
skila honum. En þeirri beiðni
hennar var svarað neitandi. Hún
varð að fara með hina ónothæfu
■flík heim aftur. Að visu var
henni gert það tilboð, að hún
mætti kaupa eitthvað annað úr
verzluninni fyrir svipaða upp-
hæð og jakkinn kostaði. En á bví
þurfti heimili hennar ekki ao
halda. Þess vegna var sá kostur
einn fyrir hendi að sitja uppi
með stormjakkann, sem var of
þröngur.
Ótrúlegur
stirðbusaliáttur
SLÍKIR verzhmarhættir sýna
alveg sérstakan stirðbusa-
hátt. Getur sá verzlunarmaður,
sem þannig kemur fram, gert sér
von um að halda viðskiptum þess
fólks, sem hann keiriur þannig
fram við. Áreiðanlega ekki. Eng-
inn, sem orðið hefur fyrir slíkri
framkomu kemur nokkru sinni
aftur inn í þá verzlun, sem þann-
ig leikur hann.
En sem betur fer eru það ekki
margir verzlunarmenn, sem
þannig haga sér. Yfirleitt fær
fólk að skila aftur fötum, sem
ekki henta því, eru annað hvort
of stór eða of þröng.