Morgunblaðið - 27.02.1953, Síða 2

Morgunblaðið - 27.02.1953, Síða 2
 MORGZJflBL'AÐlÐ Föstudagur 27. febr. 1953 1 Fffitn þing Mðriiiflindiióisiiis nótiiist oi eiolægum viljo til sinmvimu SVO SEM FRÁ var skýrt í Mbl. i gær komu íslenzku fulltrúarnir í Norðurlandaráðinu heim í gær Átti blaðið viðtal við formann sendinefndarinnar Magnús Jóns- son, alþm., um störf þessa fyrsta iúngs Norðurlandaráðsins og framtíðarhorfui- varðandi starf- semi þess. EINLÆGUS VILJI TII, SAMSTARFS — Hvað sem verður uin arang- Xtr af þessari merkilegu tilraun "til eflingar norrænni -amvinnu. ■sagði Magnús Jónsson þá er það xúst, að störf bessa fyrsta þings JSiorðurlandaráðsins mótuðust af «inlægum vilja til þess að Norð- xirlandaráðið yrði ekki -^áðeins ■vettvangur fyrir fallegar umræð-, xtr um norræna samvinnu heldur ~ áhrifarík stofnun, sem yrði þess jsnegnug að greiða fyrir margvís- ; legum málum. er varða norræna .samvinnu. Tel ég skýrt hafa kom- ið í ljós á þessu þingi ráðsins, að fulltrúar alira þjóðþinganna, sem )rarna hittust, * höfðu einlægan Jiug a þvi að ryðja úr vegi ýms- ' xim híndrunum fyrir norrænni samvinnu á þeim sviðum," sem . jþingið fjallaði um. Birtist þessi samstarfsvilji einnig hjá þeim .fulltrúum, sem greitt höfðu at- rjkvæði gegn stofnun No’rður-' | landaráðsihs, en það voru sex af _Tjjáextán fulltrúum Norðmanna. —- Ég' tel það einnig' boða gott um framtíð Norðurlandaráðsins, -að menn voru sammála um það að reyna að halda sér við jörð- ána í samþykktum þingsins, Jeggja áherzlu á þau mál, sem Tiklegast væri að hægt yrði að lcoma í framkvæmd, en forðast tíkýjaborgir. Ég sagði í ávarpi inínu í upphafi þingsins, að nokkr nr efasemdir hefðu verið í Al- y>ingi um gildi Norðurlandaráðs- áns, en við íslenzku fulltrúarnir vildum geta horfið heim með þá sannfæringu, að þessi nýi aðili ■að norrænu samstarfi væri lík- legur til þess að geta greitt fyrir íiamvinnu Norðurlandaþjóðanna á ýmsum þeim sviðum, sem leitt £æti til farsældar fyrir allar þess- •ar þjóðir. Tel ég mig geta full- ■yrt það, að við höfum ekki orðið tfyrir vonbrigðum af þessu fyrsta Júngi ráðsins, þótt reynslan ein f ái vitanlega úr því skorið hversu árangur verður mikill. MARGVÍSLEG MÁLEFNI — Jlvað um verkefni ráðsins í jþetta sinn? — Allmörg' málefni voru tekin dil meðferðar á þinginu, en und- árbúningur mála bar þess vitan- i 3ega merki, að hér var um byrj- ! mnarstarf að ræða, og það því I aiokkurri tilviljun háð hvaða mál f lcomu tii meðferðar. Flest mál- itnria voru lögð fram svo skömmu íyrir þingið, að við fslendingarn- ár t. d. fengum ekki ýmis skjölin 5 hendur fyrr en við komum út. Cerði þetta þingfulltrúum erfið- iava um vik að átta sig á öllum aðstæðum og jók starf þingnefnd • irnna, sem oft urðu að forma til- lögu.rnar eftir þeim skýrslum, cem lagðar hofðú verið fyrir . jþingið um starf ýmíssa samnor- | irænna nefnda skömmu fyrir ; )úng. j Aðalmái þingsins voru tolla- jnál, samnorrænn borgararéttur, ríma- og póstmál, félagsmái, anenntamál og samgöngumál. — *Voru gerðar ályktanir í öllum Jjessum málum. XIELZTU SAMÞYKKTIR — Hver var aístaöa þingsins i áil þessara mála? j — Flest málin voru afgreidd á ! þann hátt, • að þingið samþykkti l' Aumæli til ríkisstjórna þátttöku- i' jiukjanna um tilteknar ráðstafanir oða athugan a einstökum atrið- "Tum, sen siöar yrðu teknar tfl núnari meðferðar í ráðinu, því á&', Áorðurlandaráðið sjálft hefúr Hæqi m íiruggtega af stað farið Samtal við Magnús Jónsson aiþm., iormann ísl. sendinefndarinnar tivorki löggjafarvald né vald til þess að fela ríkisstjórnunum eitt eða neitt heldur er því ætlað að vera vettvangur til „samráðs“ fyrir löggjafarþing Norðurlanda, svo sem það er orðað í samþykkt um ráðsins. Þessi tilmæli til rík- isstjórnanna voru yfirleitt sam- þykkt einróma, nema nokkrir j fuiitrúar sátu hjá við atkvæða- greiðsiu um tillögur félagsiriála- nefndarinnar. Það yrði alltof langt mál að birta orðréttar allar ályktanir þingsins, en meginatriði þeirra voru þessi: 1. Samnorrænn borgararcttur. Ráðið beindi þeim tiimælum tii ríkisstjórnanna að athuga leiðir til þess að auka smám sarnan gagnkvæm réttindi norrænna börgara, þannig að þeir verði jáfnt settir og borgarar viðkom- andi lands, ef sérstakar aðstæð- ur ekki eru til hindrunar. Mælt- ist ráðið til að fá skýrslu um þetta mál. frá ríkisstjórnunum og kaus jafnframt 7 manna nefnd til þess aö undirbúa málið fyrir næsta þing ráðsins. 2. Póst- og símasamband. Ráð- ið beindi þeim tilmælum til rík- isstjórnanna að auka enn sam- starf á þessu sviði og kanna möguleika þess að láta sömu' ré'gíur gilda um greiðslur fyrir símtöl, símskeyti og bréf milli Norðurlandanna og gilda innan hvers lands. Taldi ráðið eðiileg- ast, að hinni samnorrænu nefnd, ‘sem fjallar um frjálsari samgöng- ur milli Norðurlanda yrði falið að kanna þetta mál nánar. (ís- land^er ekki aðili að þessari nefnd, og er það miður farið, því að hún vinnur merkilegt starf). 3. Heilbrigðismál. Heilbrigðis- málanefndin benti á ýmsa þætti heilbrigðismála, sem nauðsynlegt væri að hefja samvinnu um, en eftir tillögu hennar beindi ráðið þeim tilmælum til ríkisstjórn- anna að athuga leiðir til aukins samstarfs á sviði heilbrigðismál- anna og undirbúa skýrslu um þær athuganir fyrir næsta þing ráðsins. 4. Efnahagsmál. Lögð var fyrir þingið ítarleg greinargerð frá hinni samnorrænu efnahagsmáia nefnd, og var þar að finna marg- ar merkilegar upplýsingar. Þar sem hér er um mjög víðtækt mál að ræg'a; gerði ráðið ekki ályktun um það'í einstökum atriðum, en beindi þeim tilmælum til ríkis- stjórnanna, að þær fælu nefnd- inni að hraða sem mest störfujn, þannig að fyrir gætu legið sem fyrst ákveðnar tillögur, helzt fyrir næsta þing ráðsins. 5. Félagsmal. Ráðið beindi þeim tilmælum til ríkisstjórn- anna að athuga möguleika á að gefa út bækling fyrir almenning með upplýsingum um gagnkvæm hlunnindi á Norðurlöndum á sviði félagsmala, að safna saman í einn sammng þeim sammngum, sem gerðir hafa verið milii Norð- urlandanna um félagslegt óryggi, að upplýsa ráðið um hvaöa samn inga ILO þátttökurikin hafa ekki staðfest og að halda afram sam- vinnu á sviði vinnuverndar. 6. Tolla- og samgöngumal. — Ráðið beindi þeim tiimæium tii ríkisstjórnanna að gera tilteknar ráðstafanir til þess að létta hömi- um af samgöngum milli Noröur- landa, svo sem með afnámi vega- bréfa, afnámi tolla að nokkru leyti, samræmingu bifreiðaeftir- lits o. fl. 7. Mcnntamáb Ráðið beindi til ríkisstjórnanna margvíslegum til lögum og tilmælum í sambandi við menningarsamvinnu Norður-^ landa, bæði varðandi háskóia- nám, alþýðuskóla, rannsóknir á ýmsum sviðum, skólagjöid, nám- skeið, samræmingu prófa og fleira. 8. Þingtíoindi. Róðið beindi þeim tilmælum til ríkisstjórn-j anna, að athugaðir væru mögu- j leikar á útgófu samnorrænna þingtíðinda, þar sem skýrt væri frá því helzta, sem gerðist í hverju þjóðþingi Norðurlanda. Hér er vitanlega aðeins stiklað á meginatriðunum i ályktunum róðsins, því að það yrði alltof langt mál að rekja þær til hlítar og þær grcinargerðir, sem fjdgdu frá ntóidunum. VIÐHORF ÍSLENDINGA — Hvað er að segja um afstöðu ykkar íslenzku fulitrúanna til þeirra rnála, sem til meðferðar voru á þinginu? — Við íslendingarnir vorum að því leyti lítt virkir ó þessu þingi, að af íslands hálfu voru þar ekki lögð fram nein mál. Gerði Gísli Jónsson grein fyrir ástæðum til þess í ræðu, sem hann fluttí á fundi ráðsins fyrsta fundardag- inn. Hefur verið áður birtur út- dráttur úr þeirri ræðu hér í blað- inu, svo að ég þarf ekki að endur- taka frásögn hans, en svo sem öllum mun kunnugt voru full- trúar Alþingis ekki kjörnir fyrr en nokkrum dögum áður en þingi lauk og því höfðu þeir enga möguleika til málefnaflutnings. — Annars tókum við íslenzku fulltrúarnir þátt í afgreiðslu allra þeirra mála, sem til með- ferðar voru í þinginu, að undan- tekinni tillögu fró Svíum um brú yfir Eyrarsund, sem aðeins Danir og Svíar tóku afstöðu tii. — Fjórar nefndir störfuðu á þinginu, og áttu íslendingar full- trúa í þeim öilum. Stefán Jóhann Stefánsson var formaður heil- brigðis- og félagsmólanefndar, og í þeirri nefnd var einnig Bern- harð Stefánsson. Ég var vara- formaður laganefndar, Gísli Jóns- son var í efnahagsmálanefndinni og Jörundur Brynjólfsson í menn ingarmálanefndinni. — í sambandi við nokkur mál- anna var nauðsynlegt að gera nokkurn fyrirvara af íslands hálfu. Var það í sambandi við póst- og símagjöldin og tollamál. Sérstaða íslands varðandi sam- norrænan borgararétt er og aug- Ijós. Lagði ég sérstaka áherzlu á sérstöðu okkar á því sviði í stuttu viðtali við ,,Politiken“, áður en þingið hófst. Hygg ég, að allir hafi skilið viðhorf okkar í því máli. ÍSLENZKAN MEÐ — En hvernig var það. Varð ekki einhver ágreiningur og jafn- vel uppnám í sambandi við um- ræður um tungumál, sem tala ætti á þingum Norðurlandaráðs- ms? — Um uppnámið, sem átti að hafa orðið í þingsalnum er það að segja, að sú fregn er slæmur vitnisburður um sannleiksgildi blaðafregna. Flest eða öll dönsku blöðin sögðu fra þvi, að íslenzk kona hefði haft í frammi hróp í þingsainum vegna þess, að ís- lenzka hefði ekki verið viður- kennd jafnrétthátt hinum Norð- urlandamólunum, og hefði orðið að leiða hana burtu af þingpöll- unum. — Ekkert atriði í þessari frétt er rétt nema það, að stúlka hafi kallað einu sinni af áhorfenda- pöllunum. Stúlkan var ekki ís- lenzk heldur dönsk. Ifún kallaði ekki ísland heldur Finniand. Og hún var alls ekki leidd út aí pöll- unum.,Tilefni þess, að hún kall- aði, „men Finnland'* var það, að framsögumaður laganefndar. prófessor Herlitz, var að gera grein fyrir breytingartiilögu nefndarinnar á starfsreglum ráðsins. Skýrði hann frá því, að samkomulag hefði orðið um það, að fella niður þá málsgrein í 14. grein starfsreglnanna, að danska, norska eða sænska skyldi vera mál þingsins. Hefði þetta verið gert til þess að gera íslenzkum fulltrúa, sem ef til vill gæti ekki talað neitt þessara mála, fært að halda ræðu á íslenzku. Kallaði þá þessi áhugakona um norræna samvinnu „men Finnland“. Átti þessa athugasemd hennar raunar rétt á sér, því að af mistökum var sagt í greinargerðinni, að málsgreinin væri felld niður vegna íslands eingöngu, heldur var það einnig gert með Finnland í huga. — Starfsregiur róðsins voru annars eitt helzta mál þingsins, og laganefndin sat yfir þeim í tvo daga. Ég lagði áherzlu á það, að við íslendingar ættum erfitt með að sætta okkur við það, að þegar um væri að ræða sam- vinnu fjögurra landa, þá skyldu tungumál þriggja þeirra vera við- urkennd sem þingmál, en útilok- að væri að tala á íslenzku, enda þótt íslenzkur fulltrúi ekki talaði neitt Norðurlandamálanna. — Mætti þessi ósk þeim skilningi, að umrædd ákvæði starfsregl- anna var fellt niður. FINNLAND — Gera menn sér vonir um að Finnland geti vorið með? — Óhætt er að fullyrða, að það var von allra þeirra, sem þing þetta sátu. Kom það fram í ræð- um margra fulltrúa, að Norður- landaráðið gæti ekki til hlítar náð tilgangi sínum fyrr en Finn- ar væru komnir með í hópinn. MIKIÐ STARF — Hvað stóð þingið lcngi? — Þingið hófst 13. febrúar og stóð til 21. febrúar. Voru hen'dur látnar standa fram úr ermum, því að þingfundir eða nefndafundir voru alla daga frá kl. 10 á morgn ana og fram undir kvöldmat, og nefndafundir stundum á kvöldin. Forsetar ráðstefnunnar urðu svo að halda sína fundi í matarhléi og sama var að segja um fundi sendinefndanna. Hvað sem segja má um árangur af starfi þings- ins, verður áreiðanlega ekki sagt með réttu, að slegið hafi verið slöku við þingstörfin. íslenzka sendinefndin hélt öðru hverju fundi, og hafði jafnan samráð við forsætisráðherra, sem sat þingíð sem fulltrúi ríkissljórn arinriar. Margt væri fróðlegt að ræða frekar um þetta fyrsta þing Norð urlandaráðsins, en þetta verður að nægja að sinni. Ég vil aðeins að lokum segja það, að allur und- irbúningur þingsins af hálfu Dana var til fyrirmyndar og hin- ir eriendu fulltrúar nutu mikill- ar gestrisni danska þingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar. Öngþveitið í áíengismálunuin UM ÞAÐ ríkir naumast ágrein- ingur, að hér á landi sé um þess- ar mundir híð versta öngþveiti í áfengismálum. En hverju er það að kenna? Hverjir bera fyrst og fremst ábyrgð á því? Að sjálfsögðu þeir fyrst og fremst, sem hindruðu, að í’rv. dómsmálaráðlierra, sem öll ríkís- stjórnin stóð að, um skynsam- legar bréytingar á áfengislöggjöf- inni, næði fram að ganga á síð- asta þingi. Hverjir ‘voru það? Það voru fyrst og fremst nokkrir Framsóknarmenn í ETrí deild, sem gengu í lið með stjórn arandstæðingum um það að vísa þcssu frumvarpi frá. Það sýnir svo hrænsni og yíir- drepsskap Tímaliðsins, að n« þykist það gráta fögrum tárum yfir því að Hótel Borg sé lok- uð!! Eftir að Framsóknarmenn höfðu snúizt gegn frv. sinnar eig- in stjórnar, sem samið var a® undangegnum víðtækum undir- búningi, átti dómsmáíaráðherra einskis annars úrskostar en aS stöðva öll vínveitingaleyfi, einn- ig til Hótel Borgar, sem í nima tvo áratugi hafði haft einkarétt til almennra vínveitinga. Á þeim tíma hafði þó íbúum Reykjavík- ur fjölgað um helming. Þetta einkaleyfi Hótel Borgar hafðí því gengið sér gjörsamlcga tii húðar. Brast bæði vilja og kjark EN FRAMSÓKNARMENN höfða hvorki vilja né kjark til þess. að standa að skynsamlegum til- lögum í þessum málum. Þeir vildu aðeins fá tækifæri til þess að halda uppi áframhaldandi sví- virðingum um Bjarna Benedikts- son fyrir framkvæmd á úreltum og vitlausum reglum. Það er Sjálfstæðismönnum í Efri deild til hróss, að þeir stóðu allir sam- an gegn frávísunaríillögu Fram- sókr.ar og stjórnarandstæðingá- Þeir hikuðu ekki við að viður- kenna, að brýna nauðsyn bæri til endurskoðunar áfengislaganna. En Rannveig og Hermann létu hræsnina og yfirdrepsskapinn ráða sínum gjörðum. Þetta at- ferli mun vekja því meiri fyrir- litningu alls almennings, sem öngþveitið I áfengismálunum verður auðsærra og tilfinnan- lcgra. Vilja kaupa þungt vatn RJÚKAN, 25. febr. — Fjölmörg lönd hafa áhuga á því að kaupa þungt vatn frá Noregi. — Bret- ar hafa keypt allmikið magn af því að undanförnu, og nýlega hafa Brasilíumenn farið þess á leit, að þeim verði seld 7 tonn af þungu vatni, en slíkt magn er ekki hægt að afgreiða nema á löngum tíma. —Reuter-NTB. Vilja £á satmfæring- una í kaupbæti ALLA erfiðleika okkar í mark- aðsmálum kenna kommúnistar því, að við viljum ekki verzla við Rússa og leppríki þeirra. — ÍHinn margsagði sannleikur í | því máli er sá, að Rússar vilja 1 ekki kaupa íslenzkar afurðir, nema að þeir fái sannfæringu íslendinga í kaupbæti. Við höf- um gcrt ítrekaðar tilraunir til þess að selja þeim sjávarafurðir. En öll viðskipti hafa strandað á þverneitun Rússa. I Um þessar mundir eru íslend- ingar að reyna að selja Pólverj- 1 um fisk. En undirtektir þeirra I eru daufar. Þeir segjast nú fram- ! leiða sjálfir nægilegt fiskmagn (fyrir sig. Hafi þcir meira að segja í hyggju að selja Tékkum pólska fiskframleiðslu. Ekki glæðir það sölumöguleika íslenzks fisks til Tékkóslóvakíu. sem undanfarin ár hefur keypt töluvert magn af freðfiski af okkur. Enn má á það benda, aö cin- um hinna hengdu kommúnista i Tékkóslóvakíu var m. a. gefiff það að sök, að hafa gert við- skiptasamninga við „landvinn- ingaríki“ eins og ísland og Noreg. Svo koma kommúnista- Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.