Morgunblaðið - 27.02.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1953, Blaðsíða 6
6 HORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. febr. 1953 j (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsls: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, Innmlinils. t lausasölu 1 krónu eintakið líminn og iandhelgismálið Þóeruitn JóhasBnsdóttir lék elnieik með KœlEé-hliómsveitmRj TÍMINN birti s.l. miðvikudag for- • ustugrein um landhelgismálið, sem telja verður mjög varhuga- verða af hálfu íslenzks stjórnar- blaðs. Þar er því í fyrsta lagi slegið föstu, að ríkisstjórn Bret- lands sé samþykk því ofbeldi, sem brezkir útgerðarmenn hafa baft í frammi í þessari deilu um vétt íslendinga til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu fiski- miða sinna. Það er mjög óhyggilegt af ís- lenzku stjórnarblaði að fullyrða þetta. Ríkisstjórn íslands hefur lýst því yfir, að hún hvorki vilji né geti kvikað í neinu frá þeim ráðstöfunum, sem hún hefur gert í þessu máli. Það er í öðru lagi vitað að íslendingar viija gjarn- an halda hefðbundinni vináttu milli þeirra og brezku þjóðarinn- ar. En ef þetta tvennt á að fá staðizt, þá er það ekki skynsam- legt að bera það blákalt á brezku stjórnina að hún standi með út- gerðarmannaklíkunni í landi sínu. Þetta er óhyggilegt einfald- lega vegna þess, að íslendingar hafa ekki dregið dul á, heldur ekki gagnvart brezku stjórninni, að þeir fordæmi harðlega atferli brezkra útferðarmanna. Blað hins íslenzka forsætisráð- herra má því ekki gera leik að því að fella brezku stjórnina undir sömu fordæmingu og þá. Því ber að láta sér skiljast, að enda þótt brezka stjórnin, enn sem komið er, hafi ekki girt fyrir ofbeldisaðgerðir útgerðarmanna sinna, þá þarf engan veginn af því að leiða, að hún hafi samúð með slíku. Getsakir íslenzks stjórnarblaðs um það, gætu hag- lega átt þátt í að torvelda lausn deilunnar. En þá er komið að öðru atrið- inu í fyrrnefndri forustugrein Tímans. Þar er vakin athygli á því, að landhelgisdeilan kunni að tapazt af okkar hálfu vegna „út- flutningseinokunar“ þeirrar sem Sjálfstæðisflokkurinn haldi uppi! Islendinga rekur e. t. v. minni til þess að þegar nýtt skipulag og heppilegra var tekið upp á yfirstjórn landhelgisgæzlunnar á 5.1. vori, þá lýsti Tíminn því yfir, að þessi ráðstöfun væri gerð af hálfu Sjálfstæðisflokksins og ráð- herra hans til þess að hlífa ís- lenzkum landhelgisbrjótum. — Blaðið lýsti því beinlínis yfir, að þeir menn, sem forustu hafa haft um ráðstafanir til verndar ís- lenzkum fiskimiðum, væru sjálf- ir veiðiþjófar og landhelgisbrjót- ar!! Með þessum staðhæfingum blaðs hins íslenzka forsætis- ráðherra var gerð stórhættu- leg tilraun til þess að veikja aðstöðu okkar í einu þýðingar- mesta hagsmunamáli þjóðar- innar. Það er líka vitað að brezkir útgerðarmenn hafa engu vopni beitt oftar í bar- áttu sinni og ofbeldisaðgerð- um, en að Islendingar ætluðu sér sjálfir að fiska á þeim veiðisvæðum, sem þeir nú hefðu útilokað brezka togara írá. Nú, þegar blað Framsóknar- ílokksins er að reyna að finna upp ágreiningsmál við samstarfs- flokk sinn í ríkisstjórn er brotið upp á öðru atriði. Tíminn heldur , því nú fram, að vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi verndarhendi yfir „einokun“ út- flutnings sjávarafurða, þá geti svo farið að við töpum landhelg- isdeilunni við Breta. Það er ó- maksins vert að kryfja til mergj- ar, meir en gert hefur verið, hvað raunverulega hefur gerzt í fisk- sölumálunum á undanförnum ár- um, og hver afstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur verið til þeirra. Það er alkunna að íslenzkur sjávarútvegur er mjög áhættu- söm atvinnugrein. Þess vegna hafa framleiðendur reynt að byggja upp um hann varnar- garða til örýggis afkomu sinni. Þeir hafa efnt til ákveðinna sam- taka, sem forustu hafa um út- flutning og sölu afurðanna. Má þá fyrst benda á síldarútvegs- nefnd, en stofnun hennar og starfsemi byggist á lögum, sem sett voru í stjórnartíð Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins. Um Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda, sem annast saltfiskút- flutninginn, er það að segja, að það var stofnað upphaflega af frjálsum samtökum útvegs- manna, en siðan löghelgað með iögum, sem sett voru í stjórnar- tíð Framsóknar og Alþýðuflokks- ins. Loks er þess að geta að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna er al- gerlega frjáls samtök þeirra að- ila, sem annast hafa framleiðslu hraðfrysts fisks. Afstaða S j álf stæðismanna til þessara samtaka framleiðenda er fyrst og fremst sú, að meðan út- gerðarmenn og sjómenn vilja þetta skipulag, þá mun Sjálf- stæðisflokkurinn og sá ráðherra hans, sem þessi mál heyra undir, ekki brjóta þau niður. Sjálfstæð- ismenn telja að framleiðendur sjávarafurða eigi sjálfir að ráða skipulaginu á sölu afurða sinna. Um leið og þeir telja sér annað skiþulag hentara mun ekki standa á Sjálfstæðisflokknum að framkvæma þær óskir þeirra. — Þessu hefur formaður Sjálfstæð- isflokksins, Ólafur Thors, núver- andi atvinnumálaráðherra, marg- lýst yfir. Nú segir Tíminn að þetta skipulag afurðasölunnar geti leitt til þess að íslendingar tapi land- helgisdeilunni. Blaðið gáir ekki að því að enn á ný er það að gefa andstæðingum okkar til kynna, að við kunnum að vera veikir fyrir í þessu mikla hagsmuna- máli okkar. En ef skipulagning afurðasöl- unnar ræður úrslitum í landhelg- isdeilunni þá ber Tímanum að leiða rök að því, að framleiðend- um beri að taka upp annað skipu- lag þessara mála. í þessu sambandi, er það mjög athyglisvert að svo að segja hver einasti Framsókn- armaður í útvegsmannastétt, telur sjálfsagt og eðlilegt að halda fast við núverandi skip- an afurðasölumálanna. Sann- aðist það bezt á því, að þegar Vilhjálmur Þór fór fram á Ieyfi til handa Sambandi ísl. samvinnufélaga til saltfiskút- flutnings, þá andmæltu hans eigin flokksmenn því ein- dregnast. Hitt verður svo að segjast, að það er ákaflega hæpin stefna hjá málgagni forsætisráðherrans að blanda deilum um innanríkismál hvað eftir annað inn í umræður um utanríkismál, sem snerta lífs- hagsmunamál þjóðarinnar. HINN 15. febrúar s. 1. lék ungl* íslenzki píanósnillingurinn Þór- unn Tryggvadóttir einleik í píanó konsert með Hallé-hljómsveit- inni í Manchester. Leikur hsnn- ar vakti óskipta athygli áheyr- enda. Þórunn lék einleik í píanó- konsert nr. 2 í B dúr eftir Beet- hoven með Hallé-hljómsveitinni í Free Trade Hall í Manchester, en stjórnandi hljómsveitarinnar er hinn kunni hljómsveitarstjóri George Weldon. Hljómleikahöll- in, sem tekur 2600 áhorfendur í sæti var þéttskipuð. Hún fékk frábærar viðtökur og var kölluð fimm sinnum fram er hún hafði lokið leik sínum. í tón- listargagnrýni blaðsins Manchest er Guardian daginn eftir segir: Þórunn lék með aðdáanlegu öryggi. Leikur hennar bar fram- úrskarandi mýkt og fimleika, án þess þó að hætta sér út i of mikla skarpskyggni og sem bet- ur fer án yfirborðslegrar róman- tíkur. Þórunn mun leika sama píanó- konsert með sömu hljómsveit í Harrogate 26. maí n. k. Hljóm- sveitarstjóri þá verður Sir John Barbirolli. Til skrúðgarða- eigenda , MÖRG tilmæli hafa borizt um að skrúðgarðaeigendur þeir, sem þess óska, gætu fengið einfalda uppdrætti af skrúðgörðum er þeir ætla að skipuleggja við hús sín. t Ókeypis leiðarvísir mun fylgja með teikningunum, um allt það 1 helzta er viðkemur garðinum, sér staklega um gróðursetningu og meðferð blóma og trjáa er þar verða sett. Sérstaklega ættu nýju bæjarhverfin að taka mál þetta til rækilegrar athugunar og hefja framkvæmdir svo fljótt sem kostur er. | Það er mikið fjárhagsatriði fyr- ir fólk að fá sem bezt kaup á öllu því er þarf til skrúðgarða. Einnig mun ég hlutast til um að þeir njóti góðra kjara við plöntukaup. Fjölmargir hafa óskað eftir þessu við mig og bið ég þá og alla aðra, er áhuga hafa fyrir þessum málum, að hafa samband við mig í skrifstofu bæjarverkfræðings, , Ingólfsstræti 5, kl. 1—2,30 alla I virka daffa nema laugardaga. •— Sími 81000. Sieurffur Sveinsson, gar ðyrk j ur áðunautur. Akureyringar bíða „Rekkjunnar" með Víkingsskemmtun til ágóða fyrir !am- aða íþróttamanninn S. L. FÖSTUDAG hélt knatt- spyrnufélagið Víkíngur, undir for ustu skiðadeiidar, skemmtifund til ágóða fyrir lamaða íþrótta- manninn. Var þar ýmislegt til skemmtunar. Fyrst var kvik- myndasýning, glúntar voru sungnir af þeim Birni Emilssyni og Sigurði Haraldssyni, Reynir Þórðarson söng einsöng og var honum mjög vel tekið. Þá var útvarpsþáttur og kendi þar ýni- issa grasa. Tveggja krónu happdrætti hljóp af stokkunum kl. 10 og allir miðarnir voru seldir kl. 12, en þá var dregið um ýmsa hluti, er 'nokkur fyrirtæki höfðu gefið í þessu skyni. Að lokum var stig- inn dans fram yfir miðnætti, og léku fyrir dansi þeir félagarnir Árni F. E. Scheving og Örn Egilsson. Áður en skemmtuninni lauk ávarpaði formaður félagsins, Gunnar Már Pétursson, gestina og þakkaði þeim þann skerf, er þeir hafa lagt af mörkum til þessa mannúðarmáls. Ræða SlanskíréHar- LUNDÚNUM, 26. febr. — Full- trúar frá Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna koma saman til fund- ar í Lundúnum í dag til þess að ræða Slanskíréttarhöldin, sem fram fóru í Tékkóslóvakíu í haust sællar minningar. — Hafa jafnaðarmannaflokkar allra landa verið hvattir til að senda lög- fræðinga á þennan fund, því að þar verður mörkuð afstaða al- þjóðasambandsins íil Slanskís- réttarhaldanna og annarra þeirra „játningarréttarhalda“, sem svo mjög hafa tíðkazt í kommúnista- ríkjunum að undanförnu. —Reuter-NTB. rr "í i Rasho-Moii Gamla Bíói GAMLA BÍÓ sýnir um þessar mundir japanska kvikmynd, sem er all frábrugðin þeim myndum, sem bíógestir hafa átt að venjast. Þrír menn sitja í borgarhliði Rasho-Mon og tala sín á milli um atburð, sem átt hafði sér stað r.okkrum dögum áður inni í skóg- arþykkninu. — Regnið strevmir úr loftinu og vantrúin á manns- sálina endurskin út úr hryggum og vonlausum andlitum þeirra. Þessi sérstæða japanska mynd er mjög vel leikin og tekin og því engin tilviljun að hún skyldi hljóta fyrstu verðlaun í alþjóða- samkeppni í Feneyjum og mörg lofsamleg ummæli kvikmynda- gagnrýnenda. — á. Velvakrandi ^kriíar: ÚR DAGLEGA LIFINU óþreyju AKUREYRI, 25. febrúar — Um þessar mundir er ekki meira rætt manna á meðal hér í höfuðstað Norðurlands en um væntanlega leikför Þjóðleikhússins hingað með hið margumtalaða og vin- sæla leikrit „Rekkjuna“. Allir leiklistarunnendur munu fagna þessari leiksýningu og þeim ágætu listamönnum, er að henni standa. Var gert ráð fyrir, að fyrsta sýning yrði næsta fimmtudag og leikið fjóra daga í röð, en svo sem nokkuð mun kunnugt, hafa leikendur og aðstoðarmenn þeirra teppzt í Vestmannaeyjum vegna slæmra veðurskilyrða. Ekki er því útlit fyrir að sýningar hefjist á þeim degi. Vonandi fer það samt svo, að við fáum „Rekkj- una“ hingað norður á næstu dög- um. — Tvö aðalblöð bæjarins birta í dag greinar og myndir í tilefni af leikíörinni. —H. Vald. Kærulaus embættis- maffur. MÉR hefir borizt fréf frá tann- pinusjúklingi, sem hljóðar á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir gremju — ekki að ósekju, vil ég fullyrða. Ég hafði tekið í mig kjark og pantað tíma hjá tannlækni einum hér í bænum til að láta gera við eina tönn í mér, sem ég er búinn að eiga marga andvökunóttina fyrir. Ég hirði ekki um að útmála líðan mína frekar, en hún hefir ekki verið körug, Já, ég átti sem sagt pant- aðan tíma hjá fyrrgreindum tann lækni kl. 9 á mánudagsmorgun og mætti á tilteknum stað og stund svo sem vera bar. En svo fór, að enginn læknirinn kom og ég hélt leiðar minnar heim, eftir að hafa beðið í drykklanga stund á biðstofunni, heldur súr í sinni. Þetta hlaut að vera á einhverjum misskilningi byggt, hugsaði ég og hringdi í lækninn, sem þá sagði mér, að ég hefði átt að koma á miðvikudagsmorguninn kl. 9, mér hefði misheyrzt. Rann npp fyrir mér ljós. EG tölti af stað aftur á miðviku- dagsmorguninn. — Ekkert skyldi aftra mínum góða ásetn- ingi — að ganga undir eldraun- ina, hvað sem það kostaði. Kl. var 9, fólk tók að tínast inn í bið- stofuna. Svo leið og beið — 10 mínútur — kortér — hálf 10, og ekki bólaði á lækninum. Sjúkl- ingarnir sem biðu tóku að ókyrr- ast í sætum sinum os eerast óþol- inmóðir. Komu sér síðan út, einn af öðrum, augsýnilega vonlausir um að þeim mundi auðnast að sjá auglit kvalara síns eða líkn- ara — hvorttveggja er réttnefni — í þetta skiptið. Ég beið í þrá- kelkni minni þangað til klukkan ,var farin að halla í 11 en þá fór jég mina leið. Það hafði runnið .upp fyrir mér ljós: Það hafði ekki I verið um neinn miskilning að ræða áður, heldur var hér annars vegar óprúttinn og kærulaus embættismaður, sem mér fannst standa illa í stöðu sinni, sem ég hafði misst allt álit á. Það er nógu ömurlegt, út af fyrir sig, að þurfa að fara til tannlæknis, þó að ekki bætist þar ofan á tvö- föld fýluför. Ég hefi vitanlega snúið mér til annars tannlæknis, sem ég vona, að muni reynast mér betur. Það mætti segja mér, að svo væri um fleiri, sem gripu í tómt hjá hinum á miðvikudags- morguninn. — Tannpínusjúkling- ur“. Taklff eftir, bílstjórar. VEGFARANDI skrifar mér á þessa leið: „Heiðraði Velvakandi! í von um, að revkvískir bif- reiðarstiórar lesi dálka þína af jafnmikilli kost"æfni og ég, lang- ar mig til að beioa fáeinum orff- um til þeirra: i',rér finnst,' að þið ættuð að taka b:ið mikið tillit til vegfarenáa á vötum höfuðborg- arinnar, að b:ð æt+nð sð hægja ofurlítið á ferð bifreiðarinnar, þegar þið konr'ð alcandi á fullri ferð í krapi o" tpffm, svo að ekki getur hjá bví faríff að fótgang- andi fólk á vötunni verði fyrír miður skemm+;1p"nm skvettum. ov pusuganvi. S’íkt kemur æði ó- notaleva við. i-fnvel bó að fólfc sé í sínum vpniuipvu hversdagsr- fötum, að é" nVí ekki tali um, ef það er í símj ffnpstq nússi, ef lit vill á leiðinnf í eit.t eða annaff samkvæmi. Sumir bifreiðarstjór- ar sýna í þescu efni siálfsagða kurteisi en aðnr — og þeir eru öf margir — smfast einskis. Éff vona, að þeir, sem hér eiga hlut |að máli, taki þetta Póðfúslega fíl athugunar. — Vegfarandi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.