Morgunblaðið - 27.02.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1953, Blaðsíða 10
10 MORGinSBLAÐlÐ Föstudagur 27. febr. 1953 SYST ?! SKALDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG UI(lllll(IIIIMIIIIMMIIIIIIIIim|IIIIIMIIMIMMMIMIIIIMimillMIIMI<|IIUNNi|IJ IMIMMIUIMIMKKIMMIIIIIIM Framhaldssagan 9 t „Ég vildi óska að mamma hefði getað verið hérna líka“, hugsaði hún, og sér til undrunar heyrði hún að hún hafði sagt það upp- hátt. ' „Já, móðir þín hefði getað ver- ié hreykin af dóttur sinni í kvöld“ sagði hann lágt. „Það er ekki hægt annað en vera hreykin af henni“. Hún leit á hann, en hann ’norfði ekki á hana. Hann hafði spennt greipar um hnén og starfi án af- j láts upp á leiksviðið. Hún sá greinilega móta fyrir æðunum á breiðu enni hans, varirnar voru samanbitnar og það glampaði á bláu augun. . . Aftur fann hún til afbrýðisseminnar, en hún barðist gegn henni og skammaðist sín innilega fyrir sjálfa sig. Janice var falleg. Hvers vegna skyldi hann ekki dást að henni? Senni- lega dáðist hver einasti karlmað- ur í öllu leikhúsinu að henni á sama hátt og hann. Hvernig stóð á þessari óþarfa afbrýðissemi gagnvart hennar eigin systur? Var það vegna þess að hún var ástfangin? Hún leit aftur upp á leiksviðið. Hún reyndi að fylgjast með því, sem þar fór fram, en hugur henn- ar v’ar á reiki. .. Hún hugsaði um síðustu vikurnar í London með Jack. Og hún hugsaði um daginn, sem þau höfðu ekið til Warwicks- hire, um það sem hann hafði sagt við hann, og það sem hann hafði gefið í skyn. Hana hafði dreymt fagra drauma. Hún spennti greip ar. Henni var ískalt á höndunum. Hún gat ekki misst þessa drauma. Allt líf sitt hafði hún beðið eftir þessum manni, og nú þegar hún hafði fundið hann, gat hún ekki til þess hugsað að missa hann. . . Tjaldið var dregið fyrir eftir fyrsta þátt. Ljósin voru kveikt í salnum. „Þetta er ágætt leikrit“, sagði hún. „Hún er dásamleg“, sagði hann. Hún borðaði súkkulaði ósjálf- rátt og reyndi að sannfæra sjálfa sig um að hún skemmti sér kon- unglega. Hún hafði beðið þess með óþreyju að komast til Liver- pool til að sjá Janice leika, og hvað gat verið dásamlegra en að sitja hér við hliðina á Jack. En eitthvað var að. Hún fann það æ betur eftir því sem leið á kvöld ið. f hléinu eftir annan þátt hvarf Jack. Hann var ekki kominn þeg- ar þriðji þáttur hófst, en eftir fimm minútur eða svo kom hann aftur og settist við hliðina á henni í myrkrinu. „Eg fór til að kaupa blóm handa systur þinni. Ég skildi þau eftir bakdyramegin og bað um að þau yrðu send í búningsher- bergi hennar". „Það var fallega gert, Jack“, sagði hún.. „Hvaða blóm íékkstu?“ „Orkídeur . . mér datt í hug að hún gæti fest þær í kjólinn þegar hún kemur til að borða með okkur á eftir“. Þau fóru á bak við tjöldin að leiknum loknum. Þegar þau gengu eftir löngum gang, sem lá 'að búningsherbergi Janice, kom JDerek úí úr einu herbergjanna og gekk til móts við þau. * „Hvernig líkaði ykkur leikur- ÍÍn n?“ spurði hann. „Mér líkaði hann mjög vel“, % sagði Aliee. Hann tók undir handlegg henn ar. „Komið hérna inn augnablik“ sagði hann. „Mig langar til að % tala við yður“. Jack leit til skiptis á Derek og f Alice og sagði svo með gremju- v svip: „Ég fer til að athuga hvort systir þín er tilbúin“. Derek dró Alice með sér inn í búningsherbergið, sem hann not- aði f.yrir skrifstofu. „Hvers vegna viljið þér tala við mig?“ spurði hún. „Það er ekkert áríðandi', sagði hann og brosti. „Ég ætlaði bara að spyrja hvort mér væri boðið með í kvöldmatinn sem vinur yðar hefur boðið Janice í“. Þetta kom henni að óvörum. „Ég býst við að hann vilji gjarn- an að þér komið lika“, stamaði hún. > Hann hló. „Hann vill það ekki, en það hefur engin áhrif á mig. Mig langar til að koma. Ég er alveg skammlaus í útliti og ég kann að dansa. Segið mér“, bætti hann við og varð alvarlegri á svip, „hvernig fannst yður systir yðar leika“. „Mér fannst hún ágæt“, sagði hún og bætti svo við. „Fannst yð- ur það ekki?“ „Mér fannst mún ómöguleg“, sagði hann. „Ég vona að þér fyrir- gefið hreinskilnina". Hún roðnaði. „Yður er ekki alvara“. „Jú, mér er alvara“, sagði hann. „Janice er falleg, hún hefur dá-j litla leikhæfileika, en það er ekki | mikið. En það kemur sér vel fyrir i mig að hafa hana hérna. Fólki þykir gaman að koma til að horfa á falleg andlit. Því er sama hvort hún er góð leikkona eður ei. Ef til vill mundi fólk hafa meira vit á því í London. Mér fannst rétt- ara að segja yður frá þessu áður en þér gerðuð yður of glæstar vonir um framtíð^hennar á lista- brautinni". „Eg trúi yður ekki“, sagði hún. „Eg er viss um að Janice hefur hæfileika, mikla hæfileika. Það hefur alltaf verið sagt. Yður hlýt- ur að finnast það líka, annars heíðuð þér ekki ráðið hana“. „Ég veit“, sagði hann og brosti við. „En ég er karlmaður,- og eins og ég sagði áðan, er systir yðar ákaflega falleg“. „Hvers vegna hafið þér sagt mér þetta“, spurði hún eftir all- i langa bögn. * „Það má guð vita“, sagði hann. „Ég er ekki vanur því að vera hreinskilinn um of. En af ein- hverjum ástæðum held ég að þér ! séuð heiðarleg manneskja. Mér datt í hug að bezt mundi að segja yður sannleikann. Og áður en þér eruð búnar að gera mig að engu með þessu kuldalega augnatilliti, 1 þá ætla ég að fara og hafa fata- skipti. Ég býst ekki við að.herra Ashburn kæri sig um að ég mæti í veizlunni í óhreinum gráum bux um og gulri peysu“. Hann opnaði fyrir henni dyrnar og hún fór fram á ganginn. Hún var reið og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann hafði eyði lagt trú hennar á hina miklu hæfi leika Janice. Hún þurfti auðvitað ekki að trúa honum en í hjarta sínu vissi hún að hmn sagði satt. Hún hafði séð það um kvöldið. Janice hafði ekki leikið. Hún hafði aðeins gengið um leiksviðið og lofað áhorfendunum að njóta fegurðar hennar. En enda þótt hún vissi að hann hafði sagt satt, hataði hún hann fyrir að hafa sagt sannleikann. Systir hennar átti aila ást hennar. j Hún var komin að dyrunum á búningsherbergi Janice. Hún var svo annars hugar að hún gleymdi , að berja að dyrum, cn opnaði hljóðlega og ætlaði að ganga inn. ' Hún stóð sem steini lostin eins og hún tryði ekki sínum eigin aug um og starði með skelfingu í aug unum. Jack hált Janice í fangi ‘ sér. Hann var að kyssa hana. Þau ' snéru bakinu að dyrunum og hvorugt þeirra hafði heyrt þegar hún opnaði. Osjálfrátt lokaði hún dyrunum aftur eins hljóðlega og hún hafði opnað þær. Þegar hún var kom in út á ganginn, hallaði hún sér upp að veggnum. Henni fannst hún vera að falla í öngvit. Það gat vel hafa liðið klukku- tími. Henni fannst heil öld líða. Hún var að reyna að komast í jafnvægi og reyna að líta á þetta frá öllum sjónarmiðum. Jack hafði aldrei sagt það berum orð- um að hann elskaði hana. Hún hafði álitið að hann elskaði hana, en sennilega hafði henni skjátl- ast. Það var reyndar mjög greini- legt og sú staðreynd var henni ákaflega þungbær. Sérstaklega þar sem hún svo nýlega hafði kynnst ástinni. Hún reyndi að álasa ekki þeim tveim, sem stóðu GæsaslúSkan hjá brisnninum Félugsvist Verzlunarmannaftlag Reykjavíkur efnir til félagsvistar fyrir meðlimi og gesti þeirra að Félagsheimilinu n. k. sunnudag, og hefst hún stundvíslega klukkan 8.30. Verðlaun veitt. Ncmcndur úr leikskóla Ævars R. Kvaran skemmta að lokinni fólagsvist. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN HNDRADUFTIfi Aihliða uppþvotta-, þvotta- og hrcins- unarduft, allt í sama pakka. í því er engin sápa eða lútarsölt. HÚSMÆÐUR! Látið REI létta heimilisstörfin! Notið það í uppþvottinn, uppþurrkun sparast! Gerið hreint með því, þurrkun sparast! REI eyðir fitu, óhreinindum, fisklykt, annari matarlykt, og svitalykt fyrirhafnarlítið! Þvoið allan viðkvæman þvott úr REI, t. d. ullar-, silki-, nælon- og perlonþvott og allan ungbarnafatnað! REI er óskaðlegt, bre’nnir ekki efnin og hlífir höndum og hörundi. REI festir lykkjur. Hindrar lómyndun á ullarvarningi. Skýrir liti. — LESIÐ notkunarreglurnar, sem fylgja hverjum pakka. — REI er drjúgt! REYNIÐ REIi n. Stulkan varð óttaslegin. „Ætlarðu þá að feka mig í burtu?“ spurði stúlkan. „Ég á hvorki ættingja né vini, sem ég get hvarflað til. Ég hefi reynt að gera allt, sem þú hefir sagt mé rað gera, og ég hélt, að þú værir ánægð með mig. í guð- lanna bænum, vísaðu mér ekki á dyr “ i Gamla konan vildi ekki segja stúlkunni, hvað í vændum var, en sagði: I „Ég get ekki heldur verið hér lengur. „En hér verður allt .að vera hreint og þokkalegt, þegar ég flyt. Tefðu mig nú ekki og vertu alveg ókvíðin. Þú þarft ekki að óttas„t. það, jað þú fáir ekki þak yfir höfuðið, og ég er viss um, að þú verður ánægð með launin, sem þú færð.“ „Æ, segðu mér nú hvað.til stendur.“ „Ég er búin að segja þér, að þú mátt ekki trufla mig“, sagði gamla konan. „Þegiðu nú og farðu inn í herbergið þitt — taktu af þér grímuna og farðu í silkikjólii|H, sem þú jvarst í, þegar þú kom^t hingað. Bíddu svo þanfað til ég kalla á þig.“ Nú víkur sögunni aftur að kónginum og drottningunni, sem lagt höfðu af stað með greifanum til þess að leita gömlu jkonunnar í skóginum. I Um nóttina varð greífinn viðskila við þau og varð því að halda áfram leitinni einn síns liðs, en daginn eftir þóttistl , hann sjá, að hann væri á réttri leið. " Hann hélt göngunni áfram fram í myrkur, en þá nam ] hann staðar og klifraði upp í tré, þar sem hann ætlaði að j láta fyrir berast um nóttina, því að hann óttaðist, að hánn! myndi villast, ef hann héldi lengur áfram um kvöldið. fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar er nú í undirbúningi. 3 Þeir, sem búsettir eru utan sýslu, en vilja koma mörk- jjj um sínum í skrána, sendi þau til Stefáns Thorarensen, j»; lögregluþjóns, Auðarstræti 17. fyrir 20. marz n. k. Þess má geta, að ráðamönnum viðkomandi hrepps og S bæjaríélags hefur þegar verið skrifað varðandi þetta mál. S| fi Reykjavík, 25. febrúar 1953. ;í ■í (iísli Hafliðason, Ellert Eggcrtsson, £ * - „ »! Þorvarður Þorvarðarson, Stcfán Thorarensen. 3 .&■ 9JLMB. MAUU.UUMII IXfMM > I ■■ ■■■■■■■■■ UJjMJJJLftJLtSJUIJUUULAJUL4JIMAJl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.