Morgunblaðið - 27.02.1953, Side 7
Föstudagur 27. febr. 1953 'j
MORGUNBLAÐ Ití
7
fíiiæfe riiisékn fmmkvæmd á aðstoðu iðittðarins
Býmri viískiptahættir sköp-
i hann siundarerfiðleika
Fyrri hluii úivarpsræðu Björns Ólafssonar
viSsMpfamálaráðherra
RJÖKN ÓLAFSSOK Tiðsliipíamálaráð'herra flutti í gærkvökli út-
varpsræðu, þar sero. hum gerði grein fyrir rannsókn þeirri, sem
ríkisstjórnin hefnr fáttð' fram fara á' aðstöðu innlends iðnaðar. —
Skýrði hann þar frá náðvrstöðum nefndar þeirrar, sem þessa rann-
sókn framkvæmðí og þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hcfur
ákveðið að gera til efKngar islenzkum iðnaði. — Fjrri hluíi ræðu
•VÍðskiptamálaráSherra £er hér á eftir.
TALSVÉRT miklar tanræður
hafa farið fram um SSnaðarmálin
hér á landi undanfarin járjú miss-
eri. Hafa þær aðaílega snúist um j
afkomu iðnrekstísrsins: í sam-
bandi við þá stefnta ríkisstiói n- I
arinnar að leysa irmffutnings-
verzlunina að vemlega leyti úr,
jjeim haftaviðum, sero hún. hefur
verið hneppt í undanfarna tvo
áratugi. í þessum tnmræðttm hef-
ur það verið óspart netað af póli-
tiskum andstæðingtrera stjórnar-
ínnar, að stefnt vaeri að því vit-
andi vits, að leggja iðnaðinn í
landinu í rúst og vafela með því
miklu atvinnuleysi nsteðal al-
mennings. En eins ®g oft viil
verða, þegar siík roál eru gerð
að pólitískum bariiíitmálum,
styðjast fullyrðingarnar Irtið við
staðreyndirnar og gera því. máli
lítið gagn, sem þær eiga að veita
hrautargengi. í byrjam var ekki
laust við að þeir, sem að' iðnað-
inum stóðu, tryðu þÆimi fullyrð-
Ingum, að verið væri að reiða
öxina að rótum þessa afvinnu-
vegar og voru því i fyrstu ugg-
andi um sinn hag. Xfinkum var
því haldið á loft, að nofckrar iðn-
greinar, sem illa voru tandir sam-
keppni búnar, urðu sJS draga
saman seglin og fækka við sig
fólki.
NVR LÍFSKRAFTlUt
En þegar frá leið verfcaði hið
nýja viðhorf þannig, að nýr lífs-
kraftur og vaxandi vöHeitni fór
að gera vart við sig i iðnaðar-
framleiðslunni. Dugnaðurinn og
framtakið, sem kemur á fót nýj-
um atvinnuvegi, var Ví.'l lifandi í
iðnaðinum. Þeir, sem að honum
stóðu vildu sýna að hann ætti
sér tilverurétt. Mennt fóru að
cndurskoða tækni sÉna og fram-
leiðslu, vörugæði og afköst, með
tilliti til samkeppni ertendra iðn-
aðarvara. Mönnum varð nút Ijóst,
að iðnaðarframleiðslant hlaut að
fylgjast með timamifrji, ef hún
átti að taka sess serrt jtriðjt höfuð-
atvinnuvegur landsmanna. Auk
|>ess var það frumsiiBy rði að efla
skilning almennings á nytsemi
iðnaðaríns og hlutverki hans í
jþjóðarbúskapnum. Sýnilegur ár-
ángur þessarar vafcningar var
hin fjölbreytta og myndarlega
íðnsýning, sena hér var haldin í
fyrra haust. Sýningia var mikið
átak og sýndi þana mátt er í iðn-
áðinum býr, ef dugnaður, hugvit
>og framtak, sem hama ræðtir yfir,
<er leyst úr læðingi. Ea til þess
þarf hann að anda a& sér hreinu
lofti heilbrigðrar samkeppni.
VCyrrstaða haftanna yerir and-
xúmsloftið óhollt og þeir, sem
lifa um of í skjóli þesrra, missa
jþörfina og hæíiieifcana til að
framleiða stöðugt nýrra og
betra, en það er Bfsartdi heil-
brigðs iðnaðar.
Eins og alþjóð er kunnugt hafa
3iér verið í gildi iroafliitningshöft
síðan 1931. Hafa þacs vexsð fram-
kvæmd af misjöfnum strang-
leika eftir því sero gjaldeyris-
ástandið hefur gefið œstæðu til á
hverjum tíma. Á þesra tímabili
hefur oft verið litið fcaroboð af í
ýmsum vörum og samkeppni því
af skornum skammti og stund-
um engin.
ÞRÖUN IÐNAÐARINS
Við þessar aðstæður hefur inn-
lendur iðnaður þróazt síðasta ára-
tuginn. Hann hefur vaxið í skjóli
innflutningshafta, sem oft gáfu
honum óeðlilega vernd með því
að útiloka erlenda samkeppni í
ýmsum gréinum. Þess ber þó að
geta, að nokkrar greinar iðnað-
arins hafa rutt sér til rúms í
fullri samkeppni við erlendar
vörur af sama tagi. En andrúms-
loft haftanna er ekki gott fyrir
iðnað, sem vill vera heilbrigður
og samkeppnisfær. Auk þess búa
höftin misjafnlega að iðnaðinum
í sambandi við öfíun og innflutn-
ing hráefna.
Því verður ekki neitað, að höft-
in hafa hjálpað iðnaðinum mikið
til að ná fótfestu. En í því efni
hefur þó sá böggull fylgt skamm-
rifi, að margar iðngreinar vissu
ekki um langt skeið hvað raun-
veruleg samkeppni var. Þess
vegna var nokkur hluti iðnaðar-
ins að ýmsu leyti óviðbúinn þeg-
ar losað var um höftin á árinu
1951.
AUKIN SAMKEPPNI
Við aukið frjálsræði í innf-lutn-
ingi kom fram aukin samkeppni
frá ýmsum erlendum iðnaðar-
vörum. Þetta snerti tilfinnanleg-
ast þær iðngreinar, sem verst
voru undir samkeppni búnar og
olli þar að minnsta kosti tíma-
bundnum samdrætti. Ýmsir hafa
beint þeirri gagnrýni að verzlun-
arstefnu ríkisstjórnarinnar, að
hún tæki ekki nægilegt tillit til
hagsmuna iðnaðarins. Á þessu
eru tvær hliðar. Önnur, sem snýr
að öllum almenningi í landinu, er
fyrst og fremst hefur hagsmuni
af því að kaupa nauðsynjar sinar
við hagkvæmasta verði, hvort
sem þær eru erlendar eða inn-
lendar. Hin hliðin er sú, sem snýr
að því fólki, er atvinnu hefur af
framleiðslu innlendu varanna og
er einn liður í hinu almenna
efnahagskerfi. Hvortugt þessara
sjónarmiða má einvörðungu ráða
og verður að vega það að beztu
manna yfirsýn, með hvaða hætti
er bezt þjónað hagsmunum þjóð-
arheildarinnar í þessu efni. Mín
skoðun er sú, eins og ég hef tekið
fram, að þótt ráðstafanir þær,
sem gerðar hafa verið, hafi aukið
í svip erfiðleika sumra iðngreina,
þá muni breytingin þegar frá líð-
ur verða iðnaðinum öllum til
góðs, um leið og hagsmunum al-
mennings, hvað verð og gæði
snertir, er betur borgið en áður
V ar.
'\EFND SKIPUÐ
’i'lL RANNSÓKNAR
Ríkisstjórninni var ljóst, að
um leið og innlendi iðnaðurinn
þurfti að mæta vaxandi sam-
keppni erlendra iðnaðarvara, var
nauðsynlegt að rannsaka aðstöðu
hans um það, hvort sanngjarn-
lega væri að honum búið af hálfu
hins opinbera, að því er snerti
Björn Olafsson.
tollakjör, innfiutnir.g á hráefn-
um og fleira. Var því skipuð
nefnd 6. maí 1952 til að gera þess-
ar athuganir og bera fram tillög-
ur í málinu. I nefndina voru skip-
aðir Kristján Friðriksson og Pét-
ur Sæmundssen frá Félagi ísl.
iðnrekenda, Harry Frederiksen
frá iðngreinum Sambands isl.
samvinnufélaga, Eggert Þor-
steinsson frá iðnaðarmönnum og
Ingólfur Guðmundsson, verð-
gæzlustjóri, sem var formaður
nefndarinnar. Verður því ekki
annað sagt en að vel hafi verið
séð fyrir fulltrúum í nefndina,
sem gott skynbragð báru á hags-
muni og þarfir iðnaðarins.
Nefndin skilaði áliti dagsettu
1. nóv. s.l. Einn nefndarmanna,
Kristján Friðriksson, skilaði sér-
áliti. Nefndin hefur þó ekki enn
lokið störfum. Nefndarálitið er
því ekki eins ítarlegt og æskilegt
væri og gefur ekki fullnægjandi
svar um þau atriði, sem helzt var
óskað upplýsinga um, en það var:
hverjar væru höfuðorsakir fyrir
fækkun starfsfólks við ýmsar iðn-
greinar, hvaða iðngreinar hafi
dregizt mest saman undanfarið
og hverjar hafi bætt við sig fólki
á sama tíma.
Um þessi atriði eru engar opin-
berar skýrslur til og hefur gengið
illa að safna ábyggilegum upp-
lýsingum í þessu efni. En það er
eitt frumskilyrði þess að hægt sé
að gera raunhæfar ráðstafanir
iðnaðinum til styrktar, að fyrir
liggi réttar og ítarlegar upplýs-
ingar um orsakir þeirra erfið-
leika, sem hver iðngrein kann að
hafa við að stríða.
10—11% SAðlDRÁTTUR
I áliti nefndarinnar er gerð
nokkur tilraun til að sýna at-
vinnuástandið í iðnaðinum á ár-
unum 1949—51. Lét nefndin gera
skrá yfir tryggingarskyldar
vinnuvikur hjá 154 fyrirtækjum
þessi ár og er niðurstaðan svo
sem hér segir:
1949 115.243 vikur
1950 109.223 vikur
1951 102.945 vikur
Af þessu sést, að vinnuviku-
fjöldinn 1949, þegar innflutn-
ingshöft voru á öllum inn-
flutningi, og 1951, eftir að
meira en helmingur innfluín-
ingsins var orðinn frjáls, hefur
minnkað um rúmiega 12.000
vinnuvikur, eða um 10—11%
frá 1949. Af þessum sbýrslum
um aívinnu í iðnaðinum, sem
fyrir liggja, verður þessi að
teljast hin áreiðanlegasta og
sú víðtækasta.
Nefndin birtir einnig skýrslur
fi'á „Iðjú', félagi verksmiðjufólks
í Revkjavík um fjölda félags-
bundinna manna þess félags í
verksmiðjum 1949 til 1./6. 1952.
Þetta fólk heíur starfað í 15 iðn-
gveinum i Reykjayík og eru þær
þessar:;
UÍlarverksmiðjur, fátaverk-
smiðjur, nærfatagerðir, pappa-
verksmiðja, veiðarfæragerðir,
leðurverksmiðjur, skóverksmiðj-
ur, prjónastofur, sælgætis- og
efnagerð, kexverksmiðjur, sápu-
verksmiðjur, gosdrykkjaverk-
;miðjur, sjófataverksmiðjur,
blikk- og járnsmíði og gólfteppa-
gerð.
Er hér um að ræða 59 verk-
’.miðjufyrirtæki, af þeim eru 23
í tveimur iðngreinum (12 fata-
ærksmiðjur og 11 sælgætis- og
rfnagerðir). .Er ijóst að upplýs-
ngar um atvinnuástand hjá
,Iðju“ í Reykjavík, gefur fyrst og
'remst hugmynd um ástandið hjá
ðnaðinum í Reykjavík, en er þó
vergi nærri tæmandi þar sem
im mörg iðnaðarfyrirtæki er að
æða, er utan félagsins standa.
■>ví síður gefa þær upplýsingar
étta rnynd af atvinnuástandinu í
ðnaðinurn í landinu í heild, eins
og sjá má af því, að skráin um
tryggingarskyldar vinnuvikur
nær til 154 fyrirtækja en uppiýs-
ingar ,,Iðju“ til 59. — Skýrsla
„Iðju“ segir að fjöldi starfandi
féiagsmanna hafi verið:
í ársbyrjun 1949 700 manns
í ársbyrjun 1950 830 manns
í ársbyrjun 1951 772 manns
1 ársbyrjun 1952 442 manns
1. júní 1952 503 manns
ATVINNAN TEKIN
AÐ. AUKAST
Fækkunin, sem orðið hefur síð-
an í ársbyrjun 1951 er aðallega
í þessum iðngreinum: Ullarverk-
smiðjur, fataverksmiðjur, nær-
fataverksmiðj ur, leðurverksmiðj-
ur, skóverksmiðjur, prjóna-
stofur og sælgætis- og efna-
gerðir. — í öilum iðngreinum
nema tveimur, sem „Iðja“ starfar
við, hefur þó starfsmönnum tekið
að fjölga fyrri hluta síðasta árs,
en lengra ná skýrslurnar ekki.
Nefndin hefur gert sérstaka
athueun á 8 iðngreinum og gefur
npplýsingar um starfsmanna-
fjölda, framleiðsluvérðmæti, toll-
afgreiðsiur o. íl. Eru það nyt-
samar upplýsingar og Starfar
nefndin enn að slíkri athugun á
fleiri iðngreinum. Nokkrar at-
huganir hefur nefndin gert um
tollakjör iðnaðarvara á Norður-
löndum. Ná þær upplýsingar of
skaramt til þess að hægt sé að
gera nokkurn samanburð á toll-
kjörum iðnaðarins hér.
TOMLÆTI ÍBNREKENDA j
Svo virðist sem nefndinni iíafi
orðið litið ágengt í því að afla
sér nauðsynlegra upplýsinga frá
iðnaðinum sjálfum. Hún sendi
fyrirspurnir til 230 verksmiðja og
sendu 85 þeírra svar. Eínnig voru
sendar fyrirspurnir til 20 stéttar-
félaga og félagasambanda og hafa
aðeins 6 þeirra sent svar. Er
furðulegt þetta tómlæti þeirra
aðila, sem hagsmuna hafa að gæta
í iðnaðinum, er meiri hlutinn ó-
rnakar sig ekki til að svara fyrir-
spurnum nefndar, sem skipuð er
til að gera tillögur iðnaðinum til
styrktar og geta varðað miklu
framtíðarha'g hans.
Ég ír.un ekki fara nánar út í
álit rsefndarinnar, enda verður
nefndarálitið birt næstu daga. —
Nefndin gerir tillögur í 9 liðum
og eru þær þannig í aðalatriðum:
TILLOGUR NEFNDARINNAR
1. Frjáls innflutningur á hrá-
efnuin til iðnaðarins.
2. Bankarnir taki lága eða enga
ívrirframgreiðslu af iðnaðarfyrir-
tækjum vegna vörukaupa.
3. Bönkunum verði gert kleift
að veita iðnaðinum hagkvæm lán.
4. Söluskattur sé ekki greidd-
ur, nema einu sinni af sömu vöru
á mismunandi stigi hennar í fram
leiðslu.
5. Endurgreiða tolla og sölu-
skatt af vörum, sem seldar eru úr
landi og felia niður af þeim
framleiðsluskatt. Ennfremur sé
heimilt að endurgreiða aðflutn-
ingsgjöld af efnivörum. sem iðn-
fyrirtæki nota til framleiðslunn-
ar, þar sem aðstæður benda til
að slíkt sé nauðsynlegt.
6. Engin aðflutningsgjöld af
vélum og varahlutum til iðnaðar.
7. Skattfrjáls endurnýjunarsjóð
ur er fái hi af nettó tekjum hvers
árs.
8. Mælir með athugun á því að
tollar verði greiddir af hráefn-
um eftir því sem þau eru notuð,
til þess að bæta úr skorti rekst-
ursfjár.
9. Innfiutningur iðnaðarvara er
keppa við innlendan iðnað, sé
bundin við clearing-löndin.
Fjöíbreytt skemmtun leikarat
í l>|Éleikhiisinu á mánudagiiMi
NÆSTKOMANDI mánudagskvöld, 2. marz, eínir Félag ísl. leikara
til kvöldskemmtunar í Þjóðleikhúsinu. — Er þetta 10. árið, sem
félagið efnir til kvöldskemmtana sem þessarar. Allur ágóðinn af
skemmtuninni rennur til menningar- og styrktarsjóðs leikara.
FJOLBREYTT
SKEMMTISKRÁ
Á efnisskránni eru 10 atriði og
meðal þeirra leikþættir, gaman-
vísur, einsöngur, tvísöngur, upp-
lestrar, eftirhermur o. fl.
Sýndur verður leikþáttur eftir
Harald Á. Sigurðsson, og er hann
jafnframt leikstjóri, og kynnir á
skemmtuninni. Þá verða sýnd at-
riði úr leikritínu „Konurnar",
eftir Claire Booth Luee, og verð-
ur Valur Gíslason leikstjóri.
ÞEIR, SEM KOMA FRAM
Þeir, sem koma fram á skemmt
unínni eru: Anna Guðmundsdótt-
ir, Herdís Þorvaldsdóttir, Regína
Þórðardóttir, Bx-yndís Fétursdótt-
ir, Edda Kvaran, Erna Sigurleifs-
dóttir og Ragnhildur Steingríms-
dóttir. Alfreð Andrésson, Lárus
Pálsson, Lárus Ingólfsson, Har-
aldur Björnsson, Guðmundur
Jónsson, Bjarni Bjarnason, Jón
Sigurbjörnsson, sem syngur nú í
fyrsta sinn opinberlega hér eftir
heimkómuna frá Ítalíu, — Karl
Guðmundsson, Brynjólfur Jó-
hannesson og Haraldur Á. Sig-
urðsson.
Leikarar munu sjálfir annast
dyragæzlu, fatagæzlu, sælgætis-
sölu, og einnig munu þeir vísa
til sætis. — Verða þeir allir í
gerfum einhverra hlutverka, sem
þeir hafa haft með höndum í
vetur í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó.
Skemmtiskráin tekur 2’á klst.
Formaður Félags ísl. leikara er
Valur Gíslason, en í skemmti-
nefnd eru þau Regína Þórðar-
dóttir, Baldvin Halldórsson og
Klemenz Jónsson.
VlSsladdur staíisháfíð
WASHINGTON, 25. febrúar: —
Eisenhower, forseti, hefur þegið'
boð um að vera viðstaddur 150
ára afmælishátíð New Orleans
' taorgar næst komandi október. —
Þá verða 150 ár iiðin frá því að
Frakkar seldú Bandaríkjunum
Louisiana. Þetta er fyrsta boðið,
er forsetinn samþykkir síðan
hann tók við forsetaembættinu.
Þetta voru fýrstu landakaúþin,
er Bandaríkin gerðu. Var það úrið
1803. Svæði þetta, sem liggur
1 þvert yfir miðvesturhluta Battda-
ríkjanna, nær nú yfir 10 fylki og
ihiuta af öðrum þremur. .