Morgunblaðið - 15.03.1953, Page 6

Morgunblaðið - 15.03.1953, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. marz 1853 Smásaga dagsins: ZigeunastúEkan eííir Grete Gravesen FINN Telle var hamingjusamur maður. Hann settist við borð í kaffisölunni á gangstéttinni, teygði úr löngum fótleggjunum og brosti af einskærri ánægju. Hann var aðeins tuttugu ára og þarna var hann kominn Ijós- lifandi til Parísarborgar. Styrkur inn frá málarafélaginu átti að vísu ekki að nægja nema til eins árs dvalar, en með sparsemi og aðgætni mundi hann geta Játið peningana endast lengur. Því hann ætlaði að vinna og spara og ef heppnin væri með honum, mundi hann ef til vill geta selt eitthvað af málverkum sínum .. Og hann var ungur og hraustur .. sólin skein í heiði og hann var í París. Honum fannst framtíðin vera björt og heillandi. Hann lokaði augunum snöggv- ast og þegar hann opnaði þau aft- ur horfði hann beint í dökk augu zigeunarstúlku, sem stóð álút yfir honum. Hár hennar var hrafn- svart og féll í lokkum niður um herðarnar. Tennurnar voru drif- hvitar á milli rjóðra varanna. Skrautlegt sjal var sveipað um axlir hennar og bundið utan um grannt mittið. Dásamleg sýn fyrir augu iistamanns. ,,Þú vera glaður, ég sé“, sagði hún hægt og með undarlegum áherzlum. „Ég segja þér fram- tíð þína í lófanum?“ Já, því ekki. Auðvitað trúði hann ekki á spádóma, en hins veg ar .. ef til vill mundu þeir gefa draumum hans byr undir báða vængi og verða til frekari stað- festingar. .. Hann ætlaði að rétta henni höndina, en hikaði .... „Hm .. hvað kostar það?“ „O, næstum ekkert .... 200 fránka aðeins .. „Nei .. nei, það er allt of dýrt“. ' „Jæja, 100 þá. Þú vera falleg- ur piltur og einmana . . ég held?“ Hann svaraði ekki. Hún beygði sig yfir hönd hans og sagði með hljómlausri röddu, að hann væri rpálari, nýkominn til Parísar og að hann gerði sér miklar vonir um framtíðina. En .. eftir eitt ár . . nei, áður en árið væri liðið . . Röddin varð að hvískri og skelfing lýsti úr andliti hennar .. „Eftir eitt ár . . hvað þá? Haltu áíram“. „Nei, nei. Ég ekki segja meira.“ Hún færði sig fjær og bandaði með höndunum, og augnabliki sí$ar var hún horfin. O-----□ Ellevu mánuðum síðar gekk uhgur, toginleitur maður eftir götunni. Það var Finn Telle. Hann settist við sama borðið á sömu kaffisölunni, teygði úr löng uth fótleggjunum og horfði niður á fötin, sem voru ný og fóru hon- Uih vel. 'Hann hallaði höfðinu aftur á bák og brosti biturlega. Þó hafði hann fulla ástæðu til að vera ánægður með lífið. Allt hafði gengið framar öllum von- um. Hann hafði fengið svo góð meðmæli frá skólanum, að hon- um hafði verið veittur styrkur fyrir tvö ár enn. Hann hafði selt margar teikningar og vatnslita- rpyndir fyrir gott verð. Svo fé hafði hann nóg í nánustu fram- tíð- Auk þessa alls hafði hann fundið stúlkuna, sem hann mundi elska alla sína ævi .... Alla sína ævi .. en hvað átti haam mikið eftir ólifað? Að vísu trúði hann ekki spádómum . . en hvað gátu orð zigeunastúlkunnar og skelfingin í svip hennar, þýtt afinað en það að hann átti brátt að deyja? Það var henni að könna að hann hafði ekki getað notið sigra sinna og ástarsælu til fúllnustu. Fannst honum hann þá vera veikur? Nei, ekki beinlínis. En hann hafði misst lífslöngunina og lífsgleðina .. hafði smátt og smátt orðið veikari fyrir. I ellevu | mánuði hafði hann lifað í stöðug- um ótta, hvern klukkutíma, i hverja mínútu .... I Hann tæmdi vínglasið. Annað og það þriðja. Þá kom hann auga á hana .. zigeunastúlkuna. Hún var falleg ennþá, en hún hafði elzt ótrúlega mikið á þessum ellevu mánuð- um. Eða það fannst honum. Hann varð gripinn einhverjum gáska. Hann veifaði til hennar og benti henni að koma til sín. Hún ! kom brosandi til hans. Það var auðséð að hún þekkti hann ekki. ■ Hann fleygði 300 frönkum á borð- ið. „Segðu mér, hvað þú getur les- ið úr lófa mínum“. Hún kraup á kné fyrir framan hann, renndi dökkum augunum yfir andlit hans og dýru fötin. Svo horði hún rannsakandi í lófa hans. „Þú vera mjög ungur .. Og málari . . mikill málari“, sagði hún með hrifningu í röddinni. „Þú hafa ódauðlega hæfileika og þú lifa lengi .. og lífið verður eins og perlurnar á bandinu, margir sigrar, ást, peningar .. miklir peningar Telle rétti úr bakinu, eins og létt væri af honum þungu fargi. Svo tók hann um axlir zigeuna- stúlkunnar og fól andlitið snöggv ast í þykku, mjúku hári henna. Svo ýtti hann henni lipurlega frá sér. „Ágætt, ágætt“, sagði hann. „En hvers vegna sagðir þú ekki þessi föðru orð við mig íyrir tæpu ári siðan. . . réttara sagt fyrir ellevu mánuðum? Mannstu ekki ekki eftir mér?“ „Nei ..“ Hún horfði rannsak- andi á hann undan hálflokuðum augnalokunum. Svo brosti hún lítið eitt: „Nú skil ég. Þú ekki borga nóg þá. Menn eiga borga Zouka .. annars segir ekki hún allan sannleikann. Muna það, ungi maður“. „Einmitt, ég skil. Spádómurinn fer eftir borguninni", sagði Telle hlæjandi. „En segðu mér eitt“, sagði hann svo og bætti nokkrum seðlum við, „ertu nú alveg viss um að þú kunnir að spá?“ Zigeunastúlkan flýtti sér að | stinga seðlunum inn á brjóstið undir sjalið. Svo stóð hún hnar- | reist fyrir framan hann og út! svip hennar skein innileg van- þóknun. „Ég útskýra, ungi maður. Ég ekki léleg spákona. Ég læra „ciromatie“, .. það erfitt. Lesa í lófann það sem er liðið og það sem koma skal . . Réttu mér aít- ur höndina ....“. Hún tók sjálfblekung hans og sýndi honum hvar líflínan !á í lófanum. Líflínan hans var mjög löng, og það þýddi auðvitað að hann yrði langlífur. Margt annað útskýrði hún fyrir honum með sömu alvörunni. Allt var það jafn gott. „Jæja“, sagði Telle. „Nú hef ég fengið að vita nóg“. □-----□ Zigeunastúlkan fór, enda þótt henni væri það þvert um geð. Þeg ar hún var horfin, rák Telle upp skellihlátur. Maðurinn sem sat við næsta borð, lagði höndina á öxl hans. „Fyrirgefið, ungi maður. en þér trúið þá ekki þessari vitleysu?" „Nei .. og minna nú en nokkru sinni fyrr“, sagði Telle og hélt áfram að hlæja. „Það skemmti- lega er að þessi fallega stúlka spáði einu sinni fyrir mér skyndi legum dauða . . og nú spáir hún löngu og farsælu lífi. Hún hefur reynt að færa rök fyrir kenning- um sínum. En sjáið þér til .. í fyrra skiptið rétti ég henni hægri hendina .. en í dag .. þá vinstri“. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Sjö voru sólir á Iofíi. Eftir Guðmund G. Hagalin. Bók- fellsútgáfan. ÞETTA er annað bindi af sjálfs- ævisögu Hagalms, — og mér er nær að halda, að það sé bezta STtiLKUR Óska að fá stúlku til sumar- vinnu í oinu skemmtilegasta héraði landsins. Sími 1650 kl. 12—3 í dag. Ungur og myndarlegur bóndi, sem býr á ágætri jörð miðju héraði, óskar að kynn ast ungri stúlku, sem vildi taka að sér forstöðu á mynd arlegu sveitaheimili. — Þær, sem vildu sinna þessu, sendi nöfn og heimilisfang ásaml uppl. og helzt mynd á afgr. Mbl. fyrir 21. þ.m., merki,. „Vor 1953“. Guðm. G. Hagalín bók hans. Að minnsta kosti hef- ur stíll hans aldrei verið tær- ari og heilsteyptari og málið rík- ara en í þeim tveim bindum ævi- sögunnar, sem komin eru út. — Frásögnin er knöpp og meitluð, engu ofaukið, en á sér þó epíska ró og breidd, þrátt fyrir ótal fjörspretti. Líkt og í fyrsta bind- inu nægir höf. engan veginn að segja sína eigin sögu, heldur sér lesandinn um leið héraðið, sem drengurinn elst upp i, og kynn- ist fjölda fólks, er birtist ljós- lifandi í frásögninni. Starf þess og kjör, umhverfi og innri gerð, allt kemur petta skýrt fram. — Hagalín notar mikið samtöl; sem hann gerir meistaralega og lýs- ingar hans á lífinu á sjónum eru ógleymanlegar. í sjóferðasögum ’ er enginn honum jafn, af islenzk- um skáldum. Skáldið kemur víða við, frá- sögnin er rík að smáatriðum, sem öll eru lífi gædd og athyglisverð í sjálfu sér, en jafnframt prýði- lega samræmd í fastmótaða, skáldlega heild. Lesandinn kynn- ist eigi aðeins umhverfi og sam- ferðamönnum drengsins og ung- lingsins, heldur og honum sjálf- um og það svo vel, að manni finnst eftir endaðan lestur, að maður hafi þekkt hann persónu- lega. Hann er kjarkstrákur, gáf- aður, bókelskur og fróðleiks- þyrstur. Á hann í því efni sam- nefnt við mikinn fjölda annarra unglinga islenzkra fyrr og síðar. Saga hans verður því drjúgur skerfur til íslenzkrar menning- arsögu, og er spá mín sú, að hún verði klassísk í bókmenntum þjóðarinnar. Styrkveitinpr úr minningarsjóli Landsspítalans nema 428,6 þús. kr. Trúlofunarhringar Við hvers manns smekk. Póstsendi. — Kjartan Ásmundsson gullsmiður Aðalstr. 8. Reykjavík. Malvöraverzlon sem vill veita viðskiptavinum sínum fullkomna þjón- ustu, verður ávallt að hafa á boðstólum eftirtaldar vörur: Rjómabússmjör Bögglasmjör Mysuost Mysing Heildsölubirgðir hjá: Gráðaost 40% ost 3Í)% ost Rjómaost Herðubreið Sími: 2678. MINNINGARGJAFASJÓÐUR Landsspítalans er styrktarsjóður, er íslenzkar konur stofnuðu skömmu eftir að þær hófu fjár- söfnun til byggingar Landsspítal- ans. Hefur sjúklingum, er dvelj- ast á Landsspítalanum og eru ekki í sjúkrasamlagi né njóta styrks úr öðrum sjóðum verið út- hlutaðar nokkrar upphæðir til greiðslu sjúkrahúskostnaðar og hefur stjórnarnefnd sjóðsins birt árlega reikning hans í Lögbirt- ingablaði íslands eða B-deild Stjórnartíðindanna. Fyrsta 'út- hlutun úr sjóðnum fór fram ár- ið 1931 og eru því 22 ár síðan hann tók til starfa. Á þessu tíma- bili hafa sjúkrastyrkir numið kr. 428.672,01, þar af 32.992,00 síðast- liðið ár. Við síðustu áramót var; sjóðurinn að upphæð kr. 648.845, 01 og er hann ávaxtaður í Söfn- unarsjóði íslands, innanríkislán-' um, Veðdeildarbréfum Lands- bankans og öðrum tryggum bréfum og bankainnstæðum sbr. B deild Stjórnartíðindanna nú ! Eins og áður er tekið. fram var styrkur úr Minningagjafasjóði bundinn við sjúkiinga, er dveldu á Landsspítalanum og væru ekki í sjúkrasamlagi eða nytu styrks úr öðrum sjóðum. En er sjúkra- samlögin fengu almenna út- breiðslu, fækkaði umsóknum og| hefur því stjórnarnefnd Minn- ingarsjóðsins unnið að því tvö undanfarin ár, að fá staðfestan viðauka við 5. grein skipulags- skrárinnar, er hljóðar um starfs- svið sjóðsins, eða til hvers hon- um skuli varið. í marz 1951 skrif- aði stjórn Minningagjafasjóðsins ,Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu bréf, þar sem farið var fram á breytingu á 5. grein skipulags- skrárinnar. 27. febr. síðastl. ár kom tilkynning frá dómsmála- ráðuneytinu um staðfestingu 5. greinar og hljóðar hún nú í hinni nýstaðfestu skipulagsskrá þann- ig: „Því, sem sjóðnum kann að áskotnast umfram vexti, skal ásamt þeim hluta vaxta, er eigi leggjast við höfuðstól, samkv. 4. grein varið: í fyrsta lagi til hjálpar sjúklingum, er sjúkra- vist eiga á Landsspítala ís- lands, til greiðslu sjúkrakostn- aðar og í öðru lagi er heimilt, ef fé er aflögu, að styrkja til sjúkrahúsdvalar erlendis þá sjúklinga, sem ekki geta feng- ið fullnægjandi læknishjálp hérlendis, að dómi yfirlækna Landsspítalans, enda mæli þeir með- styrkumsókn sjúkiings- ins.“ Viðaukinn fellzt í síðari hluta greinarinnar, þar sem rætt er um styrki til að hjálpa efnaminni sjúklingum, er ekki geta fengið fullnægjandi læknishjálp hér á landi. Fyrsta styrkveiting. sam- kvæmt þessu nýja ákvæði, var afgreidd 10. júní síðastl. sumar. - Jafnframt því að stjórn Minn- ingargjafasjóðsins þakkar öllum þeim, er stutt hafa að velgengni sjóðsins undanfarin- ár, leyfir hún sér að tilgreina staði, þar sem minningarspjöldin fást keypt: Landssími fslands, allar stöðvar hans, Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjar- götu 2 og Bókaverzlun Helga- fells, Laugaveg 39. Auk þess á skrifstofu forstöðukonu Lands- spítalans (opið frá 9—10 og 4—5). Stjórn sjóðsins skipa þessar konur: Lára Árnadóttir, form., Laufásv. 73, Ragnheiður Jóns- dóttir gjaldkeri, Laufey Vil- hjálmsdóttir, ritari. Meðstjórn- endur: Laufey Þorgeirsdóttir og Sigríður Bachmann. Umsóknir skulu sendar for- manni sjóðsins, frú Láru Árna- dóttur. r TJiágerdir ci HEIMILISTÆKJUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.