Morgunblaðið - 18.03.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 18.03.1953, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. marz 1953 Héraðsspílali Sfarrinn á væniinlega effir að breíðasf úf m aflf fand Hann vií! bia í fuglahíssnm í aörlurii FINNUR Guðmundsspn fugla- fræðingur sagði frá því hér í blaðinu í fyrradag, að gráþröst- urinn væri nýr landnemi hér. — Hann væri orðinn hér árviss vetrargestur og búast mætti við að þann færi að verpa hér. & Annar spörfugl, sem er mjög algengur á meginlandi Ev- rópu, er nú kominn lengra á leið með landnám sitt á ís'andi. Það er starrinn, sem allar líkur eru til að breiðist út um aiit íand á næstu árum. & Starrinn er spörfugl og er af ís'.enzkum fuglum einna skyldastur hrafr.inum. Starrarn- ir eru alsvartir með bláleitri eða grænleitri slikju og ljósum díl- um. Þeir eru á stærð við skóg- arþröst. M ^ Heimkynni starrans eru fyrst og fremst á öllu meginlandi Evrópu, þar er hann einn algeng- asti fuglinn. Einr.ig hefur hann svo lengi sem menn muna verpt í Færeyjum. Árið 1890 voru 100 starrar fluttir til Ameríku og sleppt í Central Park í New York borg. Það voru forfeður milljóna kynslóða, því að nú eru starr- arnir dreifðir um að minnsta kosti öll austanverð Bandaríkin. Þeir eru félagsfuglar líkt og hrafninn. Hafa bandarískir fugla- fræðingar þær sögur af þeim að segja, »að starrarnir myndi sér ákveðna svefnstaði, þar sem þeir safnist saman til svefns. Segjast þeir hafa séð tvímælalaust mörg hundruð starra í einum hóp á slíkum svefnstöðum. a ^ Nú, en þá er það larídnám starrans hér á landi. Starr- ar hafa oft komið hingað sem flækingsfuglar, en horfið jafn- skjótt aftur. Dr. Finnur segir að fyrstu frásagnir, sem við höfum af starranum hér á landi sé frá því fyrir aldamótin 1800, þá gef- ur Sveinn Pálsson lýsingu á fugl- inum í dsgbókum sínum. Síðan eru heimildir frá ýmsum tímum um að starrar hafi sézt sem flæk- ingsfuglar. U S. 1? 20—30 ár hefur starrinn verið algengur vetrargestur hér á landi og á árunurri 1930 ti! 1940 er vitað til þess að hanr gerði tilraunir til varps. M. a. vorið 1935. þegar starrahjón byggðu sér hreiður hérna inni í Laugsrnesi, en hurfu síðan frá því aftur. • 3A En kringum 1940 byrjuðu starrar að verpa í Hornafirð- inum og hefur greinilega farið fjölgandi síðan. Og síðan 1950 hafa starrar verpt i Öræfunum hjá Fagurhó'smýri. Þetta telur dr. Finnur Guðmundsson að muni e. t. v. vera byrjunin á frekari útbreiðslu starrans um allt land / Telur hann líklegt ef aðstæður! eru heppilegar að starranum fjölgi á næstu árum og hann verði þá varpíugl víðar. i | óík Starrinn er íugl, sem margir í Evrópu hafa mætur á. — Hann er fallegur, heldur sig all-, mikið heima við hús. Hann hefur' þann sið að verpa í holur og því er hann einn þeirra fugla, sem algengt er áð verpi í lítil fugla- ‘ hús, sem fólk í Evrópu setur oft upp í görðum sínum. Grunur hefur leikið á erlendis, um að starrinn hafi borið milli á síðari árum gin- og klaufaveiki. Ekki er það sannað, en hugsanlegt þó vegna þess, hve hann heldur sig mikið við hús. Ekki ætti þó að j vera mikil hætta á því hvað við-j víkur þeim störrum, sem verpa hér, því að þeir munu ekki flytja sem farfuglar til annarra landa. Myndin hér að ofan tók dr.' Finnur Guðmundsson nú í síðari hiuta febrúar suður í Gerðum. j Þar voru 45 starrar saman í hóp og sátu á símalínunni, en síma- j línur eru uppáhaldssæti starr- anna. Auglýsendur, aíhugið! Morgunbiaðið er helmingi út* breiddara en nokknrt annað íslenzkt blað — og því lang bezta auglýsingablaðið. BLÖNDUÓSI, 13. marz. — Fyr- irhugað er að koma væntanleg- um héraðsspítala Húnvetninga á Blönduósi undir þak á næsta sumri, en af þeirri byggingu er þessi mynd. í húsinu verða um 30 sjúkrarúm, heilsugæziustöð, íbúð fyrir starfsfó'k og læknis- bústaður í annarri álmunni. Með- al þeirra féiaga, sem gengið hafa vel fram í því að safna fé til þessarar fyrirhuguðu stofnunar, er Ungmennafélagasamband Austur-Húnavatnssýslu, sem heldur árlega sérstaka skemmti- viku í fjáröílunarskyni til menn- ingarmála héraðsins. Þessi skemmtivika er kölluð Húnavakan (ekki vikan) og stóð hún að þessu sinni dagana 3.—8. marz. Var þar aðsókn mjög góð, enda var tíðin frábærlega hag- stæð og margt gott til skemmt- unar. Ber þar fyrst að nefna leik- ritið Rekkjuna, sem þau Gunnar Eyjólfsson og frú Inga Þórðar- dóttir léku í þrjú skipti á veg- um Þjóðleikhússins við húsfylli og ágætar undirtektir. Ennfrem-j ur lék Leikfélag Höfðakaupstað- J ar Spanskfluguna i þrjú skipti, sömuleiðis við ágæta aðsókn. Eð- j varð Sigurgeirsson frá Akureyri sýndi í fimm skipti mjög fagrar kvikmyndir af Hreindýraslóðum,' björgun áhafnar Geysis á Vatna-j jökli, Heklugosinu o. f 1., og karla kórinn Húnar á Blönduósi söng.j Ennfremur voru nokkur smærri skemmtiatriði og svo auðvitað dansað á hverju kvöldi, bæði eldn og yngri dansar. Allmargt af utanhéraðsfólki sótti skemmt-. anir þessar. Allur ágóði Húnavökunnar rennur til ýmissa menningarmála eins og áður er sagt, að þessu sinni einkum til spítalabygging- arinnar, en síðustu tvö árin á undan hefur Ungmennafélaga- sambandið gefið til hennar kr. 30 þús., til undirbúnings skóla- stofnunar á Reykjum á Reykja- braut kr. 15 þús., til kvikmynda- töku innanhéraðs kr. 5000,00 og til sundlaugar í Höfðakaupstað kr. 3000,00. Guðmundur Jónsson, sýslu- nefndarmaður í Ási, sem er for- seti sambandsins, stjórnaði Húna vökunni nú eins og undanfarin ár af hinum mesta skörungsskap. Svipmynd af áfergisiegri leit strokufólks í íslenzku skipi í Austur-Þýzkalandi ur sjoé segir Á RÓSAILMNUM ÞEKKIST ÞAÐ Breining Haand-balsam- smyrslið, sem færir húð- inni aftur þau eðiilegu fituefni, sem hinn dag- legi uppþvottur með misjöfnum þvottaeínum sviftir hana, — smyrslið, sem heldur höndunum mjúkum og fögrum. LSfíiD dzéó de /zod-e ÞEIÉ sem farmanns kufli klæð-! ast, kynnast umheiminum, er' gnoðin leitar til fjarlægra. stranda. Eftir síðustu heimsstyrj-! öld gerðust stórar breytingar á landakorti Evrópu. Járntjaldið svo nefnda fræðist til og með því var breytt siðum og venjum þjóða. | Af vörum farmannsins má hlusta á sögur og sagnir, er þeir lýsa þessum miklu breytingum, sem átt hafa sér stað og því sem fyrir augun ber, er þeir heim-! sækja borgir austan járntjaids-J ins. Til Áustur-Þýzkalands var ferð inni heitið. Er nálgaðist ákvörð- unarstað, var eins og manni fynd-! ist, bæði vindur og báran blá, anda köldu á móti. Við fyrstu sýn strandarinnar brá ósjálfrátt upp i huga manns mynd af þeirri hlið tjaldsins, sem að oss snýr, trúleysi hinns villta samvizkulausa heims kommúnismans, harðstjórn, ánauð og kúgun, með stálhanzkann al- kunna greyptan hamri og sigð. Þegar siglt var í höfn og lokið var við að tengja skipið við hafn- arbakkann sá maður strax og fann, hvað var að gerast og hvers \ er að vænta innan tjaldskaravinn- ar. Vopnaður flokkur, sveínvana, hungraðra manna steðjaði um borð, í daunillum skítugum ein- kennisklæðum, heimtaði varð- stöðu í vélarúmi, stjórnpalli, aft- ur og fram þilfari, meðan skip og skipshöfn voru skoðuð og metin. Tve.ir hinna einkennisklæddu herra þurftu eigi annað en yl frá íbúðum skipverja til þess að sofna á verðinum. Það varð þeirra ógleymanlega draumaland, skyldurækni og dáða. Eftir að skoðun á skipi og gagnrýni á vegabréfum, ásamt tortryggilegri rannsókn á hverjum skipverja, var lokið, var okkur tilkynnt bann við landgöngu. Hvort við vorum sekir fundnir, veit ég eigi, en fangar vorum við, í þeirri merkingu, að við máttum ekkert frá eða úr skipi fara. Þessu til staðfestingar var settur vörður við skipshlið, vopnaður hríðskotabyssu og öðrum smærri vopnum. Varðgæzla þessi átti sér stað dag sem nótt. Eftir að þessi harkalega skoðun var afstaðin og vopnaði vörðurinn þrammaði þungum skrefum á hafnai'bakkanum við skipshlið, var horfin úr huga áhafnar öll löngun til landgöngu; okkur fannst allt benda í þá átt. að ekk- ert gæti fundist hér, sem huga eða hönd gleðji. Þegar fermingu skipsins var lokið, urðum við að bíða í marga klukkutíma, þar til siglingarleyfi fékkst. Að því fengnu, var annað skoðunaráhlaup. hafið. Nú hafði bætzt við í herdeildina flokkur manna, vopnaður margra metra löngum járnteinum. Réðust þeir á allar lestar og lúgur og boruðu með teinum þessum í farminn. Hér var hafin áfergisleg leit að strokufólki, í farmi og um allt skip, og með tortryggni litið á ailt og alla. Að lokinni þessari fáséðu ,,árás“ gafst loks tími til að kasta landfestum og snúa skipinu til hafs, með fullri ferð vélarinar. Um leið brast fjötur fóta vorra og samstilltur léttleiki skips og skipshafnar náði sínum fyrri veruleika. Skipið öslaði áfram, titraði und an ofurkrafti vélarinnar og bar okkur óðfluga úr myrkrinu til 'ljossins, freisis og friðar, til hafna, þar sem óvopnað, glað- vært og frjálslegt fólk tekur á móti skipinu, þegar það leggst að hafnarbakkanum, þar sem skips- höfnin má fara frjáls ferða sinna í landi og tala vijS fó!k, eins og heima hjá sér. Þangað sem mann dómur og menning ríkir. Sjómaður. mgafagnar SEOUL, 16. marz. — Ástralskar Metero-flugur sundruðu nieð óllu lest flutningavagna Norður- Kóreumanna. Átti lest þessi að flvtja lið og- vistir til hafnarbæj- arins V/onsan á austurströnd- inni. Komu njósnaflugmenn auga á lestina, sem þá var’ stödd á þröngum fjallavegi. Áströlsku flugurnar gerðu siðan harða hríð að henni, eyðilögðu alla flutn- ingavagnana og ekkert lífsmark sást á veginum þegar frá var horfið. — Voru um 150 vagnar í flutningalestinni. NTB-Heuter,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.