Morgunblaðið - 22.03.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. marz 1953
MORGUNBLAÐIÐ
1
Wu Hsun óx úr fátækt og varð einii
merkasti menningarfrömuður Kína
WÚ HSUN (frb. ú svinn) fædd-
ist í Shantung fylki í Kína árið
1839. Þegar Wú var 5 ára gamall,
dó faðir hans, en fyrsta vinna
drengsins á lífsleiðinni var að
betla — en það hlutskipti bíður
því miður margra kínverskra
barna. Þegar hann var sjö ára
gamall, reyndi hann að komast
í skóla. En kennarinn í þorp-
inu neitaði að taka hann í skóla
með þeirri forsendu að Wú Hsun
væri ekki nógu virðulegur“.
Hann komst að raun um að
mannfélagið var honum ekki vin-
veitt og hóf nú siðferðisbaráttu
sína til að betra líferni sitt. Árið
1855 tók hann að „betla til þess
að komast í skóla“. Hann vann
ýmiskonar verk fyrir menn og
hann skemmti mönnum með
ýmsu móti og lagði mikið á sig
til að safna fé „handa skólum
sínum“.
ÞegaV hann var þrítugur, gaf
bróðir hans honum hlutdeild í
akurlendi ættarinnar, en það
seldi hann og bætti því við skóla-
sjóð sinn. Eftir meira en þrjátíu
ára þrældóm, ,erfiði og betl, var
hann svo langt kominn að hann
gat stofnað hinn fyrsta skóla
sinn árið 1888 og annan skóla
árið 1890. Síðasti, en frægasti
skóli hans var stofnaður árið 1896.
En það ár dó hann.
Hann var þá orðinn jarðeig-
andi og hirðin í Peking, sem þá
var höfuðborg keisararíkisins,
sýndi honum sóma og hann var
víða mikils metinn fyrir frábær-
ann áhuga á uppeldi æskulýðs-
ins. Meira að segja sæmdi keisar-
inn hann virðingarmerki fyrir
þetta. Eftir lát Wú Hsuns var
byggð fórnarhöll honum til heið-
urs, en þetta var alloft gert í þá
tíð til minningar um merka menn.
Tilkynning var gefin út um að
æfisaga hans skyldi tekin inn í
Annála Ríkisins.
í Kína hefir jafnan verið óbrú-
anlegt djúp milli menntamanna
og betlara, því betlararnir voru
aumastir allra, en menntamenn
áttu opinn aðgang að æðstu em-
bættum landsins. Það var því ein-
stætt þjóðfélagslegt fyrirbæri að
maður, sem hafði verið betlari
frá barnæsku, skyldi verða mikils
metinn uppeldisleiðtogi meðan
keisaradómur var enn við lýði. —
En þegar áhugi vaknaði meðal
manna um alþýðumenntun, þá
varð Wú Hsun að nokkurs konar
þjóðhetju. Og það var ekki sízt |
meðal róttækra stjórnmálamanna
á síðustu byltingarárunum og
eftir að alþýðulýðveldið var
stofnað að mikið lof var á þennan
, merka mann borið.
- Eftir stofnun lýðveldisins tók
ríkisstjórnin tillit til þessa látna
merkismanns og hélt minningar-
fund um hann með Uppeldis-
málastofnun Shantung-fylkis ár-
ið 1934. Þjóðlegur Uppeldismála-
fundur var saman kallaður hon-
um til heiðurs árið 1939 og ættar-
sýsla hans var endurnefnd eftir
honum. Saga hans var tekin inn
í lesbækur alþýðuskólanna.
KVIKMYND GERÐ UM
SÖGU WÚ HSUNS
K'un Lun kvikmyndafélagið í
Shanghai tók að gera mynd af
sögu Wú Hsuns nokkru áður en
kommúnistar ,,lýðfrelsuðu“ borg-
ina. Gerð myndarinnar tók um
það bil eitt ár og var mest af
myndinni tekið á æskustöðvum
Wú Hsuns í Shantung-fylki. —
Frumsýning myndarinnar fór
fram 31. des. 1950, þ. e. meir en
ári eftir að kommúnistar hiifðu
tekið völdin í landinu og stofnað
stjórn. Eítir þetta var leyft að
sýna myndina um land allt, enda
var hún sýnd í flestum stórborg-
um Kinaveldis.
Myndin fékk þegar frá upp-
hafi ágæta dóma, þar á meðal í
eftirtöldum blöðum: Kwan Ming
Er Pao í Peking, Chin Pu Er Pao
dauðann er hann ofséffur og
hannað að bera lof á hann
a stMM'cgiiras
Ólafur F
Sigurðsson
Geysilegt, nær því óbrúandi bil, hefur verið í Kína milli flakkar-
ans og betlarans, sem sést hér til vinstri og menntamannsins, sem
á hægri myndinni er túlkaður af sjálfum Konfúsíusi. Fátæklingn-
um W’ú hsun tókst þó að brúa þetta bil. Hann vann sig upp með
frábærum dugnaði og stofnaði alþýðuskóla, þar sem jafnt fátæk
og efnuð börn skyldu njóta menntunar. En nú, áratugum eftir
daúða þessa brautryðjanda og baráttumanns öreiganna, eiga komm-
únistar engin orð nógu sterk til að níða hann.
(b. e. framfaradagblaðinu) i
Tientsin og í Ta Kung Pao í
Shanghai, en það er extt helzta
málgagn stjórnarinnar. Meira að
segja luku ýmsir leiðtogar komm-
únista miklu lofsorði á myndina.
Og í „Alþýð,ukvikmyndinni“,
sem er kvikmyndatímarit í |
Shanghai, var hún talin meðal
tíu bestu mynda ársins 1950. Upp-
eldismála leiðtogar Kína og all-
ar stéttir landsins sáu þessa kvik-
mynd og töluðu um hinn mikla
velgerðarmann sem lýst var í
„Sögunni um Wú Hhuiv .
BREVTING Á IIUGSJÓNA-
FRÆÐINNI
En skömmu síðar gerðist riokk-
uð merkilegt. Vera kann að und-
irbúningur þess hafi tekið nokk-
urn tíma.
í aprílhefti Wen Yi Pao 1951
(Bókmenntatímaritsins), sem er
málgagn „Al-Kína Sambands
Bókmennta- og Lista félaga“, kom
árásin fyrst. Voru þar skrifaðar
greinar undir þessum fyrirsögn-
um: „Er nokkuð jákvætt í anda
Wú Hsuns?“ og' „Wú Hsun er
varla fyrirmynd til eftirbreytni“.
En opinberlega kom arásin í
,,Lýðdagblaði“ Pckingborgar í rit
stjórnargrein 20. maí 1951. En
flokksdálkur .kommúnistailokks-
ins í þeirri sömu útgáfu blaðsins
sló því föstu: „Allir kommúnist-
ar eiga að taka sameinginlegan
þótt í að gagnrýna anda Wú
Hsuns“.
KVIKMYNÐIN BÖNNUD
Þann 22. maí var kvikmyridin:
„Sagan af Wú Hsun“ algerlega
tekir, úr urnferð. Þann 4. júní
birti Uppeldismálaráðuneytið til-
kynningu sem fyx-irskipaði öllu
Kennaraiiði i kpmmúmsta-Kina
að láta umræður fara |ram urn
kvikmyndina. Segir meðal ann-
ars í þessari tilkynningu: „Áhrif-
in af hinum svokallaða anda Wú
Hsuns hefir, með tilhneigingu
sinni til að koma glundroða á
sjónarmið byltingarinnar, orðið
að alvarlegri hugsjónaíræðilegri
hindi-un gegn framförum upp-
eldisaðgerða lýðsins“.
HINN UÁTNl UPPELUIS-
LEIÐTOGI ÁKÆRDUR
Ekki var látið sitja við um-
ræður og tilkynningar eixxar.
Þann 8. ágúst 1951 birti „Lýð-
dagblaðið" í Peking 15.000 orða
grein ritaða af Chou Yang (irb.
dsjó jeng) sem er vararaðhcrra
menningarmálaráðuneytisins, þar
sem hann birtir eftirfarandi ákær
ur gegn Wú Hsun, en Wú dó,
eins og áður er getið, nieir en
20 árum áður en kommúnis.ta-
ílokkurinn var stofnaður í Kína.
1. Hugsjónafræði hans . var
gjörsamlega lénsveldislegs eðlis.
Þó hann leitaðist við að hjálpa
fátækum börnum til að læra, þá
hugsaði hann fyrst og fremst til
að gera úr þeim embættismenn.
2. Hann var hvorki framíai’a
sinnaður né bylíingasinnaður og
hann neitaði samvinnu við Taip-
ing uppreisnina.
3. Sjálíur lánaði Wú Hsun
mönnum fé gegn háum vöxturn
og var auðugur jarðeignamaður.
4. Wú Hsun var sjálíur þorp
ari og flökkumaður og ekki sann-
ur fulltrúi öreiganna (hins al
menna lýðs).
Svo mörg voi’U þau orð. Enn
er þó ekki öllu lokið.
KIPPT í SNÆRI MENNTA-
MANNANNA
Hámarkið virðist hafa verið
játning vax'aforsætisráðherrans
Kuo Mo Jo. Hann hefir verið og
er enn mikils metinn leiðtogi þjóð
arinnar, telur sig til Lýöræðis-
sambandsins, Democratic League,
en hallast mjög að kommúnism-
anum. Að menntun er hann lækn-
ir, en hefir þó ekki verið starf-
i andi læknir. Aftur á rnóti er hann
, vel kunnur fyrir ritstö.rf sín, sér-
j staldega þó ljóðagerð. — En áður
en ofangreind ákæra gegn Wú
Hsun kom til sögunnar, hafði
. Kuo skrilað formála fyrir einni
, fremur nýlegri bók um „Hinn
\ Mikla Wú Hsun“. En þegar hér
var komið, vgrð hann að skipta
um skoðun og geroi það lika.
Hann hélt stranga rannsókn á
sjálfum sér (á kínvei'sku tzu-o
pí-lrinr.) varðandi samband sitt
við Wú Hsun. Og svo skrifaði
hann í „Lýðdagblaðið" í Peking
7. júní mcðal annars á þessa
leið:
„Óyggjandi sannanir hafa ver-
Framh. á bls. 12
Á MORGUN, mánudaginn 23. þ.
m. á Ólafur Frímann Sigurðsson
útgerðarmaður og kaupmaður á
Akranesi fimmtugsafmæli.
Ólafur er af góðu bergi brot-
inn. Á hann til sjómanna að telja
langt í ættir fram. Margir þeirra
voru formenn, þar sem hélst í
hendur karlmennska, fyrirhyggju
semi og aflasæld.
Faðir Ólafs, Sigurður Jóhann-
esson á Syðraparti, var formaður
fram á efri ár; jafnan farsæll í
starfi. Sigldi hann fleyi sínu,
hinum borðróna' knör, ávallt
heilum í höfn þótt hátt risi aldan
að stafni stundum, eins og gefur
að skilja á langri Hfslcið, þar sem
fast var sóttur sjórinn. Sjómanns-
blóðið fossar enn í æðum ættar-
innar. Tveir af bræðrum Ólafs,
Jóhannes og Þórður hafa haldið
uppi merki föður síns og for-
feðra, báoir ötulir og
skipstjórar.
Ólafur hefir að vísu ekki lagt
fyrir sig sjómennsku um dagana.
En þar hefir eplið heldur ekki
fallið langt frá eikinni, því Ólaf-
ur hefir jafnan verið mjög áhugá-
samur um útgerðarmál og allt
sem að sjómennsku lýtur. Hefir
hann starfað að þeim nxálum af
áhuga og fjöri enda nú um langt
keið verið meðeigandi í útgerð-
ar og fiskverkunarfyrirtæki sem
rekið er með miklum myndar-
brag.
Ólafur var þegar í bernsku
miög námfús og er hann óx að
aldri og þroska skýr og skarpur
tál náms. Ungur fór hann í Verzl-
unarskólann. Að loknu prófi þar,
'á leið hans eftir bein.ni braut að
störfum á skrifstoía Lofts Lofts-
sonar útgerðarmanns í Sandgerði,
sem um þær mundir rak þar stóra
útgerð. Reyndist Ólafur röskur og
trúr í starfi, en eigi undi hann
hag sínum á Suðurnesjum þótt
allt léki þai’ í lyndi fyrir honum.
Honum var jafnan ríkt í huga að
helga Akranesi, fæðingarstað sín-
um, krafta. sína. Fann hann hjá
sér löngun og þrótt til þess að
vaxa þar með nýjum viðfangs-
efnum sem hugsjónalíf hans sá
bá hilla undir. Eftir að Ólafur
fluttist aftur á Akranes, starfaði
hapn við Verzlunina Bjarni Ólafs
son & Co. Þá verzlun keypti hann
nokkru síðar ásamt samstarfs-
manni sínum þar, Jóni Hallgríms-
syni, mætum manni, sem nú er j
löngu látinn. Skömmu eftir lát
Jóns Hallgrímssonar seldi Ólafur |
verzlunira. Réðst hann þá til
Þórðar Ásmundssonar útgerðar-
manna og kaupmanns á Akranesi.
Var þá mikil og ör bróun í útgerQ.
og verzlun Þórðar. Þar beið hins
unsa og ötula verzlunarmaTms
mikið verkefni undir stiórn hins
nýja húsbónda, þessa hugbekka
athafnamanns sem var mjög vin-
sæll og mikils virtur af öllurn
sem hjá honum störfuðu og af
honum höfðu kynni. Eftir^ lát
Þórðar Ásmundssonar varð Ólaf-
ur meðeigandi í bessu stóm fvrir-
tæki og einn af þremur stjórnend-
um þess.
Ólafur hcfir á lífsferli sinum
víðar komið við sögu en á sviði
útgerðar og verzlunarmála, þót.t
ærið verk sé þar að vinna svo
sem högum hans er háttað. við
bókfærslu og gjaldkerastörf hinr
umfangsmikla f.yrii tækis. Fm Óla'
! ur er viðsýnn mr.ður og fiöp'æf
j ur. Hann hefir jafnan haft ríkars
i áhuga á íþróttamálum. Var hanr
um langt skeið fovmaður annc
k"ottsnvrnufé1p?sinp sem stn'-f
aði á Akranesi.Hefir hann i riku-
legum mæli lagt fram sinn skerf
til þess gengis sem knattspyrnulið
Akraness á nú við að búa o
frækilega framgöngu þ?«s
margri keppni, utanlands og inn
an. Þá er Ólafur maður snnnvinr
. Hefir hann stai'faö mikið ?.ð sönr
menntalífi staðarins. Er hann
Karlakór Akranc.ss sem sta-f:
af lífi og sál og hefir getið sé'
gott orð bæði heima og heiman.
Ólafur er mjög áhugasamur um
aflasælir | bæjarmál og stjórnmál. Hann er
mjög eindreginn Sjálfstæðismað'-
ur, einbeittur og ótrauður bar-
áttumaður fyrir stefnumálum
flokks síns. Hefir hann oft mætt
á landsfundum flokksins og hefir
áhuga hans og ótrauðrar fram-
göngu jafnan mikið gætt í floklcs-
starfseminni.
Ólafur hefir gengt mörgum
trúnaðarstörfum, meðal annars
hefir hann um langt skeið haft á
bendi endurskoðun reikninga bæj
arins.
Kvæntur er Ólafur Ólínu ÞórS
ardóttur, ágætri konu. Er hún
elzt af mörgum börnum þeirra
Þórðar Ásmundssonar og Emelíu
Þorsteinsdóttur á Grund Jónsson-
Eiga þau hjónin, Ólafur og
Ólína sex börn á lífi.
Við samferðamenn Ólafs, vinir
hans og kunningjar, sendum hon-
um og konu hans kærar kveðjur
og bugheilar árnaðaróskir á
fimmtugsafmælinu.
P. O.
EinbýSishús
I.ítið einbýlishús í Sogamýri
á góðum stað, til sölu milli-
liðalaust. Húsið er ca. 40
ferm., 2 herbergi og eld-
hús. Tilboð sendist blaðinu.
fvrir þriðjudagskvöld, —
merkt: „60 — 431“:
Ujósmynda-pappír.
Kerkastálanum.
Líxlð
Steiíihús
óskast til kaups milliliða-
laust. Tilboð sendist afgr.,
merkt: „Góð útborgun —
442". —
A T V I N N A
Reglusamur piltur 15—-16
ára, óskast í ársvist á gott
sveitaheimili. Tilboð ásamt
nafni og heimilisfangi legg-
ist jnn á afgr. Mbl. fyrir 27.
nmrz, merkt: „Atvinna —4
439“. —