Morgunblaðið - 22.03.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1953, Blaðsíða 16
1 Veðurúlli! \ dag: Suðvestan katdi, Ðáiitit rign- ing. 68. tbl. — Sunnudagur 22. marz 1953 Reykjð¥ikarbréf er á Ms. 9. Blær ssisiaSsr og sorgar hvsfdi yflr Vesfm.ey!ym Minnins skipyerjanna ai m.b. GuSrúnu. VESTMANNAEYJAR, 21. marz. — Jarðarför og mir.ningarathöfn um þá er fórust með véíbátnum Guðrúnu þann 23. febrúar s. 1. fór fram í dag frá Landakirkju. Mikill mannfjöldi var viðstaddur athöfnina. Landið gleymda í Þjóðleikhúsinu. Athöfnin hófst með bæn að heimilum þeirra Guðna Rós- mundssonar stýrimanns og Kristins Aðalsteinssonar mat- sveins. ATHÖFNIN I KIRKJU í kirkju flutti sóknarprestur- ínn, séra Halldór Kolbeins minn- ingarræðuna og flutti saknaðar- ljóð eftir Ástgeir Ólafsson og bar ástvinunum samúðarkveðju frá biskupnum yfir íslandi, þing- manni kjördæmisins og forseta bæjarstjórnar. Að athöfninni í kirkju lokinni lagði Sveinbjörn Hjálmarsson vélstjóri, er var einn þeirra, er af komust er Guðrún fórst, blóm- sveig á minnismerki drukknaðra sjómanna, en Karlakór Vest- mannaeyja söng. BLÆR SAKNAÐAR OG SOSGAR YITU BÆNUM Geysilegt fjölmenni var við athöfnina og komst ekki nema lítill hluti fólksins í kirkju. Hlýddu þeir sem ekki komust í kirkju, ýmist utan dyra eða í barnaskólanum, en þar hafði verið komið fyrir gjallarhorn- um. Vélbátaflotinn var allur í höfn, vinnustöðvar og verzlanir voru lokaðar frá hádegi, fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng og yfir bænum hvíldi blær saknaðar og fsorgar. — Bj. Guðm. Komirnar unnu í bridgekeppni S. L. FIMMTUDAG fór fram keppni í bridge miilí kvennadeííd ar Bridgefélags Reykjavíkur og Tafl- og BridgeJdábbs Reykja- víkur. Keppt var á 5 borðum og unnu konurnar á fjórum borðum en töpuðu á einu. Einmenningskeppni í 'bridge stendur nú yfir hjá T.B.R. og verður næsta urnferð spiluð á mánudagskvöld. I - X - 2 ÚRSLIT leikjanna, sem.eru á 11, getraunaseðlinum og fóru fram í gær, urðu: / Everton 3 — Bolton 4 2 Tottenham 1 — Blackpool 2 2 Arsenal ,2 — WBA 2 x Aston ViIIa — Stoke féll niður Charlton 2 — Middlesbro 0 1 Chelsea 1 — Sheffield W 0 1 Derby 0 — Neweastle 2 2 Portsmouth 2 — Burnley 1 1 Sunderland 3 — Manch. City 3 x Wolves 3 — Liverpool 0 1 Brentford 1 — West Ham 4 2 Nott. Forest 4 — Rotherham 3 1 Frá æfingu á „Landinu gleymda" í Þjóðleikhúsinu. Sjá grein á bls. 6. ] Maður siasasi Ösnnninda óhróðri Þjóðviljnns hnekht Yfirlýsing frá Karvel Ögmundssyni. í ÞJÓÐVILJANUM hafa undan- farna daga birzt langar greinar um mig og mína starfsemi. Þar sem mér virðist mjög rangt með farið geri ég ráð fyrir að þér sjá- ið yður fært að birta það sem sannara reynist. 1. í mínum húsum hafa gist allmargir menn, yfir tímabil frá tveimur vikum upp í fimm mán- uði. Ég hefi aldrei tekið greiðslu fyrir húsaleigu, hita og rafmagn. Þeir hafa boðið greiðsiu, en ég hefi sagt þeim að ég gerði þetta til að greiða fyrir þeim þar til þeir gætu fengið sér húspláss annarsstaðar. 2. Ég hefi leigt Sameinuðum verkfökum hús er ég héfi út- búið til íbúðar fyrir ákveðið gjald, þeir hafa engan mann af þeim, sem þar búa látið greiða húsaleigu. 3. I Þjóðviljanum er því haldið fram að ég leigi kojuna í Lands- hafnarhúsinu fyrir kr. 186.00. Hið sanna er ég hefi ekki leigt einum einasta manni liojur eða á ann- an hátt í umræddu húsi, og hefi %kki haft neina íhlutun um hverjum þar væri leigt. Með samningi gerðum 1. o!ct. 1952 leigði ég Félagsmálaráðuneytinu umrætt hús fyrir ákveðna mán- aðargreiðslu, en mér er algjör- lega óviðkomandi hverjum ráðu- neytið leigir og fyrir hvaða verð. Eáðuneytið hefur efalaust orðið að greiða ýmsa stóra gjaldaliði, svo sem upphitun, húsþrif, skemmdagreiðslu, umsjón o. fl., sem ég geri ráð fyrir að við- korrfhndi leigutaki hafi orðið að fá endurgreitt hjá vistmönnum í húsinu. . 4. Þér teljið að menn séu látn- ir greiða okurleigu fyrir hús- næðið þar með talið ljós, hiti, hreinsun o. fl. fyrir kr. 186,00 yfir mánuðinn, eða kr. 6,00 fyrir sólarhringinn, þáð svarar til greiðslu fyrir vinnu í 25 mínút- ur í lægsta launaflokki, 'það virð- ist mér ódýrt, því þegar við leit- um til Reykjavíkur er okkur gert að greiða kr. 35.00 til 48.00 fyrir gistinguna. 5. Ég stunda nú sömu útgerð og útflutningsatvinnu sem ég hefi gert síðustu 30 ár, en sök- um aflabrests á þorskanetjaveið- um hefi ég fengið minni fisk en áður og verður þar engum urn kennt. í ofanritaðri yfirlýsingu hefi ég engu orði hallað frá því er ég sannast veit. Njarðvík, 20. marz 1953. Karvel Ögmundsson. Kominn til Þýzkalands. LUNDÚNUM, 17. marz: Hertog- inn af Edinborg er nú kominn til Vestur-Þýzkalands, en þar mun hann- Weimsækja' hinar brczku flugstcðtaij í lar.dinu. I GÆRMORGUN vildi það slys til að fisktrönur hrundu og varð ; einn maður undir þeim. Slapp J hann furðanlega lítið .meiddur. J Þetta var Kristinn Stefánsson, J Bergstaðastræti 33. Fisktrönur þessar eru suður í Kópavogi skammt frá frystihús- I inu sem er inn hjá Fífuhvammi. 1 Var Kristinn að vinna þar við upphengingu á fiski ásamt öðrum j manni. Um kl. 9,30 varð slysjð. — | Hafði Kristinn veitt því eftirtekt að eitthvert álag var á fisktrönu grindunum. — Gékk hann inn I undir þær til að kanna þetta nánar. — Er hann stóð undir tröunum féllu þær skyndilega of- an á hann. Það tók alllanga stund að ná Kristni. Var hann þó svo hress,1 að hann gat staðið upp hjálpar- | laust. Við læknisskoðun, en Krist- inn var tafarlaust fluttur í sjúkra hús, kom í ljós, að báðar pípur í vinstri framhandlegg voru brotn- ar. Nokkuð var Kristinn marinn. Ástæðan til þess að fisktrön- urnar hrundu, var sú, að enda- staurar höfðu sigið niður í jörð- ina og var þá misþungt á og all- ur þúnginn lagðist á þann enda. Oeíið heiiar vesrið lA cað þvi sem venjulegt ear Sag! fiá l'jríi! niIdtRi vetri í Sliagaliríi j SVEINN SVEINSSON, hreppstjóri á Hrauni á Skaga, skýrði Mbl. svo frá, að þessi vetur hefði verið snjóléttasti vetur, sem mentí myndu eftir. Jörð er nú og hefur verið um langt skeið alauð á láglendi. Heygjöf í Skefilstaðahreppi telur hann að hafi verið mikita minni en venjulega. Verið að reyna nýjar rafvélar Blönduéss- rafveitunnar BLÖNDUÓSI, 21. marz: — Vonir standa til að bráðlega verði hægt að taka í notkun hina endur- byggðu og stækkuðu rafveitu Blönduóss. — Undanfarið hafa vélarnar verið reyndar öðru hvoru. Ríkið tók að sér rafveituna á síðastl. ári og var þá þegar haf- inn undirbúningur að stækkun hennar. Hefur verið byggt nýtt stöðvarhús og 500 hestafla rafall keyptur frá Þýzkalandi. Stöðvar- húsið er við Sauðanes og vatnið fyrir rafalinn er tekið úr Laxár- vatni. Gert er ráð fyrir að Höfðakaup staður fái tafmagn frá þessari stöð síðar. Mun ekki fullráðið hvort byrjað verði í sumar á lagn ingu háspennulínunnar þangað. Á Blönduósi voru það upphaf- lega þrír aðilar sem höfðu um það forgöngu að rafhituninni var kom ið upp. Voru það Blönduóshrepp- ur og samvinnufélögin hér. — Vélskólanemar gefa ti! Árnasafns Á FUNÐI sem nýlega var hald- inn í skólafélagi Vélskólans var samþ. að gefa í húsbyggingar- sjóð Árnasafns kr. 2500,00. Ríkti mikill áhugi meðal nem- enda á endurheimt handrit- anna. Voru þeir á einu máli um það, að söfnunin í húsbyggingar- sjóðinn yrði að vera sem glæsi- legust, og sýna þannig einhug þjóðarinnar í handritamálinu. Er það von nemenda að þessi litla gjöf megi verða til þess að meiri skriður megi komast á þettá mál. Rælfumkirkju- byggingu Háfeigssafnaðar ÍBÚAR Háteigssóknar halda safn aðarfund í húsi Sjómannaskólans þar sem messað er, í dag klukkan 4 e.h. Þar verður m. a. rætt um kirkjubyggingarmál safnaðarins og fleiri safnaðarmál. SUMSTAUAR EKKI FARID AÐ UÝSA liÖMB Ég tei, sagði Sveinn, að sauðfé hafi verið gefið aðeins fjórð- ungur heys móti því sem venju- legt er. Á sumum bæjum hér í sveit er ekki einu sinni farið að hýsa lömb. Hrossum hefur ekkert verið gefið. Snjór hefur sama sem^enginn værið í allan vetur, sagði Sveinn hreppstjóri. Það var að ég held, einu sinni í janúarmánuði að fall ið hafði 5—6 millimetrar af snjó, en hann leysti upp skjótlega. ? FARID A8 LÆÐA f JÖRÐ Og nú er orðið svo áliðið, að bændur vona, að ekki komi tii neinnar snjókomu eða kulda úr þessu. Það er jafnvel farið að læða í jörð og brumsprotar farn- ir að lifna við. Annars verður með þessu áframhaldi ekki þöif fyrir eins mikinn heyskap eir.s og venjulega, því að eftir svo snjóléttan og mildan vetur eiga menn furðumiklar fyrningar af útheyi. Viðskij[>la*amiirngur BUENOS AIRES: — Undirrita? ur hefur verið 4ra ára viðskipta samningur «11111 Argentínu o Braziliu. Skipt er aðallega á ma( vörum. Þykkvibærinn umflofinn va!ni 5—12 m. sköi§ í veginn JsangsS á þremL'r sfsðum ÞYKKVABÆ, 21. marz: — Vöxtur er nú mikill í ám hér vcgna rigninganna að undan- förnn. Er nú svo komið að Ilólsá rennur yfir bakka sína á 700—800 m. svæði fyrir fram an Djúpós, þannig að- vegur- iun hingað er undir vatni á stóru svæðl og ófært eftir lion- um með öllu. Vitað er um að skörð hnfa homið í hr.nn á minnst þremur stöðum, 5—12 m. breið. Remuir áin nú yfir engj- arnar og vestur í Þjórsá, en fyrir ofan bæi og veldur því ekki tjóni svo noklcru ncmi, nema á veginum. Ef ekki rignir mikið í nótt, er húir.i við að sjatni nokkuð í ánni. — M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.