Morgunblaðið - 09.04.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1953, Blaðsíða 1
16 síður 40. árgangut 79. tbl. Fimmtuda<uir 9. anríl 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Horðanherinn hefur 600 fanga úka og særða, her S.Þ. 5800 Lskur fyrir frekari fangaskiptum PANMUNJOM, 8. april. — Samninganefndir deiluaðila komu sam- sn til fundar tvívegis í dag. Lögðu þær fram skýrslur yfir þá fanga, eem hvor aðili um sig telur að eigi að sendast heimleiðis sam- kvæmt samningi um skipti á særðum og sjúkum föngum. Kom i ljós að Norðanherinn gerði ráð fyrir að senda 600 fanga heim til sín, en herstjóm S. Þ. kvaðst hafa undir höndum 5800 fanga er væru særðir eða sjúkir. FREKARI SKIPTI LIKLEG Formaður samninganefndar S. Þ., John Daniel, lét þá skoðun sína í Ijós að tala særð>a og sjúkra fanga í höndum Norðan- hersins væri ótrúiega lág. £n hann lét einnig það álit sitt í Ijós að mikhr möguleikar væru á víð- tækari fahgaskiptum en þeim, er þegar væri um samið. 4% OG 5% Af þeim 600 föngum, sem Norðanherinn vildi skipta á voru 450 Suður-Kóreumenn. 5100 af föngum S. Þ. voru Norður-Kóreu menn. Þegar þessi fangaskipti eru um garð gengin hafa Norðan- menn sleppt 4% af þeim föng- um, sem þeir hafa í haldi, en herir S. Þ. hafa sleppt 5% af þeim föngum er þeir hafa tekið. ÁKVEÐID ANNARS STAÐAR Daniel stakk upp á því á samn- ingafUndinum að hugtakið ,,særð- ir og sjúkir“ yrði rýmkað nokk- uð en Norðanmenn svöruðu að þessi tala þeirra væri byggð á hákvæmum rannsóknum. Banda- ríkjamenn buðust og til að reisa hermannabúðir á hlutlausa svæð inu við Panmunjom þar sem fram kvæma mætti skiptin á föngun- Ádenauerí Banda- ríkjunum WASHINGTON, 7. marz — For- sætisráðherra Vestur-Þýzkalands Konrad Adenauer, kom í dag til Washington í einkaflugvél Eisen- howers forseta Bandaríkjanna. Mun hann dveljast í Washing- ton í 3 daga og ræða við Eisen- hower, John Foster Dulles, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna og aðra stjórnmálamenn þar. — í dag gekk hann á fund Eisen- howers í Hvíta húsinu og átti Við hann alllangar viðræður. ________—Reuter-NTB. Heimsmet í krmglukasti LOS ANGELES, 7. apríl. — Sam Innes setti í dag nýtt heimsmet í kringlukasti, kastaði 57,78 m. Gamla heimsmetið átti Fortune Gordien 56.99 m. Sam Innes er aðeins tvítugur að aldri, en mjög glæsilegur kringlukastari. Vakti hann sér- staka athygli á Olympíuleikun- um í Helsingfors, er hann lenti í keppni við alla beztu kringlu- kastara heims, heimsmethafa, Evrópumethafa og Olympíumeist ara. En þeirri keppni lauk með glæsilegum sigri Innes og setti hann þá nýtt Olympíumet. Hann var þá annar tveggja er ekkert kast gerði ógilt í úrslitakeppn- inni. Kastsería hans þá var þessi: 53,47; 54,60; 55,03 ; 53,49; 54.13; 52,83. Talar hún sínu máli um öryggi hans og getu. Brezkir togaraeigendur neita beiðni Edens um að aflétta löndimarbanninu krifgis kist. fundur varð áucngurslaui BLAÐIÐ Grimsby Evening Telegraph staðhæfði það fyrir nokkrum dögum, að Anthony Eden utanríkisráðherra hefði beðið brezka togaraeigendur að aflétta löndunarbanni á íslenzkum fiski i brezk- um höfnum. Segir blaðið, að togaraeigendur hafi hafnað þeifri beiðni algerlega. j Hýft áform NEW YORK, 8. rpril. — Bandaríkjastjórn hefur nú hafið rannsókn á því hvernig árangursríkast verður að bregðast við þeim vandamál- um, sem upp kunna að koma þann dag, er fjárveitingar til landvarna verða skornar nið- Ilinn kunni bandaríski blaðamaður, James Reston, skrifar grein um þetta mál í New York Times í dag. Hann segir að Bandaríkjastjórn flýti þessom athugunum sin- um í og með vegna breyttrar stjórnmálastefnu Rússa. ^ Stjórnmálasérfræðingar í Bandaríkjunum, segir Reston, líta þannig á, að eitt af mark- miðunum með stjórnarbreyt- ingu Rússa sé að fá vestrænar þjóðir til að draga úr land- vörnum. Þannig komi aftur upp atvinnuleysi og örbirgð, sem auki fylgi kommúnism- ans. — Reuter-NTB. Minni veiði ÁLASNDI, 7. apríl — Um 1,3 millj. kg minna af fiski hafa nú veiðzt í Suðurmæri og Romsdal en á sama tíma í fyrra, að því er nýjustu skýrslur herma. ENVER IIOXHA — Hann er for- sætisráðherra Albaníu og er tal- inn eiga erfitt verk fyrir höndum við að halda þjóð sinni í skefjum eftir andlát Stalíns. ar kveðja Trygve Lie ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna kvaddi Trygve Lie s.l. mánudag. En hann hefur eins og jkunnugt er verið aðalritari sam- takanna allt frá stofnun þeirra. Margar ræður voru fluttar og Lie þakkað hið mikla starf hans í þágu samtakanra. Méðal þeirra, sem töluðu var Thor Thors, for- maður íslenzku sendinefndarinn- ar á allsherjarþinginu. — Talaði hann fyrir hönd Noregs, Dan- merkur, Svíþjóðar, Hollands, Belgíu, Luxemburg og íslands. Allir ræðumenn luku miklu lofsorði á starf Trygve Lie nema fulltrúar Rússa og leppríkja þeirra. Hinn fráfarandi aðalritari þakkaði þjóðum samtakanna samvinnuna á undanförnum ár- um og árnaði þeim heilla í fram- tíðinni. Christie svaraði ekki, er hann var ákærður um morð Starði aðeins úi í lcilið annars hugar LUNDÚNUM. — Fjöldi fólks var saman kominn fyrir framan lög- regluréttinn í vestur hluta Lundúnaborgar, er farið var með hinn 55 ára gamla skrifstofumann, John Christie, til yfirheyrslu. — Voru það aðallega kvenmenn, sem fýsti að sjá eigin augum hinn grunaða kvennamorðingja. . Fjölmargir lögregluþjónar voru í fylgd með honum, er hann var leiddur inn í réttarsalinn. SVARAÐI EKKI Christie var aðeins til yfir- heyrslu í 5 mínútur. Hann var náfölur, er hann var leiddur inn í salinn og andvarpaði þunglega, þegar hann settist niður. — Hafði hann áður ekki svarað neinum spurningum, sem Scotland Yard hafði lagt fyrir hann. NÁFÖLUR OG ANNARS HUGAR Christie féll hókstaflcga niður á stólinn, er honum var sagt að setjast, án þess að líta fram í salinn sem var troðfullur af for- vitnum áhorfendum og frétta- mönnum. — Allan tímann meðan á yfirheyrslunum stóð, sat Christie á stól sínum án þess að hreyfa legg né lið og starði i sí- fellu út í loftið eins og hann væri ekki með sjálfum sér. Er dómar- inn hafði gefið út tilskipun þess efnis, að hann ætti að vera í fang- elsi, þangað til réttarhöldin yfir honum hæfust stóð hann upp og fór út úr salnum í lögreglufylgd jafn annars hugar og hann hafði I verið undir yfirheyrslunni. Viðurkcnna BrsSar LONDON. — Erezka stórblað- ið News Chronicle skýrir svo frá, að það þyki sennilegt, að brezka stjórnin muni bráðlega birta tilkynningu, þar sem hún viðurkennir hina nýju 4ra mílna landhelgi íslands og jafnframt að brezka stjórnin skori á brezka togaraeigcndur að létta löndunarbanninu. Blaðið segir að Bandaríkja- menn séu áhugasamir um lausn þessa deilumáls og bend ir blaðið samtímis á það, að ísland hafi vegna legu sinnar mikla hernaðarlega þýðingu. •— Reuter. Melbourne og Ólympíuleikarnlr MELBOURNE, 8. apríl. — Bæj- arstjórn Melbourne í Ástralíu hefur ákveðið að senda tvo full- trúa á fund alþjóða Olympíu- nefndarinnar, sem haldinn verð- ur í Mexikoborg 17. apríl n.k. — Tilgangurinn með þessu er sá að reyna að koma í veg fyrir að annari borg en Melbourne yrði falið að sjá um Olympíuleikana 1956. — NTB-Reuter. Sildarvertíðinni lokið í Noregi NORSKA síldveiðin í vetur nam alls 7.100.000 hl. Af því voru 6 millj. hl stórsíld og 1.1 millj hl vorsíld. Er áætlað, að verðmæti aflans nemi um 130 milljónum norskra króna. — Vertíðin hófst hinn 26. janúar s.l. og lauk henni hinn 31. marz. — Á þeim tíma létu alls 19 manns lífið við síld- veiðarnar. í fyrra veiddust um 8.8 millj. hl og árið þar áður 9.5 millj. hl. Hefur því síldveiðin í vetur geng- ið heldur treglega miðað við fyrri ár, og kenna norskir sjó- menn veðrinu aðallega um það. Stórsíldarveiðin var góð, en vor síldin brásta aftur á móti gjör- samlega. Fylgdist að gæftaleysi og aflaleysi. Áberandi var, hve gömlu síldveiðisvæðin við Hörðu- land og Rodaland brugðust algjör lega. Nokkur veiði var í Sogni og Fyrðafylli. — Síldarinnar varð fyrst vart 46 mílur út af Sunn- mæri, en aðal veiðin byrjaði 16. 'ebrúar. Á allan veiðiflotann er afli mjög misjafn. Fengu nokkur skip góðan afla, en önnur engan. Meira var veitt i snurpunót en minna í rcknet og landnætur. FULLTRÚAR STJÓRNARINNAR OG ÚTGERÐARMANNA Anthony Eden hafði þriggja klst. fund með fulltrúum togara- eigenda. Auk utanríkisráðherra sátu fundinn fyrir hönd brezku stjórnarinnar, Anthony Nutting, varautanríkisráðherra, Mr. Nug- ent, fulltrúi fiskimálaráðuneyt- isins og Henderson Stewart, full- trúi ráðuneytis þess, sem fer með Skotlandsmál. Um 12 fulltrúar togaraeigenda og fiskkaupmanna mættu á fundinum. BEIÐNI EDENS Utanríkisráðuneytið boðaði til fundarins, og hefur ekkert verið skýrt opinberlega frá umræðu- efninu, en Grimsby Evening Te!e graph segist hafa sannar fregnir af því að tilefni fundarins hafi verið að Eden, utanríkisráðherrá, bar fram tilmæli um að löndun- arbanninu væri aflétt þegar í stað. TOGARAMENN 7>VERIR Að því er blaðið segir frá var tilætlun Edens með tillög- unni að leitast við að koma viðræðum við íslendinga um þcssi mál á vingjarnlegra svið. Er viðræðurnar höfðu staðið yfir í á þriðja klukkutíma geng>i stjórnarfulltrúar út úr fundarsalnum og munu full- trúar útgerðarmanna þá hafa rætt einslega um tillögur stjórnarinnar. Það er ljóst, segir blaðið, að úteerðarmennirnir neituðu að þessu loknu með öllu að fallast á beiðni brezku stjórn- arinnar, um að aflétta lönd- unarbanninu. 7 ára þrælkun NÆROBÍ 8. apríl. — Afríkumað- urinn Jomo Kenyatta var í dág dæmdur til 7 ára þrælkunar- vinnu fyrir að hafa stjórnað og skipulagt Mau-Mau ógnarhreyf- inguna. Fimm menn aðrir hlutu einnig þyngsta dóm fyrir slík af- brot, eða 7 ára fangelsi. — NTB-Reuter. Hammarskjöld á biðinni STOKKHÓLMI, 8. apríl — Hammarskjöld, hinn nýkjörni aðalritari S. Þ. hélt í dag flug- leiðis áleiðis_til New York þar sem hann tekur við hinu nýja embætti sínu. Tage Erlander for- sætisráðherra, Ur^áen utanrikis- ráðherra o. fl. fylgdu honum til flugvélar. —Reuter-NTB. MADRID — 50 farþegum og 85 mönnum af áhöfn brezks skips, sem strandaði við suðurströnd Spánar í dag, var bjargað aí spaenskum sjómönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.