Morgunblaðið - 09.04.1953, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐI&
Fimmtudaginn 9. ápríl 1953
i
l
*\
X
%
SYSTIRIIM
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
Framh’aldssagan 40
18. kaíli.
Alice. reyndi að sýnast hissa,
en hún var það ekki. Undir niðri
hafði hún átt von a þessu.
Hún endurtók orð hans: „Get-
ur Janice ekki farið. En hvers
vegna . . . hvers vegna, Jack?“
„Má ég koma inn fyrir snöggv-
ast. Ég skal ekki vera lengi“.
„Gerðu svo vel“. Hún fylgdi
honurn inn í stofuna. „Bruce lá-
varður mun ekki misvirða það
við mig, þótt ég komi nokkrum
mínútum of seint. Hvað er að?“
Hann stóð á miðju gólfinu og
horfði niður fyrir fætur sér.
„Þetta eru meiri vandræðin",
sagði hann. „Þetta eru mér sár
vonbrigði en . . . það er því
miður ekkert við því að gera.
Auðvitað veldur það mér mikl-
um áhyggjum að þurfa að skilja
hana eftir, sérstaklega þegar
svona stendur á, en ég ekki hætt
við að fara á síðustu mínútu.
Bruce lávarði mundi veitast erf-
itt að fá einhvern í minn stað.
Og vesalings Janice . . . O . . .
Alice, ég veit ekki hvernig ég
á að snúa mér“.
„En hvers vegna getur Janice
ekki farið?“ spurði hún. „Er
hún ekki frísk?“
„Nei . . .“. Hann hikaði, leit
á hana og síðan undan. — Svo
forosti hann vandræðalega: „Ekki
alveg frísk. Þú veizt að henni
hefur ekki liðið sem bezt upp
á síðkastið. Til dæmis um kvöld-
ið, þegar hún ætlaði að htim-
sækja þig. Ég er hræddur um,
að ég hafi ekki skilið það þá . . .
ég hef verið of strangur við
hana ... hef ekkert skilið. En
. . . þú skilur . . . hún á von á
barni. Það eru auðvitað gleðileg
tíðindi. Ég er mjög hamingju-
samur. En ég vildi hinsvegar
að það hefði ekki orðið einmitt
núna, en það er þvi miður ekki
hægt að sljá slíkt fyrir“.
:’„Á Janice von á barni“, sagði
Alice. Það var eins og hún tryði
ekki sínum eigin eyrum. Hún
hafði velt því fyrir sér síðan hann
kom inn, hvaða frambærilega
ástæðu Janice mundi hafa fundið
til, en þétta hafði henni ekki dott-
ið í hug. Gat það vprið satt? En
augnabliki síðar ásakaði nún
sjálfa sig fyrir að efast. Janice
gat ekki logið um slíkt. Og þó
vissi hún undir niðri, að Janice
hafði aldrei hugsað sér að fara í
þetta ferðalag. Hafði hún vitað
þétta allan tímann, en ekki kosið
að segja Jack það fyrr en í gær?
En hvers vegna hafði hún þá
haldið því leyndu fyrir honum?
■ „Ef ég hefði aðeins vitað þetta
fýrr“, sagði hann. „Þá hefði ég
gjetað hætt við að fara. En nú á
síðustu stundu . . . Vesalings
jþnice . . . hún vissi það ekki
s|álf fyrr en í gáer. Hún hafði
\terið svo skrítin undanfarið og
sþo fór hún til læknis í gær. Hún
vprð auðvitað fyrir miklum von-
hrigðum og hún grét, þegar hún
ságði mér þetta. Þú verður að
l|ta inn til hennar. Þú verður
að reyna að hughreysta hana og
Iftta hana skilja, að það geri ekk-
esrt til þótt hún fari ekki. Hún
Verður auðvitað mjög einmana
þegar við ftiqjm bæði, þu og ég.
% hún á aðra vini. Ég reyni að
ljúka störfum mínum eins fljótt
og auðið er og flýti mér svo
heim. Heldurðu að hún afberi
það, að vera skilin eftir ein? —
Ejnnst þér það illa gert af mér,
ap skilja hana eftir, þegar svona
Í?ndur á?“
„Nei, auðvitað ekki, Jack“,
gði hún. „Ég skil ekki hvað þú
gaetir ann'að gert úr- þvi kom-
iö er, og þú verour kóminn áffúr’
eftir nokkra mánuði. Þú mundir
líka vera kyrr, ef hún færi fram
á það, eða er það ekki?“
„Auðvitað“, sagði hann. „En
hún er mjög hughraust. Hún vill
ekki heyr^ á það minnst, að ég
verði kyrr. Ég stakk upp á því.
Hún sagðist aldrei mundu fyrir-
gefa sjálfri sér, ef ég yrði af
þessu ferðalagi hennar vegna.
Eins og það væri henni að kenna?
Ée held að henni mundi alls ekki
falla það vel, ef ég hætti við að
fara. Hún ásakar sjálfa sig nefnil.
fyrir að hafa ekki farið til lækn-
isins fyrr. En hún sagði, að sér
hefði ekki dottið neitt slíkt í hug“.
Hann brosti. „Hún er svo mikið
barn að mörgu leyti“.
„Ég skal fara að hitta hana um
hádegið“, sagði hún.
Hann greip um hönd hennar.
„Þakka þér fyrir. Ég er svo eig-
ingjarn að ég vildi óska að þú
værir kyrr heima. Ég væri svo
miklu öruggarí um hana, ef ég
vissi að þú værir hjá henni“. —
Hann leit rannsakandi á hana.
„Ekki vænti ég að þú mundir
vilja verða eftir?“
„Ég skal athuga hvað ég get
gert?“, sagði hún.
Hún var komin í mijda klípu
og vissi ekki hvað hún átti að
gera. Átti hún að verða eftir til
að gæta Janice? Átti hún að
hætta við ferðalagið, sem hún
liafði hlakkað svo mikið til að
fara í? Ætlaðist Jack til þess af
henni í alvöru? Henni fannst það
og henni fannst hann hafa orðið
fyrir vonbrigðum að hún skyldi
ekki lofa því umsvifalaust að
verða eftir. Ef hún aðeins vissi,
hvort þetta var satt.
Hún var svo áhyggjufull allan
morguninn, að Bruce lávarður
minntist á það við hana.
„Hvað er að?“ Hann brosti blíð-
lega til hennar. „Eru nú kjólarn-
ir, sem þér hafið pantað ekki
komnir? Þegar kvenfólk setur
upp áhyggjusvip, þá er orsakar-
innar venjulegast að leita til ein-
hvers í sambandi við kjóla“. —
Hláturinn hvarf úr augum hans.
„Kærið þér yður um að segja
mér, hvað amar að?“
„Það er vegna Janice", sagði
hún. „Ég er hrædd um að hún
geti ekki farið“.
Hann blístraði lágt. „Það er
slæmt“.
„Hún er ekki frísk“, sagði hún.
„Og læknirinn segir, að það sé
ekki ráðlegt fyrir hana að fara“.
Hann kinkaði kolli. „Ashburn
er auðvitað mjög vonsvikinn“.
„Hann kom til mín áður en ég
fór að heiman í morgun“, sagði
hún.
„Náttúran er sjaldan tilhliðr-
unarsöm“.
„Það er víst alveg rétt. Auð-
vitað getur Jack ekki hætt við að
fara. Hann veit að það mun verða
ómögulegt fyrir yður að fá ann-
an í hans stað með svo stuttum
fyrirvara. Ég var að velta því
fyrir mér, hvort ég . . .“.
„Vitleysa", sagði hann og greip
fram í fyrir henni. „Það kemur
ekki til mála að þú hættir við að
fara, Alice“.
Það var í fyrsta sinn, sem hann
kallaði hana Alice.
„Þá yrði ég fyrir sárum von-
brifðum", sagði hann, „og ég er
viss um að systur þinni muni lía
vel. Hún hlýtur að eiga aragrúa
af kunningjum“.
„Hún á það sennilega", sagði
Alice. Hún vissi ekki greinlega
hverjir kunningjar Janice voru.
Hún hafði séð hana svo sjaldan
upp á síðkastið.
„Marga vini“, sagði hann. „í
hvert skipti sem ég kem þangað,
er íbúðin full af fólki. Við skul-
um ekki tala meira um þá vit-
leysu að þú hættir við að fara.
Ég leyfi það ekki“.
En Alice var ennþá áhyggjufull
og vissi ekki hvað hún átti að
gera. Um hádegið fór hún til
Janice.
Janice sat í legubekknum, þeg-
ar stúlkan fylgdi Alice inn í stof-
una og Alice sýndist systir henn-
ar flýta sér að stinga einhverju
á bak við sig um leið og hún
kom inn. Gat það verið, að hún
fesJ.
LÁJ
GALDRABORÐIÐ
Þýzkt ævintýrL
6
gullpeninga, og sagðist vilja fá eitthvað að borða og drekka
jfyrir þá- Þjónninn flýtti sér strax að bera fyrir hann matinn,
: varð ekki lítið undrandi, þegar pilturinn tók upp tvo ekta
því að hann hélt, að þá myndi hann ef til vill fá fleiri gull-
peninga hjá piltinum.
Þegar pilturinn var búinn að borða og drekka nægju sína,
þurfti hann að greiða meira en sem samsvaraði gullpening-
: unum tveim, — en hann hafði þá ekki fleiri peninga á sér.
„Það stendur nú þannig á, að ég hef ekki handbæra fleiri
' gullpeninga, en ef þú vilt hinkra örlítið við, þá skal ég koma
með þá innan stundar," sagði pilturinn við þjóninn.
Þjónninn gerðist allforvitinn. „Hvar skyldi hann geta
fengið gullpeninga?“ hugsaði hann með sjálfum sér. — Þegar
pilturinn fór út, læddist þjónninn á eftir honum. í húsi, sem
var fyrir utan hótelið, hafði pilturinn geymt reiðtýgin. Hann
fór nú inn í húsið og breiddi dúk undir reiðtýgin, en þjónn-
inn fylgdist vel með öllu, þar sem hann var í felum.
Um leið og pilturinn setti reiðtýgin á dúkinn og hann hafði
sagt hókus pókus, hrundu gullpeningar í stríðum straumi
niður á dúkinn.
„Þetta er nú eitthvað fyrir mig,“ hugsaði þjónninn. Og á
meðan pilturinn svaf um nóttina, skipti þjónninn um reiðtýgi
— setti annað í staðinn fyrir reiðtýgi piltsins Það leit þó
alveg eins út.
Drengurinn kvaddi nú gestgjafann um morguninn og hélt
síðan ferð sinni áfram. Og ekki leið á löngu þar til er hann
kom heim til föður síns.
Pilturinn sagði honum frá eiginleikum reiðtýgisins. — En
allt fór á sömu leið fyrir honum. Hann var rekinn að heiman,
eins og eldri bróðir hans, og; svo varð hann að fá sér vinnu
hjé-malara að ‘nýju.
Af yngsta piltiniim er það að segja, að hann réðist í þjón-
KAPLBUÐIIM LALCAVEG35
¥örubílspallur
óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 6478.
f\Jerbátnlc)i
Uan
TANNLÆKNAR SEGJA
COLGATE TANNKREM
BE2TU VÖRNINA
GEGN TANN-
SXEMMDUM
Notið COLGATE tannkrem, er gefnr ferskt bragð i
munainn, hreinar tennur og varnar tannskemmdum.
Heildsölubirgðir H. Ólafsson & Bernhöft.
2—3 herbergja
íbúð óskasf
nú þegar, eða frá 1.—14. maí næstkomandi. Z
m
Get látið í té afnot af síma, og jafnvel einhverja hús- ;
hjálp ef óskað er. — Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. ;
Upplýsingar í síma 7329. Z
Bókhaldari
Eitt af stærstu fyrirtækjum bæjarins óskar eftir ung-
um manni til aðstoðar aðalbókara, nú þegar eða 1. maí.
Eiginhandarumsóknir, er greini upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 14.
þ. m. merkt: „Bókhald“ —593.